Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1994, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1994, Blaðsíða 5
upptæk á þeim forsendum, að þau hefðu tilheyrt afa og ömmu, og mamma, sem ætti sér eiginmann og fyrirvinnu, hefði því ekkert við þau að gera! Þvílík djúp- hyggja og röksemdafærsla, eða hitt þó heldur. Eftir stríð buðust henni svo einhveijar bætur; smánarupphæð; peningar í gjald- eyri, sem í reynd var einskis virði, og að fá fyrirtækin aftur í hendurnar. Aldurs vegna treysti hún sér samt ekki til þess að sjá um flókinn atvinnurekstur lengur, og hvorki ég né systir mín höfðum áhuga á að fara inn á þá braut. Systir mín er Iíka dálítið kostuleg blanda, eins og við hin. Annars vegar er hún meinatæknir og rekur tvær rann- sóknastofur í Vínarborg, og hins vegar starfar hún við að leiðbeina ferðamönnum um listasöfn Vínarborgar og nágrennis. Þar er vísindamaðurinn á aðra hönd og fagurkerinn á hina! - Við vorum þijár, en þriðja systirin dó ungabarn .. . Hvað kjarneðlisfræðina varðar, svo við förum fram í tímann, þá var erfið og þung- bær ákvörðun að segja skilið við hana, enda gat ég ekki fengið af mér að sleppa henni með öllu. Enn þann dag í dag fylg- ist ég með hvað gerist á því sviði og er í stöðugu sambandi við allmarga vísinda- menn í hinum svonefndu raungreinum. Sumir þeirra telja, að yngri dóttir mín, Kattí, eigi tvímælalaust að bæta fyrir mis- tök mín og snúa sér alfarið að raunvísind- um ... Kattí heitir raunar Pamína, sem á rætur til Töfraflautunnar að rekja ... Ég hafði farið í legvatnsprufu og þannig feng- ið að vita, að við hjónin áttum von á stúlku- barni. Svo fórum við á Töfraflautuna um kvöldið, og þannig kviknaði hugmyndin að nafninu, en við köllum hana samt Kattí. Hún 18 ára og Guð má vita hvað hún mun leggja fyrir sig. Auk enskunnar talar Kattí þýsku nánast eins og innfædd, enda var hún tvö ár í austurískum skóla. Hún hefur líka lagt stund á latínu í sex ár og spænsku í fjögur. Faðir hennar er að hálfu Þjóðveiji og að hálfu af spænskum upp- runa. Fjölskylda hans býr Mið-Ameríku, Costa Rica, og við vildum að Kattí gæti talað við ættingja sína þar... Stundum velti ég fyrir mér, hvort ég breytti rétt, þegar ég skipti um náms- braut; hvort ég hefði kannski átt að halda áfram í kjarneðlisfræðinni. Ég hugsa þann- ig þegar jafnvel hugvísindin ofbjóða hug- sjónum mínum. Alveg sérstaklega vegna þess, að undanfarin ár hafa þau slæðst í farvegu, sem ég tel vita á illt. Þau hafa brugðist hlutverki sínu og haldið á brautir, sem ég tel hvorki heilla- vænlegar né arðbærar á nokkurn hátt; hafa fært sig yfir á hvers konar furðusvið og þannig fjarlægst mannúðina, fegurð, list og ekki síst raunverulega fræði- mennsku; hafa lagt hugsjónir til hliðar, jafnvel snúið sér að pólitískum loddaraskap og spilamennsku; hafa of oft lotið svo lágt, að gerast leiksoppar í pólitískum hring- leikahúsum. Stundum, þegar ég er vonsvikin, líður illa og iðrast þess að hafa helgað líf mitt þeim vísindum, að vísu í besta tilgangi, og með það í huga að kenna ungu fólki, þá segi ég við sjálfa mig, að kannski hefði ég betur haldið mig á upphaflegri braut. Hugvísindin taka oft lítið sem ekkert mannúðlegri stefnu en raunvísindi." Lengi vel hefur ekki örlað á brosi. „Vissulega hefði mér þá ekki gefist tækifæri til þess að reyna að gera fólk víðsýnna, miskunnsamara... Og ég hef óhemju mikla ánægju af kennslu. Mér finnst hún skemmtileg, og mér þykir vænt um nemendur