Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1992, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1992, Page 4
„... Allur heimur- á morgun Asama tíma og bresku blöðin fjölluðu um upphaf 4. ríkisins við sameiningu þýsku ríkjanna var vinsælasta lesefni blaðanna í Þýskalandi hug- leiðingar um það hvað hefði gerst ef Hitler hefði unnið stríðið. Smám saman fóru að birt- Menn hafa löngum velt vöngum yfír því, hvernig heimurinn væri, ef Hitler hefði unnið stríðið. Krafan um lífsrými átti ekki bara við um nálæg Evrópulönd. Hitler, Himmler og fleiri nasistaforingjar höfðu uppi áætlanir um stórfellda þjóðflutninga og útrýmingu, en í framtíðinni hugsaði Hitler sér bandalag með Bretum og að sameiginlega færu þeir í stríð gegn Ameríku. Eftir MICHAEL BURLEIGH ast greinar um sama efni í breskum blöðum þar sem gat að líta hlið við hlið fjarstæðu- kenndar áætlanir Hitlers um eyðingu New York með 5 tonna sprengju og útrýmingu krikketleikja annars vegar og hins vegar efna- hagslega yfirburði Þjóðveija í nútíma Evrópu. Hvaða áætlanir höfðu nasistar gert í sann- færingu sinni um að þeir ynnu stríðið? Var lokatakmark Hitlers að skapa „Lebensraum" (rúm til lífs) í austri eða var þetta aðeins forleikur að heimsyfirráðum? Takmarkaðist sjóndeildarhringur hans við landvinninga- stefnu fyrri heimsstyijaldarinnar eða var til- gangurinn takmarkaður við að bijóta niður efnahagslega og hernaðarlega yfirburði Bandamanna? Sumir sagnfræðingar hallast að því að takmark hans hafi verið bundið við meginlandið, þ.e. „Iausn gyðingavandamáls- ins“ og „Iífsrýmið" í Austri. Aðrir sagnfræð- ingar telja að vilji hans hafi beinst að heimsyf- irráðum. Þessar skoðanir þurfa ekki að stangast á. Munurinn er aðeins áherslumunur. Þeir sem styðja kenninguna um yfírráð Hitlers á megin- landinu halda því fram að Hitler hafi lagt megináherslu á landvinninga í austri og að annað sem hann lét frá sér fara hafi verið hugarórar. Sagnfræðingarnir sem styðja kenninguna um heimsyfirráðin byggja skoðun sína á handahófskenndum yfirlýsingum Hitl- ers um nýlendur og stríð við Bandaríkin og taka þær alvarlega. Einn þessara sagnfræð- inga, Andreas Hillgruber, hefur fært þessar yfirlýsingar í kerfi sem gæti verið einskonar áætlun um framkvæmd árásarstefnu Hitlers. Eftir að hafa skapað „evrópskt meginlands- heimsveldi með sigrað Rússland sem fjöður í hattinum var næsti áfanginn að vinna viðbót- arlandsvæði í Mið-Afríku og koma upp á kerfisbundinn hátt flotastöðvum til stuðnings voldugum herskipaflota bæði á Atlantshafi og Indlandshafi. Þýskaland átti síðan í hern- aðarbandalagi með Japönum og hugsanlega Bretlandi að einangra Bandaríkin í fyrstu og halda þeim í eins konar stofufangeisi í vestur- heimi. Næsta stig var svo styrjöld meginland- anna þar sem „hið þýska heimsveldi þýsku þjóðarinnar" berðist til heimsyfirráða við Bandaríkin. Nánari rannsókn bendir til þess að áætl- anir Hitlers um heimsyfirráð hafi verið raun- verulegar án þess að það verði fullyrt með vissu. Skömmu eftir valdarán Hitlers kynnti