Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1993, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1993, Blaðsíða 8
" Kjárískogar og fiskur ll Utbreiðsla þorsks teng- ist ylríkum Atlantssjó Hlaupaþorskur, vindar o.fl. upphafi fyrri greinar var minnst á nokkur atriði sem gælt hefur verið við varðandi viðgang íslenska þorsk- stofnsins. Skal hér tekið nánar á nokkrum atriðum í þessum efnum. Hlaupaþorskur. 1 Að mati höfundar er svo komið að jafna má ástandi íslenska þorsktofnsins við rányrkju á kjarrskógi landsins í aldanna rás. „í þann tíð var ísland viði vaxið milli fjalls og fjöru og fiskastöð öllum missirum. Allt var þá kyrrt í veiðistöð er það var óvant manni. “ (Landnáma o.fi.) Eftir SVEND-AAGE MALMBERG skemmtilegri grein í Morgun- blaðinu 7. júní 1992 nefnir Ólafur S. Andrés- son fyrst nokkur atriði sem geta átt hlut að máli varðandi nýliðun þorsks. Er um að ræða vel grundvallaðan vísindalegan mál- flutning sem byggist á grein eftir Konráð Þórisson í Lesbók Morgunblaðsins 23. nóv- ember 1991. Síðan snýr Ólafur sér að jökul- hlaupum og Skeiðarárhlaupum sérstaklega. Áhrif ferskvatns á strandsjóinn eru rædd, bæði að magni og næringargildi, og svo hugsanleg áhrif hlaupvatnsins á afkomu hrygningar næsta ár á eftir. Það er vissu- lega þekkt að ferskvatn í strandsjónum hef- ur áhrif á eðlisþyngdardreifingu í sjónum og þá lagskiptingu, sem aftur getur haft áhrif á frumframleiðni og ætisskilyrði og þá e.t.v. einnig á afkomu klaks (m.a. Þórunn Þórðardóttir 1986). Rannsóknaverkefni á þessum vettvangi er í gangi á Hafrannsókna- stofnuninni. En skoðum málið nánar hvað varðar Skeiðarárhlaup. Magn hlaupvatnsins er um 3 km3 í þá þtjá daga sem hlaupið stendur eða 1 km3 á dag. Heildarrennsli til sjávar á íslandi er um 0.5 km3 á dag. Á ári gerir þetta fyrir öll fallvötn landsins um 180 km3 og á Suðurlandi einu e.t.v. 30-50 km3, svo Skeiðarárhlaup í 3 daga með 3 km3 alls verður að teljast lítil viðbót. Tíminn frá Skeiðarárhlaupi eitt árið til uppsveiflu í nýliðun þorsks næsta ár á eftir er langur tími og eyðast bein áhrif hlaups í strandsjónum væntanlega á þeim tíma. Næringargildi hlaupvatns er takmarkað og mjög lítið miðað við næringargildi sjáv- ar við Island. Talning á hlaupárum og nýliðun árabilið 1940-1990 sýnir að árgangar stækkuðu á eftir 9 hlaupum og minnkuðu á eftir 2 hlaupum, en önnur ár jókst nýliðun 17 sinn- um en minnkaði 21 sinni. Þetta er í sjálfu sér ágætt. En sé aftur talið hve oft varð uppsveifla í árgangastyrk án hlaups fást 13 skipti. Hvað veldur því? Niðursveiflur án hlaups voru í 12 skipti. Að öllu þessu athuguðu virðast áhrif Skeiðarárhlaupa á hrygningu og klak þorsks vera ósennileg. Vindar. Áhrif vinda á nýliðun þorsks er vissulega þýðingarmikill þáttur. Þannig hafa þeir vafalaust áhrif á hrygningarstöðvar fyrir Suður- og Vesturlandi, og eins er inn- streymi hlýsjávar á norðurmið þýðingarmik- ið, en það er tengt árstíma, vindum og loft- þrýstingi. Suðvestanátt í Vestmannaeyjum (Magnús Jónsson 1992) eða í Keflavík er í því dæmi ekki fjarri lagi þar sem hún teng- ist íslandslægðinni svonefndu, en norðlægar áttir sem tengjast hæðinni yfír Grænlandi og köldum sjó norðursins eru svo aftur óhag- stæðar innstreyminu. Nokkur töluleg úr- vinnsla á þessum þáttum lofts og lagar ligg- ur fyrir (Unnsteinn Stefánsson og Guðmund- ur Guðmundsson 1969, Svend-Aage Malm- berg og Stefán S. Kristmannsson 1992). Annars má einnig geta þess að suðvestlæg- ur vindur getur væntanlega einnig valdið tjóni varðandi árangur af hrygningu og klaki í vondum veðrum. Einnig má benda á að þegar loftþrýstingur eða vindar eru metnir í svona dæmum þá er oft gott að nota frá- vik frá vegnum meðaltölum í stað beinu talnanna. Með því móti er unnt að útiloka ýmis randskilyrði á flóknum ferli hinna ýmsu staðhátta. Einnig er rétt að gera sér grein fýrir því að bein áhrif vinds á sjóinn ná skammt niður (vindstraumar niður á nokkra tugi