Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1995, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1995, Page 10
að segja hvaðan hugmyndirnar koma. Þær streyma bara fram í sífellu við einbeitingu. Það liggur mikil æfing í skissunum og ég velti því ekkert fyrir mér hvernig ég teikna til dæmis einstök atriði eins og hatta og annað. Þetta er stöðugt streymi. Ef ég hugsa um þetta á vitsmunalegan hátt þá býst ég við að með tímanum hafi sjónin þjálfast, ég sé betri í að raða hlutun- um saman og að einbeitingin hafí skerpst. En það er sjaldnast að maður velti fyrir sér hvaðan hugmyndirnar koma og ef það ger- ist þá verkar það undarlega, óraunverulega. Maður veltir því heldur ekkert fyrir sér af hveiju manni detti allt í einu í hug að fara að heimsækja systur sína. Hugmyndinni skýtur upp og ekkert meira með það. Annaðhvort er henni svo fylgt eftir eða ekki.“ Andlitin á myndunum líkjast þér, ekki satt? „Þar bregð ég á leik, því þau líkjast mér og þó ekki. Myndir eru upphugsaðar. Mynd- ir af fólki eru ekki fólk. Það er bara efnivið- ur. Rithöfundur sem skrifar um morð er ekki morðinginn, en hann verður ekki minna hættulegur fyrir vikið. Myndir mínar af- hjúpa þætti sem eru til. í þeim er skapaður heimur til hliðar við okkar heim, því á ann- an hátt er ekki hægt að ná í hinn raunveru- lega heim. Þetta er líka ástæðan fyrir list- sköpun. Það er nauðsynlegt að umskrifa raunveruleikann til að hann komi í ljós. ÞVERT Á TÍMANN Þú talar um ástæður listsköpunar. En hvað er þá list fyrir þér? „Það sem gengur þvert á tímann, nær handan hans. Ég hef áhuga á gamalli list. Það vekur áhuga minn að gamlar myndir skuli ná svo langt handan síns tíma. List er ákveðnar reglur, sem ég get ekki skýrt nánar, en ég get útilokað fullt af hlutum sem list. Listaverk í samtímanum eru nokk- urs konar viðræður við aðra listamenn. Sjálfur læri ég mest af þeim sem vinna á einhvern allt annan hátt en ég sjálfur. Spurningarnar vakna upp af þeim skoðana- skiptum, því verk þeirra sem vinna á allt annan hátt en ég krefja mig svars og skýr- ingar á hvar ég standi sjálfur. Eitt af því sem ég læri fima mikið af eru innsetningar, þar sem ég hef á tilfínn- ingunni að viðkomandi listamaður vinni á svipuðum nótum og ég, þar sem ég finn einhvern samnefnara, þó hann fari allt aðra leið. Ég lít eftir þeirri list, sem mér finnst góð og læt annað vera. Það ríkir svo mikið frjáls- ræði á listasviðinu að allir komast að. Aður gat ég æst mig lifandis býsn yfír því, en það er bara verst fyrir mann sjálfan að eyða kröftunum í slíkt. En fijálsræðið getur orðið svo mikið að allt verði á einhvern hátt vanmetið, ekki síst hér í Danmörku, landi Grundtvigs, þar sem aldrei má tala um að neinn beri af. En það er nauðsynlegt að hafa slíkan hóp, sem hleypur hraðar en aðrir. Ég hef verið svo heppinn að hitta einmitt nokkra þannig, sem ýta við öðrum, setja flóðið af stað. Þegar kemur að því að meta eigin verk, þá get ég oft verið í vafa, en það raknar úr honum á einhveijum tímanpunkti. Stund- um verður það, sem í fyrstu virtist gott ekki gott og það sem stefndi í vitlausa átt, sýnir sig allt í einu að vera það rétta. Aðr- ar myndir virðast góðar í skissuformi, en þokast svo aldrei lengra. Það eru til lista- menn sem vísvitandi mála eins lítið og þeir