Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Qupperneq 13
Mynd: Ámi Elfar. FARSKÓLSNN í Síðunni fetar sig eftir hlykkjóttri vagnaslóðinni, átta börn með skinnhúfur á höfði og tvenna háleista og gúmískó á fótum, þau ganga í halarófu á eftir kennslukonunni. ATBURÐUR ÁÞORRA EFTIR BÖÐVAR GUÐMUNDSSON „Ólafur í Dæli lagði af stað niður túnið í veg fyrir Stórablesa en hann var ekki komii nn hólfa leið 1 þegar Stóriblesi geystist h ijó með þandar nasir og trylltan eld í augum og s litrin af kortastatífunum enn hangandi ó k Jyfberanum". AÐ marrar hátt í hjaminu á þröngum vegarslóðanum þar sem margir fætur ganga, það er kyrr- viðri á miðjum þorra með élja- drögum til fjalla og töluverðu frosti. Farskólinn í Síðunni fetar sig eftir hlykkjóttri vagnaslóðinni, átta böm með skinnhúfur á höfði og tvenna háleista og gúmískó á fótum, þau ganga í halarófú á eftir kennslukonunni, strák- arnir reyna hvenær sem færi gefst að troða snjó niður um hálsmálið á stelpunum og fá þær til að skrækja, og stelpuraar em alveg með á nótun- um, gæta þess að vera mátulega lítið á verði svo að ein og ein snjógusa nái að hríslast niður bak- ið á þeim, gæta þess að bregðast nógu reiðar við til að jafnaldrar þeirra karlkyns, sem eru flestir örlítið minni en þær, taki til fótanna. Og strák- arnir gæta þess auðvitað líka að halda flóttanum innan hæfilegra hraðamarka, svo að stelpurnar nái þeim móðar og heitar og leggi á þá hendur. Petta er allt svo rosalega gaman. Binhvern tímann á öldinni sem leið settu ein- hverjir karlar í Reykjavík eða Kaupmannahöfn lög um að börnum á Islandi skyldi safna saman á vetmm og síðan yrði þeim kennt að lesa og skrifa og sitthvað fleira gott og nytsamlegt. Og nú era áreiðanlega liðin hundrað ár síðan þeir púuðu þessi fræðslulög í skeggið hver á öðmm, og þeir era allir löngu dauðir, karla- skinnin. Peir eru svo löngu dauðir að þeir vora dauðir áður en stríðið brast á úti í heimi skömmu eftir að þessir krakkar sáu dagsins ljós, þetta margumtalaða stríð sem fylgir krökkum enn í litabókum og leikfóngum þótt því sé lokið að sögn, gott ef þeir vora ekki dauð- ir fyrir stríðið sem var á undan þessu stríði, ef þeir hafa þá ekki dáið úr spönskuveikinni eða svartadauðanum. Pað er alla vega alveg ógur- lega langt síðan. En verk þeirra lifa. Hér arka nú íslensku börnin í frostkælunni milli bæja með ólátum og píkuskrækjum, kennslukonan fer fyrir, skreflöng og fjallmyndarleg á glansandi lakk- stígvélum sem hún þarf af og til að taka af sér og hella úr snjónum, þau eru nefnilega ekki nema rétt í mjóalegg. Hún er ráðin hér í sveit til að kenna þessum krökkum að lesa og skrifa. Eftir að menn hættu að drepa hver annan í útlöndum var mynduð ný ríkisstjórn, hún komst að því að Unga Island átti stórfé í banka í útlöndum, hluta þess fjár, sagði ríkisstjórnin, skyldi varið til aukinnar menntunar, afgangur- inn færi í að byggja upp atvinnuvegina. Farskólinn í Síðunni fékk ný landakort í sinn hlut. Hvort þau áttu að auka menntunina eða byggja upp atvinnuvegina er umdeilt enn þann dag í dag. Þau gerðu hvort tveggja í vissum skilningi. Og þetta voru sko engir bleðlar: Tvö grindastatíf, hvort um sig með níu rúllugardín- um, og væri ein rúllugardínan dregin niður kom kannski öll Evrópa í ljós, eða Norðurlönd, eða Bandaríkin, eða Afríka, og væra innstu rúllurn- ar á statífunum dregnar niður var stjörnuhim- inninn yfir jörðinni á öðru og stjörnuhiminninn undir jörðinni á hinu. Alheimurinn á tveimur grindastatífum, hvorki meira né minna. Þvílíkar konungsger- semar höfðu aldrei sést í Síðunni fyrr. Nú segja vitrir menn að vandi fylgi vegsemd hverri. Þessari eignaaukningu farskólans fylgdi alveg sérstakur vandi. Landakortin í grindasta- tífunum voru svo stór að einungis á betri bæj- um var nógu hátt undir loft til að þau fengju notið sín til fulls, og þau voru svo þung að það þurfti múrveggi til að bera þau uppi. En svo gat líka á að sjá: Bandarfldn og Kanada með öllum reglustiku- landamerkjunum og borganöfnum með dular- fullan hljóm, Chieago, New York, Los Angeles, Toronto, Quebec. Afríka með enn fleiri reglustikulandamerkj- um og Níl og Rauðahafmu. Suðurheimskautslandið