Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1992, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1992, Síða 7
•jálfur um af gerði frá brautarstöðinni og á leiðinni, er ég var að nálgast ákvörðunarstaðinn, varð á vegi mínum kona, sem endilega vildi snúa mér á rétta braut í trúarbrögðum og veifaði að mér bæklingum og vildi beina leið minni í hús þar sem var skóli hinnar einu og sönnu búdda- hatrúar, elti hún mig í dijúga stund, áður en henni varð loksins ljóst, að sennilega væri þessum heiðingja ekki við bjargandi. Á Nútímalistasafninu var í gangi merkileg sýning, er nefndist „Van Gogh og Japan“, en þar voru sýnd og skilgreind áhrif, sem meistarinn varð fyrir af japanskri list, einnig voru þar nokkur verk samtíðarmanna hans og félaga, er sóttu margt í smiðju Japana. Þetta var á sunnudegi og var mannþröng- in gríðarleg enda var mjög liðið á sýningar- tímann. Það var ekki einungis ánægjulegt að sjá ýmis verk meistarans og félaga hans, sem ég hafði ekki séð áður, heldur var jafn- vel enn ánægjulegra að sjá samanburðar- myndimar, sem voru íjöldi trérista eftir marga helstu meistara Japana á löngu tíma- bili, sem Theo bróðir hans hafði safnað, svo sem Utamaro, Hiroshige, Kiyonage, Eisen, Kunisada, Kuniyoshi, Senchó og Yoshitora ásamt myndskreyttum vikublöðum Parísa- borgar frá því seinni hluta nítjándu aldar. Safnið er í látlausri en glæsilegri bygg- ingu, þar sem megináherslan hefur verið lögð á að það, sem til sýnis er, njóti sín. Það er einmitt vandi margra nýrra safna í vestrinu, að þau eru of oft líkari minnismerki yfir húsameistarann, er teiknaði þau, en söfnum. Ég var víst eini bleikskinninn á safninu allan þann tíma er ég dvaldi þar, a.m.k. rakst ég ekki á neinn annan, og þar sem allir klædd- ust svörtu, hafði ég það á tilfinningunni í mannmergðinni sem væri ég agnarlítil hvít fluga í kolsvörtum flugnasvermi. En því var við brugðið, hve gott er að skoða söfn með Japönum og mun betra en þeim í vestrinu, því að J>eir eru ólíkt tillitssamari og skipu- legri. Ég átti svo góða stund á kaffistofu safnsins, sem var staðsett nákvæmlega á réttum stað og skoðaði þvínæst safnið sjálft dijúga stund. Það er mjög athyglisvert og einkum hreifst ég af keramikinni, sem var óviðjafnanleg fyrir einfaldleika, skýra, form- ræna hugsun og margbreytilegan gleijung. Þarna voru ágæt nútímaverk, en einnig dálít- ið af eldri málverkum, þar sem fram komu sterk áhrif frá málurum módernismans í París og minntu þau mig óneitanlega á vinnu- brögð eldri íslenzkra málara og þótti mér samanburðurinn forvitnilegur, og um leið ákaflega lærdómsríkur. Þegar maður sér slíkt, fer ekki hjá því að maður sjái listina í nýju ljósi og nýju samhengi og það er mikils- vert að gera það augliti til auglitis og kemur aldrei í stað bóka né fræðilegrar úttektar. Eftir því sem ég sá meira af slíkum mynd- um, þótti mér vænna um myndir með þjóð- legu ívafi, enda fjári vel útfærðar. En nútíma- málurum hefur hins vegar sumum tekist að samræma japanskar hefðir vestrænni list- Sýnishom af skúlptúr og listiðnaði frá 7.-8. öld. Þjóðlistasafnið í Tókýó. aðallega vera komið til að staðfesta andlega yfirburði sína yfir skynlausum skepnunum, taka ljósmyndir, éta ruslfæði og kasta um- búðunum á tvist og bast. Ég hreifst þó mjög af fugladeildinni og einkuih ránfuglunum og kondórunum, en það fiðurfé auk rándýra og hýena þykir mér yfirleitt á slíkum stöðum skyldast skepnunum utan búranna. En það mega Japanir eiga, að þeir loka dýragörðun- um um leið og söfnunum, eða hálf fimm, en ekki um sólsetur eins og víða tíðkast. Morguninn eftir kom leiðsögukonan til að fylgja mér á flugvöllinn og gat ég þá tekið peninga í banka þar og borgað henni, en hún hafði lánað mér af mikilli rausn dagana sem bankarnir voru lokaðir. Fékk ég talið hana á að þiggja af mér málsverð í matsalnum og urðum við ásátt um að panta sjávarrétta- platt flughafnarinnar. Reyndist það úrvals matur af hráum, soðnum og steiktum fiski ásamt ýmsu úr jurtagarði hafsins og át ég hvert einasta kom með góðri lyst. Það er vissulega sannleiksneisti í orðum ítalska rithöfundarins Italino Calvino: „Nú á dögum, er menn geta upplifað allan heiminn á skjánum, er aðeins ein sönn aðferð eftir varðandi ferðalög á framandi slóðum, sem er að borða.