Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1995, Síða 6
fram það sem orðið gæti til að varpa ljósi
á Egils sögu. Eins og sjá má er það ekki
lítið. Ef Egils saga hefur verið sögð í gildi,
þar sem þekkt var táknmál kristinna laun-
helga, skilst flest í dæminu. Mjólk er þá
tákn um endurfæðingu Egils. Hann er að
segja skilið við óargadýrið, hann er að bjóða
velkomið manneðlið, læknislistina og skáld-
skaparíþróttina. Jafnframt minnist hann
banda fjölskyldunnar, sem örlögin höfðu
rofið; það skarð í ætt hans sem hann veit
ófullt og opið standa. Hann meðtekur inn-
vígsluna; þekkinguna um andlegt líf, nær-
ingu Krists og kirkju.
Sama máli gegnir um sölin (saltið). Egill
meðtekur in helgu tákn, þegar honum er
mest nauðsyn á. Hann skynjar líf og ódauð-
leika, hann verður var vísdóms og þekking-
ar, sem fegurst hljóma af kvæðinu Sonator-
reki. Hann gerir sér ljóst, hvað er rétt
breytni. Og það er ekki sú hliðin sem veit
að mannskepnunni. Hann hefur bragðað á
salti skilningsins. Einkum er athyglisvert
að sjá að þama getur að líta teninginn sem
merkti jörð og var eitt helzta tákn Íslend-
inga allt frá landnámi, samkvæmt RÍM.
Hér verður sú hlið ekki gaumgæfð, en minnt
á ina andlegu móður, sem Egill mætir í
Vermalandsförinni, og býður honum að
hætta að drekka öl sem hann spýr framan
í menn; til er „æðra öl“ sem vafalítið birtist
í tákni mjólkurinnar eftir inn mikla harm-
leik Egils. Hrjúft og lítt hamið manndýr
öðlast vizku; oddarnir hrökkva af; hann
hefur gengið gegnum lífsreynslu skógar,
óbyggða og dýpstu sorgar. Þá skilur hann
loks sjálfan sig.
Móðirin Mikla
„Móðirin mikla“ var eitt helzta hugtak
fomaldar og miðalda; einatt umbreyttist hún
í Maríu og kirkjuna, en hefur vafalaust
borið nafnið Freyja í heiðni. Jarðnesk móðir
Egils lætur vel yfir því ódæði Egils að drepa
óvarinn dreng og segir hann víkingsefni,
þá kveður Egill (IF II, 100):
Þat mælti min móðir,
at mér skyldi kaupa
fley ok fagrar árar,
fara á brott með víkingum,
, standa upp í stafni,
stýra dýrum knerri,
halda svá til hafnar,
höggva mann ok annan.
En in Mikla móðir er ekki öll þar sem
hún er séð. Hún birtist jafnan í gervi ungr-
ar telpu. Grímur, drengurinn sem Egill
heggur er „ellifu vetra eða tíu“ þegar ódæð-
ið er framið; í Vermalandsförinni rekst
Egill á stúlku sem er „tíu vetra eða ellifu“.
Hún er m.ö.o. jafn gömul drengnum sem
Egill varð að bana í skapofsa sínum. Egill
svelgur stómm skyr í förinni, eins og hann
á vanda til, þá kveður stúlkan (ÍF II,
224-225):
Því sendi mín móðir
mik við þik til fundar
ok orð bera Agli,
at ér varir skyldið;
Hildr mælti þat homa:
haga svá maga þínum,
eigu órir gestir
æðra nest á frestum.
Ef gert er ráð fyrir því, að Egill mæti
þarna sjálfri inni Miklu móður í telpugervi,
sem hún jafnan íklæddist, verður þetta allt
auðskilið. In jarðneska móðir upphefur vfk-
inginn í Agli; in andlega móðir bendir honum
á, að hann eigi æðra nesti í vændum en
jarðneska skyrgáma og öl. Ódæll víkingur,
skepnan í manninum, víkur þá er honum
er borinn æðri drykkur. Og af sögunni sést,
að sá er mjólk.
