Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1992, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1992, Page 10
Brot úr nafngiftasögn ÚLFUR KRISTINN HEIÐIMANN Séra Stefán Stefánsson, sem þá var á Stóru-Heiði og prestur til Reynis- þinga, taldi þessa nafngift fullkomið hneyksli, einkum nafnið Heiðnimann, sem menn hlytu að skilja = hinn heiðni maður. 4. Fela söluna í Bandaríkjunum á hendur takmörkuðum fjölda bandarískra fýrir- tækja með vel þróáð dreifingarkerfi og undir vissu eftirliti af norskri hálfu. Kannanir og mat nefndarinnar leiddu til þessarar niðurstöðu: Ráða verður eindregið frá beinni sölu einstakra norskra útflutn- ingsfyrirtækja. Sú aðferð býður heim hætt- unni á því að útflutningsaðilamir undir- bjóði hver annan, eins og gerst hefur með aðrar framleiðsluvörur. Þetta gæti fljótlega leitt til óheilbrigðrar verðlækkunarsam- keppni. Mjög erfítt yrði líka að koma við skilvirku gæðaeftirliti við slíkt skipulags- leysi greinarinnar. Salan í Noregi þarf að fara fram á veg- um sölumiðstöðvar, sem nær til allra fram- leiðenda. Slík sölumiðstöð þarf að hafa nægilegt vald til þess að hafa á hverjum tíma fullkomna stjórn á útflutningnum bæði hvað varðar gæði og dreifingu á ein- staka markaði. Nauðsynlegt er að sjá til þess að vömnni sé dreift á markaðinn með þeim hætti og hún seld við þær aðstæður að tryggt sé að hún varðveiti upprunaleg gæði. Nefndin lagði því meðal annars til að þegar yrði hafíst handa um stofnun hlutafé- lags framleiðenda til að sjá um útflutning frystra flaka og lagði áherslu á að slíkt fyrirtæki yrði að hafa sjálfstætt ákvörðun- arvald gagnvart framleiðendunum um allt sem varðaði gæði vörunnar, verðlagningu og aðra þætti viðskiptalegs eðlis, svo sem um pakkningar, umbúðir, affermingar, skipulagningu flutninga o.s.frv. Tveggja manna nefnd, sem ferðast hafði um Evrópu um sama leyti á vegum norska viðskiptaráðuneytisins, komst að áþekkri niðurstöðu, og um haustið 1946 var að frumkvæði norsku ríkisstjómarinnar form- lega gengið frá stofnun Norsk Frossenfísk A/L — sem seinna fékk nafnið Frionor. Fyrirtækið tók við starfsemi og viðskipta- samböndum hinnar ríkisreknu Utflutnings- nefndar. En af samstarfí við Islendinga varð ekki. Þvert á móti börðust Norðmenn og íslend- ingar strax frá stríðslokum á mörkuðunum í harðri og harðnandi samkeppni. Þótt öll Evrópa æpti á mat fyrstu árin eftir stríðið var físksalan ekki auðvelt starf. Hvarvetna var skortur á hörðum gjaldeyri. Flutningar voru erfíðir og ótryggir. Þjóðríkin lögðu áherslu á að endurreisa eigin fískveiðar bæði heima fyrir og á fjarlægum miðum. Innflutningstakmarkanir, kvótar og vöru- skiptaverslun settu svip sinn á viðskiptin. Pólitísk sambönd voru nýtt til hins ítrasta. íslendingar héldu stöðu sinni á breska markaðnum, til dæmis með því að binda sölu á síldarolíu, sem gífurleg eftirspum var eftir, við kaup á hlutfallslegu magni af freðfíski. Norðmenn seldu stóran hluta sinnar framleiðslu til hemámsveldanna í Þýskalandi, en