Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1994, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1994, Page 2
Veisla Hólofernesar A fjórða degi hélt Hólofernes þjónum sín- um einum drykkjuveislu en bauð engum af foringjum sínum. Hann sagði við Bagóas gelding, sem var settur yfir allt sem hann átti: „Far þú og tel hebresku konuna, sem hjá þér er, á að koma til mín og eta og drekka með mér. Það væri hneisa að láta þvílíka konu frá mér fara án þess að hafa legið hana. Gilji ég hana ekki, gerir hún gys að mér.“ Bagóas fór frá Hólofernesi og gekk til Júdítar og sagði: „Fagra, unga kona. Vertu ekki feimin. Komdu til hús- bónda míns til þess að hljóta sæmd af hon- um og eiga ánægjulega stund með oss að víndrykkju. I dag skaltu verða eins og ein af assýrísku konunum sem þjóna í höll Nebúkadnesars." Júdít svaraði honum: „Hver er ég þess að mótmæla herra mínum? Allt sem honum þóknast mun ég gera sem skjótast. Það skal verða mér til gleði allt til efstu stundar.“ Júdít stóð á fætur, bjó sig veisluklæðum og hvers kyns kvenlegu skarti. Ambátt hennar fór á undan henni og lagði lambskinn á jörðina fyrir framan Hólofernes, en þau hafði Júdít fengið hjá Bagóasi til að liggja á er hún mataðist dag- lega. Þegar Júdít kom inn lagðist hún nið- ur. Við það tók hjai-ta Hólofemesar að slá örar og hann að brenna af girnd og af löng- un til að leggjast með henni. En allt frá því að hann leit hana fyrst hafði hann beðið færis til að tæla hana. Og Hólofernes sagði við hana: „Drekktu nú og fagnaðu með oss!“ „Gjarnan skal ég drekka, herra,“ svaraði Júdít, „því að þessi dagur er stórkostlegri en nokkur á ævi minni." Hún drakk síðan og borðaði hjá honum það sem þerna henn- ar hafði tilreitt. Hólofemes naut návistar hennar og drakk stómm og svalg meira vín en nokkm sinni á ævi sinni á einum og sama degi. 13. Kafli Þar sem liðið var á kvöld hröðuðu þjónar Hólofernesar sér brott. Bagóas lokaði tjald- inu að utanverðu og lét þjónana fara frá húsbónda sínum. Þeir gengu til hvílu enda allir þreyttir þvi að veislan hafði staðið lengi. En Júdít var látin ein eftir í tjaldinu hjá Hólofernesi sem hafði oltið dauðadmkkinn út af í rúm sitt. Júdít hafði sagt ambátt sinni að standa úti fyrir svefnhýsi sínu og bíða þess að hún gengi út eins og hún hafði gert á hverju kvöldi. Sagðist hún ætla út til að biðjast fyrir. Hið sama sagði hún Bagóasi. Er nú allir vom gengnir út og ekki nokkur maður eftir í svefnhúsinu, hvorki lágur né hár, gekk Júdít að hvílu Hólofernesar og bað í hljóði: „Di-ottinn, Guð alls máttar. Lít á þessari stundu í náð á það verk sem hönd mín vinnur Jerúsalem til vegsemdar. Nú er stundin rannin upp. Kom arfleifð þinni til hjálpar. Lát það sem ég hyggst fyiir verða tortímingu óvinanna sem á oss hafa ráðist." Síðan gekk Júdít að mmstólpanum við höfðalagið á rúmi Hólofemesar, tók sverð hans sem hékk þar, studdi sig við rúmið, greip í hár hans og sagði: „Styrktu mig, Drottinn, Guð ísra- els á þessari stundu." Hjó hún síðan tvíveg- is af öllum kröftum í háls honum og sneið höfuðið af. Því næst velti hún bolnum niður úr rúminu og tók flugnanetið af rúmstoðun- um. Gekk hún síðan strax út og fékk þernu sinni höfuð Hólofernesar sem lét það í mal- poka hennar. • Viðbætur við Daníelsbók Súsanna Helstu efnisþættir: Tveir spilltir dómarar reyna að tæla Sús- önnu, Súsanna dæmd til dauða, Daníel kem- ur til bjargar. Dómaramir líflátnir Þokki Súsönnu Vekur GlRND TVEGGJA DÓMARA I Babýlon bjó maður nokkur, Jóakim að Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilui- sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirt- ingu