Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1994, Blaðsíða 10
Vinnahjúayerðlaiin.
Búnaðarfélag íslahds veitir árlega nokkrum vinnuhjú-
um verðlaun fyrir langa og dygga þjónustu í ársvist,
enda séu vinnuhjúin minnst 35 ára og hati verið vinnu-
hjú eigi skemur’ en 15 ár, eftir 16 ára aldur.
Umsóknir, ásarnt aldursyottorði og vottorði um vistar-
alHnr na fri'iinpnnskii. spndist féhoinu ■ fvrir 1. mar?:
Auglýsing úr Búnaðaðarrítinu árið 1931 um vinnuhjúaverðlaun, sem Búnaðarfélag
Islands veiti fyrir „langa og dygga þjónustu í ársvist“.
Bogi Th. Melsted.
þessir bændur nöfn sín á prent, en þriggja
manna getið sem safnað hafa loforðum frá 16
bændum. Að auki hafa nokkur ungmennafélög
sýnt málinu áhuga. En Bogi telur að málið
fái almennari umfjöllun ef Búnaðarritið fjalli
um það lika og hyggst senda þeim greinar-
gerð þar um.
Pað er eins og hann ætli að þeir taki þessu
fegins hendi, þótt þeir hafi þegar sinn eigin
sjóð, að vísu hálf ómerkilegan að mati Boga.
Á næsta ári, 1919, skýrir Bogi lesendum frá
því að forn fjandi íslenskra sveita, nefnilega
gamli hrepparígurinn, stofni málinu öllu í
voða. Þannig er að bændur úr Hrunamanna-
hreppi og Gnúpverjahreppi heimta að þeirra
framlög fari eingöngu til vinnuhjúa sem búa
í þeim tveim hreppum. Þessar tvær sveitir
eiga hátt í helming allra loforða sem borist
hafa (48 af 107). Bogi bregst reiður við og
tekur þetta ekki í mál, sjóðurinn skal vera
sameiginleg eign allra þeirra sem í hann
borga. Hann tekur það djúpt í árinni að hóta
að reka þessa tvo hreppa úr sjóðnum ef þeir
sjá ekki að sér.
Bogi hefur fengið Einar garðyrkjumann
Helgason í Reykjavík til að taka við loforðum
og peningum, sem settir verða í Söfnunarsjóð-
inn. Ekki verður greitt úr sjóðnum fyrr en
kr. 20.000 hafa safnast og er reiknað með að
þá megi veita sex verðlaun af hluta vaxta-
gróða sjóðsins, en samt mun hann eflast. Er
nú markið sett mun lægra en áður þegar tal-
að var um yfir áttatíu þúsund í höfuðstól. En
Bogi er bjartsýnn, styrjöldinni er lokið og
spánska veikin í rénun.
I ársritinu næsta er smá klausa þar sem
Bogi ítrekar að menn greiði tillög sín til Ein-
ars Helgasonar garðyrkjustjóra. 2.476 krónur
frá 152 jörðum hafa safnast, og vonast Bogi
til að allir sjóðsfélagar fái nafn sitt birt í
Búnaðarritinu! Engu er líkara en að Bogi sé
að reyna að smokra sjálfum sér frá málinu öllu.
Árið 1921 er Bogi hins vegar fullur af krafti
og bjartsýni. Hreppamenn teknir í sátt, lög
sjóðsins samin og birt, fyrri markmið komin
upp í hundrað þúsund króna höfuðstól og það
fýrr, en seinna.
Sjóðurinn heitir Verðlaunasjóður handa
duglegum og dyggum vinnuhjúum í sveit. Síð-
an eru reglumar birtar svo og hvernig jarðir
skuli greiða í sjóðinn eins og fyrr er rakið.
Síðast segir: Þessum frumákvæðum má aldrei
breyta. Því næst er farið í útlistun á stjórn
sjóðsins og reynt í all löngu máli að tryggja
sanngjarna úthlutun verðlaunanna.
Þrír menn skulu bera ábyrgð á sjóðnum,
tveir tilnefndir af Búnaðarfélaginu og einn af
Ungmennafélögunum. Þá eru nefndir í lands-
fjórðungunum, síðan í héruðum og enn í
hreppunum. Þetta verður ekkert smá apparat
og það er jafvel gert ráð fyrir að hægt sé að
áfrýja til aðalstjómar ef að áliti góðra og rétt-
sýnna manna gengið hafi verið fram hjá verð-
ugum hjúum. Svo er gert ráð fyrir að land-
stjómin komi að málinu og greiði fyrir allar
rOdsjarðirnar.
