Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1993, Síða 4
F ordómar í
fræðafotum
ILesbók Morgunblaðins birtist nýlega langur bálkur
greina, alls sjö talsins, eftir Helgu Sigurjónsdóttur
um þróun skólamála undanfarna áratugi. Ef allt
væri með felldu bæri að fagna ýtarlegum skrifum
um skólamál því að allt of sjaldan er um þau fjallað
Nokkrar athugasemdir
við greinar Helgu
Sigurjónsdóttur um
„nýskólastefnuna“, sem
birtust í febrúar ög mars
sl.
Eftir INGVAR
SIGURGEIRSSON
í fjölmiðlum. En því miður hefur ekki verið
unnt að gleðjast yfir þessum skrifum Helgu
Siguijónsdóttur. Ræður þar mestu að mál-
flutningur hennar er morandi af rangfærsl-
um, sleggjudómum og dylgjum. Þetta er
þeim mun alvarlegra vegna þess að sumar
skoðanir sínar klæðir Helga í búning fræði-
mennsku þannig að sumir þeirra sem ekki
þekkja vel til skólamála kunna að láta
blekkjast.
Ef benda ætti á allt sem aflaga fer í
þessum greinum þyrfti langt mál. Hér verð-
ur látið nægja að benda á nokkur atriði,
einkum þau er varða uppeldis- og kennslu-
fræði og kennaramenntun.
Það hefur valdið mér miklum heilabrotum
hver geti verið tilgangur Helgu með þessum
löngu og ósanngjömu skrifum. Er líkast því
sem fyrír henni hafi beinlínis vakað að gera
kennaramenntun og uppeldisvísindi tor-
tryggileg. Það er einnig afar sárt að sjá hve
mjög henni virðist í mun að fínna blóra-
böggla fyrir þá þróun íslenskra skólamála
sem hún kennir við nýskólastefnu og finnur
nánast allt til foráttu. Sérstaklega er ómak-
lega vegið að tveimur merkum skólamönn-
um, þeim dr. Wolfgang Edelstein forstöðu-
manni Max-Planck rannsóknarstofnunar-
innar í Berlín, sem um árabil var ráðgjafi
menntamálaráðuneytisins um skólamál, og
Andra ísakssyni, fyrrverandi prófessor í
uppeldisfræði við Háskóla íslands sem nú
gegnir ábyrgðarstörfum hjá UNESCO. Að
mínum dómi gengur Helga svo langt í því
að gera störf þessara manna tortryggileg
að hún vegur nærri starfsheiðri þeirra. Hún
gerir þá beinlínis að sökudólgum fyrir flestu
því sem miður hefur farið í skólum landsins
undanfarin ár. Stærsta sök þeirra var að
hafa verið forgöngumenn um breytingar á
námsefni og kennsluháttum um og eftir
1970. Hún kallar þá tvímenninga jafnvel
byltingarforíngja, að vísu innan gæsalappa
(2. grein); þeir hafi staðið fyrir byltingu á
laun í íslenskum skólamálum eins og Helga
segir í fyrirsögn og með hástöfum (4. grein).
Kyrrstaða Gerð Að
Grósku
Glæpur þeirra er stór, því að á þessum
tíma var að mati Helgu engra breytinga
þörf. Meginforsenda í málflutningi hennar
er að frá stríðslokum og fram á 7. áratug
hafí verið mikil gróska í íslenskum skólamál-
um (1. grein). Þetta er mjög nýstárleg skoð-
un hjá Helgu Siguijónsdóttur að ekki sé
tekið dýpra í árinni. Það hvarflar að vísu
ekki að mér að halda því fram að algjör
kyrrstaða hafí verið í skólamálum á þessum
tíma, enda varla nokkuð til sem heitir full-
komin kyrrstaða, ekki einu sinni í skólum.
En hversu mikil var gróskan í skólamálum
á sjötta og sjöunda áratugnum?
I yfirlýsingu um skólamál sem Félag
háskólamenntaðra kennara birti árið 1969
segir m.a.: „Ástandið í ísienzkum skólamái-
um hefur undanfarna áratugi einkennst af
háskalegri kyrrstöðu í hugsun og stöðnun
íföstum, úreltum formum. “ Þetta var niður-
staða starfandi kennara eftir ýtarlegar
umræður á málþingum og ráðstefnum.
