Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1995, Qupperneq 3
E
LESBdK
® ® B [E(u] 1111B ® E) m |H [n] [g
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Einar
Sveinsson arkitekt, sem lézt 1973, var húsam-
eistari Reykjavíkur í nær fjóra áratugi og teikn-
aði þá m.a. Heilsuverndarstöðina, Skúlatún 2,
blokkirnar við Hringbraut og Melaskólann.
Hann hefur þó varla verið metinn að verðleikum
hingað til, en verkum hans eru gerð verðug
skil á sýningu á Kjarvalsstöðum. Um Einar
Sveinsson skrifar blaðamaður Lesbókar.
Egill
Skýringin á Agli Skallagrímssyni í allegóríunni
er sú, að hann hafi verið Mann-dýrið í fornum
sögum, hliðstæða dr. Jekyll og mr. Hyde í sögu
R.L. Stevensons, segir Einar Pálsson í fýrri
greini sinni um Bræður himins og Egils sögu.
1815
stóð Evrópa í svipuðum sporum og nú nýlega
við lok kalda stríðsins. Þá var nýlokið löngum
ófriði og helztu stjórnmálaskörungar álfunnar
komu saman í Vínarborg til að draga upp nýtt
landakort af Evrópu. Grein eftir Heimi G. Hans-
son sagnfræðing.
CHARLES BAUDELAIRE
Gyðjan seld
Erlingur E. Halldórsson þýddi
Mín eðla gyðja, elsk að háum sölum,
hvort eiga muntu, ef Frosti skerpir klærnar,
á amafullum aftni, snjóugum ogfölum,
þér eldibrand að verma kalnar tærnar?
Þú munt þá fríska axlir eitil-bláar
við óttugeisla-blik frá luktum skjánum?
Þín pyngja erfislétt, feigar vonir háar:
hvort fellur til þín gull af himin-trjánum?
Þér mun þá best að sinna þörfum þínum,
ogþyrla íkirkju buðki af ilmi fínum
,syngja TeDeum, af sýndar-trúarþrá;
eða, sem trúður, sultinn svella láta,
með svaka hlátri; en, undirniðri, gráta;
þvílýðinn vantar tál að trúa á.
Charles Baudelaire, 1821-1867, var franskt Ijóðskáld, bókmennta- og
myndlistargagnrýnandi, sem fyrst vakti athygli með Ijóðabókinni Les Fle-
urs du mal. Hún kom út 1857 og er talin marka upphaf symbólisma í
Ijóðagerð. Ljóð Baudelaires hafa haft veruleg áhrif á nútíma Ijóðagerö.
Hljómlist
orðanna
ATÍMUM allsleysisins í ís-
lenzku samfélagi fyrri
alda gegndi kveðskapur
margháttuðu hlutverki.
Menn ortu þá eins og
nú sér og öðrum til
ánægju, en einnig til
þess að segja sögur,
mæra konunga, blíðka goðin, dýrka Krist
og ekki sízt gat kveðskapur verið vopn sem
beit og særði. í hljóðfæralausu landi gegndi
kveðskapur þar að auki hlutverki hljómlist-
ar. Þá á ég ekki við texta við það sem
menn hugsanlega sungu, heldur sjálfa
hljómlist orðanna. Orð eru eins og litir eða
tónar: Eitt orð, einn litur, eða einn tónn
mega sín lítils. Það er samröðunin sem skipt-
ir öllu máli.
Svo er fyrir að þakka fornbókmenntum
okkar, að við vitum að forfeður okkar höfðu
afar ríkulega tilfinningu fyrir hljómlist orð-
anna. Enginn veit hver orti Völuspá, en
hann hefur haft þessa tilfinningu í ríkum
mæli, samanber: Surtur fer surinan/ með
sviga lævi,/ skín af sverði/ sól valtiva./
Grjótbjörg gnata,/ en gífur rata,/ troða
halir helveg,/ en himinn klofnar.
Að vísu notar höfundur Völuspár og öll
skáld fram á þessa öld stuðlasetninguna til
áherzluauka í þessari hljómlist, sem verður
þó ekki áhrifamikil einvörðungu vegna þess,
heldur fyrir orðavalið og samröðun orðanna.
