Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1994, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1994, Page 4
MINNISPUNKTAR UM VÍGFRÆÐI Eftir HERMANN PÁLSSON Um undanfarna áratugi hafa ýmsir snillingar staðhæft að Óðinn hafi lítt verið dýrkaður hér- lendis að fornu, heldur hafi þeir Freyr og Þór verið helstu guðir for- feðra okkar í heiðnum sið. Þótt Óðinn sé langtum sjaldan nefndur í Islendinga sögum en Freyr og Þór, þá gefa þær Öðin óspart til kynna með ýmsum hætti, enda getur athæfi manna í fornsögum bent til átrúnaðar þótt einskis goðs sé getið. Óðinn var dýrkaður af ýmiss konar fólki og með ýmsum hætti, enda var hann goð hernaðar, skáldskapar og galdurs, svo að eitthvað sé nefnt. Snorri Sturluson minnist þess sérstaklega að Óðinn var goð gálga og hengdra manna; hann reisti menn frá dauð- um og framdi hvers konar fjölkynngi. Þeir sem fjalla um heiðinn sið ættu aldrei að láta sér líða úr minni að hér var um fjöl- gyðistrú að véla og því var engan veginn kynlegt að menn sem dýrkuðu Þór og Frey létu sig ekki muna um að vegsama Óðin einn- ig, enda var hann talinn Alfaðir goða jafnt sem manna. í fjórum sögum sem fjalla um Freysdýrkendur, Gísla sögu, Glúmu, Vatns- dælu og Hrafnkels sögu, virðist andi Óðins vera til staðar, jafnvel þótt hans sé ekki getið berum orðum. Hlutverk hans kemur þá skýrast í ljós þegar hugmyndir hverrar sögu eru kannaðar á skipulegan hátt; hér verður einkum vikið að vígfræði, en svo kallast sú vísindagrein sem fæst við að rann- saka hvers konar manndráp í ljósi heiðins siðar, hvort sem um er að ræða orrustur, einvígi, morð, mannfórnir, aftökur eða aðra fjörlesti sem eru svo auðkenndir að þeim verði skipað í sérstaka hópa. Reginmunur er á vigmennsku þeirra Þórs og Óðins. Þór berst æðrulaust við tröll og aðra óvini Ása, en Óðinn veldur hins vegar sigri og ósigri manna eftir duttlungum sín- um; gefur stundum skjólstæðingum sínum þau ráð sem duga í orrustum; kinokar sér ekki við að gefa hinum hugdeigari gagn, ef svo ber undir. Egill Skalla-Grímsson kallar Óðin sigurhöfund í .Sonatorreki, en um mátt þeirra feðga Þórs og Óðins er farið heldur háðulegum orðum í víðdælskri bók frá síðara hluta fjórtándu aldar, og víkur máli þá fyrst að Þór: „Það er harla lftill máttur að brjóta steina eða gnípur eða starfa í slíku að gefa sigur sem Óðinn gaf með vél- um en engu valdi.“ Þór sprengir hausa á jötnum með þungum hamri, en einkavopn Óðins er spjótið Gungn- ir sem er dverga smíð og beitt af lagni frem- ur afli. Á banadægri lætur Óðinn marka sig geirs oddi og eignaði sér alla vopndauða menn. Svo segir Snorri í Ynglinga sögu sem getur þess einnig að Njörður yrði sóttdauður og léti marka sig Óðni áður hann dó. I Háva- málum kveðst Öðinn hafa hangið níu nætur á vindgum meiði, undaður geiri (= særður spjóti) og gefinn Óðni, sjálfur sjálfum sér. í ýmsum frásögnum er þess getið að spjóti væri beitt til hefnda og einnig til að hefja orrustu; Óðins er þá stundum beinlínis getið, en þó ekki á öllum stöðum.1 í Landnámu kveðst Ólafur trausti hafa gefið Þorgrím örrabein Óðni og goldið með því blóðfórn.2 Um Þórð dofna segir í Landnámu að hann færi að hefna föður síns, reið heiman um nótt í blárri kápu og drap föðurbana sinn með spjóti. Blár litur, næturvíg, spjót: slík eru auðkenni Óðins og höfuðtákn. Egill Skalla- Grímsson Óðinsdýrkandi drap menn að næt- urlagi. Víga-Glúmur tekur feldinn blá og spjótið gullrekna og ríðar yfir að akrinum Vitaðsgjafa. Þar fer hann í feldinn, tekur spjótið í hönd sér og heggur í höfuðið á Sig- mundi. Völsunga saga lýsir ævilokum annars Sigmundar með því móti að maður kom „í bardagann með síðan hött og heklu blá. Hann hafði eitt auga og geir í hendi. Þessi maður kom á mót Sigmundi konungi og brá upp geirinum fyrir hann. Og er Sigmundur konungur hjó fast, kom sverðið í geirinn og brast sundur í tvo hluti.