Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Side 20
UNGT FOLK OG
ÁSTIN Á 19. ÖLD
- En er ekkert þarna nema þessi kona og
þessir litir?
- Jú. Það er heill heimur. Ég sé hann ekki
berum augum, en ég skynja hann. Og ég veit,
að litirnir eru lykillinn að öllu saman. Þess
vegna verð ég að koma þeim í málverk. Þess
vegna er ég stöðugt að reyna að ná þessum
litum. Ég sæki í þá aftur og aftur. Mála aftur
og aftur. Aftur. Aftur. Og aftur.
Það sló þögn yfir okkur, þegar málarinn
hafði sagt þetta. Reyndar hafði hann hrópað
síðustu orðin. Svo snaraðist hann út.
III
Ég sá málarann ekki næstu tvo dagana.
Reyndar var ég farinn að halda að hann hefði
farið í bæinn einhverra erinda. Ég veit ekki af
hverju. Ég hafði bara engar áhyggjur. Ef til
vill hefði ég átt að fá þær. Hann hafði svo sem
gufað upp við hliðina á mér. En ég hugsaði
ekki neitt. Var helzt á því, að hann hefði farið
í bæinn til að láta klippa sig!
- Hvað, af hverju hangirðu héma inni í
þessu góða veðri?
Ég leit upp. Og sá að ég hafði haft rétt fyrir
mér. Málarinn var hress í framan, kiipptur og
strokinn og það var unglingur í herðunum á
honum.
- Ég. Ég læt mér bara leiðast.
- Assgoti er það lítt öfundsvert hlutverk,
sagði hann og sló út með hendinni. Þjónn,
kallaði hann svo. Nú þurfum við að fá kaffi
fyrir tvo. Og kaffikannan á að vera af betri
sortinni.
Svo hló hann kankvís framan í mig og
sagði.
- Þú skilur. Af betri sortinni. Nú dettum við
í það; einn, tveir og þrír!
- Ertu alveg...
- Ekkert mas. Hann dró fram stól og settist
á móti mér. Ekkert mas við mig, drengur
minn. Því nú get ég sagt þér margt úr blóm-
inu mínu.
Þjónninn kom með bolla og kaffikönnu. Við
supum á og dæstum í kór.
- Hvað gerðist? spurði ég.
- Ég held ég sé að ná tökum á þessu. Ég
held ég sé að ná litunum. Drengur minn. Nú
látum við sko hvína í okkur.
Og málarinn hló hressilega og saup vænan
slurk úr kaffikönnunni. Svo duttum við í það.
Dagurinn hvarf eins og dögg fyrir sólu og það
var langt liðið á kvöldið, þegar við skreidd-
umst í bælin. Ég man fátt eitt af því sem við
sögðum og gerðum. En við vorum kátir. Ég
man það. Reglulega kátir.
IV
Það var á laugardaginn að sá í gestamót-
tökunni spurði mig, hvort ég vissi eitthvað
um ferðir málarans. Ég sagði sem var, að ég
hefði hvorki heyrt hann né séð síðan í miðri
viku.
- Hann átti að vera í bænum á fostudag. Út
af einhverju. En hann kom ekki. í gær var
strax farið að hringja hingað og spyrjast fyrir
um hann. Og nú aftur.
Hann er ekki á herberginu sínu og ekki
hérna á hótelinu. Enginn virðist hafa séð
hann síðan á miðvikudag. En bíllinn hans er
hérna fyrir utan.
Ég fór fyrst inn í málverkaherbergið. Mér
fannst það alveg eins og þegar við sátum þar
síðast. Málverkið af blóminu stóð á miðju
gólfi. Það blasti við. Öll hin stóðu til veggja.
Ég snéri þeim við. Og þá sá ég, að þetta var
allt sama myndin. Það var eins og hann hefði
hlaupið úr einu málverkinu í annað; samt
alltaf sama myndin. En litimir. Þeir voru
framandi og heitir. Svo þekkti ég þá. Þetta
voru litimir í blóminu.
Blómið var opið á öllum myndunum, nema
þeirri, sem stóð á miðju gólfi. Þar var það lok-
að og dumbrautt. „Hugsaðu þér,“ hafði hann
einu sinni sagt. „Ef ég kýs að hverfa inn í
blómið og koma ekki aftur, heldur þú þá að
það standi opið, ef einhver annar kemur. Ef
þú kemur? Eða lokast það á eftir mér. Hvað
heldur þú?“ En ég hafði engu svarað. Hverju
átti ég að svara? Ekkert vissi ég.