hann áætlun sína um að „skapa nýtt Þýska- land“ í Brasilíu, yfirtöku á nýlenduveldi Hol- lendinga, Mið-Afríku og allrar Nýju-Guineu. Engilsaxneskum áhrifum skyldi útrýmt í Norður-Ameríku „sem fyrsta áfanga í því að innlima Bandaríkin í Þýska heimsveldið". Þessum áætlunum fylgdu geðveikislegir Messíasarórar þar sem hann útlistaði áætlan- ir um „endursköpun heimsins" eða „frelsun" mannkynsins undan höftum skynsemi, frelsis og siðgæðis. Eftir fyrstu leiftursigrana í stríðinu komu Hitier og sálufélagar hans oft inn á þetta efni. 1940 var Rippentrop og aðrir yfirmenn í utanríkisráðuneytinu að hugsa um að færa út „hið mikla evrópska efnahagssvæði" með „viðbótar-svæðum", seru tekin yrðu frá hinni bresku og frönsku Vestur-Afríku, frönskum svæðum í Mið-Afríku, belgíska Kongó, Úg- anda, Kenýa, Zansibar og Norður-Ródesíu ásamt Madagaskar, sem átti að nota til þess að koma gyðingum þar fyrir. NSDAP, rót- tæka stjórnmálaskrifstofan hóf samningu ýt- arlegrar áætlunar um stjórnun nýlendnanna í Afríku og reglugerð um samskipti hvítra ogsvartra. í Evrópu var hlutleysi eða vinveitt afstaða þjóða til Þjóðveija engin trygging gegn árás. Samkvæmt áætluninni „Tannenbaum“ átti að sigra Sviss og skipta því á milli nágranna- landanna. Með áætluninni „Heimskautarefur" var flutningaleiðin fyrir járn frá Svíþjóð tryggð. Áætlanirnar „Isabella" annarsvegar og „Felix“ hinsvegar tryggðu Portúgal og Gíbraltar, hið síðarnefnda með eða án stuðn->' ings hins spánska stórhershöfðingja Franco. Þótt áætíuninni „Sæljóni" væri aldrei kom- ið skipulega á blað er þó hægt með athugun á minnispunktum og fjölda uppkastsblaða og fyrirmælum til lögreglunnar að sjá hvers Bretar máttu vænta. Þrír innrásarherir áttu að leggja undir sig England og hver þeirra átti síðan að stjórna því landsvæði sem hann hafði lagt undir sig. Landið yrði rúið öllum, hráefnum og hergögnum. Sterkbyggða karl- menn á aldrinum 17-45 ára átti að flytja til meginlandsins og setja þá í nauðungarvinnu. Þeir sem tækju þátt í verkföllum, mótmælaað- gerðum eða ættu vopn yrðu meðhöndlaðir af herdómstólum. Alfred Six, 31 árs gamall pró- fesor í stjórnmálavísindum, átti að vera yfir- maður stormsveitanna á Bretlandseyjum. Honum til stuðnings áttu að vera sérstakar stjórnunardeildir og „sérsveitir" staðsettar í Bristol, Birmingham, Liverpool, Manchester og Edinborg. í sérstakri „leitarskrá" stoms- veitanan voru nöfn nálega 3.000 eftirlýstra manna. Þar á meðal voru Churchill, Eden, Masaryk, Benes, de Gaulle, Noel Coward og Sigmund Freud, en hann hafði safnast til feðra sinna ári áður en listinn var saminn. Six hafnaði í Smolensk en ekki í London. Þar stóð hann fyrir fjöldamorðum á rússneskum erindrekum. Hann var dæmdur til 20 ára fangelsisvistar 1948 en var sleppt 1952. Síð- ar komst harin í stjórn Porche-verksmiðjanna og hóf störf hjá vestur-þýsku leyniþjón- ustunni. Hitler var enn haldinn þeirri sjálfsblekkingu að Bretar ættu eftir að sætta sig við yfir- stjórn Þjóðveija í hinni „endurbornu" Evrópu. „Eg mun ekki vera hér Iengur