Á árunum 1968-1975 skipaði mennta-
málaráðuneytið fjölmarga starfshópa til að
fara yfír stöðu námsefnis og kennslu í nán-
ast öllum námsgreinum í barna- og ungl-
ingaskólum. Þess var gætt að starfandi
kennarar væru í öllum þessum hópum ásamt
öðrum sérfræðingum sem til voru kallaðir.
Meðal þeirra sem komu að þessu verki voru
Áslaug Friðriksdóttir, fv. skólastjóri, Eyþór
Einarsson, grasafræðingur, Haukur Helga-
son, skólastjóri, Jón Ásgeirsson, tónskáld,
Páll Theodórsson, eðlisfræðingur, Svein-
björn Björnsson, nú háskólarektor, Örnólfur
Thorlacius, nú rektor Menntaskólans við
Hamrahlíð, og Þórir Ólafsson, nú rektor
Kennaraháskóla íslands. Niðurstaða allra
þessara hópa var á þann veg að brýn þörf
væri á endurskoðun námsefnis og kennslu
í öllum námsgreinum.
Benda má á tímaritið Menntamál sem
góða heimild um viðhorf til skólamála hér
á landi. Það kom út reglulega á þessum
árum og birtust þar íjölmargar greinar eft-
ir íslenska kennara og skólamenn um nauð-
syn á endurskoðun námsefnis og kennslu-
hátta. Og þegar skoðuð er t.d. útgáfa Ríkis-
útgáfu námsbóka frá þessum árum vekur
það athygli að frá stríðslokum og fram
undir 1960 er nánast ekkert nýtt námsefni
gefíð út.
Hugmynd Helgu Siguijónsdóttur um að
eftirstríðsárin hafí verið sérstakur grósku-
tími í skólamálum er einkaskoðun hennar
sem erfítt er að styðja rökum. Þau fáu at-
riði sem hún tínir til skoðun sinni til stuðn-
ings (1. grein) eru léttvæg. Þar vísar hún
m.a. til þess að árið 1955 kom út bókin
Nýjar menntabrautir eftir dr. Matthías Jón-
aSson og telur þá bók eina bestu handbók
fyrir kennara sem hún hafí rekist á. Það
virðist hafa farið fram hjá Helgu að dr.
Matthías, sem var eindreginn talsmaður
virkra kennsluhátta, gaf út fleiri merkar
bækur. Árið 1971 gaf hann út bókina Nám
og kennsla. Menntun í þágu framtíðar (útg.
Heimskringla); þar ræðir hann m.a. fyrir-
hugaðar breytingar á námsefni og kennslu-
háttum og leggur þeim eindregið lið (sjá
t.d. ll. og 12. kafla). Hann fékk tvo gesti
til að skrifa í bókina um nauðsyn breyting-
anna. Annar var Jóhann S. Hannesson, einn
af helstu ráðgjöfum ráðuneytisins um breyt-
ingastarfið. Hinn var Guðmundur Arnlaugs-
son, þá rektor Menntaskólans við Hamra-
hlíð og einn af brautryðjendum nýrra við-
horfa í stærðfræðikennslu hér á landi. Ég
legg áherslu á þetta atriði vegna þess að
svo má skilja af því hvernig Helga vitnar í
rit dr. Matthíasar (sbr. 3. grein) að hann
hafi verið andsnúinn framsækinni skóla-
stefnu (nýskólastefnunni eins og Helga kall-
ar hana) og þar með þeim breytingum á
námsefni og kennsluháttum sem áformaðar
voru um og eftir 1970. Þeir sem lesa bók
hans Nám og kennslu geta gengið úr skugga
um að svo var alls ekki.
Ásakanir Helgu um að þessar breytingar
hafi verið gerðar á laun eru sérlega ósann-
gjarnar (4. grein). Mér er til efs að um
nokkra framkvæmd í skólamálum hafí verið
haft jafn víðtækt samráð. Hugmyndir og
áætlanir voru kynntar ýtarlega í skýrslum
sem út voru gefnar, með greinum í tímarit-
um, með kynningarbæklingum og á fundum
og ráðstefnum sem boðað var til í þessu
skyni. Það voru ekki síst þeir Andri og
Wolfgang, ásamt Birgi Thorlacius, ráðu-
neytisstjóra í menntamálaráðuneytinu, sem
beittu sér fyrir þessu mikla kynningarstarfí
og virkri þátttöku kennara og annarra skóla-
manna í starfinu sem á eftir fylgdi. Það er
líka ein af mörgum mótsögnum í greinum
Helgu Siguijónsdóttur að hún talar í öðru
orðinu um breytingar á laun (sbr. 4. grein)
en í hinu um áróður fyrir þeim (sbr. 2. grein).