eða á annan hátt. Þeir sem af- henda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrir- vari hér að lútandi. Rembrandt málaði þessa mynd 1626, þeg- ar hann var 25 ára. Hún byggir á efni úr einni af apókrýfu sögunum, Tóbíts- bók, og sýnir hinn aldna Tohít og Önnu konu hans. nafni. Gekk hann að eiga konu sem Súsanna hét og var Hilkíadóttir. Hún var forkunnar- fogur og guðhrædd. Foreldrar hennar vom réttlátir og höfðu alið dóttur sína upp sam- kvæmt lögmáli Móse. Jóakim var vellauðug- ur. Við hús hans var lystigarður. Gyðingar komu gjarnan saman hjá honum enda var hann mikils virtur af þeim öllum. Þetta árið höfðu tveir af öldungum lýðsins verið skipaðir dómarar. Það var við þá sem Drott- inn átti þegar hann sagði: „Lögleysi kom frá Babýlon frá öldungum og dómumm sem áttu að stjóma lýðnum.“ Báðir tveir dvöld- ust í húsi Jóakims og til þeirra komu allir sem áttu í málaferlum. Um hádegisbil, er allir vom famir, vai- Súsanna vön að fara inn í lystigarð manns síns og ganga þar um. Daglega sáu öldungarnir báðir hana koma inn í garðinn og ganga um og felldu þeir girndarhug til hennar. Urðu þeir svo haldn- ir af þessu að þeir hættu að hefja augu sín til himins og gleymdu rétti og réttlæti. Liðu þeir báðir kvalir hennar vegna en ekki sögðu þeir hvor öðmm frá þjáningu sinni því að þeir blygðuðust sín fyrir að gera uppskátt um losta sinn og löngun að liggja hana. En dag eftir dag biðu þeir hennar með efth'- væntingu. Dag nokkurn sögðu þeir hvor við annan: „Við skulum fara heim því að komið er að hádegisverði." Fóm þeir síðan út og hvor sína leið. Síðan sneru þeir báðir aftur og mættust á sama stað. Spurðu þeir hvor annan hvernig á þessu stæði og gengust þeir þá við girad sinni. Komu þeir sér síðan saman um tiltekna stund er þeir gætu hitt Súsönnu eina. Dómararnir Reyna Að Tæla Súsönnu Á meðan dómararnir eigraðu um og biðu hentugs færis kom Súsanna þar að, gekk inn í garðinn eins og hún gerði jafnan og með henni vom aðeins tvær þjónustustúlk- ur. Heitt var í veðri og fékk hún löngun tO að lauga sig í lystigarðinum. Þar vom eng- ir nema öldungarnir tveir sem höfðu falið sig og lágu á gægjum. Súsanna sagði við stúlkurnar: „Sækið fyrir mig olíu og ilm- smyrsl og læsið garðhliðinu svo að ég geti baðað mig.“ Þær gerðu eins og hún bað, lokuðu garðhliðinu og fóm inn um bakdyr til að sækja það sem þær vom beðnar um. Ekki sáu þær öldungana enda höfðu þeir falið sig. Þegar stúlkumar vora farnar spmttu öldungamir báðir upp, hlupu til Súsönnu og sögðu: „Garðhliðið er læst og enginn sér oss. Við þráum þig. Láttu því að vilja okkar og leggstu með okkur. Ann- ars munum við vitna það gegn þér að ungur maður hafi verið hjá þér og þess vegna hafir þú sent stúlkurnar burt.“ Súsanna kveinaði og sagði: „Öll sund em lokuð fyrir mér! Geri ég eins og þið viljið verður það minn bani. Geri ég það ekki mun ég samt ekki ganga ykkur úr greipum. En vænlegra er fyrir mig að gera þetta ekki og lenda á valdi ykkar en að syndga í augum Drott- ins.“ Síðan hrópaði Súsanna hárri röddu og öldungamir báðir kölluðu einnig hástöfum. Hljóp annar þeirra líka til og opnaði garð- hliðið. Er fólkið, sem inni var, heyrði ópin í lystigarðinum þaut það út um bakdyrnar til að athuga hvað komið hefði fyrir Sú- sönnu. Öldungamir sögðu sögu sína og urðu þjónarnir stómm miður sín því að aldrei fyiT hafði neitt þessu líkt heyrst um Sús- önnu. VITNISBURÐUR DÓMARANNA Gegn SÚSÖNNU Daginn eftir, þegar fólkið kom saman hjá Jóakim manni hennar, komu öldungarnir báðh’ staðfasth' í þeim illa ásetningi sínum að fá Súsönnu dæmda til