Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1995, Page 8
ANNA KARIN JÚLÍUSSEN
TURNINN og brotið þak í anda klassíkur setja m.a. svip á persónulegasta
verk Einars, Heilsuvemdarstöðina við Barónsstíg.
LjósmÆorgunblaðið/Sverrir.
SAMBÝLISHÚS við Hringbraut frá ámnum 1942-44. í hönnun fjölbýlishúsa
með nútímasniði var Einar brautryðjandi og Hringbrautarhúsin hafa staðizt
tímans tönn frábærlega.
Ijósm.: Vigfús Sigurgeirsson.
Nóttin og ég
Kvöldið sem þú bauðst annarri konu að vera
féll fyrsti snjór vetrarins.
Ég kynntist því sérstaklega vel af eigin raun.
þar sem ég stóð bak við stóra reynitréð
og horfði inn um gluggann til ykkar.
Kvöldið það urðu til tvær sögur
ykkar
og mín
— því fer fjarri að um sorgarsögu sé að ræða.
Þetta varð kynnisferð um nóttina og mig.
Kertaskinið varpaði hlýrri birtu á ykkur
hendurnar flögruðu einsog fuglar
og raddirnar hófust og hnigu einsog sjávarniður.
Orðalaust Ijóð. / Ljóð augans.
Nóttin varð vinur minn
og mannlausa húsið á bakvið mig skýldi mér
fólkið í hverfinu svaf dásamlega fast
ég heyrði hjarta mitt slá
líkami minn var heitur og sterkur
en stundum skalf ég og tók þá á rás um hverfíð
og innan stundar hafði hjarta mitt hitað upp hvern krók og kima aftur.
Svo tók ég mér stöðu á ný.
Áður þekkti ég ekki mismunandi birtu himinsins um vetrarnótt
eða hljóð fallandi laufa, fallandi regns, fallandi snjókorna.
Ég varð veiðimaður méð skörp augu og eyru
og vonaði að allt færi vel.
Loks er ég sá þig ganga nakinn um húsið og slökkva Ijósin
eitt af öðru nema litlu týruna yfir rúminu
snéri ég heim
dauðþreytt með veiði mína
margs vísari um nóttina og mig.
stórar sambyggingar með 48 íbúðum við
Hringbraut 37-47. Húsin voru hluti af nýju
skipulagi Einars á Melahverfi, þar sem rað-
ir stakstæðra fjölbýlishúsa áttu að rísa á
opnu svælði og koma í stað þéttrar borgar-
byggðar og samfelldum húsaröðum með-
fram götu eins og víða má enn sjá í eldri
hluta borgarinnar. Hugmyndin var sú að
skapa aukið svigrúm í hverfi án þess að
íbúum fækkaði og spara um leið við hol-
ræsa- og gatnagerð. Og umfram allt að
allar íbúðirnar nytu sólar jafnt. Búið var
að sýna framá það, sem reyndar liggur í
augum uppi, að húsþykktinni verður þá að
halda í skefjum. í Hringbrautarhúsunum
er breiddin einungis 9,5 m og íbúðirnar eru
mjög sólríkar. Gólfplötur voru hafðar þykk-
ari en en venjulega til þess að bæta hljóðein-
angrun og meðal nýjunga voru skásett út-
skot með hornglugga á stofunni í hverri
íbúð og bogadregnar svalir með blómakeri.
Næst reis sambygging 72 íbúða við Skú-
lagötu og síðan Lönguhlíðarhúsið, sem byij-
að var á 1946. Þar fór ver en skyldi, því
tafir urðu á framkvæmdinni og neitað var
um ríkislán á þeirri forsendu að þama væri
verið að sóa peningum í flottheit og íbúðir
í verkamannabústöðum væru ódýrari. Þetta
varð að pólitísku deilumáli með þeim slæmu
afleiðingum fyrir Reykvíkinga, að bæjaryfir-
völd hættu að byggja fleiri fjölbýlishús, svo
sem ætlunin hafði verið. í staðinn var ráðist
í byggingu 200 íbúða í liltum, tvflyftum fjór-
býlishúsum í bústaðahverfi, sem aðstoðar-
maður Einars, Sigmundur Halldórsson,
hafði teiknað. Þar gafst eigendum kostur á
að vinna sjálfir að frágangi íbúðanna og
þótti mörgum kostur, en þessi hús standast
engan samanburð við fyrmefndar blokkir
Einars.
Skólar Og Stærri
byggingar
Fyrsta byggingin sem Einar Sveinsson
teiknaði eftir að hann var ráðinn húsameist-
ari bæjarins, var bamaskólahús í Laugar-
nesi. Það myndaði síðar austurálmu þess
Laugamesskóla sem við þekkjum og Einar
teiknaði í samvinnu við Ágúst Pálsson arki-
tekt. Það nýmæli sem eftirtekt vakti og enn
setur svip á skólann, er samkomusalur í
miðju sem áður er á minnst og nær upp í
gegnum allar aðalhæðir hússins. Aðkoman
að kennslustofunum liggur um stiga og
svalir sem opnast inn í þetta miðrými.
Annað stórt verk frá fyrri ámm Einars
er Melaskólinn, sem tekinn var í notkun
1946. Fullfrágengin var sú bygging talin
ein sú veglegasta sem bærinn hafði staðið
að og lengi vel gegndi skólinn því hlutverki
ráðhúss, að þar fóm opinberar móttökur
fram. Vel var vandað til þessara skólabygg- ■
inga og vegna þess ama vom bæjaryfírvöld
gagnrýnd fyrir bmðl og óhóflegan íburð.
Nú er það hinsvegar komið í ljós, að þeir
fjármunir sem aukalega var greitt fyrir
vandaðan frágang, hafa margfaldlega skilað
sér í lágum viðhaldskostnaði.