með alls ekki neinu nema fenntum sporam Scotts einhvers staðar í hvítri auðninni. Rússland og Síbería, sem var svo stór að hún komst ekki fyrir á einu korti! Og það sem furðulegast var af öllu, þegar bú- ið var að breiða úr þessum heimshlutum svo að þeir náðu frá lofti og niður á gólf á bestu bæj- um, þá rúlluðu þeir sér saman sjálfir ef kippt var varlega í spottann sem fest var í harðviðar- keflið á neðra kanti hvers korts. Það var ein- hver furðuútbúnaður inni í sjálfri rúllunni í statífinu sem olli þessu, dularfullur eins og út- varpstæki. Það var óskaplega gaman að draga þessi kort niður og kippa svo ofurvarlega í spottann og halda í hann og finna keflið toga á móti og horfa á það vefja um sig Norðurlöndum og Banda- ríl^jum. Þeir sem minni virðingu báru fyrir hugviti og mennt fundu brátt að það var hægt að hafa annað og groddalegra gaman af kortunum. Ef kort var dregið niður eins langt og hægt var og svo kippt í spottann og honum sleppt, þá tryllt- ist rúllugardínan og vafði um sig kortinu með þvílíku offorsi að söng og hvein í statífinu. Væri enginn fullorðinn innandyra og kennslukonan kannski úti á hól að reyna að standa á skíðum, þá kom það fyrir að tveimur kortum var sleppt samtímis, stundum öllum í einu, þá var djöful- gangurinn svo mikill að það var engu líkara en heimsstyrjöldin væri aftur skollin á. í einum slíkum darradansi rifnaði Evrópa í tvennt um mitt Þýskaland. Auðvitað fannst aldrei neinn sökudólgur, enginn vildi taka á sig sökina um skiptingu Evrópu í tvær ósamlímanlegar einingar. Auk landakortanna áttí farskólinn frá fyrri tíð kassa sem var fullur af myndskreyttum bók- um, það voru myndir af frelsaranum sem stóð upp í mitti í Jórdan og Jóhannes skírari jós á hann vatni úr ánni, Jórdan náði Jóhannesi ekki nema í hné og hann var í loðnum kufli og brann eldur úr augum. I annarri bók voru myndir af læmingjum, það eru einhvers konar skottlausar mýs í útlöndum, í þriðju bókinni var svo mynd af Scott að verða úti á suðurpólnum, hann var með grýlukerti í skegginu. Þar var líka svört línóleumtafla, hún vai- kannski meter á lengd og henni fylgdi stokkur með nokkrum krít- armolum. Loks var hnöttur sem áreiðanlega hafði einhvern tímann snúist um sjálfan sig. Við ókunnar náttúruhamfarir í fymdinni hafði jarð- möndullinn bognað og hnötturinn hætt að snú- ast. Og hér arkaði nú skólinn með tilheyrandi óhljóðum í frostinu. Bókakassinn með frelsar- anum og Jóhannesi skírara, læmingjunum og Scott á suðurpólnum var á vagninum sem Gam- lajörp dró, fyrir aftan mjólkurbrúsana frá Bakka, því mjólkurbíllinn komst ekki til að sækja mjólkina frá stórbúinu sökum ófærðar. Taflan, krítarkassinn og hnattlíkanið voru skorðuð innanum tóma mjólkurbrúsana. Fret- andi tosaði Gamlajörp vagninn með þennan dýrmæta varning eftir hjarnlögðum vegarslóð- anum, hún var komin á 21. árið og ekkert að kippa sér upp við hlutina. Aftan í vagninn hafði svo Hnaukurinn hnýtt taumnum á Stórablesa, sem var gyrtur reiðingi, sitt á hvorum klakk hans héngu grindastatífin með nýju landakort- unum, aldrei hafði nokkrum hesti í Síðunni ver- ið trúað fyrir öðrum eins burði, enda var Stóri- blesi afrenndur að afli og öðrum hestum hæn-i á herðakambinn. Hann var nasvíður og harður undir brún og ekki á allra færi að ráða við hann. Þorsteinn á Bakka keypti hann niðri í Nesi og það var í honum strok. Það hélt honum eng- in girðing, en svo kom hestamaður norðanúr Skagafirði að Bakka og kenndi öruggt ráð við stroki: „Fylliði eyran á folahelvítinu með salti og bindiði fyrir,“ sagði Skagfirðingurinn. „Það tekur úr honum óartina." Þessu var hlýtt og í nokkra daga hringsnerist Stóriblesi um sjálfan sig og hristi hausinn. Þegar leyst var frá eyrum hans var hann orðinn svo ringlaður að hann hafði gleymt hvar átthagarnir lágu. Það era hvitir hringir á eyram hans þar sem saitfyrirböndin voru. En hann hefur samt aldrei losnað við alla óart. Þegar sláttuvélin kom að Bakka voru þau bæði spennt fyrir, hann og Gamlajörp. En að- eins einu sinni. Stóriblesi fældist við hávaðann í sláttuvélinni og tók á rás með allt í eftirdragi ^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.