Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1993, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1993, Síða 5
Ljósm.Lesbók/Ámi Sæberg. Kennaraefni í Kennaraháskóla Islands undirbúa æfingakennslu. menntunar í landinu, eru um 60 fastir kenn- arar. Af þeim hafa 15 lokið framhaldsnámi á sviði uppeldisvísinda, ýmist uppeldis- og kennslufræði eða sálfræði. Er það óeðlilegt að fjórðungur kennara við kennaramennta- stofnun hafi sérmenntun á þessu sviði? Langflestir þeirra eiga það einnig sameigin- legt að hafa reynslu, og sumir langa reynslu, af kennslu á grunnskólastigi eða öðrum störfum í grunnskóla. Spyrja má Helgu Sig- uijónsdóttur hvort hún álíti að framhalds- menntunin hafi orðið þessu fólki til skaða. Þessu til viðbótar má nefna að kennarar Æfingaskóla Kennaraháskólans, sem eru grunnskólakennarar, leggja mikilvægan skerf til menntunar kennaraefna, bæði með því að kenna kennslufræði og með leiðsögn í tengslum við undirbúning vettvangsnáms. Enn má nefna að á hvetju ári veita mörg hundruð reyndir grunnskólakennarar víða um land kennaraefnum leiðsögn. Það virðist hafa farið fram hjá Helgu Siguijónsdóttur að vettvangsnám í kennaranámi hefur verið stóraukið frá því sem áður var. Alls veija kennaranemar nú 15 vikum við kennsluæf- ingar á öllum stigum grunnskólans og til stendur að bæta verulega við þann tíma þegar kennaranám verður lengt úr þremur árum í fjögur. í gamla Kennaraskólanum nam þessi tími frá nokkrum kennslustund- um upp í fáeinar vikur þegar mest var. . Eins og sjá má er alrangt að halda því fram að starfandi kennarar leggi ekkert af mörkum til kennaramenntunar eins og Helga Siguijónsdóttir heldur fram í greinum sínum eða geri það síður nú en áður (sbr. 6. grein). Ég get einnig frætt Helgu á því, úr því að hún virðist ekki vita það (sbr. einnig 6. grein), að fjölmargar aðrar stéttir en uppeldis- og kennslufræðingar annast kennarmenntun í þessu landi. Við Kennara- háskóla íslands starfa og kenna t.d. bók- menntafræðingar, eðlisfræðingar, guðfræð- ingar, heimspekingar, hönnuðir, landfræð- ingar, listfræðingar, líffræðingar, málvís- indamenn, myndlistarmenn, næringarfræð- ingar, sagnfræðingar, stærðfræðingar, tölvufræðingar, umhverfisfræðingar og tón- skáld. Langflestir þessara kennara hafa aflað sér kennsluréttinda og hafa reynslu af kennslu í grunn- eða framhaldsskólum. Það er einnig rangt að halda því fram að í Kennaraháskólanum hafi æ minni áhersla verið lögð á „kunnáttu verðandi kennara í kennslugrein" (6. grein). Þessi þáttur hefur verið aukinn til muna frá því sem var í gamla Kennaraskólanum og samkvæmt námskrá fyrir 4 ára kennaranám (sem verð- ur 120 einingar) er m.a. gert ráð fyrir 45 einingum á sérsviðum (sem miðuð eru við námsgreinar í grunnskóla), auk 30 eininga til að fjalla um almenna kennslufræði og kennslu hinna ýmsu námsgreina í grunn- skólum. Einnig eru hreinar dylgjur að halda því fram að kennarar Kennaraháskólans hafi ekki áhyggjur af kunnáttu verðandi kennara í námsgreinum (6. grein). Ef svo væri ekki hefðu þeir varla verið að beijast fyrir leng- ingu kennaranámsins. Áhyggjur af kunn- áttu nemenda i grunnskólum voru líka