Önnur fírra í málflutningi Helgu er að
hún gerir Summerhill-skólann í Englandi
að fyrirmynd „opnu skólanna" á íslandi (3.
grein). Summerhill-skólinn sé umdeildur
einkaskóli og þekktastur svokallaðra fijálsra
skóla. Slík fullyrðing er fráleit eins og allir
vita sem hafa kynnt sér sögu opnu skól-
anna. Sumir þeirra eiga sér vissulega ensk-
ar fyrirmyndir en allar eru þær gjörólíkar
Summerhill-skólanum. Kennarar opnu skól-
anna hér á landi sóttu hugmyndir m.a. til
breskra smábarnaskóla, en til þeirra var
mjög litið á sjöunda og áttunda áratugnum,
m.a. vegna þess að þar þótti fara saman
góður starfsandi, fjölbreytt vinnubrögð og
fallegt og hvetjandi umhverfi.
Sleggjudómar Og HÆPNAR
FULLYRÐINGAR
Helga telur sig þess umkomna að setjast
í dómarasæti yfír heilum kenningakerfum
í sálfræði og uppeldisvísindum. Hún kveður
upp úr um „fáránleika atferlisstefnunnar“
(2. grein) sem er ein áhrifaríkasta sálfræði-
stefna þessarar aldar og hefur m.a. sett
mark sitt á þróun í námsefnisgerð og
kennslutækni. Helga vílar heldur ekki fyrir
sér að kveða upp þann dóm að kenningar
Jeans Piagets, eins virtasta rannsóknar-
manns og kenningasmiðs um vitsmunaþróun
barna, séu rangar (4. grein). Það virðist
einnig gjörsamlega hafa farið fram hjá henni
að þessar kenningar hafa þróast í tímans
rás eins og allra vísinda er háttur og að
sjaldan verður lagt út af kenningum einhlít-
um hætti.
Skilningur Helgu á kenningum Jeans Pia-
gets og áhrifum þeirra er allur hinn furðu-
legasti. Dæmi um það er eftirfarandi fullyrð-
ing hennar: „Einstrengingsleg innræting í
kennaranámi um árabii á þroskakenningum
Piagets hefur valdið því að kennarar hafa
vanmetið vitsmuni barna og ekki þorað að
bera á borð fyrir þau bitastætt námsefni.
Eða hvers vegna er 6 ára nemendum aðeins
kenndir 16 stafir? Hvers vegna ekki allt
stafrófið?" (4. grein.)
Ekki verður hér hirt um að elta ólar við
þær dylgjur sem felast í orðalaginu „ein-
strengingsleg innræting“, en það er fjarri
lagi að tengja þroskakenningar Piaget þeirri
tilhögun lestrarkennslu sem hún lýsir. Lestr-
arkennsla þar sem nemendum er kennt sama
námsefnið á sama tíma, án hliðsjónar af
því hvemig þeir standa í náminu, er beinlín-
is í andstöðu við þær ályktanir sem flestir
hafa dregið af kenningum Piagets. Sam-
kvæmt þeirri kennslufræði, sem oftast er
dregin af af kenningum Piagets, er það
meginatriði að hvert barn fái viðfangsefni
við hæfi. Við hæfí þýðir hæfilega krefjandi
og hvetjandi; mátulega ögrandi til að bam-
ið þurfí að leggja sig verulega fram og taki
framförum. Of létt námsefni skilar engu og
hið sama gildir um námsefni sem er alltof
þungt. Það er að mínum dómi annaðhvort
útúrsnúningur eða misskilningur að tengja
kenningar Piagets við kennsluhætti þar sem
of litlar kröfur era gerðar til nemenda.
Dylgjur Um Kennara-
MENNTUN
Helga Siguijónsdóttir virðist hafa alveg
sérstakan ímigust á uppeldisfræðingum og
sálfræðingum. Þessir fordómar hennar ala
af sér staðhæfingar eins og þessa: „Þegar
kennaramenntun færðist á háskólastig um
1970 misstu kennarar menntun eigin stéttar
í hendur uppeldisfræðinga og sálfræðinga“
(6._grein).
1 Kennaraháskólanum, miðstöð kennara-