Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1996, Blaðsíða 5
'ða hinn raunverulegi sköpunarkraft- ist gríðarlega. Allt stefnir auk þess í ía lægri skatta en aðrir. ÚTIER ævintýri. Loforð stjórnmála- mannanna munu lítils mega sín gagnvart valdi markaðarins. Ný heimsmynd er fyrirsjáanleg þar sem þjóðríkið verður í engu frábrugðið staðarfyrirtæki sem er hluti heims- fyrirtækis. Verða Mannréttindi ÚRELT? Nú má sjá að þekkingarstarfsmennirnir eru hinn raunverulegi sköpunarkraftur auðsins. Tekjur þessara eigenda þekkingar- auðs og ijármagns munu aukast gríðarlega og þeir verða aufúsugestir hvar sem er í heiminum. Frá og með október 1994 gátu erlendir frumkvöðlafjárfestar með 1 milljón sterlingspunda til ráðstöfunar komist hjá almennum aðgangsreglum inn í Bretland. En Bretland hefur verið seint að taka við sér og að auki hefur það verið hálfvand- ræðalegt fyrir Breta að enginn hinna ríku útlendinga hefur viljað búa þar. í Banda- ríkjunum er í gildi stefna sem veitir ákveðn- um umsækjendum um ríkisborgararétt for- gangshraða, þ.e. kaupsýslufólki sem getur reitt fram 1 milljón dollara og tryggt tíu manns atvinnu. Sex hundruð milljónerar fluttu til Ameríku árið 1993. Það er aðeins tímaspursmál hvenær þekkingarauður, eins og vísindaleg og tæknileg sérþekking er, verður skilgreindur á efnahagsreikningn- um. A hinn bóginn eru menn í auknum mæli að átta sig á því að hreint tap er af hveijum og einum þjónustustarfsmanni rík- is og fyrirtækis - kostnaðurinn sem fylgir þjónustustarfsfólki er mun meiri en tekj- urnar sem það skapar. Héðan af verður ætlast til mun meira framlags af þjónustu- starfsfólki þannig að það skili tekjum ólíkt því sem áður tíðkaðist þegar þjónustustarf þýddi aðeins að menn létu sjá sig í vinnu. Fyrirtæki munu lækka þjónustustarfsfólk í launum og tign og það er engin tilviljun að flest vestræn fyrirtæki eru þessa stund- ina að hrinda í framkvæmd meiriháttar niðurskurðaráætlunum. Þetta allt saman er að gerast á meðan mannfjöldaþróun í þriðja heiminum er að sprengja allt utan af sér (95 prósent mann- fjölgunar í heiminum eiga sér stað í vanþró- uðu ríkjunum). Til að stemma stigu við óhjákvæmilegum þjóðflutningum í stórum stíl munu þróuðu ríkin reisa girðingar til að halda erlendu þjónustustarfsfólki utan landamæra. Hvert ríki hefur meira en nóg af þjónustustarfsfólki á sinni jötu. Þessa er nú þegar farið að sjást merki. Kanada- menn áætla að innleiða 1000 dollara (kanadadollara) skatt á fólk sem sækist eftir ríkisborgararétti. Með skattlagning- unni er líklegt að það dragi úr því að fátæk- ir þjónustustarfsmenn sæki um landvistar- leyfi en að umsóknir ríkra þekkingarstarfs- manna aukist. í Kaliforníu eru þegar fram komnar tillögur (Proposition 187) á fylkis- þinginu um að útiloka nærri því tvær millj- ónir ólöglegra innflytjenda frá skólum, velferðarþjónustu, og öllu nema bráðaheil- sugæslu. Hversu langur tími mun líða þar til við höfum „mismunandi réttindi" til handa „mismunandi borgurum", sem verða flokkaðir af tölvum og stjórnað af handhöf- um rafrænna korta? Hversu langur tími mun líða þar til hugtakið „mannréttindi“ verður úrelt eins og „guðlegur réttur kon- unga“? Hollusta, En Við Hvað? Á sama tíma og eftirspurn heimsfyrir- tækja eftir hæfni og kunnáttu