Málarinn var heldur ekki í herberginu sínu.
Bíllinn hans var læstur. Ég fór á alla þá staði,
sem mér duttu í hug. Síðast ákvað ég að leita
blómsins. En ég fann það ekki. Það var alveg
sama, í hvert skipti sem ég hélt ég væri kom-
inn á staðinn var ekkert blóm.
Ég var farinn að æða yfir landið eins og
mannýgt naut. Og ég kallaði. Kallaði nafn
hans. Hátt. Og ég bölvaði honum margsinnis
svo undirtók. Eigi hann sig þá bara hugsaði
ég. Ekki ætla ég að eyðileggja mig út af rugl-
uðum málara, sem vill verða blómálfur. Ég er
farinn.
En þá, akkúrat þá, sá ég blómið.
Það var blóðrautt og lokað.
Svo hvarf það.
EFTIR SIGURÐ GYLFA
MAGNÚSSON
Ástarbréf Níelsar Jónssonar
frá Tindi til Guðrúnar Biarna-
dóttur frá Gjögri varpa Ijósi á
þankagang ungs fólks á síð-
Lökf LsLrkamai. '
vörumaður sem þráir verkefni
morgundagsins og er tilbúinn
til að leqqja á siq mikið erfiði
til að fá drauma sína uppfyllto.
UPPHAFI árs 1893 skrifaði 22ja ára
gamall Strandamaður, Níels Jónsson frá
Tindi, unnustu sinni Guðrúnu Bjarna-
dóttur frá Gjögri ástarbréf sem er um
margt athyglisvert. Bréfið opinberar
ekki aðeins á áhrifaríkan hátt tilfinning-
ar þessa unga og fátæka bóndasonar
heldur varpar það ljósi á hugsun og hug-
myndir hans og unnustunnar um fram-
tíðina. „Mæ lower sweethart" er ávarp sem
Níels notaði gjarnan bæði í bréfum sínum og
dagbókum er hann fjallaði um Guðrúnu, en á
sama tíma og tilhugalífið stóð sem hæst var
hann af veikum mætti að reyna að læra ensku.
Samspil menntunar og ástar er áberandi ein-
kenni ástarbréfa hans og sýna svo ekki verður
um villst hvaða stöðu ungt og fátækt sveitafólk
hafði í samfélaginu og hvaða leiða það leitaði
til að koma ár sinni þokkalega fyrir borð í
heimi sem var á hverfandi hveli, að dómi
margra samtímamanna.
Menntun & ást
í bók minni Menntun, ást og sorg. Einsögu-
rannsókn á íslensku sveitasamfélagi 19. og 20.
aldar, sem gefin var út af Sagnfræðistofnun
Háskóla íslands fyrr á þessu ári, er meðal
annars fjallað um þetta samspil milli menntun-
ar og ástar með aðstoð persónulegra heimilda
á borð við dagbækur og bréf. í bókinni hélt ég
því fram að löngun fólks til að sækja fram á
veginn hafí verið svo sterk að hún hafi skyggt
á alla aðra þætti mannlífsins hjá fjölmörgum
nítjándu aldar mönnum, þar með talið ástina. í
bréfum Níelsar Jónssonar kemur glögglega
fram að í hans huga var ástin skilyrt, hún hafði
ákveðið innihald sem beindist að löngun hans
og unnustunnar til að auka menntun sína. Ef
þessari löngun yrði ekki svalað þá var eins og
ástin myndi aldrei fá neina fótfestu, hún væri
dæmd til að verða orðin tóm. í ástarbréfum
Níelsar, en 22 slík bréf sem hann ritaði á síð-
asta áratugi nítjándu aldar hafa varðveist,
kemur fram þessi knýjandi löngun til að
takast á við lífið af einurð og festu; sækja fram
hvað sem það kostaði. Menntun var lykilorðið
en honum var ekki nægilegt að öðlast hana
sjálfur, konuefnið varð að taka þátt í þessum
draumi hans.
millifs: Mín elskulega kæra ...