“ Það var nákvæmlega klukkustundar flug frá Osaka til Tókýó og varð ég strax var við, að flugfreyjurnar kunnu til verka og létu mig fylgjast vel með öllu, sem ekki hefur komið fyrir mig áður. Þetta var þægilegt >4). Þjóðlistasafnið í Tókýó. Kirsuberjavarir, eftir Keigetsu Kikuchi (mun vera gerð 1931). Þjóðlistasafnið í Kyoto. heimspeki og það eru myndlistarmenn á heimsmælikvarða, sem endurnýja japanska sem vestræna list. Auk þess sá ég á safninu ýmsa smíðisgripi í listiðnaði, meistaralega útfærða, og þá gripi var nautn að skoða. Ég fékk mér göngutúr í góða veðrinu eft- ir þessa lotu því að ég var búinn að sjá nóg af list þann daginn. Þetta var yndislegur dagur og leið mín lá framhjá dýragarðinum og freistaðist ég til að skoða hann, þótt yfir- leitt leiðist mér slík meðferð á dýrum. Þröngt var um mörg hinna stærri dýra og kenndi ég mjög í bijósti um þau, enda voru þau vesældarleg í útliti. Hér var annars konar fólk á ferð en á söfnunum og það virtist flug og aðflugið að Tókýó yfír Tókýóflóa með sínum mörgu skipum var ævintýralegt. Ég fýlgdi örtröðinni út úr risaþotunni á Hamida-flugvellinum, sem var eins og skrúð- ganga, og hélt að allir væru að fara í farang- ursdeildina, en fyrir vikið var ég næstum komin út á götu áður en ég vissi af, og sneri hið bráðsta við. Sá þá í bakið á Sigfúsi Þórð- arsyni, eiginmanni Miyako Kashima, er rýndi yfir farangurssalinn, en þau hjónin biðu mín þar óvænt. Leiðbeindu þau mér svo í rútuna til Tókýó og var ég alveg hissa á þeirra miklu vinsemd, því að ekki er mikið mál fýr- ir þaulæfðan mann að bjarga sér í flughöfn- um. Það reyndist nær tveggja tíma akstur til miðborgar Tókýó, sem er óvenjulegt, en það rigndi svo óskaplega ásamt því að það snjó- aði á milli, að miklar umferðartafir urðu. Umferðin mjakaðist áfram og maður var farinn að kannast við íjölda bíla á leiðinni og þá sem í þeim voru af öllum þjóðfélags- stéttum. Var það líkast leikhúsi hraðbraut- arinnar. Það væri ekki hægt að nota annað en hástemmd lýsingarorð yfir þá tilfinningu er gagntók mig, er ég nálgaðist miðborgina og sá allar hinar risavöxnu byggingar og glæsi- legu húsagerðarlist. Víða voru byggingarnar skreyttar listaverkum og þá á mjög menning- arlegan hátt og þau gegndu sjálfstæðu hlut- verki, en voru ekki eins konar þjónustur arki- tektanna eins og tíðkast á heimaslóðum. Ég kom úr yndislegu veðri í Osaka og Kyoto í þennan hraglanda í Tókýó, sem er víst einsdæmi á þessum árstíma, og er við komum til Shinjuku-brautarstöðvarinnar tók mig langan tíma að ná í leigubíl. Flúði í skjól upp við banka í grenndinni, en var þá orðinn vel blautur, enda þetta óvenjuleg rign- ing með snjóbleytu í bland er límdist við föt- in. Umferðin var gríðarleg og uppteknir leigubílar fóru hjá í stríðum straumum lengi vel, er ég loks gómaði einn lausan. Bílstjór- inn var ekki alveg viss, hvar hótelið mitt væri, þótt hann kannaðist við hverfið, en þetta var nú ekkert venjulegt hótel og var að auki í mjórri hliðargötu. Átti ég að gista á kristilegu hóteli, en það reyndist ómögu- legt að útvega mér herbergi og öll hótel nema þau dýrustu upptekin. Tókst loks að útvega mér herbergi á heilsumiðstöð fyrir líkamlega fatlaða, sem einnig var gistiheim- ili! En svo reyndust flestir gestanna raunar ófatlaðir og sumir svo langt frá því, að ég minnist þess, er ung stúlka hljóp upp stig- ann, er ég tók lyftuna og var á undan mér upp á fjórðu hæð! Raunar voru lyftudymar dálítið lengi að lokast og opnast, en engu að síður ... Hnátan bjó innar í ganginum og hljóp þangað og ég horfði hissa á eftir henni, hvumsa yfir þessum eldsnöggu viðbrögðum, en er hún svo setti lykilinn í skrána sneri hún sér við og horfði eldsnöggt á mig og austræn og vestræn augu mættust á miðri leið... Fyrstu nóttina var ég í risastóru herbergi fyrir tvo með öllum mögulegum