“ Sigmundur deyr áður lýsir af degi, og úr brotunum er smíðað nýtt sverð handa Sigurði Fafnisbana syni hans. í öndverðri Gísla sögu heggur maður sverðinu Grásíðu svo hart í haus á þræli að brotnaði; úr þeim brotum er síðan smíðað spjót sem notað er til að drepa þá Véstein og Þorgrím Freysgoða, báða að næturlagi og að öllum líkum í hjartastað. Þótt sagan geti Óðins að engu í því sambandi, má ætla að hér sé um að ræða mannfómir til hans; að þessu máli verður vikið síðar. Áð fornu þóttu frumvíg ungrar hetju skipta miklu máli; stundum eru þau framin með öxi. Egill Skalla-Grímsson er kominn á sjöunda vetur þegar hann rekur skeggöxi í höfuðið á pilti sem var nokkrum árum eldri og hafði hnúskað Egil dálítið. Vígið leiddi til bardaga, og féllu þar sjö menn, enda lét Skalla-Grímur sér fátt um finnast, en móðir Egils taldi pilt vera víkingsefni „og kvað það mundu fyrir liggja þegar hann hefði aldur til að honum væri fengin herskip". Óðins- dýrköndum á tíundu öld þótti mikið til þess koma að geta í senn fórnað herskáu goði sínu með því móti að brytja niður fólk fyrir vestan haf og unnið sér fyrir dágóðum skild- ingi um leið með ránum. Grettir er talinn seinþroskaðri öðrum hetj- um, enda er hann fjórtán vetra gamall þegar hann vegur frumvíg sitt; setur öxi (skegg- öxi?) í höfuð manni sem hét Skeggi „svo að þegar stóð í heila“ (Grettla). Gestur í Heiðar- víga sögu hefnir fóður síns með því móti að höggva með öxi af öllu afli í höfuðið á Víga- Styr. Þeir Grímur og Þorsteinn eru ekki nema tíu og tólf ára að aldri þegar þeir feUa garpinn Hólmgöngu-Ljót, fóðurbana sinn, með litlum handöxum, en þær voru þó altént biturlegar (Hávarðar saga). í Vatnsdælu færir tólf vetra piltur, óskilgetinn, öxi í haus- inn á bónda einum og er fyrir bragðið tekinn í ætt sína. Maður er særður til ólífis í Eyr- byggju og stóð þar blóðtjöm undir runni einum; þangað rennur sveinninn Kjartan. „Hann hafði öxi litla í hendi; hann hljóp að runninum og laugaði öxina í blóðinu." Öxar vora eftirlætisvopn ójafnaðarmanna, svo sem þeirra Þjóstólfs sem hafði margan mann drepið og bætti engan mann fé (hafði í hendi öxi mikla, er hann átti, vafinskeptu), og Hrapps (hann hafði öxi mikla, vafin- skeptu, í hendi) í Njálu. Hrafnkell „stóð mjög í einvígjum og bætti öngvan mann fé“; þegar hann fer upp að seli til að drepa smala- mann sinn, ríður hann í bláum klæðum og hefur öxi í hendi (Hrafnkels saga). Hólm- göngu-Ljótur var hinn mesti ójafnaðarmaður „og hafði öxi í höfði hverjum manni er eigi vildi laust láta fyrir honum það er hann vildi. “ (Hávarðar saga.) Þorgeir Hávarsson „átti öxi breiða, stundar mikla sköfnungsöxi; hún var snarpegg og hvöss, og fékk mörgum manni náttverð."3 (Fóstbræðra saga.) Víga-Styr bætir ekld víg sín og „heggur með öxi aftan í höfuð Þórhalla og fellir hann þar.“ (Heiðar- víga saga.) Um Hrafnkel segir í sögu hans að hann hafi jafnan verið góður blóðöxar, og minnir orðalagið á viðumefni Eiríks nokk- urs Óðinsdýrkanda sem átti Gunnhildr að drottningu; um þau segir svo í Ágripi: „Hann réð Ólaf digurbein bróður sinn banaráðum og Björn og fleiri bræður sína; því var hann kallaður blóðöx að maðurinn var ofstopa- maður og greypur og allra mest af ráðum hennar.