Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1994, Blaðsíða 3
LESBOK
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar:
Matthías Johannessen, Styrmir Gunnars-
son. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Rit-
stjóm: Kringlunni 1. Sími 691100.
Apókrýfu
bækurnar voru hluti af Gamla testamentinu, sem
Gyðingar vildu ekki viðurkenna og þær hafa
ekki verið sem hluti af Biblíunni síðan á síðustu
öld. Nú er búið að þýða þessar bækur sem
margar geyma vel kunnar sögur og sóttu marg-
ir stórmeistarar myndlistarinnar sér myndefni
þangað fyrr á öldum.
Lille-
hammer
iðar af lífi á við setningu vetrar-olympíuleikanna
í dag og þar er margt að sjá, m.a. glæsilega
og listræna sýningu á sögu Noregs. Þar kemur
íslehdingur við sögu: Guðmundur Jónsson arki-
tekt vann til fyrstu verðlauna í samkeppni um
skipulag og tilhögun sýningarinnar og frá lausn
hans er lítillega sagt.
Róman-
tíkin
á fyrri hluta síðustu aldar er viðfangsefni Gísla
Jónssonar í síðasta hluta greinaflokks hans um
trú, upplýsingu og rómantík. Allt í einu varð
upplýsing og lærdómsstagl hallærislegt, en
sýslumannssonurinn frá Hlíðarenda sá landið
sitt í rómantískum hyllingum og orti: Eldgamla
ísafold.
PÁLL VÍDALÍN
Kveðið
í Kaupinhöf n
1715
Man ég það illt er að una,
órétt bundinn prettum,
einn man ég ennþá börnin
ung í Víðidalstungu,
man eik móins dýnu,
mín sæta þá grætur;
nú situr auðareyja
angruð dagana langa.
Man ég það illt er að una
oss gi’ét þó með kossi
sæt að seinsta móti
seims lín ég var heiman;
sáu börn sárt vai’ að þreyja
sinn vin þar höf stynja;
nú situr auðareyja
angruð dagana langa.
Man ég það illt er að una,
Odd íferðar broddi;
hér em eg. Hvað er þá meira?
Hvað er mark á hans barka?
Æðra er ef óframs bíður
aftans sök fyrir hans krafti;
nú situr auðai’eyja
angruð dagana langa.
Páll Vídalín (1667-1727) var frá Víðidalstungu í Húnaþingi. Nam við Hafnar-
háskóla og varð rektor í Skálholti 1690-’96. Lögmaður sunnan og vestan
og vann með Árna Magnússyni í nefnd sem skipuð var til að kanna hagi
(slands. Jarðabókin sem við þá er kennd var árangur þeirra rannsókna.
Man ég það ill er áð una,
auðn lands, þúsund vansa;
man ég að allir una
ánauð dygða snauðir.
Hvað er hinum til ráða?
Hve má ég landið flýja?
Nú situr auðareyja
angruð dagana langa.
Man ég það enn skal una,
oss og bauga hnossu
guð sá, er gæfu ræður,
gefur sigur í dyn vigi-a;
föðurs börn fyrir mæðu
fagna k\nklát gagni;
þá lifír auðareyja
angurlaus dagana langa.
Á ég að gæta
bróður míns?
Eg kveikti einn morgun í
fyrra fyrir hendingu á
Aðalstöðinni. Fékk
skilaboð frá AJbert Ein-
stein þennan morgun
um þessa ágætu rás.
Aðalstöðin bar ,já-
kvæð“ hljóð til mín,
milda dúrhljóma og ofurmilda rödd til þeirra
sem vilja ekki láta rífa sig upp til tætings-
legra frétta — ekkert hrjúft í mín vit fyrr
en eftir tebollann og kaffibollann.
Fáir eru með viti, eins ruglaður og heim-
urinn er orðinn af samgöngum. Samgöngur
eru svo miklar að ekkert fólk fær að vera
í friði með sinn sannleik, ekki Suður-Afríku-
menn, ekki múhameðstrúarmenn, ekki Is-
lendingar. En á heila Einsteins, sem geymd-
m- er í eter, á honum er mark takandi,
þessum fínasta heila í heimi sém vísinda-
menn þreytast ekki á að skoða, því heila-
frumur í vissum stöðum heilans eru svo
mikið tengdar. A heila Einsteins sem breytti
heiminum svo svakalega tekur maður mark,
mitt í öllu bullflóðinu. Vitnað var á Aðalstöð-
inni í orð Einsteins, sem eftir minni voi-u
nokkurn veginn svona: Við vitum ekki til
hvers við erum hér, nema hvað til ei’u og
til verða börn sem maður þarf að ala önn
fyrir. I manninum býr hæfileiki til að finna
til með öðrum.
