Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1994, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1994, Page 6
þ. e. forliðurinn ætti að vera eignarfalls- mynd nafnorðsins, en ekki sagnorðsstofn með bandstaf (Mælifell), en eignarfalls- myndin kemur mér vitanlega ekki fyrir í hinum mikla fjölda Mælifells-nafna, sbr. hins vegar t. d. Kyllisfell í Grafningi. í annan stað er ekki vitað til þess, að um- rætt lóð hafi verið nefnt *mælir, þó að það sé hugsanlegt, en reyndar er það orð þekkt í merkingunni ‘mæliker’, sem fyrr segir. HVAÐ MERKIR MÆLIFELL? Lausnin á þessari gátu kann að vera sú, að Mælifellin hafi verið upptyppt fjöll, sem hafa mátti - og höfð voru - til mælingar eða viðmiðunar, enda ljóst, að fjöll með löngu og breiðu baki henta síður til slíkra nota. Nafnmyndin Mælifell er einmitt hliðstæð samnöfnum eins og mæliker, mælistika, þ. e. ‘ker eða stika, sem notuð er til mælingar’ og Mælifell samkvæmt því ‘fell, sem notað er til mælingar’. Kveikjan að því að nota upptyppt og keilulaga fell á þennan hátt má hafa verið fyrrnefnt keilulaga reizlu- lóð, sem kann að hafa verið nefnt *mæli- steinn eða öðru mæli-nafni. Mælifellin hafi því ekki aðeins getað verið almennir vegvísar ferðamönnum, eins og Eggert Ólafsson segir þau vera, heldur hafí þau verið notuð í fleiri en einni merkingu: 1) ‘fjall, sem helmingar tiltekna ferða- mannaleið’; 2) ‘fjall, sem er miðja vega í fjallaröð, dal eða á öðru tilteknu svæði, svo sem afrétti’ (og þá líkrar merkingar og Meðal- fell og Miðfell); 3) ‘ijall sem mælir og helmingar sólar- gang’ (sbr. áðumefnd ummæli Margeirs Jónssonar um, að Mælifell(shnjúkur) í Skagafirði sé hádegismark). Þar sem ísland er eldfjallaiand, er hér enginn hörgull á upptypptum fjöllum (eld- fjallakeilum), og mun það ástæða þess, að svo mörg Mælifell eru á íslandi. Hins vegar er aðeins eitt Mælifell (Mælefjellet) í Noregi, svo að ég viti (sjá síðar). Lítum nú á Mælifellin: Mælifell á Reykjanesskaga Á Reykjanesskaga helminga tvö Mæli- fell hér um bil hvort sinn vegarhluta milli Mælifell í Norðurárdal (t.v.) og Baula. að teljast hugsanlegt hálfnaðarmark á hinum fjölfarna þjóðvegi um Bröttu- brekku. Þess ber að gæta, að gamli reið- vegurinn um Bröttubrekku lá upp Bjarnadal meðfram Mælifellinu. í þessu dæmi er athyglisvert, að hvorki Baula né Litla-Baula hafa hlotið Mælifells-nafn, þó að þau fjöll séu mjög mælifellsleg í útliti (keilulaga), heldur lægra fjall að baki Baulu, sem einnig er keilulaga, en hefur það umfram hin, að það gat komið að notum sem mælifell á fjölförnum fjall- vegi. Annar skýringarkostur er, að Mæli- fell merki ‘meðalfell’ milli Baulu og Litlu- Baulu, en það er reyndar ekki miðja vega milli fjallanna, heldur miklu nær Baulu. Mælifell í Staðarsveit Mælifell í Staðarsveit (566 m) er á milli Axlarhyrnu og Böðvarsholtshyrnu. ísólfsskála og Krýsuvíkur: Skála-Mælifell eða Mælifell vestra (174 m) helmingar um 4% km leið milli ísólfsskála og Núps- hlíðarháls og Krýsuvíkur-Mælifell eða Mælifell eystra (225 m) helmingar um 7'/2 km leið milli Núpshlíðarháls og Krýsuvík- ur (eftir eld). MÆLIFELL í borgarfirði Mælifell er 777 m hátt fjall að baki Baulu (934 m), en síðan er Litla-Baula (839 m) allmiklu norðar og austar á Baulu- sandi. Mælifell getur ekki verið hádegis- mark. Hins vegar lætur nærri, að það sé á móts við miðja u. þ. b. 6 km leið frá mótum Bjamadalsár og Vesturár, þ. e. við Snoppu - þar sem Gísli Þorsteinsson bóndi á Hvassafelli (f. 1935) hyggur eðli- legt að teija, að lagt sé á heiðina - að hápunkti Bröttubrekku (355 m), svo og á rúmlega 12 km leið milli Dalsmynnis í Norðurárdal og botns Sökkólfsdals hjá Koti og Sauðafellsseli. Mælifell verður því En það er einnig við vegamót, þar sem vegurinn út Snæfellsnes sunnanvert grein- ist í tvennt, og liggur önnur leiðin yfir Fróðárheiði, en hin út í Breiðuvík og fyr- ir Jökul. Mælifell er því mjög eðlilegt við- miðunarmark ferðamanna, og ekki virðist fjarri lagi að hugsa sér það sem hálfnaðar- fell á milli næstu höfuðbæja með aðalþjóð- Ieiðinni hvors sínum megin heiðar: Garða í Staðarsveit (alls 32 hndr.) og Fornu- Fróðár í Fróðárhreppi (Fróðá alls 60 hndr.). Austari hluti leiðarinnar mælist að vísu nokkru lengri á korti (14 : 12*/2 km), en á móti kemur, að sá hluti er beinni, enda áður að miklu leyti fjöruleið, og fljót- ar farinn en krókóttur heiðarvegurinn. Ef gert er ráð fyrir, að leiðin sé miðuð við Brimilsvelli (40 hndr.), mælist vest- urhluti hennar hins vegar álíka langur og austurhlutinn. Landnáma segir, að Ormur mjóvi hafi búið nokkra vetur á Brimilsvöll- um, áður en hann settist að á Fróðá. Mælifellshnjúkur í Skagafirði Hugsanlegt er, að Mælifellshnjúkur (1138 m) í Skagafirði hafi verið hádegis- mark hinna fyrstu landnámsmanna í blóm- legasta hiuta Skagafjarðar norðan Mæli- fells, sbr. ummæli Margeirs Jónssonar. Að sögn Jóns Sigurðssonar á Yztafelli „skagar (Mælifellshnjúkur) fram að miðri sveitinni (þ. e. Tungusveit) að vest- an .. .“9 Það er e. t. v. ekki útilokað, að Mælifell sé ‘meðalfell’ Tungusveitar milli Hellufells (908 m) sunnan Vatnsskarðs og írafellsbungu (629 m) eða Nónfjalls (899 m). Mælifellshnjúkur er við þjóðleið úr Skagafirði upp Mælifellsdal suður Kjal- veg og Stórasand, en fjallið er niðri við byggð, og verður ekki séð, að um geti verið að ræða eðlilegt miðjumark áfanga á þessum leiðum. Mælifell í Eyjafirði Mælifell í Djúpadal í Eyjafirði (1155 m) getur ekki verið hádegismark frá bæj- um, sem í byggð hafa verið á síðari öld- um. Mælifell, sem nefnist Mælifellshnjúk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.