texti: Bréfið sem hér fer á eftir ritaði Níels
Jónsson þegar hann sat í fóðurgarði árið 1893
á bænum Tindi í Kirkjubólshreppi, en það sýn-
ir meðal annars hvaða augum hann leit stöðu
konunnar í þessu nítjándu aldar samfélagi og
hvaða hugmyndir hann gerði sér um menntun
þeirra. Bréfið er ef til vill fyrst og fremst vitn-
isburður um hvernig lausamaður á borð við
Níels sá fyrir sér framtíðina og hvaða leiðir
hann taldi vænlegar til að fá drauma sína upp-
fyllta. Bréfið hefst á þessum þokkafullu orð-
um:
„Mín elskulega kæra Guðrún Bjarnadóttir.
Jeg kyssi þig í anda hjartans unnusta blíð-
um heilsunar koss! og guð gefí mjer þá gleði
að þetta brjef hitti þig glaða og heilbrigða!
óskin er frá innstu tilfynningu hjartans.
Nú af því ferðin fellur svo vel, með Kristjáni
Jónssyni frá Bæ rispa jeg þessar ómerkilegu
NÍELS Jónsson, hinn ötuli skrifari dagbókar
og sendibréfa. Myndin er talin vera tekin
uppúr 1920, en þá var hann kominn yfir
fimmtugt og bjó á Grænhóli í landi Gjögurs.
línur, og gjörir tíminn það, því hann kom hjer í
dag seint og fór yfir að Túngu og verður þar í
nótt, jeg ætla að reyna að ná honum þar á
morgun áður en hann fer suður, og koma á
hann þessu bréfi. Jeg fjekk brjef frá Sigríði
frænku á Litlubrekku, og sagði hún mjer að
þjer liði ekki eins vel og hún vildi, og þótti
mjer þetta slæmar frjettir því ekki get jeg
vonast eptir, að þú hafir veruleg not þessa
tíma, sem þú átt kost á, að njóta náms á, fyrst
þjer getur ekki orðið hann ánægjulegur tími;
en það var einmitt sem gat orðið mjer sannar-
leg gleði, hefði þjer fallið námið vel, og þá var
það kvöt til þess að reina síðar meir eptir á
stæðum að komast áfram í því efni.“
Þegar þarna var komið sögu hafði Guðrún
fengið inni á einu af betri heimilum sveitarinn-
ar þar sem hún átti að njóta tilsagnar um
ákveðinn tíma. Níels var mjög upptekinn af
þessu námi hennar og öðrum framtíðarmögu-
leikum:
„En þetta vona jeg til að lagist, því það
varðar miklu, og þú verður að reina að fella
þig við náms siðina, og skoða þenna tíma sem
von anda þíns, og að á því eigi blóm vizkunnar
að vaxa upp sem seinna yrðu þjer æfinleg
gleði, og þeim, sem kynntust þjer, og þessi
tími líður fljótt, en er þó dírmætur tími; og svo
hefur þú góða hæfileika til að menntast, aðeins
þú gjetir notið þeirra. Margur hefur víst átt
hart í skóla, en það er nú ekki hjá þjer, en þeir
hafa borið það mótlæti með á nægju, og sýnir
það að þeir hafa margir orðið læ[r]ðustu
menn, og beztir landsins, sem kuldi og sultur
og harðir kennarar hafa þjáð. Kennslu tíminn
er ekki fjörugur skjemti tími, að öðru leyti en
því að, námið getur orðið það sumum og flest-
um, en heimilis hættir og svoleiðis á ekkert að
vera manni viðkomandi, því þetta er ekki vist.
- Og ekki mátt þú heldur gjöra þjer óánægju
af því, þó allt gangi ekki sem bezt, svona fyrst,
það er engin vissa fyrir að þú getir ekki lært
seinna, því „fáir eru smiðir í fyrsta sinn“ og
jeg er sannfærður um að þetta lagast, þegar
þú ert búin að sjá þig um. Eins er það, að þú
þarft ekki að ímynda þjer að jeg vonist eptir
miklum lærdómi hjá þjer þenna tíma, þegar
þú varst öngva undirvísun búin að fá áður, svo
vissi jeg það á mjer, að mjer gekk vest fyrst,
en skárra í fyrra vetur, því þá lærði jeg fyrri
partinn, svona ekki þó vel, og landa fræði hafði
jeg, og sögu í hjá verkum í 6 vikur og kvaldi
mig þó kuldi því það fraus opt á pennanum
blekið. Stúlkur á kvenna skólunum eru sumar
ekki einusinni búnar fyrra árið með fyrri part-
inn af Eyríks bókinni í reikningi. Jeg hætti nú
þessu stagli og segi þjer nú sögu mína sem
ekki er mark verð.“
Hér slær Níels þann tón sem oft átti eftir að
heyrast í bréfum hans og verður að teljast
magnaður rökstuðningur í ástarbréfi, að það
GUÐRÚN Bjamadóttir, sú er ástarbréfin fékk
frá Níels. Enda þótt hún virðist hér vera mið-
aldra kona, er hún ekki nema 22 ára, og ári
síðar giftust þau Níels.
