Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1995, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1995, Blaðsíða 3
glóa í mannsorpinu, er heiti á grein eftir Bene- dikt Sigurðsson. Hún hefst á forsíðu og þar er greint frá því sem bar fyrir augu höfundar- ins í Rúmeníu; einkum þó í höfuðborginni Búk- arest. Þar er eymdin óendanleg, en sitthvað kemur þó á óvart. iggnng @ [5] ® m 0® ii b a ni @1 [n ii ii Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Gimsteinar Fjallvegir fyrr og nú, er heiti á grein eftir Halldór Eyjólfs- son sem starfaði hjá Landsvirkjun. Hann vann sumarið 1942 við að fetja bíla yfir Tungnaá á Haldi og þekkir öræfin vel. Sprengisandsnafnið telur hann varla hægt að nota um þann veg sem nú er farinn, því hann er á öðrum slóðum en hinn forni Sprengisandsvegur. Hesteyri var fæðingarstaður Ólafs Albertssonar, sem ungur settist að í Kaupmannahöfn og bjó þar alla ævi síðan. Daglega hugsaði hann til He- steyrar, segir Jónas Gíslason vígslubiskup, sem skrifar um þennan vin sinn, og tók að sér að fara með jarðneskar leyfar hans til greftrunar á Hesteyri. KRISTMANN GUÐMUNDSSON Sídsumar undir Hamrinum Sæt er angan úr sölnandi gróðurhögum; sefur nú bylgjan frammi við lága strönd; öll náttúran glitrar, eins og á æskudögum, frá efstu brúnum að hafdjúpsins sjónarrönd. Frá þorpinu heyrist hlátur og söngur barna, hljómur hins sigrandi lífs í gleði og fró; líðandi stund varpar ljóma á veginn farna og langt inn í ókomna tíð geislar öryggi og ró. Hér skynjar mín sál að vígöld og vargöld nauða vera mun él eitt, er stjórna hin æðstu rögn, öskur og trylling heimsins hamingjusnauða und Hamrinum mínum falla í gleymsku og þögn. En ilmandi þögnin birtir mér óminn bjarta af brimi lífsins, er flæða skal endalaust, og fögnuður vorsins fyllir mitt unga hjarta, þótt fölni laufið og bráðum sé komið haust. Kristmann Guðmundsson, 1901-1983, var afkastamikill rithöfund- ur, sem haslaði sér í fyrstu völl í Noregi og skrifaði á norsku. Heim kominn til Islands settist hann að í Hveragerði og síðar í Reykjavík. Eftir hann liggja einnig smásögur, leikrit, endurminning- ar og Ijóð. B B Um nóttina og vegleysuna Rabba bara um nóttina og vegleysuna, ekki um neitt. Er ekki í skapi til að rabba um neitt. Er í skapi til að rabba um I ekki neitt. Yfirleitt rabba ég burt ergelsi. Þótt ég viti að best sé að segja sem minnst um allt sem ætti bet- ur að fara. En nú er ég bara óvart ekkert örg. Nú þarf ég ekki að losna við ergelsi mað því að rabba. Hún sker samt alltaf jafn sterkt skekkjan sem ergir. Finn stöð- ugt nýjan og nýjan flöt á sorgarsögunni: „Tuttugasta öldin komst ekki öll um borð í ms. Gullfoss." En í dag er of heilagt fyrir hefðbundið ergi-legt röfl. Það er of hlýtt fyrir stríð og böggl. Er í sumarskapi því rabba ég ekki. Rabba ekki því er ég í sumarskapi. Bara segi frá. Ég hef nýlega fattað að í öllu heila sköp- unarverkinu eru kirsuber fallegust. Kirsu- ber eru alltaf tvö og tvö, koma aldrei ein, fara aldrei ein, eru bara í sinni sífellu dimm- rauðu tvífellu tvö og tvö, ástfangin frá fæðingu til dauða. Frá sprettu til áts. Þar til kirsubeijasteini er spýtt í moldina. Mold- in límist þá strax við kirsuberjasteininn hjúpaðan sætrauðu munnvatni. Eg hef nýlega fattað að karlremban (það að vera ,,macho“) er stæling á lífsmunstri ljónanna. Afríkumenn sáu frá örófi hvernig glæsimakkað ljónið hefur það. Ljónið, „kon- ungur dýranna", glæsimakkus, lætur ljón- ynjur sínar færa sér mat, ljónið bara liggur og hvílir sig milli þess sem það sinnir hjú- skaparskyldu sinni við ljónynjurnar. Afríkumenn sáu að þetta var ljómandi líf hjá konunginum makkafagra, þetta að eiga margar vinnusamar konur. Afrískir „ríkismenn" sem áttu margar kýr tóku því snemma að kaupa sér konur og lifa sem ljón, tóku að láta konurnar vinna og tóku bara að liggja og hvílast og gera það sem þeir nenntu og fundu hjá sér hvöt og löng- un og döngun til að gera. Arabar lærðu þennan ágæta „ljónalífs- stíl“, það að vera „macho“, af Afríkumönn- um. Spánverjar námu svo af Aröbum og fluttu út til Suður Ameríku. Ég hef búið í Mexíkó, þar er mikill „machismo" ríkjandi. Kvenremban liggur líka víða í húsum og er engu betri