Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1995, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1995, Síða 11
ÞETTA er seðillinn sem kostaði falsarann næstum því höfuðið. Honum tókst ótrúlega vel að teikna framhlið seðilsins, þar sem danskan er notuð, en miklu síður bakhliðina er þó var á íslensku. Mesta eftirtekt vekur hverm'g Þorvaldur sleppir úr í smáa letrinu, neðst á bakhliðinni, orðinu „Liv“. Falsaranum var ekkert áfram um að halda því á lofti að fölsun peningaseðla varðaði ekki að- eins eigna- og ærumissi heldur einnig lífláti. Fálsarinn og dómari hans H INN 13. desember 1783 kom fátækur piltur utan úr Möðruvallaklaustursókn inn í búð kaupmannsins Friðriks Lynge á Akureyri. Þetta var Þorvaldur Þorvaldsson, vinnumaður á Skútum. Hann hafði orðið tvítugur þá um Kafli úr nýrri bók um ótrúlega lífsgöngu Þorvalds Þorvaldssonar Schovelin, listfengs manns sem hlaut harðan dóm fyrir að falsa peningaseðil norður í Eyjafírði 1783 oger söguefni í Falsaranum, skáldsögu Björns Th. Björnssonar. í bók Jóns er leitað sannleikans um falsarann og yfirvaldið sem dæmdi hann til dauða. Eftir JÓN HJALTASON haustið og var ekki laust við að forsjár- menn sveitarinnar hefðu af því nokkrar áhyggjur hvað ætlaði að verða úr piltinum. Þegar jafnaldrar hans gengu til nytsamra starfa eða ærsluðust sat hann stundum einn út af fyrir sig og dró upp niyndir á margnotaðan og þvældan pappír. I vinnu- mennskunni gáfust þó fáar slíkar frístund- ir og var reyndar ekki laust við að reynt væri að venja Þorvald af þessari fánýtis iðju. í búðinni dró Þorvaldur upp ríkisbanka- seðil og vildi fá að leggja hann inn á reikn- ing móður sinnar. Lynge kaupmaður sá strax að eitthvað var bogið við seðilinn og spurði Þorvald hvar hann hefði fengið ríkis- dalinn. Þorvaldur var loðinn í svörum og muldraði eitthvað um að hafa tekið við honum fyrir hönd móður sinnar. Kaupmað- urinn sætti sig illa við þetta svar, snarað- ist inn á kontór sinn og skrifaði bréf til Jóns Jakobssonar sýslumanns á Espihóli þar sem hann skoraði á yfírvaldið að kalla piltinn til yfirheyrslu. Það verður að grafast fyrir um það hvar og frá hverjum drengurinn hefur fengið þennan seðil, skrifaði Lynge, auk þess sem yfirheyra verður alla þá er kynnu að geta varpað einhveiju ljósi yfir mál þetta. Kaupmaðurinn vildi greinilega ekki slá því föstu strax að Þorvaldur væri höf- BAKSAÐ við að koma kaupskipi út langan og mjóan Eyjafjörðinn. Falsarinn var fluttur utan með skipi þessu líku. Á leið í kaupstaðinn eru ef til vill Grímseyingar með vörur sínar og má vera að þeir hafi verið síðustu Islend- ingarnir sem falsarinn sá er hann var sendur utan til að afplána lífstíðar- fangelsi í Kronborgarkastala við Eyrarsund. undur að seðlinum. Hann undirstrikaði sérstaklega við sýslúmanninn að sá er bent gæti á höfund seðilsins yrði að gera kröfu til verðlaunafjárins er stjórnvöld í Kaupmannahöfn höfðu heitið þeim er kæmu upp um peningafalsara. Ekki kvaðst Lynge hafa innleyst seðilinn, hann hefði þó lagt hald á hann og hygðist senda hann utan til Kaupmannahafnar þar sem hinn konunglegi banki myndi hafa lokaorðið um gildi seðilsins. Jón sýslumaður virtist ekki kippa sér mikið upp við bréf kaupmannsins. í því fólst ekki bein kæra og svo undarlega sem það nú hljómar þá virtist þessi yfirmaður lögreglumála í Eyjafirði ekki hafa mikinn hug á því að handtaka Þorvald. Lynge lét þetta ekki aftra sér enda hafði konungur- inn heitið háum verðlaunum þeim er kló- festu peningafalsara. Þann 16. desember riðu menn á vegum kaupmannsins í hlaðið á Skútum, handtóku Þorvald og fluttu hann í kaupstaðinn. Daginn eftir var ferð inni haldið áfram inn að Espihóli og fang- inn afhentur sýslumanninum. Vegna skorts á afdráttarlausum sönnun- argögnum verður ekki fullyrt að Jón hafi dregið fæturna í þessum málatilbúnaði kaupmannsins en óneitanlega virðist ýmis legt benda í þá átt. Lynge kaupmaður stóð fyrir handtökunni og þegar Þorvaldur kom inn á Espihól ræddi Jón við hann einslega til að kynna sér málavexti. Hvernig þessar yfirheyrslur hafa farið fram vitum við ekki en hitt er ljóst að Þorvaldur var ekkert að leyna því að hann hefði sjálfur og með eigin hendi teiknað seðilinn. „Endelig har og Thorvalder Thorvaldsen, skiöndt hem melig, for Syslemanden tilstaaet, selv og egen hændig, at have forfattet en falsk banco Sædel,“ skrifaði Jón þann 23. des- ember. Það var því ljóst að ekki varð hjá því komist að rétta yfir Þorvaldi. Seinasta dag ársins 1783 lauk skrifari sýslumannsins á Espihóli upp dóma- og þingbók Eyjafjarðarsýslu og byijaði að skrifa. „Anno 1783 þan 31ta Decembris að settu Extraordinair héraðs þings að Espehóle í Eyjafirði af sýslumanninum Jóne Jacobssyne ...