í Egils sögu Skallagrímssonar er vísa,
eignuð Agli, sem líklegt má telja að sé
óskiljanleg nútímafólki. Hinsvegar er hljóml-
ist orðanna svo mögnuð að jafnvel útlending-
um sem ekki kunna orð í íslenzku finnst
mikið til um að heyra hana flutta: Þél höggr
stórt fyr stáli/ stafnskvígs á veg jafnan/
út með éla meitli/ andærr jötunn vandar/
en svalbúinn selju/ sverfr eyrar vanr þeiri/
Gestils ölft með gustum/ gandr of stál fyr
brandi.
Öll góð skáld á liðnum öldum hafa átt
sinn sérstaka hljóm, ef svo mætti segja. Sá
hljómur helgast bæði af yrkisefnum og
orðavali og einnig af tízku tímans. Við þekkj-
um þennan hljóm hjá Hallgrími- Péturssyni
og það er makalaust hvað höfundur Passíu-
sálmanna á rík ítök í þjóð sinni eftir meira
en þtjú hundruð ár. Samt er hann barn síns
tíma. Jónas Hallgrímsson getur hinsvegar
varla talizt að öllu leyti barn síns tíma, því
hann náði valdi á einhveiju því sem hafið
er yfir stund og stað og er jafnvel nútíma-
legt nú á 150. ártíð hans. Kannski hefur
ekkert íslenzkt skáld, fyrr eða síðar, náð
slíkri fágun í hljómlist orðanna sem Jónas.
Kvæðin hans hljóma eins og músík. Það er
sama hvort hann yrkir þjóð sinni hvatningar-
. ljóð, eða ljóðrænar smámyndir; þessi tilfinn-
ing bregst honum aldrei. Það gildir einu
hvort hann yrkir um lyngið á Lögbergi helga,
sem blánar af berjum hvert ár/ börnum og
hröfnum að leik eða bregður upp mynd úr
Öxnadal bemskunnar: Nú er tryppið hún
Toppa/ tetur á annan vetur/ fegursta hross
í haga/ og hrúturinn minn úti.
í mínum huga er Jónas hin listræna hlið-
stæða Mozarts; þeir eiga fleira sameiginlegt
en það að falla frá innan við fertugt. Báðum
er gefinn guðdómlegur hæfileiki og ein-
hverskonar fyrirhafnarlaus léttleiki. „Trypp-
ið hún Toppa" og margt fleira hjá Jónasi
finnst mér að geti verið hliðstæða við al-
kunnugt stef úr Töfraflautunni eftir Mozant
(Es klingt so hárlich).
í því felst einhver óskiljanleg mótsögn,
að Jónas verður ástmögur þjóðar sinar, sem
lærir kvæði hans utanað - en jafnframt er
ekki hægt að sjá mikil áhrif frá honum á
19. aldar skáldin eða aldamótaskáldin.
Gagnstætt því að Jónas lék á margskonar
strengi og nýtti sér ólík ljóðform, eru alda-
mótaskáldin eintóna í þá veru, að þau taka
ástfóstri við ljóðform sem eru tilbreytingar-
laus og föst í sama farinu. Hljómlist orð-
anna, sem hafði verið svo ríkuleg hjá Jón-
asi og einnig í fornum kveðskap, víkur oft
fyrir áherzlunni á efnislegt inntak. Mjög oft
eru ljóðlínurnar alveg eins í kvæði eftir
kvæði. Það er einna helzt að frávik frá þessu
verði hjá eldhuganum og stemmningsmann-
inum séra Matthíasi.
Oft hef ég undrast þetta tilbreytingar-
leysi ljóðlínunnar hjá skáldi eins og Einari
Benediktssyni, sem hafði þó fjölþjóðlega
yfirsýn framyfir flesta hér og hlýtur að
hafa verið handgenginn samtíma evrópskri
ljóðagerð. Hann gerir tiltölulega sjaldan frá-
vik frá þessari vanabundnu ljóðlínu sinni.