kveikjan að því að Kennaraháskólinn gekkst nýlega fýrir opinni ráðstefnu um lengingu skólatíma. Niðurskurður á kennslutíma er að verða eitt alvarlegasta vandamál grunn- skólans. Það er eins og yfirvöld í þessu landi viti ekki að til þess að kenna vel þarf góðan tíma. Vaxandi kröfur eru gerðar til kennara um að efla skilning nemenda á sviðum sem til skamms tíma hefur lítið verið sinnt í skólum. Nægir í þessu sambandi að nefna félagsmálafræðslu, jafnréttisfræðslu, mann- réttindamál, kynfræðslu, umhverfismennt, fíkniefnavamir, alnæmisvamir og aðrar for- varnir, fjármál, umferðarmál, fræðslu um tölvur og svona mætti lengi telja. Á sama tíma og þessar kröfur eru gerðar (m.a. í nýjum námskrám sem gefnar em út af menntamálaráðuneytinu) verða skólar að sæta skerðingu á kennslutíma (samkvæmt ákvörðunum sama ráðuneytis). Af þessu virðist Helga Siguijónsdóttir ekki hafa mikl- ar áhyggjur ef marka má hinn langa greina- flokk hennar. Hvað eftir annað gefur Helga í skyn að íslenskir skólamenn (að henni sjálfri undan- skilinni) séu með öllu sinnulausir um þá sem standa höllum fæti í námi og að t.d. „kennslusérfræðingar í Kennaraháskólan- um“ hafi ekki séð ástæðu til að „taka það mál sérstaklega fyrir“ (5. grein). Það verður að viðurkenna að starfsmenn Kennarahá- skólans hefðu mátt hafa hærra um framlag sitt á sviði sérkennslu en þeir hafa gert. Á undanförnum árum hefur verið byggt upp í Kennaraháskólanum nýtt sérkennslu- nám fyrir kennara. Þetta hefur gert rúm- lega 300 kennurum kleift að afla sér fag- þekkingar og kennsluréttinda á þessu sviði hérlendis. Áður þurfti að sækja þessa menntun til útlanda. Þetta nýja nám hefur að hluta verið byggt upp með fjarkennslu- sniði og í samvinnu við fræðslustjóra víða um land þannig að kennarar í dreifbýli hafa getað stundað það án mikillar röskunar á heimilishögum. Síðastliðið haust tók Lestrarmiðstöð Kennaraháskólans til starfa. Henni er ætlað að þjóna nemendum sem eiga við sértæka lestrarerfiðleika að glíma. Miklar vonir eru bundnar við þessa þjónustu sem ná á til nemenda á öllum skólastigum víðsvegar að af landinu. Þá hefur Kennaraháskólinn á undanfömum árum gengist fyrir svokölluðu starfsleikninámi fyrir kennara sem hefur haft það að markmiði að gera kennurum kleift að koma betur til móts við þarfir nem- enda sinna, einkum þeirra sem talið er að ekki hafi fengið viðfangsefni við hæfi. Alls hafa tæplega 600 kennarar um allt land lokið þessu námi. Þá hafa margir starfsmenn Kennarahá- skólans lagt stund á rannsóknir á þessu sviði og gengist fyrir eða aðstoðað við þróun- arverkefni þar sem leitað er leiða til að efla aðstoð við nemendur með námsörðugleika. Ónefndur er einnig fjöldi endurmenntun- arnámskeiða á þessu sviði. Enn má nefna að margir starfsmenn Kennaraháskólans hafa skrifað námsefni fyrir nemendur með sérþarfir og handbækur fyrir kennara um sérkennslu og hafa þannig tekið virkan þátt í hinu umfangsmikla átaki Námsgagna- stofnunar til að efla útgáfu á námsgögnum til sérkennslu. Vissulega er full þörf á því að gera enn betur. Samt er óþolandi með öllu að þurfa að sitja undir áburði um fullkomið andvara- leysi á sviði þar sem virkilega