Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1995, Qupperneq 7
SKÚLATÚN 2 - aðsetur borgarstjórnar þar til ráðhúsið var byggt.
Ljósmyndir: Allar litmyndirnar hefur Pétur Sörensson,
Ljósmynasafni Reykjavíkur, tekið.
MELASKÓLLNN. Auk skólastarfsins fóru þar fram
opinberar móttökur á vegum Reykjavíkurborgar.
;.výv ;f. 'isf
LAUGALÆKJARSKÓLL. Steinsteyptu krossformin ístóru
gluggunum, sem Einar notaði þarna og víðar, eru til
styrkingar, en setja aukþess sinn svip á bygginguna.
ingum hans og skipulagsúrlausnum má
því oft greina togstreitu hefðbundinna
og framsækinna viðhorfa. Annað megi-
neinkenni Einars sem einnig má rekja
til menntunar hans, var kunnátta hans
í tæknilegum efnum. Fullyrða má að
hann hafi verið einn fjölhæfasti oggagn-
mennaðasti sérfræðingur á sviði bygg-
ingartækni í stétt íslenskra arkitekta.
Einar var ágætur stærðfræðingur og
átti áhuginn á þeirri grein rætur í námi
hans við stærðfræðideild Menntaskólans
í Reykjavík, sem á þeim tíma var ný-
stofnuð og einungis fáir sóttu. Hann
reiknaði sjálfur út burðarþol og jáma-
styrkleik í mörgum húsa sinna og vann
nákvæmar verklýsingar og kostnaðar-
áætlanir. Athugaði hann oft burðarút-
reikninga verkfræðinga í stærri verkefn-
um oggerði athugasemdir, ef niðurstöð-
um bar ekki saman. Stærðfræðin nýttist
Einari ekki aðeins sem hjálpartæki í
hagnýtumn viðfangsefnum heldur hafði
hún einnig bein áhrif á listsköpun hans.
Sérþekking hans á burðareiginleikum
steinsteypu gerði honum kleift að setja
fram óhefðbundnar lausnir sem aðeins
var á fárra valdi að útfæra. Einar beitti
reikningskunnáttu sinni til að sýna fram.
á hagkvæmni og raunhæfni byggingar-
hugmynda sem erfitt hefði reyst að rétt-
læta út frá formrænum forsendum ein-
um. Þekking hans á útfærslum og efnis-
vali veldur miklu um að byggingar hans
hafa staðist álag veðurs og notkunar
betur en önnur hús. En þó Einar væri
snjall tæknimaður beindist hönnun hans
ætíð að því að sameina listræn og tækni-
leg sjónarmið. Hann var áhugamaður
um listir og átti frumkvæði að því að
listamenn væru fengnir til þess að vinna
verk í byggingar sínar. Ber sérstaklega
að geta vináttu hans og Asmundar
Sveinssonar, sem gerði myndir m.a. í
Laugarnesskóla, Melaskóla og Heilsu-
verndarstöðina. “
Við þettta má bæta því, sem raunar kem-
ur fram annarsstaðar í ritgerðinni, að Einar
fékk einnig Jóhann Briem til þess að mála
myndröð, sem gerir hið sérstæða og glæsi-
lega miðrými Laugarnesskóla enn eftir-
minnilegra. Þarna mættu nút.íma arkitektar
gjarnan taka Einar meira til fyrirmyndar,
því engu er líkara en þeir forðist að gera
ráð fyrir myndverkum í nýjum byggingum.
Hlutverk Sólarljóssins
Hugmyndafræði fúnskjónalismans var ákaf-
lega heiðarleg, ef svo má að orði komast.
Mergurinn málsins var að „fúnksjónin“, það
sem gert er í húsinu, ráði útliti þess. Ekki
BORGARSJÚKRAHÚSLÐ í Fossvogi, sem Einar
teiknaði ásamt Gunnari H. Ólafssyni.
HELLUVERNDARSTÖÐLN við Barónsstíg að innanverðu. Þar eru ýmis fagur-
lega unnin smáatriði og Einar notar þar oft sveigðar línur, sem sízt af öllu
voru í tízku þegar húsið var byggt.
sé eytt fjármunum í óþarfa skraut, en að
innanverðu átti rýmið að nýtast sem bezt
og byggingar áttu helzt ekki að vera dýpri
- eða þykkari - en svo að sólarljósið næði
til allra herbergja. Þessa kenningu hafði
Einar viðrað í merkilegri grein, sem hann
skrifaði í tímaritið Húsakost og híbýlaprýði
árið 1939. Þar er ágæt heimild um þær
breyttu áherzlur sem Einar og aðrir arki:
tektar fúnksjónalismans komu fram með. í
greininni segir hann m.a. svo:
Eitt af mikilverðustu atriðum viðfyrir-
komulag hverrar íbúðar er það, að her-
bergjaskipun hennar sé rétt gagnvart
sól. Frá heilsufræðilegu sjónarmiði þurfa
helst öll íbúðarherbergi að njóta sólar
minnst 1-2 tíma á dag. Ákjósanlegast
er, að sólartími hvers herbergis falli sam-
an við þann tíma, sem herbergið er aðal-
lega notað, og því er eftirfarandi her-
bergjaskipun æskileg: Svefnherbergi og
barnaherbergi hafi glugga móti austri
eða suðri, borðstofan gegn suðri og einn-
ig gegn austri, ef því verður við komið.
Dagstofan hafi glugga gegn suðri og
vestri, til þess að fá eftirmiðdags- og
kvöldsólina. Oft er t.d. með útbyggingu,
einnig hægt að fá austurglugga á dag-
SALURLNN ímiðhluta Laugarnes-
skólans var nýstárleg lausn, en þar
að auki listræn og glæsileg.
stofuna, og það er mjög æskilegt. 1 stærri
íbúðum er oft um þriðju stofuna að ræða
og liggur hún best gegn vestri. Eldhús
og baðherbergi gegn norðri eða norð-
austri. Inngangur og stigahús eru oftast
gegn norðri eða vestri, og er það dálítið
háð afstöðu hússins gagnvart götu, en
þó ber að gæta þess, að inngangur sé
ekki gegn verstu rigningaráttinni. “
Við þetta er svo því að bæta að nýtt ríki-
dæmi í kjölfar stríðsgróðans, gerði Einari
erfitt um vik að láta sólina njóta sín sem
skyldi. Menn vildu byggja stærra en áður;
íbúðarhús urðu dýpri af þeim sökum og
afleiðingin varð „holið“ inni í miðju húsi,
sem nýttist illa og var venjulega sólarlaus
vistarvera. Bætt fjárráð stuðla ekki alltaf
að betri byggingum.
Brautryðjandi í Gerð
Fjölbýlishúsa
Oft hefur þessi Lesbókarskrifari virt fyrir
sér fjölbýlishúsin við Hringbraut og Löngu-
hlíð, sem Einar teiknaði á árunum 1942-
1945, og spurt sjálfan sig og stundum aðra:
hvernig í ósköpunum má það vera að þess-
ar elztu blokkir í Reykjavík eru síungar og
meira en það: Þær bera hreinlega af fjöl-
mörgum sambyggingum fyrir íbúðir sem
byggðar hafa verið á áratugunum síðan.
Arið 1942 var Einari falið að teikna tvær
LESBÓKMORGUNBLAÐSINS 18. NÓVEMBER 1995 7