En til dæmis í hinu magnaða kvæði um
hvarfs séra Odds á Miklabæ, gerir hann það
og mjög til ávinnings. Það verður þó sízt
af Einari skafíð að hann hefur full tök á
hljómlist orðanna. í Útsæ, sem hann taldi
sjálfur sitt bezta kvæði, nýtur þessi hljóml-
ist sín vel. Þar er mikil músík; minnir á
Beethoven og kannski enn frekar á Wagner.
Hljómlist orðanna þarf alls ekki á rími
að halda til að njóta sín og hljóma fagur-
lega. Nægir að benda á ótal margt í bókum
Halldórs Laxness þar sem þessi galdur er
ræktaður til fulls. Öft hafa menn tekið sem
dæmi um listræna fágun málsins upphafs-
orðin í Fegurð himinsins, „Þar sem jökulinn
ber við loft,“ o.s.frv. Halldór var líka með
fyrstu mönnum, snemma á þriðja áratugn-
um, til að ná þessari hljómlist í órímuðu ljóði,
Únglínginum í skóginum, sem flestum þótti
framandlegt.
í fyrsta nútimaljóðinu, sem oft er nefnt
svo, Sorg eftir Jóhann Siguijónsson, hafði
hann þegar árið 1908 sýnt hvað hægt er
að gera með galdri orðanna, þótt hefðbund-
ið rím komi ekki við sögu. Reyndar vissi
enginn um það fýrr en löngu síðar, því Jó-
hann sett ljóðið í skúffuna. Næsta módem-
íska tilraunin er líklega Söknuður Jóhanns
Jónssonar frá um 1920, feigðarspá og eins-
konar andlátskvæði Jóhanns, sem þá var
fárveikur af berklum. Söknuður rúmar nýja
ljóðhugsun í íslenzkum bókmenntum, en á
sér samtíma fyrirmyndir sem Jóhann hefur
þekkt. Enda þótt hann haldi í stuðlasetningu
til áherzluauka er í þar ríkum mæli sú
hljómlist orðanna sem er mergurinn málsins
í öllum kveðskap: Hvar hafa dagar lífsins
Iit sínum glatað?/ Og ljóðin, er þutu um
þitt blóð frá draumi til draums,/ hvar urðu
þau veðrinu að bráð, 6 barn, er þig hugðir/
borið með undursamleikans/ eigin þrotlaus-
an brunn þér í bijósti!/ Hvar...? o.s.frv.
Margir ljóðelskir menn töldu það merki
um hnignum og endalok skáldskapar þegar
módernisminn kom með sinn atómkveðskap
og lagði gamlar rímreglur á hilluna. Sum
beztu skáld okkar í nútímanum hafa hins-
vegar notað frelsið til fulls; ríma eða hálf-
ríma þegar þeim þykir fara betur á því, en
nota annars frjálst form. Við eigum sem
betur fer mörg skáld sem kunna góð skil á
hljómlist orðanna. Það væri freistandi að
nefna nöfn, en út á þann hála ís ætla ég
ekki að hætta mér.
Knappur stíll er eins og flestir vita ein-
kenni á fombókmenntum okkar. Naumhyggj-
an - minimalisminn - sem verið hefur í tízku
í ljóðagerð, og reyndar einnig í myndlist,
gæti virzt eiga rætur í þessari hefð. Svo er
þó ekki; naumhyggjan er tízkufyrirbæri, sem
stundum gengur svo langt að búið er að
kroppa allt kjöt utan af beinunum. Þesskon-
ar ljóð em þegar verst gegnir eins og minnis-
punktar skáldsins og höfundurinn getur einn
vitað um hvað þau eru. Það væri kannski í
lagi ef þau væru líkt og kvæði Egils Skalla-
grímssonar sem ég vitnaði til, svo mögnuð
að hljómi og orðfæri, að unun væri að lesa
þau, eða hlusta á þau í flutningi. En því
miður er því sjaldnast að heilsa. Orðavalið
er líklega viljandi haft fátæklegt og ljóðin
verða þá ekki annað en dæmi um að höfund-
urinn hefur orðið viðskila við margumrædda
hljómlist orðanna.
GÍSLI SIGURÐSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. NÓVEMBER 1995 3