þekkingar- þjónustustarfsmanna verður æ meiri þá fer sú hugsun að sækja á þá að þjóðrjkið van- meti þá eða að það hafi hreinlega brugðist þeim. Útlegð hefur ekki lengur í för með sér neinar ofsóknir á hendur einstaklingum. Það er því viðbúið að hinir „efnahagslegu málaliðar" heimsfyrirtækjanna, sem fer ört fjölgandi, fínni til lítillar hollustukenndar við þjóðríkið. Þeir sem vefja sig inn í fán- ann geta bráðlega átt von á því að verða jarðaðir í honum. Ástandið er mögulega enn flóknara vegna þess hve fyrirtæki treysta í auknum mæli á rökgreinendur, eigendur þekkinga- rauðsins. Við erum nú að verða vitni að sífellt magnaðri valdabaráttu á milli rök- greinenda og eigenda fjármagnsins í þess- um fyrirtækjum og líkur eru á að þessi togstreita breyti í grundvallaratriðum sjálfu eðli kapítalismans. Gera má ráð fyr- ir að þessi átök verði engu veigaminni og jafnafdrifarík og þau er áttu sér á milli landeigenda og iðnrekenda á fyrri hluta nítjándu aldar. Sú barátta skóp kapítalisma dagsins í dag. Til að laða að fólk úr úrvalshópnum sem býr yfir þekkingu og fjánnagni - vítamín- sprautu efnahagsins - stefnir nú þegar í það að elítan mun greiða lægri skatta, ekki hærri en aðrii'. Mikill meirihluti ríkis- stjórna er að lækka skatta í hæstu þrepum í takt við minnkandi skattheimtu á heims- vísu. „Tekjuskattur í hæsta þrepi hefur lækkað um 16,5 prósent í heiminum að meðaltali frá árinu 1975 til 1989.“ Helstu framleiðendum og birgðahöldurum auðs - fjölþjóðafyrirtækjum - hefur í auknum mæli tekist að aðlaga bókhald sitt og verð- lagningu á alþjóðlegum peningaviðskiptum innan fyrirtækjanetsins þannig að hagnað- ur þeirra er skráður í löndum þar sem skattlagning er lág á meðan þeir halda áfram að stunda viðskipti í löndum þar sem skattbyrði er há. Mjög bráðlega munu fyrir- tæki semja um skattaívilnanir ekki aðeins handa sjálfum sér heldur einnig til handa útvöldum úrvals starfsmönnum. Sá mark- aður sem þjónar hinum hreyfanlegu ríku með upplýsingum um skatta- og viðskipta- kjör vitt og breitt um heiminn er í örum vexti. Karl Ziegler heldur því fram að nú þegar séu 60 prósent af einkavæddri bankastarfsemi heimsins bundin í sjóðum í eftirlitslausum skattaparadísum utan lög- sögu. Á meðan munu ráðstöfunartekjur fjöld- ans í flestum þjóðfélögum dragast verulega saman. Ný efnahagsleg valdahlutföll í al- þjóðakerfinu þýða að skattbyrðin er að færast á herðar hinna óhreyfanlegu; og frá tekjum yfir á útgjöld. Þegar Leona Helms- ley sagði „það er bara litli maðurinn sem borgar skatta“ var hún óafvitandi að spá fyrir um framtíðina. Þetta gengur í bága við allar viðteknar hugmyndir um félags- legt réttlæti síðustu tvö hundruð árin. Það er óumflýjanlegt að breytingatímabilinu muni fylgja órói, félagsleg átök og jafnvel upplausn. MUN Þ JÓÐRÍKIÐ HAFA Hlutverki Að Gegna? Hvert sem litið er, er þjóðríkið á undan- haldi. Borgararnir eru smátt og smátt að missa trú á þjóðríkið, þeir líta á það sem sérstakt tuttugustu aldar fyrirbæri. Ríkið er nefnilega að bregðast hlutverki sínu sem því var fengið með hinu „Fástíska sam- komulagi", þar sem einstaklingurinn beygði sig undir lögmæta valdbeitingu rík- isins í skiptum fyrir að ríkið veitti honum vernd og öryggi. Heimsvæðingin hefur sýnt fram á að James Bond goðsögnin um að ríkið væri gott