Tíminn - 27.11.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.11.1966, Blaðsíða 11
11 SUNNUDAGUR 20. nóvember 1966 TÍMINN SKÁKMÓTIÐ Framhald at bu 1 um. BlaSið náði rétt sem snöggvast tali af fyrirliða i sveitarinnar Friðrik Ólafs- syni við heimkomuna. Það er anzi gott að vera kominn heim til fjölskyldunnar aftur — þetta hefur verið langur tími, en við fórum utan hinn 18. október, sagði Friðrik, og mótið sjálft var mjög strangt. Ertu ánægður með frammistöð- una? Já, þettð er betri árangur en nokkur þorði að vona í upphafi, en við hefðum án nokkurrar heppni átt að verða fyrir ofan Dani. Ingi stóð sig ágætlega — betur en við áttum von á — og Guðmundur Pálmason stóð sig x stykkinu. Árangur var hins vegar heldur slakur á neðsta borðinu. En hvað með þig sjálfan? Eg er sæmilega ánægður, en æf- ingaleysið háði mér nokkuð — og • þó einkum kunáttuleysi í byrjun um. Eg hef ekki haft tíma til að rannsaka byrjanir nógu vel undan farin ár — maður þarf raunveru- lega að fara yfir nýjar skákir á hverjum degi — það er alltaf eitt hvað nýtt að koma fram. Þú tapaðir þremur skákum? Já, það var nú sennilega þreytu að kenna að nokkru leyti. Eg Stti auðveldar vinningsleiðir í tveimur þessara skáka, gegn Tékk anum Hort og Austur-Þjóðverjan um Uhlman — einkum var þó skákin gegn Uhlmann lótt unnin en ég eyddi of miklum tíma í hana fórnaði of mörgum mönnum — og tefldi af mér í tímahraki. Eg skil raunverulega ekki hvernig ég gat tapað þeirri skák. Gegn Fischer átti ég ágætt tafl, og það var engin þörf að tapa þeirri skák. Hver var bezta skákin þín? Ja, ég veit ekki — sennilega vfamingsskákin gegn Larsen. Hvemig gekk Larsen á mótinu? Illa framan af, en hann lagaði árangur sinn mjög í lokin, vann þá Gligoric Packmann og Mínev — og hann hefur sennilega verið með svipaðan árangur og ég í úrslitakeppninni — um 50% — kannski þó aðeins lakari. Hver hlaut flesta vinninga á 1. borði? Það þori ég ekki að fullyrða, en heimsmeistarinn Petrosjan fékk bezta hlutfallstölu fllla vega. Eg veit ekki, hve margar skákir hann tefldi, en hann vann allar nema þrjár. sem hann gerði jafntefli í. En Fischer? Hann stóð sig lengi mjög vel — en dalaði undir lokin, tapaði þá meðal annars fyrir Ghegorgiu frá Rúmeníu. Hvernig var framkvæmd móts- Íns? Hún var mjög góð og móttökur alveg frábærar. Allir keppendur á mótinu voru leystir út með gjöf um í lokin, og þetta er áreiðanlega glæsilegasta ólympíumót, sem haldið hefur verið, sagði Friðrik að lokum. LAXINN Framhald af bls. 1 ingu fisksins frá því hann er á Grænlandsmiðum þar til hann gengur í heimaárnar, dánartölu hans á leiðinni og hversu mikið veiðist af honum, er hann hefur gengið í heimaár sínar. Um vaxtahraða, eða þyngdar- aukninguna, segir að hun nemi 40—50% á heimleiðinni frá Græn landi. Nákvæmar upplýsingar um dánartölu af eðlilegum orsökum liggja ekki fyrir. Hlutfallið af veiddum fiski í heimaánum er mjög b'-eytiieg\ Það virðist. sérstaklega hátt sums staðar i Kanada, þar sem 85—90% af stóra laxinum eru veidd í sjó á leiðinni í árnar. Hu'.fai'.ið er yfirleitt lægra í Evrópu, t.d. um 80% í sumum norskum ám, og jafnvel lægra í Suður-Engiandi. Það magn af laxi, sem veiðist við Grænland eftir tveggja ára veru í sjó er einnig mjög mis- munandi eftir löndum. MBcið af hinum stóra laxastofni Kanada virðist fara til Græn- lands og leggur lí'klega mest til veiðanna þar. írland og Skotland leggja talsverðan