dauða. Þeir sögðu við fólkið: „Sendið eftir Súsönnu Hilkíadótt- ur, eiginkonu Jóakims." Hún var sótt. Kom hún, foreldrar hennar, börn og allir ættingj- ar hennar. Súsanna var mjög þokkarík og fógur ásýndum. Hún bar andlitsblæju og hrakmennin skipuðu að skýlan væri tekin af henni svo að þeir gætu notið fegurðar hennar. Vandamenn hennar grétu og allir aðiir er til sáu. Öldungarnir tveir tóku sér stöðu frammi fyrir fólkinu og lögðu hendur sínai- á höfuð Súsönnu. Hún horfði tárvotum augum til himins því að hún treysti Drottni af öllu hjarta. Öldungarnir tóku til máls og sögðu: „Er við vomm einir á göngu í lysti- garðinum kom þessi kona inn með tveim þjónustustúlkum, lét læsa garðhliðinu og sendi stúlkumar burt. Kom þá ungur maður til hennar úi' felum og lagðist með henni. Við vomm í horninu á garðinum og er við sáum þessa óhæfu hlupum við til þeirra. Við sáum að þau vora í faðmlögum en mann- inum gátum við ekki haldið því að hann bar okkur ofurliði, opnaði hliðið og komst und- an. En konu þessa gripum við og spurðum hana hver ungi maðurinn væri. Það vildi hún ekki segja okkur. Að þessu eram við vitni.“ Öll samkoman trúði þeim enda áttu öldungar og dómarar lýðsins í hlut og dæmdi Súsönnu til dauða. Daníel Bjargar Súsönnu Þá hrópaði Súsanna hárri röddu og sagði: „Eilífi Guð! Þú sem þekkir allt sem hulið er og veist allt áður en það verður. Þú veist að þessir menn báru ljúgvitni gegn mér. Nú verð ég að deyja án þess að hafa drýgt neitt það sem þessi illmenni lugu á mig.“ Drottinn heyrði ákall hennar. Einmitt þegar hún vai' leidd burt til aftöku þá vakti Guð heilagan anda í ungum dreng sem hét Daní- el. Hann hrópaði hárri röddu: „Saklaus er ég af blóði þessarar konu!“ Allt fólkið sneri sér að honum og spurði: „Hvað áttu eigin- lega við?“ Hann tók sér stöðu mitt á meðal þess og sagði: „Hvílíkir bjálfar emð þér, Israelsmenn! Þér hafið dæmt ísraelska konu til dauða án rannsóknar og án þess að kynna yður málavöxtu. Farið aftur í réttarsalinn. Þessh- menn hafa borið Ijúgvitni gegn kon- unni.“ Allir snem þá aftur í skyndi og öld- ungarnir sögðu við hann: „Komdu og sestu meðal vor og gerðu grein fyrir máli þínu. Guð hefur gefið þér öldungsvit." Daníe) sagði við þá: „Skiljið mennina að og hafið langt á milli þeirra. Eg ætla að yfirheyra þá.“ Þegar þeir höfðu verið aðskildir kallaði Daníel annan þeirra til sín og sagði við hann: „Gamli syndaselur! Nú koma þér í koll þær syndir sem þú hefur áður drýgt og ranglátir dómar þínir er þú dæmdir sak- lausa og sýknaðir seka. Þó hefur Drottinn sagt: „Saklausan og réttlátan skalt þú ekki deyða.“ Hafir þú séð konu þessa, svaraðu þá: Undir hvaða tré sástu þau láta vel hvort að öðm?“ Hann svaraði: „Undir klofnu eik- inni.“ „Fallega laugstu! Fyrir það muntu lífinu týna,“ sagði Daníel. „Engill Guðs hef- ui' þegar fengið skipun frá Guði að kljúfa þig í herðar niður.“ Lét hann síðan fara með hann afsíðis og leiða hinn öldunginn fram og sagði við hann: „Af Kanaan ert þú kominn en ekki Júda! Fegurðin hefur ginnt þig og girndin leitt þig afvega. Þannig hafið þið leikið dætur Israels svo að þær hafa ekki þorað annað én láta að vilja ykkar. En þessi dótth- Júda þoldi ekki guðleysi ykkar. Seg þú mér nú: Undir hvaða tré stóðst þú þau að því að láta vel hvort að öðru?“ Hann svaraði: „Undir kvistóttu björkinni." „Fallega laugstu!" sagði Daníel. „Fyrir það munt þú líka lífinu týna. Engill Guðs er þess albúinn að kvista þig niður með sverði sínu. Hann mun tortíma ykkur báðum.