Seinni hluta laganna má breyta með sam-
þykki landstjórnar, en þó ekki fyrr en eftir
tíu ára reynslutíma. Þá skal sjóðstjómin út-
vega konunglega staðfestingu laga þessara.
Nú fer Bogi að fjalla um ágreining sinn við
Hreppamenn og víst var hann á misskilningi
byggður. Bogi hafði ferðast til íslands og á
ferð sinni um Árnessýslu kom hann við í Birt-
ingarholti og átti samtal við Ágúst Helgason,
sem útskýrði að Hreppamenn vildu koma í
veg íyrir að einhver nefnd í Reykjavík, alls
ókunnug hjúum út í sveitum, ráðskuðust með
sjóðinn og engin trygging fyrir að réttlátlega
væri að úthlutun verðlauna staðið. Bogi tekur
undir þetta atriði og er þar trúlega komin
skýring á öllum nefndunum um landið þvert
og endilangt.
Þegar sjóðurinn hefur eignast kr. 20.000
skal borga af vöxtum kr. 600, afgangur leggst
við höfuðstól. Þá er kr. 60.000 hafa safnast,
verða kr. 2.100 til skiptana, og þegar kr.
100.000 eru komnar í Söfnunarsjóðinn er loks
hægt að veita almenning verðlaun!
Bogi bendir á að eftir níu ár (1930) verði
íslenska þjóðfélagið þúsund ára og sjóðurinn
ætti þá að hafa náð hundrað þúsund króna
takmarkinu. Það væri vel við hæfi að umbuna
bestu hjúum landsins ríflega á þessum merku
tímamótum.
Árið 1922 segir Bogi að um Verðlaunasjóð
vinnuhjúa hafi hann lítið að segja. Hann hefur
sent formanni Búnaðarfélagsins lög sjóðsins
og vill að þau verði birt í Búnaðarritinu og
stjórn kosin samkvæmt þeim. Hann mælist
til að formaðurinn og Einar Helgason ásamt
þriðja manni taki að sér stjórn sjóðsins. „Jeg
treysti þeim vel.“
Þar með er afskiptum Boga að þessu máli
sem hann kom af stáð lokið og það komið í
kjöltu þeirra hjá Búnaðarfélaginu. Ekki er
framar minnst á verðlaunasjóðinn í ársritum
fræðafélagsins.
Búnaðarfélaginu er nokkur vandi á höndum.
Félagið hefur um áraraðir veitt vinnuhjúum
viðurkenningu og nú er það gert að ábyrgðar-
manni íyrir þessum nýja sjóði sem eiginlega
var stofnaður til höfuðs þess eigin, af því að
hann þótti ómerkilegur. Að auki hefur Bogi
njörvað reglur sjóðsins kyrfilega niður og
ætlast til að eftir sé farið.
Tveimur árum síðar birtist í Búnaðarritinu
klausa frá lagabreytinganefnd þar sem sagt
er að „uppkast" að skipulagsskrá fyrir Verð-
launasjóð handa vinnuhjúum hafi borist frá
hr. cand. mag. Boga Th. Melsted. Jafnframt
hefur nefndin fengið annað uppkast frá fyrr-
verandi alþingismanni Guðjóni Guðlaugssyni.
Nefndin mælir eindregið með skipulagsskrá
Guðjóns.- Nýju reglunum svipar að mörgu leyti
til þeirra sem Bogi samdi, en allt er sveigjan-
legra og auðveldara í meðförum.
Árið 1925 eru kr. 4.545 á bók í Söfnunar-
sjóðnum. Ekki verður séð að Búnaðarfélagið
beiti sér að neinu leyti í að hvetja bændur til
að efla sjóðinn og virðist einu tekjur hans
vera rentumar.
Það er svo árið 1957 sem að sjóðurinn er
orðinn að kr. 20.000 og kr. 600 koma til útborg-
unar. En árið 1957 duga sex hundruð krónur
ekki til að veita ein sæmileg verðlaun og renna
þessar krónur saman við vinnuhjúaverðlaun
Búnaðarfélagsins og lenda í því að eiga hlut-
deild í kaupum á göngustöfum, skúfhólfum,
skeiðum og neftóbaksdósum.
Það eru engar bankabækur afhentar við
virðulega athöfn.
