Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1994, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1994, Page 2
brigðum. Þeir voru alls ekki eins perlu- skreyttir og ég bjóst við. Ekki eins og þeir sem stóðu meðfram vegum og reyndu að hafa tekjur af því að selja ferðamönnum perluskrautið sitt. Þetta var hversdagsk- lætt og sennilega efnalítið fólk. Af öllu óvæntu á þessum stað kom mér mest á óvart að heyra talsmann fjölskyld- unnar, elsta soninn, tala dágóða ensku með sterkum amerískum hreim. Nú þurfti ég ekki Juma sem túlk. Kom í ljós að maður þessi, Lagua, var heimsmaður, því vinur hans, sem var kristniboði, hafði tekið hann með sér til Oregon í Bandaríkjunum, þar sem hann hafði dvalist í eitt ár. Atti hann að boða kristna trú þegar heim kæmi, en eitthvað hafði lítið orðið úr því. Að minnsta kosti átti hann eftir að segja mér heilmikið um hinn mikla guð Engai og hin heilögu tré forfeðranna, fíkjutrén. Ég er ekki frökk að eðlisfari, svo jafnvel sjálfri mér blöskraði aðgangsharka mín í spurningunum, eins og þegar ég vildi vita í hverju þeir væru innanklæða, um framhjá- hald og refsingar við misgjörðum. En öllu var svarað af umburðarlyndi og ljúf- mennsku. Fjölkvæni tíðkast meðal Maasaia. Menn kaupa sér konur eftir efnahag. Konurnar kosta 20 kýr og aðstoða feðurnir synina við greiðslu fyi'ir fyrstu konuna. Ein kýr kost- ar 20-60 þúsund Tanzaníushillinga, eftir þyngd kýrinnar en ekki aldri, en mánaðar- laun verkamanns í Tanzaníu eru 15 þúsund Tsh., sem eru 2.100 ísl. kr. Kýr Maasaia eru bæði af Afríkukyni frá Angóla, með hnúð upp úr framhrygg og kýr af Evrópu- stofni, sem mjólka betur en eru viðkvæmar fyrir sjúkdómum, gagnstætt Afríkukyninu. Algengt er að menn eigi 2-3 konur, en mörg dæmi eru þó um að ríkir menn eigi allt að 10 konur. Það er betra að eignast dætur, sem færa feðrum sínum kýr í bú og geta þeir þá keypt sér fleiri konur. Feð- ur og synir búa í sambýli í húsaþyrpingum, en dætur flytja til fjölskyldna eiginmanna sinna. Afar sjaldgæft er að Maasaia-konur séu gefnar utan þjóðflokks síns og feður samþykkja það aldrei. En ef slíkt gerist eiga þær ekki afturkvæmt á heimaslóðir. Maasaia-konur eiga allt að 10 börn hver, en barnadauði er mikill. Maasaiar grafa sína látnu í reit nálægt húsaþyrpingunum. Þegar ég spurði um hámarksaldur og fékk það svar að dæmi væra um að menn yrðu 120 ára, neitaði ég að trúa. Ég spurði hvort þeir vissu yfirleitt nokkuð hvað þeir væru gamlir. Ég fékk umburðarlynt bros og var sagt að hver fjölskylda ætti sér ættartré (fíkjutré), þar sem ein trjágrein tilheyri hverjum fjölskyldueinstaklingi. Væri ein skora rist ár hvert í grein hvers manns, svo aldur færi ekki milli mála. Þessi tré eru einnig mikilvæg í átrúnaði Maasaia. Nú vildi ég vita um refsingar, ef menn misstigu sig á lífsins hálu brautum. Það var einfalt mál. Stæli maður kú, var málið lagt fyrir öldungaráð og dómurinn yrði: „Kúnni skilað og ein kýr tekin í sekt frá brota- manni.“ Væri um alvarlegri glæpi að ræða, svo sem morð, myndi málið afhent opinber- um stjórnvöldum. Þá spurði ég um framhjá- hald. Það er algengt og ekkert við því að gera þar sem lög Maasaia banna það ekki. Þeir era umburðarlyndir og eiga flestir hvórt eð er margar konur, var mér sagt. Ungar stúlkur era oft gefnar eldri mönnum og þær taka sér stundum elskhuga. Al- gengt er að konur fari til annarra manna í 2-3 daga, en snúi síðan aftur til eigin- manna sinna. Svo var okkur boðið að skoða híbýli Lagua. Og þá var mér bragðið. Þetta var boðlegt skepnum, en óskiljanlegt hvernig menn gætu búið í slíku húsnæði. Ganga varð í keng inn göngin, sem vora rétt nógu breið til að troðast inn. Ég sá ekki glóru, svo Lagua leiddi mig inn. Hann sagðist ekki skilja hvers konar sjón við hefðum, þvi hann sæi ágætlega þarna inni. Þegar Páll tók eina mynd inni, varð hann að skjóta út í loftið í þeirri von að hitta á fyrirhugað myndefni. Lagua