þægindum og hjálpartækjum fyrir líkamlega fatlaða, og þótti mér með sanni ég ekki í réttu um- hverfi. Þá var kalt í þessu stóra herbergi, og því hurfu síðustu koníaksdroparnir, sem ég annars dreypti aðeins á að morgni dags til að kála öllum ókunnum bakteríum í mat. Fyrir vikið gat ég ekki nema einu sinni borð- að morgunmat á hótelinu, sem m.a. saman- stóð af því, sem allir vestrænir ferðalangar óttast, þ.e. fiski og ýmsum tegundum sjávar- gróðurs, t.d. þangs og þörungum. En mikið var þetta ljúffengt og svo léttur var ég á mér eftir neyslu hans, þótt ég hlæði margoft á diskinn og hesthúsaði öllu, að mér fannst ég svífa í lausu lofti. Ef einhveijum lesanda hrýs hugur við fiski í morgunmat og fiski í nær öll mál, þá skal þess getið að minnst kólesterólmagn mælist í blóði Japana, og hjartveiki er þar til muna fátíðari en víðast annars staðar. Vilja vísinda- menn og læknar m.a. rekja orsökina til físk- neyzlunnar. Þá er meðalaldur þeirra einn sá hæsti í heiminum og barnadauði einn sá minnsti. Daginn eftir fékk ég annað herbergi um hádegisbilið og það var öllu minna og þægilegra og hitastigið að mínu skapi. Kom- ið var hið besta veður og sól skein á Fusij- ama, Tókýó og kollinn á ferðalanginum, og var svo allan tíma minn í borginni. Ég hafði farið í vettvangskönnun til Shinjuku-brautar- stöðvarinnar um morguninn, sem er ein hin stærsta í heimi og mun stundum hátt í ein og hálf milljón manna streyma þar í gegn á dag. Leigubílstjórinn spurði mig að hvorri hlið stöðvarinnar ég vildi að hann æki mér og valdi ég sem betur fer suðurhliðina þar sem verzlunarhverfið er, en lestarsporin greina hverfið í tvo ólíka heima. Spuijið ekki fáfróðan um margbrotið lífíð í suðupotti hvorrar hliðar, en ég get upplýst, að Shinjuku er eitthvert merkilegasta hverfi stórborgar í veröldinni og hér getur enginn verið hlutlaus. Sjálf Tókýóborg er slík marg- brotin furðuveröld, að útlendingar eiga erfitt með að átta sig á henni og henda reiður á öllu og jafnvel borgarbúar skilja hana naum- ast. Það er t.d. vel þekkt, að í nágrenni slíkra brautarstöðva eru jafnan gjálífishverfi, og í austurhluta Shinjuku er hægt er að fá öllum fýsnum svalað, og sagt er, að tvær stórbygg- ingar sjái fyrir öllum mörgulegum líkamleg- um þörfum manna, þar sem þeir geti fengið útrás fýrir allar tegundir kynlífs, en þær skipta, sem kunnugt er, hundruðum. Þannig að menn geta höndlað hina blíðustu ást með ljúfum rómantískum athöfnum, kertaljósum, keleríi og kossum undir sítar- og mandólín- spili, og allt til þess er náttúran er rekin út með lurk undir tónlist er líkist þórdunum og stormbeljanda og sem rigni eldi og brenni- steini. Að í þessuh hverfi, þar sem njóta má sem sagt nær allra lasta, er hugur og líkami gim- ist, — þar sem barir og búllur em hlið við hlið, er selja allar tegundir áfengis, þar sem yfirfullt er af gægjugatastöðum (Peep Show), kaffistofum, þar sem skyndikonur em falar (Pick-up-a girl), tyrknesk böð, ástþrungin sem andleg spilling, vændi og glæpastarf- semi, — finnast ekki eiturlyf! En hér skilur á milli japanskrar og annarr- ar austurasískrar menningar, að eiturlyf hafa aldrei verið hluti hennar né þoluð í Iandinu, em ekki og verða trúlega aldrei. Þetta hlýtur að vera einstakt í heiminum, en það er fleira, sem telst til fádæma í jafn stórri borg og má það vera vegna afstöðunn- ar til eiturlyfja. Þannig segja skýrslur, að t. d. árið 1986 hafí velta skipulegra glæpa numið 3^0 milljörðum ísl. króna, en samt sem áður vom framin ellefu sinnu færri morð en í New York, tuttugu og þrisvar sinnum færri nauðganir og tvö hundmð sinnum færri rán! Samt hefur New York fimm milljónum færri íbúa. Og fleira er í þessum dúr, t.d. las ég einhvers staðar, að u. þ.b. 27% allra glæpa upplýstust í Banda- ríkjunum, en nær 80% í Japan! Sagan er þó ekki öll, því að þrengra er um mannfólkið en víðast annars staðar, sem gerir þennan samanburð enn ótrúlegri, og SJÁ NÆSTU SÍÐU LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. OKTÓBER 1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.