Búnaðafélagið heldur áfram að veita sín
verðlaun og sjóður Boga á alltaf sex hundruð
krónur í púkkinu. I verðbólgubáli þessara ára
verður þessi upphæð, sem var ekki stór fyrir,
að nánast engu (1976 gefur Búnaðarfélagið 2
tóbaksdósir áletraðar, og kosta þær kr.
46.230).
Eftir því sem mér sýnist veitti Búnaðai-fé-
lagið síðast vinnuhjúaverðlaun árið 1987, og
er reyndar merkilegt að hjú finnist enn á land-
inu. Búnaðarritið nafngreinir ekki verðlauna-
hafana, en trúlega er um að ræða gamalt fólk
sem sest hefur í helgan stein. Sé svo, þá er
það hlýlegt og virðingarvert framtak. Þessi
síðustu verðlaun kostuðu kr. 13.345 og var
hlutur sjóðs Boga aðeins 6 krónur.
Höfundur er flugumferðarstjóri.
Hugsað á heimleiðinni
s
A gráu svæði
Flestir koma af fjöllum séu þeir spurðir
um Kristján Níels Jónsson. Það er svo
sem að vonum því hann fæddist 1860 og
fluttist 18 ára til Vesturheims, þar sem
hann stundaði lengst af algenga sveita-
vinnu, sóttist hvorki eftir auði né mann-
virðingum og dó ókvæntur og barnlaus.
Er þetta þá ekki hinn dæmigerði, óþekkti
Vestur-íslendingur; flóttamaðm- af klak-
anum og dó án þess að komast í álnir.
Reyndar ekki. Reynum til tilbreytingar
að spyrja um Káin, sem var skáldanafn
hans. Þá munu ótrúlega margir ranka við
sér og minnast þess úr gleðskap að hafa
sungið meðal annars:
Ur fímmtíu centa glasinu ég feng-
ið gat ei nóg,
svo fíeygði ég því á brautina og
þagði.
En tók upp aðra pyttlu og tappa
úr henni dró
og tæmdi hana líka á augabragði.
Eg var að hugsa um Káin á heimleið-
inni vegna þess að menn eins og hann,
sem gjarnan sjá hlutina í gamansömu
ljósf, eru ekki alltaf teknir alvarlega.
Þeir komust upp með
það Tómas og Steinn,
enda báðir stórskáld.
Aftur á móti eru þeir
sem gjarnan nota fer-
skeytluformið æði oft
afgreiddir sem hagyrð-
ingar og ekki sízt ef'sá
kveðskapur er gaman-
samur. Við höfum að
sumu leyti gert fer-
skeytluna ómerka sem
ljóðform enda þótt hún
geti í sínu knappa formi
rúmað tæra snilld. Um
það mætti nefna mörg
dæmi.
Káin orti margar
snjallar tækifærisvísur,
sem bera með sér að hafa orðið til í
stemmningu andartaksins. Hann hefur
ekki verið yfirleguskáld, - eða var hann
kannski ekki skáld? Segja má að hann sé
á hinu gráa svæði þar sem alvarlegur
skáldskapur og hagmælska skarast. En
allt er afstætt; hjá ýmsu því sem nú er
gefið út og er aðallega innihaldslaus upp-
röðun á orðum, getur Káinn jafnvel talizt
gott skáld. Hann var vitaskuld barn síns
tíma og rímaði allt sem hann orti. En
hann brá einnig fyrir sig ýmisskonar ljóð-
formum og var ekkert feiminn við að
krydda kveðskapinn með enskum orðum
eða orðum úr vestur-íslenzku þegar svo
bar undir.
Einmitt það hefur kannski gefið honum
þá sérstöðu sem heldur nafni hans á loft.
Hefði Kristján Níels ekki hleypt heim-
draganum og búið norður í Eyjafirði er
eins líklegt að hann væri bara talinn einn
af hinum hagyrðingunum. Kannski með
þeim betri eins og Isleifur á Sauðárkróki
og Egill á Húsavík.
En Káinn hefur verið dreginn í skálda-
dilkhin. Það sést m.a. af því að hann hefur
verið tekinn í yfirlitsbækur um íslenzka
ljóðlist og hann er í skáldatalinu, sem
Menningarsjóður gaf út. í formála að
Vísnabók Káins sem Bókfellsútgáfan gaf
út 1965, segir Tómas Guðmundsson svo:
„Skáldlistin gerðist rauði þráðurinn í
ævi hans, hún bætti honum uþp þann
veraldarframa, sem hún tók frá honum,
og varð honum sjálfum vegarnesti, sífelld-
lega tiltækt, en samferðamönnunum þrot-
laus gleðigjafí. “ Og ennfremur segir Tóm-
as: „Hvar sem hann fór og hverju sem
hann klæddist, bar hann yfír sér með-
fædda reisn og höfðingsbrag. Og höfðingi
var hafm einnig að því leyti að hann só-
aði gjöfum listar sinnar rausnarlega, þó
að aldrei yrði hann talinn meðal höfuð-
skálda eða þjóðskálda, sem svo eru nefnd.