“ Mættir voru að boði Jóns átta virðulegir og velforstöndugir lög réttumenn til þingvitnis og sem meðdóms menn í máli Lynges á hendur Þorvaldi Fyrir kaupmanninn, sem hafði boðað for- föll vegna vanheilsu sinnar, kom Sigurður Ólafsson á Kjarna fyrir réttinn en Jón Oddsson á Rúgsstöðum hafði verið skipað ur verjandi Þorvalds. Engum viðstöddum gat dulist að útlitið var svart fyrir Þorvald. Skrifarinn var þeg- ar búinn að færa inn í dómabókina, eftir fyrirskipan Jóns sýslumanns, að arrestinn væri búinn að meðganga, samt heimulega, að hafa tilbúið einn falskan bancóseðil sem hann reyndi að selja kaupmanninum á Akureyri. Allt hlaut þetta nú að koma fram með formlegum hætti þegar sökin var tekin undir lög og dóm. Tók nú rétturinn til við að spyrja sakborninginn. „Hefur þú tilbúið nokkum bancóseðil?" „Já,“ svaraði Þorvaldur. „Nær gjörðir þú það?“ „Ég man ei um hvern tíma það var í sumar.“ Var Þorvaldi nú sýndur falski seðillinn sem Lynge kaupmaður hafði lagt fram fyrir réttinn og spurður hvort þetta væri iessi bancóseðill er hann hefði teiknað. Jú, Þorvaldur kannaðist við að þetta væri sami seðillinn og hann hefði gert með eigin hendi.- „Hafa nokkrir verið í verki með þér að tilbúa þennan seðil?“ „Nei.“ Hefur þú tilbúið fleiri bancóseðla?“ „Nei.“ Málið lá nú ljóst fyrir, Þorvaldur hafði játað sekt sína og hlaut að gjalda fyrir. Jón sýslumaður vildi þó vita hvort hann hefði sér eitthvað til forsvars. Nei, ekki var það. Jón frá Rúgsstöðum, veijandi hans, stóð þá upp og framlagði eitt innlegg sem var forsvar hans Þorvalds vegna. Skýrði Jón frá því, og skrifarinn færði inn í dómabókina, að skjólstæðingur sinn hefði af heimsku og til hugleiksraunar málað lessa bancóseðils nefnu. Jón byggði vörn sína á því að Þorvaldur hefði sjálfur sýnt hinum skynsama og eftirtektarsama kaup- manni hinn kjánalega seðil. Brot sveita- piltsins, sagði Jón, er því ekki annað en >að að hann skyldi láta freistast til að sýna kaupmanninum að hann gæti vel til- búið einn svona bancóseðil sem konungur- inn hefur lofað að greiða með gulli og silfri. Þegar hér var komið þótti Jóni sýslu- manni rétt að grennslast fyrir um það hjá nálægum þingmönnum hvað þeir vissu um foreldra Þorvalds. Svöruðu þeir þar upp á að bæði hefðu verið ráðvönd og fróm. Sama kváðust þeir hafa heyrt um delinq- ventinn Þorvald sem eftir ministerialbók prestsins var 19 vetra á næstliðnu sumri, en tvítugur nú um veturnætur. Fékk nú monsjör Sívert, (Sigurður frá Kjarna) fyrir hönd kaupmanns Lynge, orð- ið og lagði hann fram greinargerð eða ályktun frá kaupmanninum sem var upp- lesin í réttinum um að halda skyldi málinu til streitu enda mikilvægt að menn virtu seðla konungs og væru ekki að teikna eft- ir þeim sjálfir. Voru svo sækjendur og veijendur spurð- ir hvort þeir hefðu eitthvað frekar að fram- færa, hvar upp á þeir svöruðu nei. Báru svo sýslumaðurinn og meðdómendur hans' saman bækur sínar og kváðu síðan í herr- ans nafni og sameiginlega upp eftirfarandi héraðsdóm: [Var svo Þorvaldur dæmdur til dauða og segir í framhaldinu af því hvernig kon- ungi þóknaðist að náða íslendinginn unga en heimtaði hann utan til geymslu í Kron- borgarkastala. Er Þorvaldi fylgt þangað út og síðan heim aftur. Segir Jón Hjalta- son frá tildrögum þess að falsarinn var drepinn í bæjarstofunni á Naustum og furðulegum misskilningi er varð til þess að læknir Norðlendinga úrskurðaði Þorvald lifandi þrátt fyrir að hjartað væri hætt að , slá. Fyrir vikið var líkið geymt í rúmi sínu yfir nótt og áttu allir von á að það myndi von bráðar spretta upp aftur. Seinast en ekki síst spyr Jón: Var falsarinn drepinn af kaldrifjuðum morðingja?] LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. NÓVEMBER 1995 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.