geta, en það álít ég rangt, því það skilar betri árangri að mála mikið. Það er ekki hægt að hugsa heilu myndimar fyrir. Það sprettur eitthvað upp af umgengni við liti og léreft. Vinnan gefur kraft, sem skilar sér. Af hverri mynd spretta hugmyndir sem stefna í ýmsar áttir og það er himnesk til- finning. Flestir listamenn hafa nokkuð svipaða tilfinningu fyrir list og því hvað getur stað- ist tímans tönn. Til að lesa úr myndum þarf þekkingu á listasögunni, þó ég reyni reyndar alltaf að mála myndir sem áhorf- andinn getur notið án þess að hafa mennt- un í listasögu. Ég reyni að skapa mynd í tómarými í höfði áhorfandans. Ef honum finnst myndin ekki koma sér við, ekki snerta líf hans á neinn hátt, þá kemst hún ekki til skila. Duchamp hélt því fram að allt sem kæm ist á safn yrði að list og þessi skoðun er ekkert merkileg lengur. En hvað með að fara hina leiðina? Spumingin er hvort hægt sé að skapa list utan heims listarinnar. List sem samt sem áður dregst þangað inn. Það hefur gerst mikið síðan að hinir ungu og villtu komu fram á sjónarsviðið á síðasta áratug. Bæði í Bandaríkjunum og Evrópu ber mikið á ýmsu félagslegu efni í mynd DANSKI listmálarinn Michael Kvium. list, til dæmis í verkum Damiens Hirsts og Kikis Smiths. í Danmörku svífur Per Kirkeby yfir vötn- unum. Abstrakt yfir alla línuna, en ég nenni ekki að æsa mig yfir því. Yngri málarar hafa átt í erfiðleikum með að skera sig úr. Tilhneigingin er alltaf að halda sig að því sem liggur í loftinu. Listatímaritin eru nokk- urs konar tískublöð og setja sín spor. Og út frá listaskólanum ganga eins og hringir í vatni. Skólamir og tímaritin verða for- senda þess, sem gert er. En það er ekkert sem heitir að gera „það rétta“ í list. Eða öllur heldur, þá er það kannski hægt, en það færir enga fullnægingu. Og það er heldur ekki hægt að segja um sjálfan sig að maður sé „avant garde“, í fararbroddi. Maður getur kannski verið við hliðina á ... en annars kemur gildi verkanna aðeins í ljós með tímanum." í umsögnum um myndir þínar er oft tal- að um einhvern óhugnað í þeim. En þær lýsa líka af einhvers konar ró’ og friði, sam- ræmi. Hvað segirðu um það? „Góðú myndirnar mína bera kannski í sér ró og samræmi því að það er ekkert í þeim, nema það sem á að vera þar. Það verður að vera samræmi í þeim til að þær hafi áhrif. En ef það væri til uppskrift að samræminu þá væri þetta á hreinu, en það er ekki hægt að skýra þetta fræðilega. í Hollywood er líka leitað að galdrinum við góðar myndir og þeir búa til mynd eitt, tvö og þijú, án þess að takist að finna formúl- una fyrir því heppnaða. Spilað í Allra Augsýn Myndir Kviums hafa verið sýndar víða um lönd, í Svíþjóð, Sviss, Frakklandi, Þýska- landi og Bandaríkjunum. Og Kvium er ekki í vafa um að hann vill gjarnan sýna erlendis. „Það skiptir máli að sýna erlendis og ég sýni meira að heiman en heima. Núna, þeg- ar ég þarf ekki að kvarta yfir áhugaleysi hér heima er líka hætta á að maður verið ofnotaður. Að fólk hafi á tilfinningunni að það sjái of mikið af mér. Ég sýni því ekki oftar en tvisvar á ári í Danmörku. Mín landamæri liggja ekki við dönsku landamærin og ég veit meira um erlenda list en danska. Það hefur verið ánægjuleg reynsla að hitta erlenda sýningargesti, ánægjulegra en gesti hér heima af þeirri einföldu ástæðu