Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1993, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1993, Side 3
HBESiiLJNLiiAÆAXJtli Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Á morgun, 23. mai, lýkur í Listasafni ASÍ á Grensásvegi 16A, sýningu Jóhönnu Bogadóttur, sem þar hefur staðið síðan 8. þ.m. Myndin á forsíðunni er ein þeirra, sem á sýningunni eru og getur vel talizt dæmigerð fyrir aðferð Jóhönnu. Myndin heit- ir „Tilvera undir sólu“ og er máluð 1991. Grigol Matsjavariani er frá Georgíu og hefur síðan snemma sl. vetur dvalizt á íslandi ásamt konu sinni í boði ríkisstjómar íslands. Hann hafði náð undraverðum tökum á íslenzku áður en hann hitti íslending að máli og hann hefur fengizt við þýðingar á íslendinga- sögum á móðurmál sitt. Ágústína Jónsdóttir hefur átt samtal við Grigol, sem nú er nýfarinn til síns heima. Matisse var einn af byltingarmönnunum í myndlist í upp- hafi aldarinnar og hefur notið vaxandi aðdáunar í kjölfar óhemju jjölsóttra sýninga, sem haldnar hafa verið á verkum hans báðum megin Atlandshafsins. Nú stendur í Pompidou-safninu í París sýning á því bezta eftir hann frá ámnum 1904-14 og af því til- efni skrifar Laufey Helgadóttir í París um þennan risa í myndlist aldarinnar. Laugarnesið er til umfjöllunar í grein frá Árbæjarsafni, sem Bjami F. Einarsson fomleifafræðingur skrifar. Hann bend- ir á að í Laugamesi sé vitað um samfellda byggð síðan um 1200 og löngu áður hafði Hallgerður lang- brók búið þar. Laugamestáin hefur í tímans rás komið við atvinnusögu, spítalasögu og listasögu borgarinnar. TÓMAS GUÐMUNDSSON Frá liðnu vori Fyrir þennan glugga hef ég gengið mörgum dögum, hef gengið þar að morgni dags, en oftar seint á kvöldin. Og hikandi ég beið þess þá að bærðust giuggatjöldin og brjóst mitt hefur skolfið af þungum æðaslögum. . Og hvítir armar birtust og hjartað brann af gleði og hjartað brann af sorg, ef þeir fólu sig í skuggann. Því hún var bara fimmtán ára og fyrir innan gluggann og fallegust af öllu því sem nokkru sinni skeði. Og vorið kom í maí eins og vorin komu forðum, með vængjaþyt og sólskin og næturkyrrð og angan. Og kvöld eitt niðri á bryggju hún kyssti mig á vangann. Það kvöld gekk lítið hjarta í fyrsta sinn úr skorðum. Já, skrítið er að hafa verið ungur einu sinni og að það skuli hafa verið þessi sami heimur. Því þá var bara heimurinn handa okkur tveimur, og hitt var bara ástin sem brann í sálu minni. Og stundum enn, er byrjar að vora um vesturbæinn, mér verður á að reika þangað einsömlum á kvöldin. En aldrei framar hvítir armar hreyfa gluggatjöldin og húsið verður sjálfsagt rífið einhvern næsta daginn. Tómas Guðmundsson, f. á Efri Brú í Grímsnesi 1901, d. í Reykjavík 1983, þar sem hann bjó að lokinni skólagöngu og lögfræðiprófi. Hann varð fystur íslenzkra skálda til að lofsyngja Reykjavík og borgarlffið og hefur oft veri nefndur borgarskáld. Fyrsta kvæðabók hans, Fagra veröld, kom út 1933. : i i 806 þingskaparæður! Haustið 1991 urðu hörð átök á Alþingi um skipan manna í for- sætisnefnd þingsins. Úr því að stjórnarand- staðan féllst ekki á hlutfallskjör í nefnd-' ina urðu málalyktir þær að hún var einungis skipuð stjórnar- sinnum. Þessi skipan varð margoft notuð sem átylla fyrir því á 115. löggjafarþing- inu (1991-92) að stjómarandstaðan efndi til langra umræðna um stjóm þingsins og gæslu þingskapa. Haustið 1992 var íjölgað í forsætisnefnd Alþingis úr fímm í sjö og kosið hlutfallskosningu í hana, þannig að á 116. löggjafarþinginu átti stjómarand- staðan fulltrúa í nefndinni. Þrátt fyrir þessa breytingu tóku þingmenn 806 sinn- um til máls um gæslu þingskapa á síðasta þingi. Seta fulltrúa stjómarandstöðunnar í forsætisnefnd Alþingis hefur ekki orðið til þess að greiða fyrir þingstörfum. Er at- hyglisvert að sami þingmaðurinn var lang- orðastur á 116. þinginu og hinu 115., það er Steingrímur J. Sigfússon, varaformaður Alþýðubandalagsins. Hann talaði að þessu sinni í samtals 46 klukkustundir. Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, kvaddi sér oftast hljóðs á þinginu, eða 381 sinni, en Svavar var í þriðja sæti þegar litið er á ræðulengd, talaði samtals í tæp- lega 33 klukkustundir. í öðm sæti bæði varðandi ræðulengd og ræðutíðni var flokksbróðir þeirra Steingríms J. og Svav- ars, Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður af Vestijörðum. í þinglokin stóðu þessir þrír menn þó að mótmælaályktun þing- flokks Alþýðubandalagsins vegna þess að Alþingi var frestað, þingræðinu hefði verið misboðið af því að þeim gafst ekki tæki- færi til að tala oftar og enn lengur. í þingskapalögum er mælt fyrir um fundarsköp Alþingis. í 2. mgr. 55. gr. þessara laga segir: „Jafnan er heimilt að gera stutta athugasemd um atkvæða- greiðslu, um gæslu þingskapa og til þess að bera af sér sakir. Enginn má þá tala lengur en þijár minútur í senn.