En kannski er staða hans fyrir það engu
síður tvímælalaus ogsérstæð, þvíað hann
var í bezta skilningi, og hvorttveggja í
senn, alþýðuskáld og aðalsmaður, og má
hann vissulega teljast vel sæmdur af því
hlutskipti."
Sú einkunn er áreiðanlega rétt hjá
Tómasi, að Káinn var alþýðuskáld. Það
er með ólíkindum að þessi Vestur-íslend-
ingur skuli fínna góðan hljómgrunn hjá
myndbandakynslóðinni ungu á Islandi.
Einn vinur minn, ljóðskáld og ljóðaunn-
andi, sagði að sonarsonur sinn, 9 ára,
væri alveg búinn að taka af sér ljóðasafn
Káins. I þessum unga dreng hefur Káinn
eignast enn einn aðdáanda.
Káinn hefur verið mikill húmoristi og
hann gat svarað fyrirvaralaust með vísu
þegar svo bar undir. Til dæmis um það
má nefna að hann var að vinna í fjósi
þegai' trúboði kom þar og vildi gauka að
honum trúboðsriti. Káinn svai'aði að
bragði:
Kýtrassa tók ég trú,
traust hefur reynst mér sú.
I fjósinu fékk ég að standa
fyrir náð Heilags anda.
Eitthvað þótti honum sopinn góður, þó
ekki væri til skaða. Samt kennir hann
áfenginu um efnahagsstöðu sína:
Mér að græða gengur seint,-
það gerir „alcoholið",
þó hef ég bæði ljóst og leynt
logið, svikið, stolið.
A heimleið - að öllum líkindum timbrað-
ur - orti hann svo:
Ljós eru slokknuð
og landið er svart,
í loftinu er ekkert
að hang’ á,
og það er í sann-
leika helvíti hart
að hafa ekki jörð til
að gang’ á.
Meðal þess sem lifað hefur
og margir kunna eftir Ká-
inn eru vísumar um „Sól-
skinið í Dakota“ - þar er
m.a. þetta:
Dveljir þú í Dakotá
dag um sláttarleyt-
ið,
þá er fógur sjón að
sjá
sólina skína á hveitið.
Viljir þú í guðshús gá
að glæða trúarbrestinn,-
þá er fógur sjón að sjá
sólina skína á prestinn.
Þegar ég er fallinn frá
og fúna í jörðu beinin,
verður fógur sjón að sjá
sólina skína á steininn.
Hund sem ekki skildi íslenzku ávarpaði
Káinn svo:
Berja og skamma þyrfti þig,
þrællinn grimmi. „Svei þér!“
Hættu að gjamma og glefsa í mig:
„Go to hell and stay there!“
í fyrrnefndum formála segir Tómas
Guðmundsson að Káinn hafi ekki átt aft-
urkvæmt til íslands eftir að hann kvaddi
föðurlandið. Samt yrkir Káinn um „Ferð
mína til Þingvalla árið 1930“, en sú fór
var víst eingöngu í draumi:
Mig dreymdi ég væri dauður,
í dýrlegri gyllingu sá
landana handan um hafíð
í hilling í Almannagjá.
Á ÞingvöII ég þorði ekki að stíga,
þar sem að drottningin var,
því hraunfastur hefði ég orðið
-svo hræddist ég gjálífíð þar.
Meðal þess sem Káinn gerði að gamni
sínu var að snúa dálítið útúr Gunnars-
hólma Jónasar Hallgrímssonar í bréfi til
vinar síns frá árinu 1930:
Gunnar vildi heldur „go to“ hel
en heima vera á fósturjarðar
ströndum,
þar hefði hann skotið hafísbjörn og sel,
hámera-stóð og æðarkollu á sönd-
um.
Lifandi-dauður lengi bæði og vel
lék 'ann sér glatt með himinborn-
um öndum.
I Vesturheimi þold’ ann þrautaél,
þrældóm og skort, með ótal Qeiri
löndum.
„Hugljúfa samt ég sögu Gunnars
tel.“
Gísli Sigurðsson