Og þá er spurningin, fyrir alla þá sem
velta því fyrir sér, hvort Egill orti kvæði
sín sjálfur: Ef Egill orti fyrri vísuna orti
hann þá hina síðari, sem er samstæða og
gagnstæða hinnar fyrri (og mælt fram af
telpunni til hans)?. Tæplega verða margir á
því máli. Flest bendir til, að báðar vísurnar
séu ortar af höfundi sögunnar. Sem gerir
Snorra Sturluson að meira skáldi en áður
var ætlað — ef hann reit söguna.
Vér sjáum því af inum nýju upplýsingum
um saltið og mjólkina, að allt fellur það að
efni, ef Egils saga var sögð á allegórisku
táknmáli í kristnu gildi. Það furðulega við
nánast allt það sem fyrr var ritað um Egils
sögu er, að menn hafa gengið út frá því
sem vísu, að verið væri að hampa skepnu-
skapnum í Agli, dýrka ofbeldið og gera vík-
inginn að hugsjón með ritun sögu hans.
Egils saga og Ulfar tveir snýr þeirri niður-
stöðu við; allt bendir til að með Agli hafi
einn hijúfasti steinn íslenzkrar ættar verið
fægður í kristnu samfélagi.
Höfundur er fræöimaður og hefur skrifað Ræt-
ur íslenskrar menningar.
Húsameistarinn
Einar Sveinsson
Fjöldi Reykvíkinga hefur haft ýmis hús Einars
Sveinssonar fyrir augunum alla ævi og sá vani
hefur ef til vill komið í veg fyrir að tekið væri
eftir þeim svo sem vert er. Þetta eru hús eftir
listamann; það sjáum við nú ekki sízt á sýning-
í næstum fjóra áratugi,
frá 1934 til 1973, var
Einar Sveinsson arkitekt
í embætti húsameistara
Reykjavíkur. Enginn
maður hafði til jafns við
hann áhrif á útlit
borgarinnar, bæði
einstakar byggingar og
skipulag. Greinin er í
tilefni sýningar á
Kjarvalsstöðum á
verkum Einars.
unni á verkum Einars, sem stendur yfir á
Kjarvalsstöðum og Pétur H. Ármannsson
arkitekt hefur veg og vanda af. Hann skrif-
ar einnig afar fróðlega ritgerð í sýningar-
skrána. Bæði Pétur og ráðamenn Kjarvals-
staða eiga heiður skilinn fyrir þessa tíma-
bæru kynningu á listamanni sem farið er
að fenna yfir.
Hvemig má það vera að maður sem skipu-
lagði borgina utan Hringbrautar og á auk
þess heiðurinn af byggingum eins og Heilsu-
vemdarstöðinni við Barónsstíg, Skúlatúni
2, sem var aðsetur Borgarstjórnar áður en
ráðhúsið var byggt, svo og Laugarnesskó-
lanum, Melaskólanum og Borgarsjúkrahús-
inu skuli vera svo til óþekktur meðal nútíma-
fólks? Em einhveijar sérstakar ástæður fýr-
ir því?
Reyndar vom þær til og hafa haft sín
áhrif. Ein er sú að Einar Sveinsson naut
sem embættismaður borgarinnar þeirra for-
réttinda að geta sjálfur fengið eftirsóknar-
verð verkefni og það hefur ugglaust kallað
yfír hann öfund og slæmt umtal. í annan
stað má geta þess að á 6. áratugnum, eftir
20 ár í embætti, var Einar kominn með
merkverð frávik í stíl frá fúnksjónalisman-
um, sem hann hafði aðhyllst á fyrstu árum
sínum. Hann var þá kominn á skjön við
þann módemisma og frystikistustíl í anda
Mies van der Rohe, sem ungir vinstrisinnað-
ir listamenn sáu fyrir sér í sæluríki marxism-
ans. Þröngsýni og ofstæki réðu ferðinni.
Einar var úthrópaður sem borgaralegur og
úrkynjaður arkitekt. Gagnrýnendur hans
komu alls ekki auga á, hvað Einar var bú-
inn að gera góða hluti. Fúnksjónalisminn
hafði leitt af sér hinn sálarlausa módernisma
sem setti ömurlegt svipmót á borgir og
náði hámarki um 1960. Það er engu líkara
en Einar Sveinsson hafi séð það fyrir, en
engar hlaut hann þakkirnar nema síður
væri.