skerf tii þess- ara veiða, en lítið sem ekkert af laxi frá N- og V-Noreg: virðist leita á Grænlandsmið. „Laxveiðarnar við Grænland hljóta að valda nokkrum sam- drætti í veiðunum heima fyrir, nema allur lax snúi aftur frá Grænlandi upp í heimaárnar. Hversu mikill þessi samdráttur verður fer eftir hlutfaP’nu milli stærðaraukningar og eðlilegrar dánartölu, og auðvitað einnig veiði sókninni heima fyrir. Áhrifin á heildaraflanum, bæði við Græn land og í heimaánum koma fram við mismuninn milli aflans á Grænlandsmiðum og veiðirýrnun- arinnar á heimaslóðum. Ef eðli- leg dánartala og nýting í heima- landinu nema svo miklu, að meira en 70% af laxinum við Grænland mundi veiðast Iheimaánum, þó að veiðarnar við Grænland kæmu ekki til, þá hafa Grænlandsveið- amar rýrnandi áhrif á heildarafl- ann. Ef aftur á móti hefðu veiðst minna en 70% af þessum fiski, þá er um aukningu á heiidarafl- anum að ræða vegna veiðanna við Grænland. Þar eð smálax er oft mikil- vægur hluti aflans og Grænlands- veiðarnar hafa ekki áhrif á hann, eru hlutfallsleg áhrif veiðanna á aflann í heild yfirleitt minni en á stóra laxinn út af fyrir sig, stundum svo nemur meiru en helmingi,“ segir í álitinu. í lokin segir, að gerðar voru ráðstafanir til að samræma að- gerðir vísindamanna í hinum ýmsu löndum á vertíðinni 1966. Var ætlunin að vísindamenn frá ýms- um laxveiðiþjóðum merktu eins mikið af laxi og unnt væri til að reyna að fylgjast með heim- göngu hans, taka sýnishorn úr afl anum til stærðar- og aldursathug- ana og gera rannsóknir til að ákvarða, ef mögulegt væri, frá hvaða svæði hver einstakur lax er kominn. Þá munu allar viðkom- andi þjóðir auka merkingar á ung laxi á göngu til sjávar til þess að fá nánari upplýsingar um, hve mikill hluti af fiskinum leitav til Grænlands. Álit þetta birtist í heild í blað inu efir helgina. FISKVEIÐAR Framhald af bls. 1 magnið aukizt lítillega hjá þeim. Engar tölur hafa borizt frá Kína, en FAO reiknar með þeim í þriðja sæti, þar sem þeir öfluðu 5.8 milljónir tonna árið 1960. í fjórða sæti eru Sovétrikin með næstum 5 milljónir tonna, en Bandaríkin eru með næstum 3 milljónir tonna. Listinn yfir mestu fiskveiðiþjóð- irnar lítur að öðru leyti þannig út, talið í tonnum: 6. Noregur 2.280.100 7. Suður- og Suðvestur-Ameríka 1.342.400 8. Kanada 1.338.700 9. Spánn 1338500 9. Spánn 1.338.500 10. Indland 1.331.300 11. fsland 1.198.900 13 Danmörk og Færeyjar 985.400 14. Frakkland 767.600 15. Chile 708.500 17. V-Þýzkaland 632.000 16. Filippseyjar 685.700 18. Thailand 615.100 19. Portúgal 554.000 Auglýsið í rlMANUM MINNING Pétur Björgviu Jónsson skósmídameistari F. 29. nóv. 1889. D- 8. nóv. 1966. Fyrir fáum dögum frétti ég, að Pétur Björgvin Jónsson skósmíða meistari á Akureyri væri dáinn. Með honum er fallinn í valinn einn tryggasti vinur minn í meira en sjö áratugi, eða allt frá þeim tima, er hann þriggja ára sveinn kom fyrst til dvalar á heimili for- eldra minna. En andlát hans kom mér þó ekki á óvart, því að á síðustu árum var heilsa hans bil- uð, og hann lítt eða ekki vinnu fær. En hann hafði háð harða lífs baráttu meðan hann megnaði, venjulega glaður og reifur og barmaði sér aldrei, þrátt fyrir fá- tækt og ýmiss konar erfiðleika. Hann lifði sem hetja og mun æðrulaus hafa mætt dauða sínum sem góðum dreng sæmdi. Pétur Björgvin var fæadur á Þuríðarstöðum í Eyvindarárdal, hinn 26. nóv. árið 1889. Foreldr- ar hans, Jón