metra), en röskun þeirra áhrifa á þrýstifleti í sjónum allt til botns (eða halli sjávarborðs) hefur áhrif á endanlegan haf- straum ásamt öðrum liðum orku- og efnabú- skapar hafsins (eðlisþyngdarstraumur sbr. hæðir og lægðir í lofthjúpnum). Göngvr þorsks frá íslandsmiðum til ann- arra ianda. Stundum ber við að menn telji möguleika á göngum þorsks frá íslandsmið- um til annarra landa t.d. á miðin í Barents- hafí. Slíkt er með ólíkindum. Bæði géfur löng reynsla með merkingar nær enga vís- bendingu þar um, aðeins er um göngur frá Grænlandi til íslands að ræða, og eins fella árgangagreiningar allar slíkar vangaveltur. Hinir ýmsu þorskstofnar á Norður-Atlants- hafi eru reyndar mjög einangraðir við sín heimkynni. Svo er m.a. við Færeyjar, þar sem engin tengsl eru milli þorsks á Færeyja- banka og þorsks á landgrunni Færeyja.’ Það eru haffræðilegar aðstæður sem þessu stjórna. Togsióð og botn. Oft heyrist að togveiðar skemmi fískislóð vegna umróts á botni. Þetta er e.t.v. lítt kannað mál en sé litið til t.d. Norðursjávar annars vegar og einnig sér nær hins vegar þar sem er Selvogsbanki, sem er landfræðilega framhald Suðurlandsundir- lendisins, marflatur eins og það, þá sækir að höfundi efí um að togveiðar skemmi botn á slíku'm miðum. Höfundur álítur að þorskur sæki í ylrík grunn með lygnum straumi til hrygningar en ekki í stríðan straum eða átakasvæði yfir óreglulegum botni. Að öðru leyti fer þorskur víða um á miðunum í kring- um landið til vaxtar og þroska. Straumamót eru þá girnileg til fæðuöflunar. Þessi við- horf eru þó aðeins mat höfundar sem þurfa vissulega nánari rökstuðnings við. Hvað sem því líður þá er ástæðu fyrir bágu ástandi íslenska þorskstofnsins vart að leita í þessu atriði. Grisjun. Grisjun á ungfíski eins og málum er háttað með stöðugt vaxandi sókn og físki- stofn í lágmarki er ófær leið; Fullyrðingar um fæðuskort í hafínu við ísland síðustu misseri eru út í hött, bæði var árferði gott og fiskar færri en nokkurn tíman áður sam- kvæmt mælingum. Því má við bæta að rýr fískur í vondu árferði vex áfram fyrir hvert ár sem líður (minnst 20% fyrir 3-6 ára físk 1986-1991) og getur svo allt í einu komist í feitt aftur. Veiðilendur þorsks og ástand sjávar Þrátt fyrir gott árferði á íslandsmiðum á undanförnum missirum þá hefur eins og áður sagði víðátta þeirra svæða á norðan- verðu Norður-Atlantshafi sem eru kjörsvæði þorsks, í heild stórlega minnkað frá því sem var þegar best lét á öldinni frá um 1920 til 1965. Vart má því miða þorskafla á ís- landsmiðum eftir 1965 við það sem var fyr- ir 1965 þegar afrakstrargeta miðanna er til umfjöllunar. Við Grænland og Nýfundna- land, þar sem þorskgengd jókst mjög í batn- Lega hafísjaðarins vorið 1968 (og þá meginskilanna í hafinu, heila Iínan) og lega hans að jafnaði 1911-1950 (brotna Iínan). Athygli vekur munurinn við Nýfundnaland og í Barentshafi, en svo háttar að þessar slóðir sýna oft öfug formerki hvað varð- ar sveiflur í veðurfari og ástandi sjávar. Stafar það af þekktri atburðarás í sjó og í lofti. Myndin er dæmigerð fyrir aukna útbreiðslu kalda sjávarins til suðurs og austurs á hafísárunum hér við land 1965-1971 og oft síðan frá því sem var a.m.k. 1948-1964 og sennilega síðan um 1920. (sjá m.a. Sv.A.M og Artúr Svansson 1982). andi veðurfari p. Norður-Atlantshafi eftir 1920, hafa þorskstófriar minnkað mjög eða allt að því hrunið eftur 1965-1970, og ís- lenski stofninn gæti sýnst vera í hættu einn- ig sem og þorskstofnar við Færeyjar. Miklar sviptingar hafa og orðið á norska stofninum við Lófót og í Barentshafí, stofn sem nú er í vexti úr mikilli lægð, þökk sé væntanlega friðun og timabundnu góðu árferði í sjónum. Á umræddum miðum öllum minnkaði afli á árunum 1960-1990 reyndar um helming, nýliðun um tvo þriðju og hrygningarstofn um þrjá fjórðu hluta. Svo alvarlegt er það. Vandi þorskstofna á Norður-Atlantshafi er þannig vandi margra þjóða og krefst því jafnvel