og fjölþjóðarisasamsteyp- ur (Spectre) vondar var blygðunarlaus áróður þjóðríkisins. James Bond, vemdar- vættur og dýrlingur þjóðríkisins, er nú ekkert annað en illa innrættur karlfauskur. Þjóðríkið er byggt á þeirri forsendu að ríkið eigi einstaklinginn og leiðtogar ríkis- ins geti nýtt þessa eign að geðþótta. En þekkingarstarfsmenn kalla þetta félagslegt óréttlæti: vegna þess að það er ekkert rétt- læti í jöfnuði. Öll skattlagning er þjófnað- ur. Þá er ríkið að afla fjár í krafti valds. Þeir segja hæðnislega að „almannaheill“ sé ekki heillandi heldur mestan part óheil- indi! Hagsmuna- og sjálfstæðisbarátta þekkingarstarfsmanna á eftir að verða meiriháttar „bisness" á upplýsingaöldinni. Sjálft eðli þjóðríkisins er að breytast; héðan í frá mun það í auknum mæli haga sér eins og hvert annað fyrirtæki. Það er almenn skoðun á Vesturlöndum að sum ríki séu að breytast í glæpahringi en þeir munu líka verða þátttakendur í heimsversl- uninni. Blaðið Guardian, (10.12.1993) sagði sögu sem ómeðvitað lýsir því hvernig hlutverk ríkisstjórna og fyrirtækja er að renna saman. Blaðið varpaði fram spurn- ingunni: „Hver er munurinn á Zambíu og Goldman Sachs.“ Svarið var: „Annað er afrískt land sem þénar 2,2 billjónir dollara á ári og deilir því með 25 milljón manns. Hitt er fjárfestingabanki sem græðir 2,6 billjónir dollara... og deilir því með 161 manni. Gott og gilt!“ Vitaskuld særir það hina „viðkvæmu" fijálslyndismenn á Guar- dian að heyra um svo stórkostlega ósann- girni. Dylgjur þeirra um „Gullnámu Sachs“ bera því vitni. Osanngirni? Þeim láist að átta sig á því að rökgreinendur Goldman Sachs öfluðu þessa fjár. Já, þeir unnu fyr- ir því, og þeir unnu fyrir því á sanngjarnan hátt. í eyrum þekkingarstarfsmannanna er þetta ákall um sanngimi ekkert nema harmakvein afæta og mislukkaðra manna. Þeir segja tíma til kominn að menn losi sig við þær fomfálegu og afturhaldssömu grillur að vinna feli í sér líkamleg áreynslu. Að sjálfsögðu er vinnuafls þörf - en það er nóg af vinnuafli þarna úti í hinum stóra heimi. Það er hinn sjaldgæfi eiginleiki mannsins, þekkingin, sem er efniviður morgundagsins. Stjórnmálamenn verða að hætta að klifa á því að „barnfóstruríkið" viti best og spila á tilfinningar hjarðarinn- ar. Ríkisstjórnir sem og önnur fyrirtæki munu þurfa að lifa fjárhagslega af á fram- taki hinna fáu innan úrvalshópsins - og ekkert þjóðríki hefur sjálfkrafa tilvistarrétt. Á LÝÐRÆÐIÐ SÉR FRAMTÍÐ? Þörfin fyrir það að veita heimafólki at- vinnu leiðir til þess að stærsta félagslega vandamál stjórnmálamanna á næstu ára- tugum verður að laða að heimsatvinnurek- endur til að fjárfesta og til samstarfs við fyrirtæki á heimamarkaði og að halda þeim þar. Ríkisstjórnir munu ekki eiga annarra kosta völ en að beygja sig undir vilja al- þjóðasamsteypa. Ný heimsmynd er fyrir- sjánleg þar sem þjóðríkið verður í engu frábrugðið staðarfyrirtæki sem er hluti heimsfyrirtækisins og mun framvísa mark- MANNKYNIÐ er að sögn höfundar að skiptast í tvennskonar at- vinnuflokka: Mennta- menning- ar og kaupsýslu- úrval annarsveg- ar, sem er mjög hreyfanlegt lið, - og hinsvegar óhreyfanlega, staðbundna þjón- ustustarfsmenn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. JANÚAR 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.