Af öðmm stórbyggingum Einars Sveins-
sonar má nefna stóm blokkina á homi Laug-
amesvegar og Kleppsvegar; hús sem hann
teiknaði fyrir Byggingarsamvinnufélag
prentara. Fyrir sama aðila teiknaði hann
og Sólheimablokkina (nr 23) og Borgarspít-
alann í samvinnu við Gunnar H. Ólafsson.
Uppdrættir af honumm vom lagðir fram
1952 og fyrsti sjúklingurinn lagður inn
1967. En áður en þessu verki lauk, lézt
Einar fyrir aldur fram, 67 ára. Það var 12.
marz, 1973.
Sú bygging sem að öllum líkindum mun
þó halda nafni Einars Sveinssonar lengst á
loft er Heilsuvemdarstöðin við Barónsstíg.
Það er eftirtektarvert vegna þess að gagn-
rýnendur Einars fyrr á árum nefndu ein-
mitt Heilsuvemdarstöðina sem dæmi um
misheppnaðan arkitektúr. Það sýnir vel hvað
samtíminn getur verið glámskyggn. Þegar
á heildina er litið vinnur Einar þarna á nót-
um módemismans og brýrnar, bornar uppi
af súlum, sem setja sinn svip á ytra útlit
og umhverfi, em í senn rökrétt lausn og
módemísk,- Hinsvegar leikur Einar sér að
því líkt og margir góðir listamenn fyrr og
síðar að blanda saman stíltegundum. í stað
módernískrar útfærslu á þaki, kemur hann
með klassíska lausn; brotið þak með kvist-
um, koparklætt. En punkturinn yfir i-ið er
tuminn sem ekki gegnir öðm hlutverki en
því að setja svip á bygginguna. Þar er Ein-
ar að vísu kominn alllangt frá markmiðum
fúnksjónalismans, en veit hinsvegar af
langri reynslu, að augað þarf líka að fá sitt.
Allir unnendur byggingarlistar em hér-
með hvattir til að sjá sýninguna á verkum
Einars á Kjarvalsstöðum. Hún mun standa
fram í desember.
GÍSLI SIGURÐSSON.
Höfundur er félagsráðgjafi í Reykjavík.
Mergur málsins 15
Að taka sinnaskipt-
um/(sinnaskipti)
Eftir JÓN G. FRIÐ JÓNSSON
INÚTÍMAMÁLI virðist mér nokkuð á reiki hvort menn taka sinnaskipti eða
taka sinnaskiptum með vísun til hugarfarsbreytingar eða breytingar á af-
stöðu til e-s. Trúlega er þó algengast að nota afbrigðið taka sinnaskiptum.
Elsta dæmi í fómm Orðabókar Háskólans um þá mynd er þó ekki eldra en
frá síðari hluta 19. aldar og hana er einnig að finna í Orðabók Blöndals
(viðbæti og leiðréttingum) frá árinu 1924 og loks er þá mynd eina að fmna
í Orðastað Jóns Hilmars Jónssonar (1994). Enn kjósa þó sumir fremur að
nota myndina taka sinnaskipti, og hefur svo verið frá 17. öld og allar götur
fram til nútímamáls. í Biblíunni frá árinu 1981 er t.d. afbrigðið taka sinnaskipti notað
tvlvegis en myndin taka sinnaskiptum fjórum sinnum eins og auðvelt er að ganga úr
skugga um í því ágæta riti BiblíuIykiII sem nýlega kom út. Úr Viðeyjarbiblíu (1841)
þekki ég hins vegar aðeins afbrigðið taka sinnaskipti.
Telja má ótvírætt að afbrigðið taka sinnaskipti sé uppmnalegt. Elsta dæmi um
það, sem ég þekki, er úr Deiluriti Guðmundar Andréssonar frá 17. öld: Guð tekur
aldrei sinna- né siðaskipti svo sem mennirnir. En ræturnar liggja dýpra. Úr fomu máli
er að finna dæmin taka skapskipun og taka skapskipti þar sem merking og líking er
svipuð. Þar við bætist að í ýmsum svipuðum samböndum er í elstu dæmum jafnan
notað þolfall, t.d. taka. litaskipti (1675) og taka stakkaskipti (17. öld) en síðari mynd-
in breytist í taka stakkaskiptum á síðari hluta 19. aldar. Uppranalega er því notað
þolfall, þ.e. taka e—ð, og í mörgum samböndum kemur þolfallið enn eitt til greina,
t.d. taka kristna trú og taka siðaskipti, sbr. enn fremur afbrigðið taka sér stakka-
skipti (1726) og taka sér tak. En hvað liggur að baki breytingunni? Því er vandsvarað
en trúlega liggur hér merkingarbreyting að baki. Benda má á að sambandið taka e-ju
er algengt í merkingunni ’verða fyrir e-u (jákvæðu)^ t.d. taka framförum (Viðeyj-
arbiblía (1841)), taka fljótum þroska (Þjóðsögur Jóns Ámasonar) og taka breytingum
en síðasta dæmið þekki ég ekki af bókum. Aldur breytingarinnar (19. öld) kemur heim
og samán við aldur dæmanna taka framförum og taka fljótum þroska. Ef þessi tilgáta
er rétt er hún eitt af íjölmörgum dæmum þess að merking breyti búningi eins og átt
hefur sér stað í orðatiltækinu rasa fyrir ráð fram (fornt) sem breytist í rasa um ráð
fram (nútímamál) vegna áhrifa frá samböndum eins og flýta sér um of. — Hér fer
því hvort tveggja saman, breyting á merkingu og breyting á búningi.