mína, nýt þess að fylgjast með framförum þeirra,“ og nú byijar bros- ið í augunum og breiðist rólega yfir allt andlitið. „Síðan hef ég verið bókaormur alla tíð og haft mikinn hug á að vita sem mest um uppruna minn langt aftur í aldir og gráa fortíð. Bókakostur heima hjá mér var mikill, og ég var alæta á bækur; lá í skáld- sögum, bókum um hvers konar foma goða- fræði, sögu, ævintýri... Ég var heilluð af öllu á milli himins og jarðar. Thule var einn þeirra staða, sem ég ætlaði að heim- sækja, fyrr eða síðar og með einhveiju móti. Svo komst ég loksins þangað; til ís- lands, í fyrsta skipti fyrir tilviljun, upp úr miðjum sjötta áratug. Flugvél, sem ég var í, varð að millilenda hér vegna bilunar, og mér hlotnaðist einn dagur hérna. Eldri dóttur mína Felicity, þá smábarn, fædd ’54, hafði ég þá með mér, svo ég gat ekki farið víða, en ég var yfir mig hrifin að vera loksins komin til Thule." Evelyn setur þögla, en bætir svo við: „Felicity missti ég svo í hörmulegu bílslysi ’88. Þá var hún orðin mjög fær lögfræðing- ur; lifði fyrir hugsjónir, eins og afi henn- ar...“ Grágæn móðuraugu fyllast trega- tárum, og við breytum umræðuefninu. „Ég hef oft komið til íslands vegna rannsókna minna. Hér á ég marga góða vini, víða um land, og fyrsta orðið, sem Kattí sagði, var á íslensku: peli! Það bar þannig til, að maðurinn minn og ég - hann er bókmenntafræðingur og einnig prófessor við Minnesota-háskóla - ákváð- um að ráða íslenskar barnapíur, eins og þið orðið það, til þess að læra málið, og heima hjá okkur var því töluð íslenska í tvö_ ár! Ég varð prófessor í germönskum fræð- um við háskólann í Wisconsin ’62 og var þá á höttunum eftir Islendingi, sem gæti kennt mér mál sitt. Ég hafði upp á Gylfa Má Guðbergssyni, sem nú er prófessor við Háskóla íslands, en var þá við nám við Wisconsin-háskóla. Hann kom heim til mín vikulega í næstum því heilt ár, kenndi mér íslenska málfræði og framburð, en fræddi mig auk þess um fjölmargt annað, svo_ sem sögu ykkar og menningu. Árið ’65 gerðist ég síðan prófessor við háskólann í Minnesota og var þá bent á sérstakan Fulbright-styrk, sem gæti stuðl- að að því að ég kæinist til íslands til þess að sinna rannsóknastörfum. Ég sótti um styrkinn og hlaut hann. Það var upphafið að fræðimennsku minni hér, og þannig komst ég til íslands í annað skipti ’67. Viðfangsefni mín heilla mig. Ég ann rannsóknum mínum. Ég ann miðöldum. Ég ann öllu, sem ég fæst við og gæti, þegar upp er staðið, alls ekki hugsað mér að fást við neitt annað, enda þótt stefna hugvísindanna valdi mér stundum von- brigðum. Mér þykja þessar rannsóknir vera skemmtilegar. Og hérna er afrakstur- inn af því, sem ég hef fengist við undanfar- in ár, auk kennslustarfa minna,“ segir hún, leggur tvær bækur á borðið. Elucidarius .jVorið ’68, eftir að hafa enn einu sinni verið á íslandi, fór ég til til Danmerkur á fund Jóns Helgasonar prófessors, hjá Stofnun Árna Magnússonar í Danmörku. Þar dvaldi ég þó nokkurn tíma og ráðgað- ist við Jón um að hvaða efni ég ætti helst að snúa mér. Við ræddum fjölmarga mögu- leika, en að lokum sagðist hann leggja til að ég einbeitti mér að frekari rannsóknum á forníslensku þýðingunni á Elucidariusi. Mér leist vel á hugmyndina og taldi þetta jafnframt vera gott tækifæri fyrir einn fyrrum nemanda minn, Kaaren Grim- stad, sem þá var að ljúka doktorsprófi sínu við Harvard. Að því loknu, og tveimur árum eftir að ég hóf vinnu mína við Elucid- arius, tókum við Karen því