var 39 ára, átti tvær kon- ur og sex börn. Hann bjó sjálfur í einu „herbergi", eins og hann kallaði það, en við myndum nefna stíu, en konur hans og börn- in í öðra. Þegar bömin stækka era þau flutt í annað hús. Þriðja stían var fyrir kálfa. í aðalherberginu, sem konumar höfðu, vora tvö skinni klædd flet. Þar sváfu konurnar með bömin, þótt lengd fletanna leyfði ekki að fólk rétti úr fótunum. Yfír hvora fleti var smá rauf sem hleypti einu birtunni inn. Ég sá móta fyrir kiðlingi þama inni og svo sagði Lagua mér að þaraa væru hlóðir til að elda við. Þess utan var nákvæmlega ekkert þama inni, enginn fatnaður, enginn hlutur utan eins potts til eldunar. Mér varð að framan sem poki til að geyma ýmislegt dót. Slíkt hafa karlar ekki, en ég sá að einn geymdi peningaseðla undir perluarmbandi, sem náði frá úlnlið upp fyrir miðjan fram- handlegg. Ég hafði ímyndað mér að klæð- isdúkarnir væru heimaofnh’, en svo var ekki. Þeir voru keyptir á markaði og inn- fluttir frá Kenya. FyiT á tímum gengu Maasaiar í skinnum. Þeir eiga ekki klæði til skiptanna og kaupa sér ný þegar hin eru útslitin. Þeir sofa líka í þessum fatnaði sín- um. Eina handiðn Maasaia era perluskraut- munirnir, sem era afskaplega litskrúðugir. Perlurnar vora áður fyrr fluttar inn frá Arabíu. Mér fannst furðulegt að Maasaiar væra ekki með neinn heimilisiðnað eða vinnslu á mjólk. Þeir era eingöngu hjarðmenn, fyrir- líta jarðrækt og fiskveiðar og að stunda slíkt er fyrh’ neðan virðingu þeirra. Yngri mennirnir fylgja hjörðunum. Það er harðn- eskjulegt líf því stundum þarf að fara óhemju vegalengdir í leit að beit og vatns- bólum. Maasai-fjölskyldan mín hafði áður búið í botni eldgígsins, sem síðai’ var friðað- ur og ílutti hún þá upp á gígbarminn. Þar uppi er ekkert vatn að finna á þurrkatíman- um og hvern morgun er hjörðin rekin 600 metra niður snarbrattar hlíðar gígsins og niður í botn til beitar og brynningar. Síðan er hjörðin aftur rekin upp á kvöldin til að forða henni frá villidýrunum. Maasaiar sjálfir hafa ekkert vatn á hásléttunni og stundum fylgja hjörðunum einn eða tveir asnar klyfjaðir ferhyrndum leðurpokum með yatni. Eldri mennimir eyða tímanum við samræður og mikill tími hjá Maasaium fer í að snyrta sig og mála með ryðmold. Karlmennirnir sjá um hjörðina, en konur vinna öll önnur verk. Þær sinna börnum, matseld, búpeningi sem er heima við og húsbyggingar eru kvennaverk. Auk þess bragga konur áfengan mjöð, en mega ekki drekka sjálfar. Það era sérréttindi karl- anna, sem drekka mikið og hafa alltaf gert, sagði Juma. Þegar við komum inn í þorpið sáum við undarlega, þverhandarþykka sív- alninga uppi á stráþökunum, allt að hálfum metra á lengd, líka stóram bjúgum. Þetta var ávöxtur svokallaðs „pylsu-trés“ og er hann aðalefnið í mjöðinn, ásamt vatni og hunangi. Hunangið fékkst úr býflugnabúum gerðum úr holuðum trjábútum, sem við höfðum víða séð hanga í trjám. Drykkurinn er orðinn áfengur eftir þrjá daga, en verð- Páll Ólafsson verk- fræðingur með tveimur Massai- drengjum. Massai- drengir með strútsegg. Lagua og önnur kona hans utan við hús þeirra. hugsað til tveggja hæða húss í Reykjavík, sem rúmar varla lengur dótið sem við hjón- in höfum sankað að okkur í gegnum árin. Hér var moldargólf, flet þar sem ekki var hægt að rétta úr sér, ekkert vatn og kálfar í hliðarstíu til að hita upp kofann. Og þessu vildi fólkið ekki breyta. Stjómvöld byggðu skóla og lögðu hart að Maasaium að senda börnin þangað. Að vísu verða þau að ganga berfætt allt að þriggja tíma leið, en slíku era þau vön. Skólamir sem við sáum á leið okkar stóðu þó flestir tómir, því Maasaiar vilja heldur láta börnin snúast í kringum geitumar og nautgripina en eyða tíma í skóla. Klæðnaður fólksins hafði upphaflega vak- ið athygli mína á því. Hélt ég nú áfram yfírheyrslunni. Karlar ganga í tveimur klæðisdúkum og eru naktir innan undir, þ.e. ekki í buxum eða slíku. Þeir bera ein- ungis