Pétursson og Jó- hanna Stefánsdóttir, bjuggu þar i þríbýli. Árið 1891 fluttu þau hjón með börn sín að Tunghaga á Völ'lum. Þar bjuggu þau á hluta af jörðinni, þa<r til Jón andaðist árið 1905. Pétur, faðir Jóns, var sonur Óla bónda á Útnyrðings stöðum, fsleifssonar bónda á Geir- ólfsstöðum, Finnbogasonar. Af ís leifi er komin all fjötmenn ætt, sem við hann er kennd. Bæði voru þau Tunghagahjón, Jón og Jó hanna, mjög vel greind. En jafn- an voru þau efnalítil, en höfðu ómegð allmikla- Börn þeirra voru sex að tölu, og var Pétur sá þriðji í röðinni eftir aldri. Af þeim syst- kinum lifa enn þrjú, Kristján, bú- settur á Eskifirði, Halldór, nú vistmaður á elliheimilinu í Skjald arvik, og Ingibjörg, húsfreyja á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, kona Aðalsteins bónda Jónssonar. Jón Pétursson í Tunghaga var bróðursonur föður míns, og vegna þessarar frændsemi kom ég í bernsku oft að Tunghaga. Þótt húsakynni þeirra Jóns og Jóhönnu væru litil og öll efni þeirra af skornum skammti, þá þótti mér jafnan skemmtilegt að koma þang- að. Þau voru jafnan glöð í bragði og skemmtileg í viðræðum. Þau létu aldrei fátæktina beygja sig. Umgengni þeirra í hinum þröngu húsakynnum sínum var jafnan hin bezta. Jóhanna hafði óvenju- lega góða kímni og frásagnargáfu og þótti mér jafnan skemmtilegt að hlusta á hana, hvort sem hún sagði gamlar sögur, eða sagði frá félki, er hún hafði kynnst um dagana. HEKLA Framhald af bls. 1 þurfi því að byggja yfir lestar opið í aftrulestinni, þannjg að það liti út sem hluti af rúmi skips ins, og við það jókst rúmlesta talan upp yfir 1500. Engir íslendingar sigla með Heklunni á leiðinni til Grikkiands — áhöfnin verður algrisk. ASÍ Framhald af bls. 1 kjömir Eðvarð Sigurðsson, for- maður, Jón Snorri Þorleifsson, rit ari, Óskar Hallgrímsson, Pétur Sig urðsson, Pétur Kristjóhsson, Björn Jónsson, Snorri lónsson og Hermann Guðmundsson Þá kom nýkjörin sambands- stjórn ASÍ til fundar í gærkvöldi. Allt frá því að Pétur Bjórgvin var þriggja ára og fram yfir ferm- ingu má segja, að hann væri með annan fótinn á heimili foreldra minna á Útnyrðingsstöðum. Stund um var hann þar svo vikum eða máuðum skipti og jafnvel heil ár. Hann var fjórum árum yngri en ég. Hændist hann fljótt að mér og var mér fylgispakur, enda þótti mér gott að hafa hann hjá mér. Fór ég margar ferðir inn að Tunghaga til þess að sækja Pétur, er mér þótti hann vera búinn að vera of lengi heima hja sér. Pétur kallaði foreldra mína, pabba og mömmu, og mun hon- um hafa þótt álíka vænt um þau og sína eigin foreldra. Það var mikið áfall fyrir Jó- hönnu Stefánsdóttur og börn þeirra Jóns, er Jón andaðist á góðum aldri. Og fáum árum seinna andaðist elzti sonur þeirra, Stef- án, mesti efnispiltur. Pétur var 16 ára þegar faðir hans andaðist. Skömmu síðar varð það að ráði, að hann færi til Seyð- isfjarðar og lærði þar skósmíði hjá Hermanni Þorsteinssyni skó- smíðameistara. Að loknu því námi fór hann til Reykjavíkur. Vann hann þar um skeið að skósmíði, en var annað slagið á togurum, og eitt sinn á hollenzkum togara. Árið 1914 flutti hann aftur austur á Firði, og stundaði þar sjó- mennsku, þar til hann árið 1917 setti upp skósmíðavinnustofu á Eskifirði og bjó þar með nióður sinni og systkinum. Árið 1921, hinn 17. september, kvæntist Pétur frændkonu sinr.i Sigurbjörgu Pétursdóttur. Voru þau Pétur bræðrabörn. Sigurbjörg var og er enn lagleg og mynd- arleg