hefur verið tekið til hendinni. Alið á Fordómum Helga Siguijónsdóttir hefur í greinum sínum slegist í lið með þeim sem gera lítið úr langskólagöngu og fræðimennsku. Efalít- ið hefur hún náð að skemmta einhveijum skoðanasystkinum sínum. Skóp og háð Uhi sérfræðinga er algengt í umræðu hér á landi. Því er t.d. gjarnan beitt af þeim stjórnmála- mönnum sem þurfa að slá sig til riddara á annarra kostnað. Fræðimennska liggur oft vel við höggi. Það getur viljað til að einhver fræði veita ekki fullnægjandi svör, tilgátur standast ekki eða útreikningar bregðast - að ekki sé minnst á klúðurslegt orðalag í skýrslum og greinum. Fræðimenn eru mis- jafnir eins og annað fólk og mistækir. Þekk- ing er vandmeðfarin, hugmyndir þróast og endurnýjast. Þetta gildir um þekkingu í uppeldisvísindum ekki síður en um önnur fræði. Uppeldisvísindi eru sérstaklega vand- meðfarin vegna þess hve viðfangsefni þeirra eru nátengd viðhorfum og gildismati. í kennslufræðum er fátt um einhlít svör eða einfaldar lausnir. Þennan skilning og þessa afstöðu er reynt að efla í þeim kennara- menntastofnunum sem ég þekki til. Þar er lögð áhersla á að alla vitneskju í uppeldis- fræðum verði að vega og meta af skilningi og víðsýni. Góð kennsla er ekki síst fólgin í því að leitast við að taka viturlegar ákvarð- anir. Hér er ábyrgð hvers kennara meginatr- iði. En árangursrík kennsla byggist ekki einvörðungu á vönduðum fræðum. Hún byggist ekki síður á heilsteyptum og fordó- malausum manneskjum. Kennsla er ákaflega vandasamt starf og um skólastarf ríkja því miður alls konar fordómar. Þessum fordómum er mikilvægt að eyða vegna þess að árangur í skólum er ekki síst fólginn í því að nemendur, for- eldrar og kennarar taki höndum saman. Milli þeirra þarf að ríkja traust sem málefna- leg umræða getur m.a. stuðlað að. í stað þess að efna til málefnalegrar umræðu hefur Helga Siguijónsdóttir í grein- um sínum kosið að ala enn frekar á ýmsum fordómum í garð skólastarfs; fordómum sem standa árangri í skólum fyrir þrifum. Með skrifum sínum elur hún m.a. á þeim rang- hugmyndum að í skólum nú á tímum sé börnum ekki kennt að lesa fýrr en eftir dúk og disk (4. grein); að ekki megi lengur kenna málfræði (7. grein); að ekki megi veita börn- um þjálfun í meðferð talna (1. grein); að agi sé álitinn af hinu vonda (2. grein); að iðni og ástundun séu ekki í heiðri höfð í skólum (6. grein) og foreldrar megi ekki skipta sér af því sem gerist í skólum (1. og 6. grein). Og allt þetta telur hún líklega að eigi rætur að rekja til Jeans Piagets, Wolf- gangs Edelsteins og vondu uppeldisfræðing- anna í kennaramenntastofnununum! Til að gefa lesendum örlitla vísbendingu um hve hér er hallað réttu máli skulu að lokum tekin tvö dæmi. Hið fyrra varðar málfræðikennslu. Um hana segir Helga: „Nú er Aðalnámskrá grunnskóla svo opin að hver skóli ræður því nánast hvort kennd er nokkur málfræði eða ekki“ (7. grein). Ég bið lesendur um að líta á þessa staðhæf- ingu í ljósi eftirfarandi ákvæða núgildandi Aðalnámskrár frá 1989 en þar stendur í sérstökum kafla um málfræði: „Þekking á eðli málsins er ómissandi þáttur í menntun og nemendur þurfa að kynnast málkerfmu á skipulegan hátt ... Staðgóð þekking á málinu er grundvöllur alirar afstöðu til málsins og málbreytinga.