íslendingar notfærðu sér sambönd sín við Bandaríkin til að komast inná þann markað líka. Rússar gerðu stóra vöruskiptasamninga bæði við Norðmenn og íslendinga 1946, en kipptu svo snögg- lega að sér hendinni árið eftir og næstu ár og birgðir hrönnuðust upp. Árið 1949 kvarta Norðmenn undan undirboðum Dana og íslendinga í þeim tilgangi að ryðja sér til rúms á meginlandsmörkuðunum. En sama ár hófst Marshallhjálpin, sem lagði nýjan gmndvöll að frelsi í utanríkisviðskipt- um, og varð síðar kveikjan að efnahags- samstarfí í OECD, EB og EFTA. Og þegar fram liðu stundir varð fískiðnaðurinn æ veigaminni þáttur í gjaldeyrisöflun Norð- manna. Noregur varð iðnaðarríki og síðar olíuríki. Dæmið snerist við og nú vom það íslendingar sem æ oftar kvörtuðu undan undirboðum Norðmanna. Iðnaðurinn og olían vora í æ ríkara mæli látin standa undir útgerð og fiskvinnslu, bæta upp það sem á vantaði til að halda uppi sömu lífs- kjömm í dreifbýli sjávarsíðunnar og þessar tæknigreinar stóðu undir í þéttbýlinu. Hæsta markaðsverð fyrir afurðirnar skipti minna máli. ísland hafði þá sérstöðu að hafa engar aðrar greinar upp á að hlaupa, sem gátu styrkt fískiðnaðinn, og vera eina ríkið við Norður-Atlantshaf — kannski eina ríkið í heiminum — sem hefur tekist að byggja upp velmegunarþjóðfélag gmnd- vallað á fískveiðum nær einvörðungu. Því hafa hagsmunir íslands alltaf rekist á við hagsmuni annarra fiskveiðiþjóða, sem reka fiskveiðar sem aukabúgrein, sport, eða jafnvel sem hluta af varðveislu byggðar og þjóðhátta. Og sennilega er þar að finna aðalástæðuna fyrir því, að aldrei varð úr því samstarfi frændþjóðanna á þessu sviði, sem útlagastjóm Norðmanna í London var að láta sig dreyma um á stríðsámnum — þótt vissulega hafi þar margt fieira borið til. Eftir GÍSLA JÓNSSON „Die Namenforschung ist ein schwieriges Gebiet. Nirgends lauern wohl so viele verborgene Fallstricke wie hier.“ Friedrich Stroh,) „Úlfur hét paður, sonur Bjálfa og Hall- bem, dóttur Úlfs ins óarga; hún var systir Hallbjarnar hálftrolls í Hrafnistu, föður Ketils hængs.“ Þannig hefst Egils saga Skallagrímsson- ar. Hún var yndi og eftirlæti Brynjólfs Sveinssonar menntaskólakennara sem ég nefni í heiðurs skyni. Mátu nemendur hans mikils dálæti það er hann hafði á sögunni. Þótti Egla og Brynjólfur næsta óaðskiljanleg tvennd. Þá sögðu menn í gamni sögur af því, hversu vandlega hann hefði farið í upp- hafssetninguna: Úlfur hét maður. Em menn reyndar nokkuð missaga um þetta, en eng- inn telur það hafa tekið skemmri tíma en eina kennslustund. Sumir nefna til miklu lengri tíma. Mun hann þá hafa gert nafn- giftir fyrr og síðar að umtalsefni. Svo sem sjá má af upphafí Eglu, hét ekki aðeins afí Egils Úlfur, heldur og afí þess Úlfs, en um nafnið segir Lind: „Myck- et anvánt i Norge som pá Island och urgam- malt. Báres av flera forfáder och fáder til landnamsmán. Sá och av ett flertal diktade personer. Áven som binamn í Norge.