“ I þessu ákvæði fellst með öðmm orðum, að for- seta er skylt að verða við beiðni þing- manns, ef hann kveður sér hljóðs til að gera athugasemd við atkvæðagreiðslu, ræða „gæslu þingskapa" eða bera af sér sakir. Með orðunum „gæslu þingskapa" er vísað til þess að þingmaður vilji ræða hvemig forseti heldur á fundarstjóm eða eitthvað annað er varðar starfshætti Al- þingis. Ræðumaður á í slíkum tilvikum að beina máli sínu til forseta. Samkvæmt yfirliti frá skrifstofu Alþing- is fluttu þingmenn 806 ræður um þing- sköp á 116. löggjafarþinginu; ræðurnar nálgast 900 ef svör þingforseta em einnig talin. Fjórir þingmenn létu mest að sér kveða með þingskaparæðum á síðasta þingi. Framsóknarmaðurinn Ólafur Þ. Þórðarson talaði oftast, 77 sinnum. Síðan komu þrír alþýðubandalagsmenn: Ólafur Ragnar Grímsson, 60 sinnum, Svavar Gestsson, 56 sinnum, og Kristinn H. Gunn- arsson, 52 sinnum. Að sjálfsögðu er af og frá að þessir þingmenn hafi ávallt haft tilefni til gagn- rýni á fundarstjóm eða starfshætti Alþing- is eða þeir hafi ætíð beint máli sínu til þingforseta. Staðreynd er að þeir þing- menn sem oftast ræða um þingsköp em líklegastir til að gerast brotlegir við þau með því að misnota ákvæði 2. mgr. 55. gr. Einnig er til þess að líta að þeir sem stjóma fundum Álþingis ganga almennt ekki mjög hart eftir því að ræðumenn haldi sig við þingsköpin, þegar um þau er rætt. Sá ofyöxtur sem hlaupið hefur í þingskaparæður sýnir að í óefni er komið. Samkvæmt 89. gr. þingskapalaganna get- ur forseti vítt þann þingmann sem víkur með öllu frá umtalsefíiinu og eftir að hafa vítt þingmann tvisvar á sama fundi má forseti, með samþykki fundarins, svipta þingmanninn málfrelsi á þeim fundi. Er hæpið að þetta ákvæði eigi við þegar rætt er um þingsköp. Refsiákvæðum í þingskapalögum er misjafnlega háttað og einnig því hvernig þingforsetar taka á brotum eða geta gert það. Fyrir utan bein kynni af störfum Alþingis hef ég kynnst starfsháttum á þingi Evrópuráðsins í Strassborg, þar sem mér hefur verið falið að stjórna þingfund- um. Fyrir nokkru gerði ég það þegar fóst- ureyðingar voru til umræðu. Andstæðingar fijálsræðis í fóstureyðingum kröfðust nafnakalls við atkvæðagreiðslu. í lok henn- ar urðu snarpar deilur vegna þess að ég leyfði pólskum þingmanni að leiðrétta at- kvæði sitt, breyta jái í nei, áður en at- kvæðagreiðslunni lauk. Lá við upplausn í þingsalnum en þar tala þingmenn úr sæt- um sínum í hljóðnema sem er við þau. Eftir að forseti hefur úrskurðað að þing- maður bijóti í bága við þingsköp með málflutningi sínum getur hann slökkt á hljóðnema viðkomandi þingmanns með hnappi við forsetastólinn. Er þetta hand- hæg aðferð sem ég beitti meðal annars við fundarstjómina þegar ég tók af þing- mönnum orðið á þeirri forsendu, að þeir beindu máli sínu um þingsköp ekki til for- seta heldur annarra þingmanna. Samkvæmt þingsköpum Evrópuráðs- þingsins getur þingmaður talað þar í eina mínútu um „gæslu þingskapa" í senn, en þijár mínútur á Alþingi. Misnoti Evrópur- áðsþingmaður sér þennan rétt til að tala um þingsköp getur forseti bannað hinum brotlega að taka til máls það sem eftir er umræðunnar. Ekkert sambærilegt ákvæði er í þingsköpum Alþingis. Á Alþingi tíðk- ast það ekki heldur að taka orðið af þing- mönnum með því að slökkva á hljóðneman- um í ræðustólnum. Umræður eru mun lengri á Alþingi en í þingum annars staðar á Norðurlöndunum, þótt þing þar sitji lengur en hér og séu fjölmennari. Vegur Alþingis vex ekki í réttu hlutfalli við ræðufjölda þingmanna. Við sem viljum breytingu á starfsháttum þingsins gerum okkur grein fyrir því að þær nást ekki fram nema þingmenn verði fyrir þrýstingi frá almenningi. Þess vegna er sérstakt fagnaðarefni að Sýn skuli gera < áhorfendum sínum fært að fylgjast með fundum Alþingis. Þar gefst fleirum en þingmönnum færi á að kynnast því hve oft er illa farið með tímann í Alþingishús- inu. BJÖRN bjarnason LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. MAÍ 1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.