alþjóðlegs átaks í rannsóknum ekki síður en veðurfarsrannsóknir. Sameiginlegt átak í þessum greinum er í deiglunni. Þann- ig verður alþjóðaráðstefna á vegum Alþjóða- hafrannsóknaráðsins um þorsk og veðurfar haldin í Reykjavík í ágúst 1993. Þar munu físki-, haf- og tölfræðingar taka á málum. Stjómandi ráðstefnunnar er Jakob Jakobs- son, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar. Hinar minnkandi lendur þorsks á norðan- verðu Norður-Atlantshafi frá því sem var fyrir 1970 tengjast framrás kalds, seltulítils og tiltölulega lífvana sjávar að norðan bæði til suðurs og austurs (5. mynd), en sem kunnugt þá tengist útbreiðsla þorsks ylríkum og næringarríkum Atlantssjó á hinum ýmsu Iandgrunnum. Þannig hafa athuganir sýnt aukið útstreymi seltulítils kaldsjávar úr Norður-íshafi á síðustu áratugum. Þetta aukna flæði að norðan samfara minnkandi rangsælis loftstraumum - lægðir - yfir Norð- urhafi (Steingrímur Jónsson 1992) dreifa seltulitlum sjónum suður um Grænlandssund og austur á bóginn í Norðurhafi. Hlutur þessa ástands í falli síldarinnar á sjöunda áratugnum er_ alkunnur (Jakob Jakobsson 1980, 1992). Ástandið í lofti og sjó dregur jafnframt úr hringstraumum Norðurhafs og djúpsjávarmyndun sem getur haft í för með sér minnkandi næringarforða úr djúpunum og einnig minnkandi aðstreymi hlýsjávar norðureftir með kólnandi veðurfar í norðlæg- um löndum sem fylgifisk. Frá Grænlands- sundi berst seltulitli sjórinn svo með straum- um um Grænlands- og Labradormið, mið sem vissulega hafa orðið fyrir barðinu á honum (Svend-Aage Malmberg og Artur Svansson 1982, Jakob Jakobsson 1992), og þaðan áfram austur á bóginn í átt til Evrópu. Lýst hefur verið hvernig þessi seltulitli sjór berst aftur í Norðurhaf með hringrás straumanna og hvemig áhrifa hans hefur gætt á ástand sjávar á norðurmiðum við ísland og þá jafn- vel á ástand íslenska loðnustofnsins (1981- 1983 og 1989-1991; Svend-Aage Malmberg og Stefán S. Kristmannsson 1992). Næsta lota í þessum efnum gæti verið hafisárið við ísland 1988, kaldur og seltulítill sjór við Vestur-Grænland og Nýfundnaland 1992, seltulítill sjór við suðurströnd íslands 1996 og svo seltulítill svalsjór á miðunum fyrir Norðurlandi í kringum næstu aldamót. Svo nánar sé lýst hvernig breytingamar í sjónum em í eðli sínu, þá hefur hiti og selta áhrif á eðlisþyngd sem aftur hefur áhrif á t.d. lóðrétta lagskiptingu og lárétt skil í sjónum, þ.e. eflir þau ýmist eða jafn- ar. Áhrif þessa á blöndun og næringu í sjón- um og síðan á smásæar lífverur og þá við- gang og vöxt físka og gönguleiðir em óyggj- andi. Ofannefnd atburðarás i sjónum á norðan- verðu Norður-Atlantshafi sem verkar á nær- ingarforða og víðáttu veiðilendna á þannig vafalítið sinn þátt í hnignun fiskistofna á þessum slóðum. Þess utan er um að ræða nær samfellda ofveiði, eða sókn sem tekur ekki nægjanlegt mið af breytilegu ástandi fískistofna í þessu viðkvæma umhverfi. Kjarrskógar og fiskur Að mati höfundar er svo komið að jafna má ástandi íslenska þorskstofnsins við rán- yrkju á kjarrskógi landsins í aldanna rás til brennis og beitar. Það var á tímum sem annað var óhugsandi ef lifa átti af í t.d. erfiðu árferði svonefndrar „litlu ísaldar“ (1300-1900). Þannig virðist einnig fátt vera til ráða varðandi þorskstofninn því vart hafa landsmenn efni á að hætta veiðum á meðan annað kemur ekki til, þótt síðar geti það orðið sjálfgert. Ef svo illa fer þá tölum við er stundir líða ekki aðeins um skuld okkar við lífbeltið á landi heldur einnig í sjónum. Höfundur sér í raun fátt til varnar, en við verðum að gera okkur grein fyrir ástandinu og reyna að standa vörð um rannsóknir sem tengjast málefninu og eftir mætti að fara að niðurstöðum þeirra. Að öðru leyti verðum við að vera vakandi fyrir þeim tækifærum öðrum sem gefast svo þjóðin fái notið hag- sældar. Alyktanir Að lokum skal telja upp nokkrar megin 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.