til að sjá það, en ég fagna fyrir hönd þýsku þjóðarinn- ar þeirri hugsun, að við munum sjá England og Þýskaland fara í herför hlið við hlið í stríði gegn Ameríku." Færi s’vo að bandalagið við Breta yrði ekki að raunveruleika og efnahagsþvinganir gegn Bandaríkjamönnum dygðu ekki, þá hafði Hitl- er uppi ráðagerðir um loftárásir á Ameríku. Til þess átti að nota íjögurra hreyfla Mess- erschmidt-sprengjuflugvélar sem gátu flogið 11-15 þús. km og borið 8 tonn af sprengjum. Árásarferðirnar átti að fara frá herstöðvum á Asor- og Kanaríeyjum. Áhugi fyrjr löndum utan Evrópu kom einn- ig fram í Z-áætluninni frá 27. janúar 1939. Aætlunin gerði ráð fyrir herskipaflota með heimahöfn í stórri flotastöð í Þrándheimi sem á árunum 1944-46 yrði fær um að storka sérhveiju stórveldi á höfunum. Af þeim 800 skipum sem áttu að vera í flotanum voru sum skipin 1.000.000 tonna orrustuskip yfir 300 metrar á lengd búin fallbyssum með 53 cm Hitler: „Ég mun ekki vera hér lengur til að sjá það, en ég fagna fyrir hönd þýzku þjóðarinnar þeirri hugsun, að við munum sjá England og Þýzkaland fara í herför hlið við hlið í stríði gegn Ameríku. “ hlaupvídd. Yfirleitt virðast viðfangsefni Hitl- ers hafa verið án nokkurra takmarkana ann- arra en þeirra sem fylgdu hverfulli velgengni á vígvöllunum. Þessar ráðagerðir voru úr öllum tengslum við mannlegt gildi eða kostnað eða annað vegna þess að stríð hafði jákvætt og upp- byggilegt gildi fyrir „heilsu“ kynþáttarins og þjóðina eins og hann sagði: „Það má vera að við eigum hundrað ára stríð fyrir höndum. Ef svo er þá er það bara ennþá betra — það hindrar okkur í því að leggjast til svefns. “ Aðrir sagnfræðingar hafa einkum leitast við að kafa til botns í þeim gögnum sem til eru um byggingarlist frá nasistatímanum og reyna á þann hátt að leiða fram í dagsljósið grundvallartilgang þess þáttar fyrir „Ríkið“. Fremstur í flokki þessara sagnfræðinga er Jochen Thies. Hitler, sem var misheppnaður nemandi í myndlist, var alla tíð altekinn af áformum um skipulagningu og hönnun bygg- inga og mannvirkja. Á síðustu vikum stríðsins meðan rússneskir hermenn þrömmuðu um rústir Berlínar sat hann í neðanjarðarbyrgi sínu og púslaði með líkön af byggingum í birtu frá ljóskastara, sem var látinn gegna hlutverki sólarinnar þannig að skuggarnir á líkönunum yrðu sem eðlilegastir. Tilgangurinn með byggingarlistaráformum Hitlers var að yfirskyggja allar aðrar stórbyggingar heims- ins og styðja og undirstrika með því veldi og eilífleika Þriðja ríkisins. Árið 1941 sagði hann: „Þeir sem koma að stjórnarbyggingu ríkisins skulu finna það að þeir standa fyrir framan fótskör drottnara heimsins.