kona, greind og dugleg og drengskaparkona hin mesta. Á Eskifirði bjuggu þau hjónin frá þvi að þau giftust og til árs’ns 1938 að þau fluttu til Akureyrar. Auk þess, sem Pétur vann að skó- smíði á Eskifirði, var hann þar lengi bílstjóri. Hann tók bílstjóra- próf 1928, og fékk sér þá vöru- bíl, þann fyrsta er þar kom. Þau Pétur og Sigurbjörg eign uðust 15 börn, er flest komust upp. En þar sem ómegð þeirra i varð mikil og þau höfðu byrjaðl búskap sinn með nær tvær hend ur tómar, varð afkoma þeirra á Eskifirði mjög erfið, þrátt fyrir dugnað þeirra beggja. En þótt Pétur væri störfum hlaðinn tók hann samt all mikinn þátt i fé- lagsstarfsemi á Eskifirði. Hann var einn af stofnendum Lúðra- sveitar Eskifjarðar og virkur þátt takandi hennar. Einnig ,tók hann þátt í leikstarfsemi á Esirifirði, og þótti gera góð skil þeim hlutverk- um, sem hann tók að sér. Eftir að Pétur flutti til Akur- eyrar vann hann hjá skógerð Ið unnar óslitið í rúm 26 ár, en þá bilaði heilsa hans, svo að hann varð óvinnufær. Er Pétur kom til Akureyrar með sinn stóra barnahóp, var furða, að hann skylgi geta bjargast hjálp arlaust. Og eftir því sem árin liðu og börnin komust upp, þá rýmk- aðist fjánhagurinn. Börnin voru myndarieg og dugleg, og vel var á öllu haldið á heimilinu. Og þótt þau Sigurbjörg byggju aldrei í stórum húsakynnum var jafnan ánægjulegt að koma til þeirra. Snyrtimennska og smekkvísi, glað værð og góðvild einkenndi jafn- an heimili þeirra. Börn þeirra Péturs og Sigur- bjargar eru talin hér á. eftir í aldursröð: 1. Elisabet, dó á Akur eyri 1946, 24 ára gömul. 2. Jó- hanna Fanney, giftist Englendingi og dó í Englandi fyrir 3 árum. 3. Marja, býr hjá móður sinni á Akureyri. 4. Bogi, deildarstjóri í verksm. Gefjunni á Akureyri, kv. Margréti Magnúsdóttur. 5. Stefan ía, búsett í Reykjavík. 6. Jóna, gift Matthíasi Jónassyni á Siglu- firði. 7. Guðlaug, gift Karli Hjalta syni, húsgagnameistara á Akur- eyri. 8. Stefán, iðnverkamaður á Akureyri, kvæntur Kristbjörgu Magnúsdóttur. 9. Hjálmar, úr- smiður á Akureyri, kvæntur Ól- öfu Kristjánsdóttur. 10. Jón Pét ur, stýrimaður á Akureyri, kvænt- ur Guðrúnu Lárusdóttur. 11. Sig- urlína, gift Eyvindi Péturssyni, iðnverkam. á Akureyri. 12. Val gerður, dó skömmu eftir fæðingu. 13. Halldór, rafvirki á Akureyri 14. Ingi, bílstjóri á Akureyri. 15. Þorsteinn, skipasmiður á Dalvík, kvæntur Snjólaugu Aðalsteinsdótt ur. Eftir að Pétur kom til Akur- eyrar hittumst við oft. Þótti mér á síðkvöldum jafan gott er Pét- ur kom í heimsókn. Rifjuðum við þá upp gamlar endurminningar. Sagði hann mér þá og sögur úr lífi sínu og sögur, sem móðir hans hafði sagt honum. Hann hafði frá- bært minni og hafði erft frásagn- ar og kímnjgáfu móður sinnar. Hann var góður hagyrðingur en flaggaði lítt vísum sínum, sem flestar voru gamanvísur. Eftir að ég fluttist til Reykjavíkur sakn aði ég þess oft að geta ekki náð í Pétur til þess að skrafa við hann. Á efri árum varð Pétur mikill trúmaður. Hann trúði því fastlega að handan við gröf og dauða sé heimur ljóss, friðar og réttlætis. Hann var og gæddur nokkrum dul arhæfileikum og dreymdi oft at- hyglisverða drauma. Ég vil enda þessar línur með því að senda eftirlifandi ástvinum hans samúð- arkveðju frá mér og konu minni. Og ég vil óska mínum gamla æsku- vini, að trú hans verði honum raunvemleiki handa við landamær in. Þorsteinn M. Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.