Eg heyrði óskaplega gott fólk tala um í
rabbþætti í sjónvarpi nýlega, að fólk í eymd
á götunni í útlöndum snerti mann ekki, en
fólkið hér á landi snerti mann því það væri
frændur manns, svo kannski mundum við
því vera menn til að hjálpa fátæklingum
hér á landi. Nei, samgöngur eru svo mikiar
og velmegun heimsins orðin slík að hæfileik-
inn til að finna til með nær langt út fyrir
ættir. Hér þarf að nota hið ágæta orð for-
gangsröð: Auðvitað verður að hjálpa þeim
sem er í algerri neyð fyrst, hvar sem hann
er á jörðinni. Forgangsröð er hjálpræðið.
Hvaða menn eru í algjörri neyð? Hvaða dýi'
eru í algjörri neyð? Drífum okkur að hjálpa.
Eg skammast mín eins og fleiri fyrir
hvað við íslendingar hjálpum lítið. Það er
meira að segja komið í tísku að hjálpa, svo
tískufríkin ættu að geta farið að hjálpa,
góðar leikkonur í Hollywrood eru farnar að
taka að sér heilu munaðarlausu þorpin, þær
borga svo hægt sé að setja í litlu börnin
mat, klæða þau í föt, sjá til þess að þau læri
í skóla það sem þarf til að geta bjargað sér
í sínu landi.
Þjóðin okkar var eins og Ugandaþjóð er
núna. Náttúran í samfélaginu gerðist hörð
á nokkurra áratuga fresti, búpeningm- dó,
við áttum ekki mat fyrir börnin, dóum.
Nota má blóðtengslin við forfeðurna til að
rifja upp algjöra neyð. Stjórnvöld ættu að
lina í okkur samviskubitið með því að læra
af Svíum, það sem er ódýrt og áhrifaríkt:
í Svíþjóð, sagði mágkona mín mér, á
hver deild í leikskólum og hver bekkur í
bamaskóla munaðai’laust fósturbarn í þriðja
heiminum. Mágkona mín býr í Linköbing.
Svíar eru víðsýnir eins og sannir Víkingar.
Við höfum aftur á móti fylgt menningai'-
legi’i einangrunarstefnu. í gamla daga lærðu
börn latínu sjö ára gömul. Nú erum við svo
hrædd við að vera hluti af heiminum að
börn fá ekki að læra ensku fyrr en hæfileik-
inn til tungumálanáms er orðinn stórskert-
ur, þegar þau eru tólf ára gömul. Við höfum
ekkert að óttast, maður týnir ekkert sjálfum
sér þó maður opni gluggana.
Það kostar „hér á landi á“ 500 til 1.000
krónur á mánuði að bjarga einum munað-
ai’leysingja í þriðja heiminum. Það eru 23-45
krónur á barn á mánuði í tuttugu barna
skólabekk. Maður fær af böi’nunum mynd,
og þau senda bréf. ABC-barnahjálp er í
símaskránni. Ég skora á þá sem vinna við
að hugsa um skólamál að koma svona stuðn-
ingskerfi á strax. Skólabörnin safna krón-
um, koma á fóstudögum með nokkrai’ krón-
ur. Hægt er að kenna skólabörnum sögu
og menningu þess lands sem fóstursystkini
þeirra býr í. Án þess að kennarinn þurfi
að segja orð fá börnin taugar til heimsins.
Hamingjan byggist á samanburði. Börnum
okkar líðui- betur ef þau sjá hvað algjör
skortur er.
Ég man þegar ég var í Mexíkó að kaupa
óþarfa í apóteki, og lijá mér stóð indjána-
kona með eitt barn bundið undir brjósf og
tvö lafandi í pilsunum. Af henni skynjaði
ég skelfingu og hún nuddaði einn peso í
lófanum, nuddaði hann og nuddaði hann.
Ég girti sálina hörkulega saman í huganum,
námslánið mitt þurfti að duga, en síðan er
mér ekki sama. A eftir hlustaði ég á Kana
spila á píanó á bai’. Hann spilaði grát óg
ég þjáðist af hvítri sekt. Hann var uppflosn-
aður læknanemi, sjúskaðm’ af drykkju, en
vann í því að hjálpa innfæddum fátæklingum
í borginni. Hafði fyn- um daginn farið til
milljónamærings og sagt, „þriggja ára
stúlka er með lungnabólgu og enginn pen-
ingur til fyi’h’ lyfjum“. En sá ríki var í vondu
skapi þann daginn. Karlinn sem ég leigði
hjá þetta ár hélt yfir mér lestra um hvað
fátæklingarnir þarna í Mexíkó væru mikið
pakk, þeh’ ætu kúna í stað þess að bíða
eftir kálfinum.
Enginn peningur afgangs. Enginn tími
afgangs. Maður reynir að fai-a vel með sína,
kettina, börnin og blómin, maður reynir að
vera þegjandi vænn. Það tekst þegar manni
líður sæmilega sjálfum, sem er ekki alltaf.
Manni líðm- sæmilega sjálfum ef maðm’ á
fyrir reikningunum og er frískm’, og ef
maður þarf ekki að hugsa of mikið um sjálf-
an sig af því maður þarf að hugsa um aðra.
ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. FEBRÚAR 1994 3