“21 Mikla respekt báru Evrópumenn fyrir úlfínum, svo suður sem norður. Rómverjar gátu ekki hugsað sér annað en stofnendur Borgarinnar hefðu nærst á ylgjarmjólk. Úlfur gleypa mun Aldaföður (Óðin) segir í Völuspá, og miklu síðar kann Snorri að segja okkur að liðsafli Óðins í Valhöll, sá er var harla mikill, muni of lítill þykja, þeg- ar úlfurinn kemur. Forfeður okkar höfðu svo langt sem aug- að eygir, miklar mætur á dýrsheitinu úlfur, að skíra syni sína eftir, og enn í dag er úlfurinn í heiðri hafður í nafngiftum. Þjóð- veijum er tamt að nota nafnið Wolfgang og segja að síðari liðurinn tákni þá eitthvað um vopnaviðskipti eða stríð. Dóttir Úlfs ins óarga hét Hallbera. Bera var kvendýr bjarnarins, og ekki þótti það dýr lakara til nafngifta manna, svo sem heitin Bjöm, Bjami og Bersi votta, og enn kvenheitið Birna. Um nafnliðinn hall- meira seinna. ★ Afskaplega fínnst mér ég stundum fá- fróður. Hvað veit ég um þjóðir þessa heims, viðhorf þeirra og tilfinningar? Að ekki sé nú talað um aðra heima. Og hvað veit ég um líf og viðhorf forfeðra minna fyrir þús- undum ára? Ósköp langar mig stundum til að vita miklu meira um það, hvers vegna þeir nefndu börn sín þessu nafni eða hinu. Fyrr var hér vitnað til þýsks fræðimanns um nafnarannsóknir. Ánnar Þjóðveiji, nafnafræðingurinn Edward Schröder, var vitur maður og harðsnúinn í fræðunum. Hann sagði að nöfn manna væru, eða hefðu verið, gagnorð, skáldleg ósk um velgengni.31 Ekki er að efa að í flestum mannanöfnum forfeðra okkar fólst ósk um eitthvað gott. En aftur kemur að skorti okkar á nánari vitneskju. Sá nafnaspaki og afkastamikli fræðimaður Assar Janzén segir: „Vi tror oss visserligen kánna de fomgermanska folkens psyke, kulturhistoria och mytologi ganska vál. Men det mesta beror af slutsak- er bakát í tiden, och ingalunda allt ár oss uppenbart. Mángt och mycket ár omdiskut- erat och osákert. Man kan vid namntolkn- ingar som fotas pá sádanna gamla förhál- landen látt ta miste. Ánnu í vára dagar ser namntolkningar dagen, som ár ett resultat av rent dilettan- tiska spekultioner .. .“4) Og svo held ég áfram að spyija, en kann fáu að svara. Hvers vegna mátu forfeður okkar sum dýr miklu meira til nafngifta fólks en önnur? Hvers vegna þótti gott að skíra Björn, Úlf, Hrút, Hjört, Gölt og Grísl Af hveiju hét enginn *Hestur, *Jór, *Hund- ur eða *Köttur? Af hveiju gátu konur heit- ið Rjúpa, Lofthæna og Kolþerna, en ekki *Önd eða *Gás? Hvers vegna er smekkur okkar að sumu leyti allur annar en forfeðranna og furðu breytilegur? Af hveiju skírum við hiklaust Úlf, Björn, Hjört, Hrein, Örn og Hrafn, en ekki Gölt, Grís, Kálf, Hafur eða Spóa? Af hveiju skímm við Erlu, Svölu og jafnvel Uglu og Kríu, en ekki Álku, Teistu og Langvíu? Mér skilst að í fomöld hafi jafn- vel verið fínt að heita Göltur og Grís, en ekki hef ég séð kvenheitin *Gylta og *Sýr. Aftur á móti hét ekki minni gyðja en Freyja m.a. auknefninu Sýr. Úlfur, afí Egils, var sonur Hallberu. Hvað er þetta hall-, sett framan á birnuna og ótal önnur nöfn? Ekki þykir mér trúleg sú skýring, þó einföld