Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1994, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1994, Page 5
Til vinstri: Skála-Mælifell og til hægri: Krýsuvíkur-Mælifell. Greinarhöfundur tók allar landslagsmyndirnar nema myndina af Mælifelli á Mælifellssandi. MælifeU Flestir íslendingar munu kannast við eitthvert hinna mörgu Mælifella hér á landi, og eflaust hafa margir velt fyrir sér uppruna nafnsins og merkingu. í þessari grein verður reynt að glíma við gátuna um Mælifellin. Tólf Mælifell eru á land- inu. Hvernig er nafnið til komið, og hvað merkir það? Þórhallur Vilmund- arson prófessor, for- stöðumaður Örnefna- stofnunar, leitar svara við þeim spurningum. Fyrri hluti greinar eftir ÞÓRHALL VILMUNDARSON Skoðanir fræðimanna Á Mælifellunum Eggert Ólafsson (1726-68) segir í ferðabók sinni um Mælifell: .,Mælifell heita nokkur fjöll hingað og þangað á landinu, og hafa þau auk þess annað nafn. Þau standa ætíð einstök, eru mjög há með hvössum tindi og auðkennd af ferða- mönnum úr mikilli fjarlægð, og koma þau því oft að haldi sem leiðarvísar."1 Sveinn Pálsson læknir (1762-1840) tekur undir þau ummæli Eggerts, að ferðamenn noti Mælifell til ýmislegrar leiðsagnar („til adskillig Veivisning“), en þar sem nafnið sé leitt af so. mæla, muni landnámsmenn hafa nefnt þau svo til að greina milli byggðarlaga eða landareigna.2 Margeir Jónsson taldi Mælifell í Skagafirði vera eyktamark, „því að í öllu norðurhjeraði Skagafjarðar er enn, og hefir verið, svo lengi sem elztu menn muna, talið hádegi, þegar sól ber um Mælifell(shnjúk).“3 Finn- ur Jónsson spyr einnig, hvort Mælifell sé eyktamark.4 Ekki getur sú skýring átt við um öll Mælifell. Christian Matras telur, að færeysku fjallanöfnin Malinstindur í Vogum og Malinsfjall á Viðey séu af sama toga og Mælifell á íslandi og hyggur fyrri liðinn Malins- helzt hafa breytzt úr Mælifells-. Hann vitnar til skýringar Margeirs og segir, að Malinstindur í Vogum geti ekki verið eyktamark, þar sem það sé í norð- austur frá byggðinni í Sandavogi. Matras spyr, hvort nöfnin muni ekki dregin af lögun. Bæði færeysku fjöllin séu pýra- mídalaga og hið sama virðist a. m. k. eiga við um eitt íslenzku nafnanna. Ef svo væri, mætti e. t. v. hugsa sér, að mælir hafí verið orð um mælitæki eða mæliker ákveðinnar lögunar.5 Samkvæmt orðabók Fritzners merkir mælir að fornu ‘holt mælitæki fyrir þurrar vörur’, þ. e. einkum kornmælir. Asgaut Steinnes segir hins vegar, að mælikeröld hafi venjulega verið sívöl og jafnvíð að ofan og neðan. Hann segir enn fremur, að orðið mæle hafí ver- ið haft um kornmæli.6 Reizlulóðið Hins vegar má benda á, að einn hluti mælitækis var einatt keilulaga og gat þannig minnt á mörg Mælifellin. Það var lóð á reizlu (pundara), þ. e. vog með löngu skafti og einu lóði með hring eða gati efst, til þess að unnt væri að binda lóðið við skaftið, og var lóðið fært.fram og aftur eftir skaftinu. Slíkar vogir voru mjög notaðar allt frá Rómvetjatímum til að vega hinar verðminni vörur, þar sem reizlan var fljótvirk og auðveld í meðför- um, en hins vegar ekki eins nákvæm og skálavog.7 Reizlulóðið vár einatt keilulaga (sjá mynd), og mætti þá hér vera komið mælitækið, sem Matras gat sér til, að lægi að baki nafninu. Ágætt sýnishorn reizlu með reizlulóði fannst árið 1936 í verkfærakistu smiðs í mýri á Gotlandi, og er kistan talin frá því seint á víkinga- öld eða frá fyrri hluta 11. aldar.8 Reizlulóð voru þekkt og notuð hér á landi að fomu. Árið 1985 fannst við forn- leifauppgröft að Stóru-Borg undir Eyja- fjöllum ávalur upptypptur grágrýtishnull- ungur með gati ofan til (Stb. 1985:306). Að neðan er steinninn lítið eitt ávalur og stæði því ekki stöðugur nema fyrir það, að upp í botninn miðjan gengur lítil hvilft eða skál, og getur steinninn hvílt á börm- um hennar. Steinninn er 15,4 sm á hæð, Til vinstri: Rómverskt reizlulóð. Til hægri: Reizla fundin í mýri á Gotlandi, senni- lega frá 10. eða 11. öld. Upptypptur steinn með gati, fundinn í rústum Stóru-Borgar undir Eyjafjöllum 1985, að öllum líkindum reizlulóð. Á neðri myndinni er steinninn séður frá hlið. Þjóðminjasafn íslands. Ljósm. ívar Brynjólfsson. 11,9 sm á breidd neðan til (þar sem hann er breiðastur) á annan veginn, en 13,7 sm á hinn, og vegur um 4 kg. Telur Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur steininn sennilega vera reizlulóð og samkvæmt fundarstað trúlega frá 13.-14. öld. Þegar hugað er að lögun Mælifellanna, kemur í ljós, að það er ekki aðeins Mæli- fellshnjúkur í Skagafírði, sem er keilulag- aður, heldur einnig t. d. Mælifell hjá Þeista- reykjum, í Álftafírði eystra, við Fjallabaks- veg syðri og í Mýrdal. Sum eru keilulöguð frá einni hlið, en ekki annarri, t. d. Mælifell í Eyjafírði og Skála-Mælifell. Önnur eru ekki reglulegar keilur, en þó typpt, svo sem Mælifell í Staðarsveit og Mælifell í Grafn- ingi, sem reyndar er með þremur hnúkum, einum þó hæstum. Sum Mælifellin era all- hvassar keilur og minna þannig á róm- verska og gotlenzka reizlulóðið, svo sem Mælifell í Álftafírði eystra, en önnur eru ávalari og minna á reizlulóðið frá Stóru- Borg, t. d. Mælifellin á Reykjanesskaga. Hins vegar verður ekki talið líklegt, að hér sé um venjuleg líkingamöfn dregin af lögun að ræða, í þessu tilviki leidd af no. mælir í merkingunni ‘mælitæki, mæli- ker’, eins og Chr. Matras talar um. Ef svo væri, ættu fellin að heita Mælisfell, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚNÍ1994 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.