væri þess virði að leggja allt í sölurnar fyrir
menntun. Þegar dagbækur Níelsar eru rann-
sakaðar og lífshlaup hans og bræðra hans, sér-
staklega Halldórs Jónssonar sem hélt dagbók
í 24 ár, er kannað, kemur skýrt í ljós þessi
gríðarlegi áhugi þeirra á menntun og framfór,
áhugi sem gekk mun lengra en búast mátti við
af fátæku fólki á nítjándu öld sem bjó við erf-
iðar ytri aðstæður. Hann og bræður hans
tengdu menntaáhuga sinn nær öllu sem þeir
tóku sér fyrir hendur. Ástin var þar engin
undantekning. Og áfram heldur Níels með
bréfið:
„Jeg fór daginn eptir að jeg skrifaði hitt
brjefið sem þú ert nú víst búin að fá, og gekk
jeg þá innað Ljótunarstöðum, en hefði náð
háttum á Borðeyrartanga um kveldið; daginn
eptir fór jeg að þambárvöllum, og svo þaðan
heim þriðja daginn. Ekki var Theódór búinn
að fá bækurnar fyrir mig eða áskrifendurnar
sunnan að, hann lofaði mjer eða bauð mjer að
skoða bókasafnið hjá sjer, en ekki keypti jeg
neitt af bókum, enda var jeg peningalaus, svo
hafa bóksalamir verið hjer á ferðinni einlægt,
en engin nýt bók hefur verið hjá þeim, nema
fyrirlestrarnir eptir Ólaf Ólafsson í Guttorms-
haga. Mikið þætti mjer vænt um að fá brjef
frá þjer og frjettir hvernig þjer líður, og hvort
þú hefur fengið dönsku lestrarbókina eptir
Jón, son Þórarins Böðvarssonar, höfund „Al-
þýðu“. Jón er kennari við Flensborgarskólann
í Hafnarfirði. Jeg hef nú hingað til einlægt
verið að skrifa upp ýmislegt af blöðum, hjá
mjer til þess að hafa sem minnst af þess háttar
rusli; en nú er jeg búinn að því og ætla nú að
fara að lesa upp „Brímu“, svo hef jeg sögu ís-
lands eptir Þorlák Bjarnason og Lísing ís-
lands eptir Þorvald Thoroddsen, en ekkert
kort, og er það það vesta, en raunar er reikn-
ingurinn nóg fyrir mig, og að læra gramma
tiktina [...]“
Níels er ekki að skafa utan af hlutunum
þegar hann lítur til framtíðarinnar og heldur
þrumandi ræður yfir konuefninu. í þessum
ræðum, sem hann skeytir á milli fagurgalans,
eggjar hann Guðrúnu lögeggjan og setur
stöðu þeirra í samhengi tíma og rúms:
„[...] þetta er mín daglega vinna, og ekki
annað, jeg hef aldrei átt aðra eins frítíma og
vildi jeg feginn geta notað þá sem bezt, því
tíminn er dírmætur, sje honum vel varið, og
guð gleðji þig og stirkji í þínu fyrir tæki, því
nú vinnum við bæði það sama, að auðga sálina,
og það er það dírmætasta, og yndælasta, því
svo er lífinu varið, að maður má minnstan tím-
ann brúka til slíks, nema við og við, og þá nýt-
ur maður ávaxtanna af yðni sinni og (velbrúk-
un) tímans, með gleði yfir því að hafa brúkað
hann vel, og varið honum betur en þessi, eða
þessi, sem hægt er að sjá til saman burðar
eptir ástæðum, því margir gá ekki að því að
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997