að í flestum löndum nýtur myndlist meiri hylli og virðingar en í Dan- mörku. Það segir sig sjálft að stærð land- anna skiptir máli. I Þýskalandi eru sjötíu milljónir íbúa og því meiri líkur á að það spinnist áhugaverðar samræður. Það besta væri að búa í erlendri stórborg, en fjölskyld- an bindur. Ég reyni hins vegar að vera sem mest á ferðinni. I hveiju landi er tilhneiging- in sú að innlendir listkaupendur kaupi inn- lenda iist og því þarf maður sem útlending- ur að mæta reglulega með sýningar, svo þeir kynnist myndmálinu og myndunum Landi minn Albert Mertz hefur sagt að sá sem sýnir aðeins heima hafi það eins og sá sem teflir við meistarana með því að notast við skákirnar í blöðunum. Ég vil heldur fara út og taka þátt í spilinu í allra augsýn." Og það gerir Michael Kvium því í októ- ber síðastliðnum stóð sýning á verkum hans í DCA Gallery á 420 West Broadway í New York. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins í Kaup- mannahöfn. ÁSLAUG S. JENSDÓTTIR Haustljóð Norðurljós sem leifrið um stjörnubjart himinhvolfið berið kveðju heim. Þangað sem kyrrlátt haust- rökkrið hjúpar föiblárri skikkju fallandi laufin í garðinum. Silfurlitur máninn gægist yfir hrímþakta ijallatindana. Mildur andvari leikur um iund- inn. Þar geymir þögnin glaðværar raddir sumarsins og klingjandi hlátur barnanna sem berfætt og léttklædd báru tært vatnið úr bæjarlækn- um í leikjum sínum. Tindrandi norðurljós, töfrar næturinnar. Yfir snæviþakin ijöll berast draumar mínir heim. Ástarljóð Við lásum á enginu lítið blóm þá lífsgangan hafin var. Ástarblómið sem allir þrá og elskunnar Ijóma bar. Æskunnar blik því angan bjó svo ástir komandi dags leiftruðu gegnum lífsins ský og lýsa til sólarlags. Höfundurinn er frá Núpi í Dýrafirði. AÐALHEIÐUR SIGURBJÖRNSDÓTTIR Brotin blöð Kald- hæðnis bjúgverpill Þar sem glumdi í hinu ógleymanlega geymda Leggur einn á milli stafs og hurðar tónaljósabrigðaskiptin endurheimt til atlögu í kyrrþey hamrar á ... fetin - stikar - engin stökkin þar mátti ekki þyrla upp draumum á meðal lyklapétur dinglar glottandi né láta kvisast valdalyklum ... að leyndum myndum og sendum Höfundur fæst við myndlist og ritstörf. ELÍN DUNGAL Væri ég... Væri ég kærleiksorð í þínu eyra allan minn vilja fengir þú að heyra. Væri ég blær um vorsins daga bjarta ó, hve égmundiylja þínu hjarta. Væri ég rós ég roðnaði af gleði ef þínu mætti ég þóknast geði. Væri ég aðeins vegur sem þú gengur, fyndirþú ekki farartálma lengur. Væri ég bæn sem beint til drott- ins færi, óuppfyllt framar engin ósk þín væri. Væri ég nóttin, niðdimm hjá þér inni, af alúð ég vefði þig umhyggjunni minni. Væri ég sólin, víst mundu skína Ijósgeislar mínir á leiðina þína. Höfundur er píanókennari í Reykjavík. Ljóðið birtist í Lesbók 16. sept. sl. en er endurbirt hér vegna prentvillu sem í því varð. Höfundur og lesendur eru beðnir velviríðingar. GRÍMUR MARINÓ STEINDÓRSSON Bæn Guð minn! hjarta mitt er fullt af trega líttu til mín lát mig finna þig er allt til einskis líka trúin á þig. Það er myrkur ert þú í Ijósinu lýstu þá upp hjarta mitt. Hvar er skugginn af þér hvar er vissan Vitund er fjarri. Hvert á ég að leita Þig er ekki að finna. Alltaf bara von í vonleysinu. Höfundur er myndhöggvari.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.