Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1994, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1994, Síða 5
Svartidauði herjar á Noreg. Þessi sýning- ardeild er sviðsett innan í gömlum timb- urkofa og ástandið er svo ógnvekjandi að mörgum þykir nóg um. I lokrekkj- unni liggur móðirin látin, en faðirinn og bersýnilega smituð dóttir, sitja hnípin úti í horni. A borðinu er rotta, en ómar kirkjuklukkna heyrast úr fjarska. A myndinni sést útgangurinn úr þessari sýningardeild, þar sem ljárinn, tákn dauðans, sveiflast yfir bænum Fáberg, sem nánast lagðist í eyði. Dauðinn í líki gamallar konu (samkvæmt þjóðsögum Norðmanna) er á leið að vitja næsta býlis. Skuggahlið nútímans. Ekki er reynt að láta svo líta út sem Noregur sé ein alls- herjar Paradís. Andstæða velsældarinnar birtist í eiturlyfjaneytandanum, sem liggur íkjallaratröppum viðjárnbrautar- stöðina ogstarir tómum augum á sýning- argesti. Bjórflöskur og límklútur segja líka sína sögu um þær hættur sem ungu fólki eru búnar í nútímanum. Guðmund- ur hafði þennan þátt ekki með upphaf- legri tillögugerð, en tókst að sannfæra forráðamenn safnsins um mikilvægi þcssarar aðvörunar. Veggjakrotið hefur einn „alræmdasti“ krotari meðal ungl- inga í Osló útfært, - og Berlínarmúrinn á sýningunni er einnig eftir hann. Sjöundi áratugurinn: Herbergi unglings frá Bítlatímanum er innréttað nákvæm- lega eins og unglingaherbergi frá þessum tíma. Flestir hlutir þarna eru frá manni, sem geymt hafði allt sitt dót síðan 1964; veggirnir veggfóðraðir með myndum af Bítlunum og The Rolling Stones. Ut um gluggann berst „She loves you“ og önnur þekkt lög frá gamla plötuspilaranum. Bíllinn verður almenningseign. Á árun- um um og uppúr 1950 rann upp sá tími fyrir aImenning að raunhæft var að ráð- ast í að kaupa einkabíl. Bílaframleiðend- ur, ekki sízt Volkswagen, mættu þessari þörf og bjallarí varð tákn fyrir nýjan lífs- stíl: Fólk fór að ferðast á eigin bíl. Á sama tíma byggðust upp stór úthverfi í bæjum og fjöldi fólks fór að búa í blokk- um. Til hægri við Fólksvagninn er blokk- in með herbergi frá Bítlatímanum. Guðmundur Jónsson arkitekt ásamt Tinnu dóttur sinni við opnunina 27. júní sl. mm; ~~saíil ■ r. „Framtíðin“ er ekki gefin til kynna með getgátum um tæknigaldra, heldur er list- in notuð til að vekja fólk til umhugsun- ar um stöðu okkar í dag og hvert við viljum halda. Guðmundur leitaði til nokkurra meðal þekktustu listamanna Noregs og fékk þá til liðs við sig. Þar á meðal er málarinn og kóloristinn Jacob Weidemann, sem er ekki fjarri að geta talizt „grand old man“ í norsku mál- verki. Hann hafði aldrei fengið slíka verkbeiðni og vnr trcgur, en lét til leið- ast Hann málaði á sinn afstrakta hátt á sandblásið gler sem dagsbirtan seitlar í gegnum. /4 veggjunum eru þrjú Ijóð eftir þekktasta núlifandi Ijóðskáld Norð- manna, Rolf Jacobsen, sandblásin á gler- plötur, en Guðmundur og Carl Nesjar, myndhögg\ ari, steinlögðu gólfið í sam- einingu. Loftið er klætt silki, sem Mál- fríður Aðalsteinsdóttir textílhönnuður hefur sérhannað. Annar Islendingur kemur þarna við sögu: Grétar Svein- björnsson frá Norsku Óperunni, sem tal- inn er fyrir Ijóssetningu. Að lokum er svo þess að geta, að ómar úr „Stormin- um“, efir kunnan nútíma tónverkahöf- und, Arne Norheim, líða um salinn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. FEBRÚAR 1994

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.