Maasaia-hníf í belti og staf eða spjót. Konur ganga í fjórum dúkum og engum undirklæðum og er einn dúkurinn bundinn ur sterkari bíði hann lengur. Juma sagði mér að hver hinna 120 þjóðflokka Tanzaníu hefði sína eigin aðferð við bruggunina. Mataræði fólksins vakti mér mikla undr- un, því karlar nærast á annarri fæðu en konur og börn. Karlai’ neyta aðeins nauta-, geita- og kindakjöts og drekka mjólk og nautablóð (vegna vatnsskortsins). Blóðinu er tappað úr hálsæðum nautgripa og geymt í holum ávaxtahylkjum sem menn bera á sér. Maasaiar borða ekki grænmeti. Vegna þess hve Maasaiar era grannholda hélt ég hálft í hvora að þeir fengju tæpast nóg að borða. En mér var sagt að þeir væru mikl- ir matmenn og með ólíkindum hverju þeir gætu torgað af kjöti. Til þess að geta það, borða þeir börk af svarta akasíu-trénu með matnum til að flýta fyrir meltingunni. Fuglakjöt og egg er fyrir neðan virðingu þein-a að borða. Fyrr um daginn höfðum við hitt drengi við vegbrán, með strátsegg sem þeir ætluðu að selja og sögðust fá 600 Tsh. fyrir, eða 77 ísl. kr. Bannað er að taka strútsegg, en eftir því er ekki farið. Einung- is karlai’ borða kjöt, en konur og börn verða að láta sér lynda innyflin, sem þeir vilja ekki. Þau borða líka graut úr korni og baun- um, sem er aðkeypt, en það gera karlarnir ekki. Nokkrir kiðlingar hlupu um innan girð- ingarinnai’, en þegar ég ætlaði að klappa þeim eins og krakkarnir, raku þeir í allar áttir. Það var af því að ég var í „furðuföt- um“, sagði Lagua. Enda skoðuðu börnin mig rækilega og einkum giftingarhringinn. Karlarnir þukluðu á hárinu á Páli, sem mér sýndist hálf eymdarlegur meðan á því stóð. En ég skildi þá mjög vel, því sjálf var ég þegar búin að læða fíngranum í hárdúninn á börnunum. Karlmennirnir vildu gefa Páli spjót eða staf, sem hann þáði þó ekki. Þá vildu þeir sýna okkur stríðsdans með söng. Sá dans felst aðallega í hoppum, mjög hátt lóðrétt upp í loftið, en konurnar taka þátt í honum með höfuðhreyfmgum. Það var farið að skyggja, svo við afþökkuðum sýninguna, en sönginn hefði ég gjaman viljað heyra. Maður kom til mín og spurði hvort ég ætti lyf við höfuðverk. Ég fann dós í pússi mínu með fjórum töflum sem hann fékk. Ekki duga víst jurtirnar við öllu, því stund- um sáum við Maasai-menn sem geymdu pillubox í gati í eyranu. Lagua bað okkur að taka mann með í jeppanum, sem átti að kaupa lyf handa geitunum og korn handa konunum fyrir hluta af greiðslunni frá okk- ur. Sá var málglaður mjög, enda vel hreif- ur. En þótt Lagua hafi kennt honum ein- hverja ensku var annað hvert orð á swa- hili, svo ekki náðist gott samband við hann. Við urðum sein fyrir til baka, svo búið var að slökkva á rafstöðinni í hótelsmáhýsinu þar sem sem við gistum. Einhvem tímann hefði ég kvartað yfír að þurfa að fara í kalda sturtu og þvo mér um hárið við skímu af vasaljósi, en nú var ég af hjarta þakklát fyrir það sem ég hafði. Nýfengin reynsla mín hélt síðan fyrh’ mér vöku, að kynnast fólki sem samkvæmt eigin ákvörðun hafn- aði nútímaþróun og þægindum og bjó við ótrálega hörð kjör. Jafnvel sírennslið í bil- uðum krana fannst mér óþolandi sóun þeg- ar ég vissi af þessu fólki sem ekkert vatn hafði og vai’ð að ganga allt að 20 kílómetra tU að nálgast það. Dagurinn hafði verið langur og viðburða- ríkur. Þótt villidýrin sem við skoðuðum í návígi fyrr um daginn væra minnisstæð, hafði heimsóknin til Maasai-mannanna meiri áhrif á mig. Það var eins og að hverfa aftur í aldir. Ég hafði fengið smá innsýn í daglegt líf MaasaLmanna og fleh-a hefði ég viljað fá að vita. Ég þurfti mörgu að velta fyrir mér — þó alveg sérstaklega þeirri náð forsjónarinnar að vera fædd íslending- ur en ekki Maasai. Dar es Salaam, 30. október 1993. Höfundur hefur búið í Afríku um tíma. Gagnasafn Morgunblaðsins AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast sam- þykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.