“ (bls. 66-67). Á bls. 72-73 er síðan gerð ýtarleg grein fyrir hvað kenna skuli í merkingar- og orðmynd- unarfræði, beygingafræði, hljóðfræði, setn- ingafræði og stílfræði. Því fer víðs fjarri að skólar hafi frelsi um þetta. Það fer ekki á milli mála að námskráin, sem hefur reglu- gerðargildi, gerir miklar kröfur um mál- fræðikennslu. Síðara dæmið snertir tengsl heimilis og skóla. í 6. grein segir Helga: „Nýskólastefn- an hefur bægt foreldrum frá skólum “. í 7. grein segir hins vegar: „Samstarf við for- eldra er nú bundið í lögum og foreldrar eiga greiðari leið að skólunum en áður. “ Hvernig er hægt að koma þessu heim og saman? Það er ekki hægt því hér er um fullkomna mótsögn að ræða. Helgu liggur svo mikið á að láta höggin dynja, að hún sést ekki fyrir og hittir nú sjálfa sig. Er vonandi að ekki svíði jafn mikið undan því höggi og sumum þeim sem að ósekju hafa lent á öðrum. Vissulega er hægt að deila með Helgu Siguijónsdóttur ýmsum áhyggjum hennar af því sem miður fer í skólum. Þar þarf margt að bæta. En það má heldur ekki gleyma því sem vel hefur verið gert, bæði fyrr og síðar. Kennarar, nemendur og for- eldrar eiga rétt á því að fjallað sé um skól- ann af sanngirni. Þar verða skólamenn að fara á undan og sýna fulla ábyrgð. Sleggju- dómar eru hins vegar til þess eins að afvega- leiða umræðu sem ella gæti orðið til upp- byggingar. Höfundur er dósent við Kennaraháskóla fs- lands. IF» t' f- rí'í f'|-*1M STEFANIA EYJÓLFSDÓTTIR Spuni sjó- manns- konunnar Birta olíulampans brá geislabaug út á hjarnið Móðir á rúmstokknum sat og snældu við hné sér sló Hún iðin tvinnaði þráð er yljað fær smáum fótum við birtu olíulampans sem brá geislabaugum yfír svefnloftið Ung snót og strákhnokki numu hringsól snæidunnar þau óljóst skynjuðu þann dulda hvítagaldur við íshafsins rönd er mæður aldanna auðnu spunnu í þráðinn í hvert sinn er hún úr lopanum teygði óf hún í vefinn hljóða bæn um blessun skaparans og góðar heimtur í vertíðarlok Hún snældunni við hnéið sló og bandið í sokkinn brátt snælduna fyllti Hún bætti í ofninn á rósabeð kærleikans og skaraði í rauða glóð svo skíðlogaði þar funinn líkt og fiðlusnillingur lék samhljóm sinn í rökkrinu Birta olíulampans brá geislabaug út á hjarnið. Höfundur er húsmóðir í Reykjavík. Ljóð- ið tileinkar hún móður sinni, Guðrúnu Stefánsdóttur. SÓLBORG ALDA PÉTURSDÓTTIR Nótt í borginni Einmana sálir reika um stræti borgarinnar Ijósrákir götuljósanna er eina birtan ásamt marglitum bjarma frá flettiskiltum sem auglýsa hamingjuna fala fyrir smáaura fólk vafrar um í annarlegu ástandi gegnsætt eins og vofur leitandi að einhverju sem það finnur ekki í grænum bjórflöskum eða sprautum ötuðum í blóði fórnarlamba blekkingar sem á barmi örvæntingar eyðileggja líf sitt og annarra í leitinni að alsælu nótt í borginni og í hádegisfréttum má heyra hversu margirglötuðu gæfunni í eilífri leit sinni að lífinu Höfundur er bókavöröur í Reykjavik. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15.MAI1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.