“ Þessa villimann- lega yfirlýsingu gaf hann í sambandi við eftir- lifandi Rússa þegar land þeirra háfði verið gjörsigrað. Eitt sinn er Hitler var að rabba við Himml- er (1941) lét hann þessi orð falla: „Ekkert mun verða of gott til fegrunar Berlínarborgar ... Fólk mun koma eftir tilkomumiklum breið- stræíum þar sem sigurboginn rís við himin og Hof hersins og Torg fólksins eru. Fólk mun standa á öndinni! Aðeins á þennan hátt auðnast okkur að rísa hærra en eini keppi- nautur okkar. — Róm. Við skulum byggja svo stórfenglegar byggingar, að Péturskirkjan og torg henar líti út eins og Ieikföng í saman- burði við þær. “ Áiíka stórmennskubijálæði kemur fram í áætlun um byggingu brúar yfir Saxelfi, þeg- ar endurskipulagning á Hamborg var komin á dagskrá. Brúarstöplarnir áttu að vera 180 metra háir. Hann útskýrði þessa áætlun fyrir hershöfðingja sínum á þennan veg: Þið kunn- ið ef til vill að spyija: Hversvegna grefurðu ekki jarðgöng? Eg álít ekki að jarðgöng séu gagnleg. - Og þótt ég áliti það vil ég reisa heimsins stærstu brú í Hamborg svo að hver sá Þjóðveiji sem kemur erlendis frá eða hefur tækifæri til þess að bera Þýskaland saman við önnur lönd hljóti að segja við sjálfan sig: Hvað er svona sérstakt við Ameríku og henn- ar brýr? Við getum gert það sama. Það er þess vegna sem ég vil byggja skýjakljúfa sem eru alveg eins stórkostlegir og hjá Bandaríkja- mönnum. “ Skýjaklúfarnir áttu m.a. að hýsa höfuð- stöðvar NSDAP á svæðinu. NSDAP-skýja- kljúfurinn átti að slá Empire State-bygging- unni við. Á þaki hans áttu að vera risavaxnir neon-ljóskastarar til leiðbeiningar skipum að næturlagi inn í mynni Saxelfar. Stærstu byggingarnar voru ætlaðar Berlín, sem árið 1950, þegar endurbyggingunni hafði verið lokið, yrði gefíð nýtt nafn og nefnd „Germanía". Borgin, sem hafði nú skotið öll- um öðrum stórborgum í heiminum ref fyrir rass með sína 10 milljón íbúa, yrði byggð umhverfis borgarkjarna með 100 metra breið- um breiðstrætum. Þegar fólk kæmi út úr hin- um geysistóru járnbrautarstöðvum áttu að blasa við þeim tijágöng breiðstrætanna og risavaxnar byggingar klæddar með marmara, Sigurboginn, sem þarna stendur, skyldi vera helmingi breiðari og hærri en sigurboginn í París. Á honum áttu að standa nöfn þeirra er féllu í stríðinu og á sökkli hans sem sérstak- lega yrði hannaður til þeirra hluta skyldi koma fyrir úreltum herteknum vopnum óvin- arins almenningi til sýnis. Fólk gengur fram- hjá Höll foringjans með borðsal fyrir þúsund- •ir gesta í einkaleikhúsi. Það kemur einnig að Risahöllinrii þar sem skyldi vera heimsins stærsti ráðstefnusalur, sem rúmaði 250.000 gesti. Byggingarnar og sýningarsvæðin yrðu vettvangur’ fyrir hrífandi og stórfenglegar hópsýningar og uppákomur. Sameiginleg hrifning fólks vegna hópseíjandi áhrifa hvatn- ingarfundanna átti að koma í staðinn fyrir síðustu leifarnar af skyrisamlegri og stjórn- málalegri menningu. Þessum byggingum var líka ætlað að standast tímans tönn. Fullur bjartsýni sagði Hitler einu sinni: „Granít mun tryggja það að minnismerki okkar munu standa að eilífu. Eftir 10 þúsund ár munu þau enn standa ðbreytt, nema ef sjórinn á eftir að ganga yfir sléttlendið á þessum tíma. “ Efnið í byggingarnar átti að koma frá nýjum útrýmingarbúðum sem stormsveitarmönnum var ætlað að koma á fót í grennd við granít- námurnar. Utan Þýskalands var gert ráð fyrir því að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.