höndum saman og unnum sleitulaust úr óheilu handritun- um og efninu sem fyrir lá. Höfundurinn er álitinn hafa verið munk- ur, sem í skrifum sínum nefndi sig Honor- ius Augustodunensis, fæddist sennilega 1080 og dó skömmu eftir miðja tólftu öld. Áhöld eru um þjóðerni Honoriusar, en eft- ir hann liggja umfangsmikil skrif, og af ýmsum ástæðum telja margir líklegt að hann hafi verið í írsku klaustri í Suður- Þýskalandi. Elucidarius er skólabók klerka; þrískipt fræðslurit um kristindóminn, samið í sam- talsformi meistara og lærisveins. í hnot- skurn er fyrsti hluti um sköpunina, fall Adams, Krist og líf hans, annar um lífið og tilgang þess, en sá þriðji snýst síðan um líf eftir dauðann. Verkið hefur varð- veist í óheilum handritum frá 12., 14., og 15. öld. Eiucidarius er talinn vera saminn kring- um eða skömmu fyrir aldamótin 1100. íslenska þýðingin er líklega gerð um það bil hálfri öld síðar og þykir vera prýðilega af hendi leyst.“ Þess skal getið, að árið 1858 tók pró- fessor Konráð Gíslason verkið saman upp úr þrem handritum og gaf það út. Næstur til þess að rannsaka Elucidarius og gefa út var prófessor Finnur Jónsson, í Hauks- bók, 1896. Prófessor Jón Helgason birti m.a. aðalhandritið ljósprentað, og dr. Gunnar Harðarsson birti það með nútíma- legri stafsetningu í Þrjár þýðingar lærðar (Bókmenntafélagið, 1989). Elucidarius hefur orðið mörgum við- fangsefni, og síðast, 1989, birti Stofnun Árna Magnússonar á íslandi afrakstur rannsókna dr. Evelyn Scherabon Firchows og dr. Kaaren Grimstads. Verkið er nú einnig komið út í enskri þýðingu Evelyn (Camden House, 1992). Stórkostlegt Afrek „Þegar ég tók að leggja stund á ís- lensku," hélt Evelyn spjallinu áfram, „þá komst ég fljótlega að því, að það var hægára sagt en gert, ekki síst vegna þess að ég þurfti að hugsa á þremur tungumál- um, þýsku, ensku og íslensku til skiptis og nánast í einu. Það var enginn hægðar- leikur. Þetta hefði verið svo miklu auðveld- ara ef ég hefði getað lagt stund á tungu- málið út frá þýskunni, móðurmáli mínu. Málin eru svo lík, og meira að segja mál- fræðin. En þá kom brátt í ljós, að alvarlegur skortur var á orðabókum. Islenska reynd- ist vera nánast dulið tungumál, þegar á reyndi. Svo komst ég að því, núna um daginn og fyrir tilviljun, að hér á landi hefur ver- ið unnið stórkostlegt afrek, hvað þetta varðar: íslensk-þýsk orðabók, sem enn þá hefur ekki verið gefín út, en ég hef séð og tel vera í hæsta gæðaflokki. Það ótrúlegasta er, að þetta þrekvirki hafa aðeins fáeinir unnið og tveir að mestu: Kjartan Gíslason, dósent í þýsku við Há- skóla íslands og eiginkona hans, dr. Co- letta Burling, forstöðumaður Goethe Inst- itut á íslandi. Kjartan hóf átakið, ásamt tveimur öðrum, á sjötta áratugnum. Síðan hefur Coletta unnið að því með honum í tæpan áratug, og á þeim tíma hefur bókin stækkað verulega. Ég á varla orð til að lýsa aðdáun minni á orðabókinni. Hún er það nákvæm og vel unnin. Síðan er hún umfram allt ómetan- leg vegna mýmörgu dæmanna um orða- sambönd og orðatengsl, ásamt vandlegum útskýringum á þýsku! Hjá öðrum eru íslensk orð venjulega skýrð með íslenskum orðum, orðtökum og setningum: Fáránlegt! Þegar þeim orðum er flett upp, eftir bestu getu, þá eru þau skýrð með enn fleiri íslenskum orðum, sem aftur þarf að fletta upp! Útlendingur er kannski engu nær fyrr en eftir daglangan eltingarleik við merkingu eins einasta orðs, og jafnvel ekki þá. Én þessi makalausa bók er ómetanlegur lykill