en karlremban. Kvenrem- ban er ósýnilegri og lúmskari, enda hefur hún verið kölluð leg-remba. Nú eru tímarn- ir orðnir svo fijálsir, það er að segja í heims- hlutum þar sem tuttugasta öldin er og heitir, að enginn þarf að kveljast af rembu. Regluleg meiriháttar remba heyrir brátt til fornleifa, og ber að halda henni til haga sem slíkri, á minjasöfnum. Eins og kerfinu á Kúbu og í Norður Kóreu. Eins og hlut- falli kvenna í valdastöðum í vissum flokkum á vissum heimssvæðum. En án rembu kemur þemba. Með mátu- legri rembu ekkert harðlífi heldur harla gott. Svo fattaði ég hvað málshátturinn „lengi getur vont versnað“ er orðinn kyrfilega úreltur síðan við hættum sjálfsþurftarbú- skap. Við þorum ekki enn að trúa því að góð tíð geti varað, því frá íslandsbyggð kom harðæri alltaf reglulega með hungur- sneyð. Nágrannaþjóðirnar í kornræktar- löndunum segja „bedre og bedre“. Við get- um farið að segja „lengi getur gott batnað". Er það ekki frábært og tímabært? Við sáum bara rétt og skerum upp og fáum betri uppskeru en í fyrra. Betri og betri. Því í stað þess að láta náttúruna eina um grasvöxtinn og eltast á árabát við kenjótt- ar fiskigöngur, notum við nú áburð og tog- ara og ræktum og verndum stofna. Lengi getur gott batnað, ef maður ræktar og passar það sjálfur. Og svo fattaði ég hvað blessaðir Norð- mennirnir gerðu okkur mikinn greiða með því að ofveiða þau ógurlegu ógrynni af hval sem átti úthöfin sem sitt einkafiska- búr, tugþúsundir hvala á stærð við frysti- togara sem gleyptu nær allan fiskinn í höfunum á fyrri öldum. Enda fórum við að fiska vel og jafnar og miklu betur en áður fyrir rúmri öld, og jú miklu meira síðan með stærri skipum. Svo fattaði ég kannski er þessi mynd of þung, en út með hana samt, ég þarf að fylla rabbplássið mitt. Ég sneri út úr gátu Sfinxunnar á minn hátt. Gáta Sfinxunnar er svona: Hvaða skepna er það sem hafði fyrst fjóra fætur, svo tvo fætur, og loks þijá fætur? Rétta svarið er svona: Það er maðurinn. Fyrst skríður hann sem barn, svo gengur hann uppréttur, og loks í ellinni gengur hann með staf og verður þrífættur. Já, þetta er auðvitað hár- rétt svar, þótt gamalmenni gangi ekki öll með staf. Sagan segir að Sfinxan hafi orð- ið svo hvumsa þegar Grikkinn leysti gátuna að hún hafí stokkið fram af gríska hamrin- um í hafíð, synt við það rakléitt heim til Egyptalands, upp Níl langt upp í gömlu Afríku og hefur ei síðan til hennar sést. Getur ekki verið að henni hafi einfaldlega leiðst? Lífið er svo leiðinlegt að stundum snýr maður sér út úr því. I leik, eins og þegar maður breytir ljóði eða fer út yfir mörkin í orðsifjabókinni. Einfaldlega af því það er góð afþreying. Alls ekki til þess að taka sig alvarlega, og því síður eiga aðrir að gera það. Víst er það rétt að dýrið sem var fyrst á fjórum fótum svo á tveimur og loks á þremur er maðurinn. En gáta Sfínxunnar er ekki aðeins um mannslíf: fjórfætta bernsku, tvífætt fyllorðinsár og þrífætta elli. Gátan er ekki síður lítil táknmynd af sögu mannkynsins. Góðar myndir eru margræðar. í upphafi var maðurinn dýr á fjórum fótum. Jafnvel eftir að maðurinn reis nokk- uð upp var hann eftir sem áður dýr og dýrkaði guði sem voru eins og hann, hálfir inenn og hálfir dýr. Þá tók við tímabil kvenrembu. Já, óljósar illa sannaðar sögur segja að til hafi verið kvenveldi, konur hafi talið sig hafa vald yfir fijósemi sinni og jarðar. Þá létu menn dýrið í sér lönd og leið og stóðu alfarið á tveimur fótum, menn (undir leiðsögn kvenna) fóru að rækta og tóku sér vald umfram dýrin. Konan hefur tvo fætur og líkist krossfiski eða fimmstjörnu (pentag- on), þar sem hún hefur aðeins fimm út- limi. Karlinn líkist aftur á móti sexstjörnu (hexagon) með sex limi: Höfuð, hendur, fætur og þann sem ekki má nefna og ger- ir hann þrífættan. Þá er sagan um skepn- una sem var fyrst fjórfætt, síðan tvífætt og loks þrífætt, sögð. Karlarnir tóku loks alfarið völdin, reistu brýr og byggðu geimför, og er sú saga vel kortlögð. Lengi hefur gott batnað eins og sagan sannar. Rabb um nóttina og vegleys- una hlýtur að enda úti f mýri. ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. JÚLl 1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.