sé, að þetta eigi að tákna að fólkið hafí búið í höll.5) Er ekki hallur sama og steinn? Hvað merkir þá að forfeður okkar hafí trúað á stokka og steina? Og hvemig lýsir það sér í nafngiftum fólks? Trúði Atli jarl á Gaulum á stokka og steina? Mig minnir að synir hans séu nefndir Hallsteinn, Hásteinn, Her- steinn og Hólmsteinn. Einhver mismæli eru reyndar um þessi nöfn bræðranna í heimild- um. Hétu þeir kannski einhveijum allt öðr- um nöfnum? Er þetta tilbúningur, skáld- skapur, þrettándu aldar manna? Merkir það eitthvað að nöfn allra bræðranna hefjast á hl í slíkum nafnaromsum, sem ekki eru fátíðar, langar mig í bili meira til að sletta erlenda orðinu alliterasjón, en nota orðið stuðlasetning sem sjálfsagt er, þegar í ljóð er komið. Hvað merkja í rauninni forliðirnir Ás- og Þór- (Þor-) í fjarrasta fjarska? Hvað getum við lesið út úr eftirfarandi kafla úr Geir- mundar þætti heljarskinns í Sturlungu, sem trúlega er skráður á 13. öld? „Geirr hét maður ríkur og ágætur í Sogni. Hann var blótmaður mikill og var af því kallaður Végeirr. Hann átti sjö börn eða fleiri. Vébjöm hét son hans og Végestur, Vémundur og Vésteinn, Véleifur og Véþom, en Védís dóttir." Af fomum forliðum nafna var Vé- einna fyrstur til að falla úr tísku, svo og Frey- og Geir-. Vel á minnst, Véleifur. Leifur er skylt líf og lifa. Svo var og Áleifur er breyttist í Olafur. Schröder sagði að í nöfnunum fæl- ist stutt, skáldleg ósk um velgengni. Liggur ekki í augum uppi að Áleifur hafí átt að lifa ákaflega löngu og góðu lífí? Trúðu menn spakmælinu: Svo er hver sem heitir? En hvernig sem við svömm eða svörum ekki öllum þessum spurningum, þá er varla undmnarefni, þótt víkingatíð hafi alið af sér fjölda mannanafna sem ýmist tákna „her- rnaður" eða „valkyija". Margs var að gæta. Sturlunga fræðir okkur um upphaf Gissurar Þorvaldssonar, þess er fæddist 1208 eða 1209 og jarl varð: „Um veturinn eftir Víðinessbardaga fæddi Þóra Guðmundardóttir, kona Þorvalds í Hmna, sveinbarn. Töluðu menn þá um við Þorvald, að hann skyldi heita eftir Kolbeini [Tumasyni er féll í Víðinesi]. Þorvaldur svarar: „Eigi mun minn sonur verða jafnvel menntur sem Kolbeinn. En þó hafa það vitrir menn mælt, að menn skyldi eigi kalla sonu sína eftir þeim mönn- um sem skjótt verða af heimi kallaðir. Mun- eg son minn láta heita Gissur, því að lítt hafa þeir aukvisar verið í Haukdælaætt, er svo hafa heitið hér til.““ I Landnámabók em nefndir svo sem tutt- ugu Úlfar. Nafnið hélst illa á íslandi, en mun betur um önnur Norðurlönd. í Sturl- ungu em aðeins tveir. Nafnið kemur þó fyrir víða í sögum okkar gömlum og í nokkr- um fornbréfum, en í fyrsta allsheijarmann- tali á landinu 1703 heita þrír menn Úlfur. 1) Úlfur Pálsson, 59 ára, bóndi í Stapadal í Auðkúluhreppi, V.-ís., 2) Úlfur Jónsson, 47 ára, vinnumaður á Hlíðarenda í Fljóts- hlíð og 3) Úlfur Diðriksson, 44 ára, vinnu- maður á Naustabrekku í Rauðasands- hreppi, Barð. Líklega hefur nafnið ekki dáið út, því að í næsta allsheijarmanntali, 1801, eru enn tveir Úlfar hérlendis: 1) Úlfur Sigurðsson, 43 ára, bóndi í Tannanesi, Holtssókn í Ön- undarfírði og 2) Úlfur Andrésson, 34 ára, bóndi í Kerlingardal í Grunnavíkursókn, N.