ÞÝZK VlÐHORF
KOMA TlL SÖGU
Gagnstætt því að fara til Kaupmanna-
hafnar, svo sem verið hafði hin hefðbundna
menntaleið íslendinga, fór Einar fyrstur ís-
lenzkra arkitekta til náms í Þýzkalandi og
tók lokapróf frá tækniháskólanum í Darm-
stadt síðla árs 1932. Þar kynntist Einar
fúnksjónalismanum, sem rakinn er til skóla
og kenninga Grophiusar og rekinn _var í
Weimar unz nasistar lokuðu honum. Ásamt
EINAR Sveinsson.
með Gunnlaugi Halldórssyni, arkitekt, varð
Einar helzti boðberi þessarar nýju stefnu á
íslandi. Einkenni stefnunnar fór að gæta
hér á landi um líkt leyti og Einar hóf störf.
Hann skilgreini hana svo í blaðagrein 1943:
Hér er ekki um neina stað- eða tíma-
bundna stefnu að ræða, heldur stefnu
sem hefur ækið vísindin í þjónustu sína
og tekur allar aðstæður til greina. Við-
ieitni hennar er að leysa verkefnin á
rökréttan hátt, í fullu samræmi við til-
gang og notagildi þess mannvirkis, sem
um er að ræða og láta byggingartækn-
ina og efnið birtast í hinu ytra sem innra
formi, á látlausan en þó listrænan hátt. “
Fyrsta húsið sem Einar teiknaði í Reykja-
vík að loknu námi; einbýlishús Sigurðar
Jóhannssonar að Freyjugötu 43, er kórrétt
eftir formúlu fúnksjónalismans, þar sem
teningurinn er einskonar viðmiðun. Þarmeð
varð þakið að vera flatt, en Einar var svo
langt á undan þeim sem löngu síðar teikn-
uðu hús, að hann sá að flöt þök hentuðu
ekki á íslandi. Auk þess voru ekki komin
til sögu þau byggingarefni, sem gert hafa
flöt þök möguleg. Fljótt á litið sýnist þetta
fyrsta hús Einars þó vera með flötu þaki.
En svo er ekki. Það er með einskonar öfugu
valmaþaki, hæst við útveggina, en vatns-
halli hafður inn að miðju og niðurfall þar.
En einnig sú lausn hefur ekki reynst vel á
íslandi og Einar sá það fljótt. Hann leysti
málið með valmaþakinu, sem ásamt horn-
gluggum einkenndi mörg íslenzk íbúðarhús
fram til 1940. Seint á stríðsárunum var var
enn verið að byggja þannig hús og þau
hafa staðizt tímans tönn vel. Þjóðleg róman-
tík var ekki að skapi Einars. Hann féllst
hvorki á skreytingar með tilbúnu stuðla-
bergi, né heldur burstabæi úr steini eða
bárujárni.
í ritgerð sinni um Einar Sveinsson og
verk hans segir Pétur H. Ármannsson m.a.
svo:
Menntun Einars skapaði honum sérstöðu
meðal íslenskra arkitkta og til hennar
má rekja margar þær áherslur sem ein-
kennandi eru fyrir verk hans. Hann var
fyrsti arkitektinn sem kom til starfa á
Islandi eftir að hafa lokið prófi í húsa-
gerðarlist úr þýskum tækniháskóla, en
fram til þess höfðu norræn áhrif verið
ríkjandi í íslenskri húsagerð. Hann er
fyrsti íslendingurinn sem hlaut háskóla-
menntun í fagurfræðilegri mótun borga
íanda rðtgróinnar, evrópskrar skipulags-
hefðar. Enda þótt Einar yrði einn helsti
boðberi og hugmyndafræðingur funk-
sjónalismans í íslenskri húsagerð var
formræn hugsun hans alla tíð mótuð af
lögmálum klassískrar byggingarlistar.
Þó svo Bauhausstefnan hafi snemma
fest rætur í Þýskalandi gætti áhrifa
hennar lítt í námsskrá þýskra tæknihá-
skóla um 1930. Þannig voru flest skóla-
verkefni Einars í klassískum anda og
, mótuð af þýskri byggingarhefð. í bygg-
FREYJUGATA 43, íbúðarhús Sigurðar Jóhannssonar, var með því fyrsta sem
Einar teiknaði. Hér er funkisstíllinn alls ráðandi, en þakið varð þó að laga
að íslenzkum aðstæðum.