“ Öll samkundan hrópaði hárri röddu og lofaði Guð sem frelsar þá sem á hann vona. Þá sneri samkundan sér að öldungun- um tveim og þar sem Daníel hafði sannað með framburði þeirra sjálfra að þeir vom ljúgvitni vom þeir látnir líða hið sama og þeir höfðu 1 illsku sinni ætlað náunga sínum. Var farið með þá að lögmáli Móse og þeir teknir af lífi. Þannig var saklausu lífi bjarg- að daginn þann. Hilkía og kona hans lofuðu Guð fyrir að ekki sannaðist neitt ósæmilegt á dóttur þeirra. Undir það tóku Jóakim maður hennar og allir ættingjar þeirra. Frá þeim degi og æ síðan var Daníel í miklum metum hjá þjóðinni. Ur Síraksbók 29. kafli UM LÁN Og Endurgreiðslu Sá gjörir góðverk sem lánar náunga sínum, sá er réttir hjálparhönd heldur boðorðin. Lána náunga þínum er hann þarfnast þess og greið honum skuld þína á gjalddaga. Ver haldinorður og ávinn traust hans, þá munt þú ávallt fá það er þú þarfnast. Margur metur lán sem fundið fé og eykur þeim baga sem veittu honum lið. Hann kyssir hönd náungans uns hann fær lán og talar mjúklátt um efni hans. Hann frestar greiðslu á gjalddögum, kemur með afsakanir einar og ber fyrir sig slæma tíma. Beiti sá er lánaði hörðu fær hann vart nema helming og mun telja það fundið fé. Gangi hann ekki hart eftir greiðslu, mun hann sviptm- eigum sínum og eignast óvin í ofanálag. Bölv og ragn er það sem hann fær greitt og last í stað lofs. Vegna þessa neitar margur að lána en eigi af illsku, þeir óttast að tapa að ófyrirsynju. Um Veglyndi Sýn þó biðlund bágstöddum manni, lát þér ei dveljast að liðsinna honum. Hjálpá fátækum vegna boðorðsins, send hann ei tómhentan frá þér og þurfandi. Ver ör á fé við bróður og vin, lát það ei tærast upp undir steini. Nota þú efni þín samkvæmt boðorðum hins Hæsta, það mun gagnast þér meira en gull. Safna þú góðverkum í forðabúr þín, það mun bjarga þér frá öllu illu. Það mun verja þig gegn óvinum, fremui' en sterkur skjöldur og stinnt spjót. Um Að ábyrgjast Skuldir Annarra Góður maður gengur í ábyrgð fyi-ir náunga sinn, aðeins siðblindur maður bregst slíku trausti. Gleym aldi'ei þakkarskuld við ábyrgðar- mann, hann lagði sjálfan sig í sölur fyrir þig. Syndarinn féflettir ábyrgðarmann og bregst vanþakklátur þeim er hjálpaði honum. Ábyrgð hefur gert mai'ga efnamenn snauða og hrakið þá eins og bylgjur hafsins. Auðmenn hefur hún svipt húsi, flæmt þá á vergang hjá framandi þjóðum. Syndarinn sem tekur veð, sækist eftir gróða, en verður stefnt fyrir rétt. Hjálpa þú náunga þínum svo sem efni þín leyfa, ver gætinn svo að það verði þér ei til falls. Leiðréttingar Af nýlegri og fróðlegri bók um dóm- kirkjuna á Hólum verður ekki annað sé en Þorsteinn Gunnarsson arkitekt sé einn höfundur og því nefndi ég hann í umfjöllun minni um kirkjur á Hólum í Lesbók 22. janúar sl. Krist- ín Huld Sigurðardóttir, foi’vörður á Þjóðminjasafni íslands, hefur hins- vegar minnt á að þetta sé ekki alls- kostar rétt, þar sem hún er höfundur kaflans í bókinni um Hólabrík og hún vann einnig þær skýringarteikningar af bríkinni sem þar birtast. Bókin er þar að auki, segir Kristín, byggð á bæklingi um Hólakirkju eftir dr. Kristján Eldjárn og kom sá bækling- ur síðast út 1963. Eg nefndi í greininni að Hólabrík væri skorin í fuglakirsuberjatré og er þá nokkuð augljóst að átt er við stytturnar. Ekki var minnst á um- gjörðina eða skápinn en Kristín Huld hefur bent á að efnið þar sé eik og skal því komið á framfæri. Röng höfundarkynning. í höfundarkynningu með ljóð Guð- bjargar Tómasdóttur í Lesbók 15. janúar sl. stóð ranglega að höfundur væri kennari. Það rétta er að Guð- björg hefur aldrei verið kennari, en hún er húsmóðir í Hafnarfirði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.