“ Um Hákon Hlaðajarl er þess sérstaklega getið að hann kunni ráð til að veita þeim mönnum fjörlöst sem ætlaðir vom til blóts, en ekki er vitað með hverju móti þeir voru sviptir lífi. Freistandi er að gera því skóna að spjóti hafi verið beitt þegar menn voru fómaðir Óðni, enda er slíkt auðsæilega gefið í skyn í Gautreks sögu. Næturvíg þeirra Vé- steins og Þorgríms í Gísla sögu munu að öllum líkindum hafa verið fórnir, þótt slíks sé ekki sérstaklega getið; báðir eru þeir lagðir spjóti í hjartastað, og er slíkt af ráði gert. Nú hefur því verið haldið fram nýlega að Gísli Súrsson hafi þuklað um þau Þorgrím og Þórdísi í því skyni að vekja með þeim hörundar hungur svo að hann geti drepið Þorgrím rétt í þann mund sem dregur að samfórum. Hitt mun þó vera sönnu nær að Gísli þreifar fyrir sér til að finna spjótinu réttan stað, og vitaskuld varð Þorgrímur helst að liggja á bakinu svo að hægt yrðí leggja hann í hjartað. Hrafnkels saga fjallar um mann sem elsk- ar Frey allra goða mest, en þegar hann drep- ur smalamann sinn gegnir hann erindi Óð- ins, enda mun hann hafa laugað öxi sína í blóði annarra sakleysingja að hætti ójafnað- armanna. Öxar hafa löngum verið taldar til þeirra vopna sem hæfa böðlum best, enda var þeim einnig beitt við aftöku nautgripa. Öxi, ójafnaður, Óðinsdýrkun: þetta þrennt fór jafnan saman, og þegar blái liturinn bætist við þarf ekki að sökum að spyrja, hverjum guði öxarvíg er unnið. Höfundur er fyrrverandi prófessor við Edinborgarhá- skóla. i SiáGautreks sögu.Helgakviðu Hundingsbana hina síð- arí, Styrbjarnai'þátí, Eyi'byggju, Hlöðskviðu, Bjarnarsögu Hítdælakappa (þótt karl væri að vísu kristinn, enda tíðkuð- ust ýmsir fornir siðir eftir að heiðnum sið lauk, Björn er í blárri kápu þegar hann skýtur spjóti að andstæðingum sínum). Áður en þeir Kjartan og Bolli mættust, skaut Kjart- an spjóti (Laxdæla), og Grettir skaut spjóti að Þorbirni öxnamegin feðgum (Grettla). Hallfreður kveðst hafa verið stangaður spjótsoddum og leiddur til banans, áður konung- ur þyrmdi lífi hans (Hallfreðar saga). 2 Annarra dæma um menn sem gefa Óðni val er getið í SkjöldungasöguogHeiðrekssögu.l EgilssöguogÁsmund- ar ætla berserkir að höggva Asmund ó haugi Áráns og gefa hann Óðni til sigurs sér. í Orkneyifiga sögu lét Einar jarl rísta blóðörn á baki Háleggi og gaf hann Óðni til sig- urs sér. Hitt er svo annað mál að í ólafs sögu Tryggvason- ar er Eyvindur kinnrifa margfaldlega gefínn Óðni. 3 Hér kemur kímni höfundar glöggt í ljós; hann blandar saman orðtökunum „að fá manni náttbol“ og „að fá erni náttverð“. LÁRUS MÁR BJÖRNSSON Ljóð Getur það hugsast að maður þurrausi staði; teygi úr þeim alla næringu og yfírgefí þá síðan? Lunganum úrlífí mínu hef ég varíð á fíandri með úttroðnar ferðatöskur fullar af svona blóðlausum yfírgefnum stöðum Ég held ég gleymi engum þegar ég segi að þú almyrki skógur sért staðurinn sem ég elska Að ég geti ekki látið vera að ferðast um þig inn í dýpstu djúp þín Mjúkir eru trjástofnar þínir greinar þínar stinnar kysst eru lauf þín skógurínn minn djúpi Þú getur ekki hætt að vera þú sjálfur og ást mín til þín heldur áfram að vera hreinust alls sársauka Eg vil brenna inni í þér barrskógur, greniskógui; laufskógur Alls staðar þar sem þú ert er ég Inni í þér innar innar Getur það hugsast að einnig þitt sumar taki enda: Að þér séu þau örlög búin að verða þurrausinn staður Jörð þín haust þakið laufí í ferðbúinni tösku: fegurstur blóðlausra staða Höfundur er Ijóðskáld og Ijóðaþýðandi. Ljóðið er úr nýútkominni bók sem heitir Vatnaliljur handa Narkissos. LOVÍSA EINARSDÓTTIR Einsemd Gleymd. Enginn kemur. Hver og einn hefur nóg með sig. Heyrir illa sér ekki á bókina liðagigtin kreppir fíngurna ekkert — fyrír stafni. Til hliðar við skarkalann. Tengslin rofín við fyrra líf. Utanveltu. Lífsneistinn að kulna allir hættir að líta við. Hvar er allt fólkið? Þrusk, fótatak, nei það var mis- heyrn. Þráir mannamál. Æ, það kemur víst enginn í dag frekar en í gær eða á morgun. Loksins, bankað koss á kinn — stoppað stutt Skilinn eftir konfektkassi. Legsteininn verður hlaðinn úr hundruðum konfektmola sem enginn hafði tíma til að borða. Höfundur er íþróttakennari.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.