-ís. Ekki veit ég hversu langlífir þeir nafnar vom, en háski tortímingarinnar vofði yfír nafninu. En þá víkur sögunni til Húna. ★ Maður er nefndur Sigurður og var Ög- mundsson, sunnlenskur (1767-1834). Var prestur á nokkram stöðum sunnanlands og um hríð í þjónustu Skúla Magnússonar land- fógeta, en lynti ekki við hann. „Hann var gáfumaður mikill og vel að sér, en mjög drykkfelldur og þá svakafenginn, geysimik- ill vexti og mikilhæfur á marga lund.“6) Sig- urður Ögmundsson varð bráðdauður yfír drykkju á Ólafsvöllum á Skeiðum. Þijú em talin böm sr. Sigurðar er til ald- urs kæmust, og vom öll mikilhæf: Stein- unn, Runólfur og Ögmundur. Steinunn er ekki mjög í frásögur færð, en bræður henn- ar þeim mun meira. Um Ögmund, er prest- ur varð á Tjöm á Vatnsnesi, vísa ég til Sverris Kristjánssonar, Horfin tíð, Prests- sonurinn frá Ballará. En hér verður staldrað nokkuð við Run- ólf. Þeir bræður voru um margt líkir, stór- brotnir að öllu, fjölhæfír, skáidmæltir, til- fínninganæmir og kvensamir nær við of. Runólfur Sigurðsson var ekki ætlaður til bóknáms sem bróðir hans. Undi hann því vel, því að hann var bóndi og veiðimaður að eðli og athöfn, en mikið las hann af sjálfsdáðum, einkum Eddurnar og fornsög- urnar, og dró af þessum bókum lærdóma. Hann var að sumu fom í háttum og nam brott konu þá, er hann giftist, en hún tald- ist þá heitin öðmm manni. Vom allar athafn- ir hans þá ærið svipmiklar. Átti hann gott ástarfar við konu sína, Ingveldi Jónsdóttur, en mátti þó ekki til langframa gera sér hana að því leyti einhlíta. Er þeim Ingveldi fæddust börn sást á að Runólfur, sem bæði bjó að Litlu-Heiði og Skagnesi í Mýrdal, var sérlundaður um nafn- giftir barnanna. Er þess þá fyrst að geta, að fmmburður Ingveldar var mær, og vildi Runólfur gefa þessum ávexti ástarsambands þeirra hjónanna nafn við hæfi. Tengdi hann nú saman nafn sitt og Ingveldar, og hét mærin Runveldur. Er þetta sjaldgæfa nafn þó margvíslega aflagað í heimildum, sem kannski er von til.7) Varð Runveldur kunn- ust af manni sínum, Eiríki Ólafssyni frá Brúnum sem hjá Laxness breyttist í Steinar bónda Steinsson undir Steinahlíðum. Nú er hér ekki færi að segja rækilega frá bömum Ingveldar og Runólfs og nöfnum þeirra, en þau hétu í aldursröð á eftir Run- veldi: Sigurfínnur, Heiðmundur, Tala, Heið- mundur (eftir hinn látinn, og sturlaðist Runólfur næstum af sorg), Úlsimi, Ingvi, Uni, Úlfur Kristinn Heiðimann, Steinunn Mýrdalína og Svava. Þess vil ég geta að Ingvi og Svava vom þá jafnsjaldgæf nöfn sem þau era nú algeng. Vera má t.d. að Ingvi Runólfsson sé fyrstur síns nafns á landi hér. Auðvitað vom sum nöfnin fengin úr fomum bókum, en önnur nýsmíðar. Eng- in skýring hefur fengist á nafninu Úlsimi, og verður ekki betur lesið út úr kirkjubók,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.