að íslensku. Og þetta uppgötva ég fyrst núna ... Þetta gríðarmikla verk, fleiri bindi, hreint afrek, verður að koma út! Og að hugsa sér það, að stórir hópar fræðimanna; heilu fyrirtækin standa venjulega að baki orðabókar í þvílíkum gæðaflokki. Á grundvelli hennar er þar að auki hægt að vinna fleiri orðabækur, og _þar fram eftir götunum. Ég er þeirrar skoðunar, að íslensk og þýsk yfirvöld ættu að sjá sameiginlega hag sinn í að stuðla að útgáfu íslensk-þýsku orðabókarinnar, jafnvel taka höndum sam- an um það, og sem allra fyrst. Að minnsta kosti ætla ég að gera allt, sem í mínu valdi stendur, til þess að vekja athygli samstarfsmanna minna á og stuðla 'að útkomu þessa mikla og mikilvæga fram- taks.“ PHYSIOLOGUS Núna fæst Evelyn við rannsóknir á verk- inu Physiologus (orðið merkir náttúru- fræðingur), sem upphaflega mun hafa verið samið á grísku, á 2. eða 4. öld, en um uppruna þess er lítið vitað. í dag eru einungis til leifar tveggja íslenskra þýðinga á því, álitnar vera frá 12. öld, og þykja ekki nákvæmar. Physioiogus er af bókmenntagreininni bestiarius (dýra- og/eða furðudýratal). Ritið er eignað Theobaldusi nokkrum. í því er fjallað um raunveruleg dýr og goð- sagnaútgáfur þeirra, svo sem sírenur og fuglinn fönix, á jöfnum grundvelli. Hverri lýsingu fylgir síðan táknræn merking við- komandi skepnu. Eiginleikar dýranna eru taldir vitna um sköpunarverk Drottins. Þess vegna er ritinu skipað með guð- fræði. Physioiogus er sagt vera fyrsta varðveitta, myndskreytta, norræna hand- ritið. Dr. Evelyn Scherabon Firchow hefur víða komið við um ævina og er vel að sér í mörgum tungumálum. Meðal annars kenndu hún og eiginmaður hennar um tíma við Cheng Kung háskólann í Tævan og við Jilin-háskóla í Kína. Hún segist þá hafa lært mun meira um eigið tungumál vegna algjöru andstæðn- anna, heldur en í margra ára háskóla- námi, og hún telur Kínveija vera eitthvert ljúfasta fólk sem hún hefur kynnst. Höfundur fæst við ýmiskonar ritstörf. HELGI SEUAN Uppgjörs- órar Nóttin svo dökkbrýnd drúpir drungaleg hrannast ský. í einsemd marar þar máninn myrkursins veldi í. Kyrrð sem ógnþrungin ærir eyrum mér glymja fer. Éru á sveimi svipir, svartnættið vefst að mér. Mikið er myrkaveldið magnar upp grimman seið. Óhugnað margan eykur yndið hrekur af leið. Köldu með kverkataki kvíðann vekur á ný. Gleði drepur í dróma daprast vonbirtan hlý. Gamlar minningamyndir mér fyrir sjónir ber. Sannleikans beizki bikar borinn að vörum er. Vanefndir góðra verka vekja ótta í sál. Allt sem ég öfugt gerði ýfir mitt hugarbál. Aftur af degi eldar enn fær birtan sín völd. Enn fær ársólin letrað á ævi minnar spjöld. Þó er húm yfir huga höfgi náttmyrkurs ber skugga á Ijóssins leiðir lokadags beðið er. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. VILHJÁLMUR H. GÍSLASON Vormorg- inn Víðbláminn vakir veröldu faðmar þeyr þekkur þrunginn ilmi bylgjast blöð í brosi morguns. Svásligt sumar sunnan fer hljóð hlakka hlíð í grænni bleik blóm í brosi morguns. Fellur fram flúðir þröngar kyssir klett kossi votum bergá blá í brosi morguns. Syngja söng samhljóms kviðu niðjar nýtir náttúrunnar blundi er bregða í brosi morguns. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi í Hafnar- firði. Ljóðið er endurbirt vegna þess að prentvillur urðu í því og eru höfundur og lesendur beðnir velvirðingar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. SEPTEMBER 1994 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.