Tíminn - 12.03.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.03.1967, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 12. marz 1967 TÍMINN Utgetandl: PRAMSOKNAR'FLOKKURINN Framkvaemdastjórl: Krlstján Benediktsson. Rltstjórar. Pórartnn Þórarinsson (áb>. Andrés Krlstjánsson, Jón Helcason og Indrlðl G. Þorsteinsson Fulltrút rltstjómar: Tóma* Karlsson Ang- lýslngastj.: Stelngrimur Gíslason RitstJ.skrlfstofur • Kddu- húslnu, simar 18300—18305 Skrifstofur- Bankastraetl 1 Al- greiðslustml 12323 Auglýsingaslml 19523 Aðrar skrlfstofur, siml 18300 Askriítargjald kr 105.00 á mán tnnanlands. — I lausasðlu kr. 7.00 elnt — Prentsmiðjan EDDA h. f. Nauðsynlegustu fram- kvæmdír skornar niður Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins og niðurskurð verklegra framkvæmda hefur nú fengið afgreiðslu og samþykki i efri deild. Tillögur Framsóknarmanna um að útgjöld þessara ráð- stafana yrðu greidd af greiðsluafgangi ársins 1966 voru felldar. Vitað 'er að greiðsluafgangur ríkissjóðs á árinu 1966 nemur hundruð milljóna króna. Umframtekjur ríkissjóðs af tekjuliðum fjárlaganna munu hafa numið milli 8 og 900 milljónum. í stað þess að greiða útgjöldin vegna aðstoðar við sjávarútveginn af þessum fúlgum, sem teknar voru af þjóðinni í fyrra í sköttum og tollum umfram það, sem gert var ráð fyrir í fjárlögum, grípur ríkisstjórnin til þess ráðs að höggva í þann knérunn, að skerða framlög til verklegra framkvæmda á fjárlögum ársins 1967, sem sízt voru of mikil, um 10%, og þar á ofan tekur hún 20 milljónir króna af sveitarfélögunum í landinu, sem vitað er að búa við afar erfiðar fjárhags- aðstæður um þessar mundir eins og biðraðirnar hjá borg- arstjóranum í Reykjavik sanna Fj ármálaráðherrann átti erfitt með varnir í umræð- um um þetta í efri deild Alþingis, enda er þessi niður- skurðarráðstöfun lítt skiljanleg þegar svo mikill greiðslu- afgangur er fyrir hendi. Ekki vildi ráðherrann upplýsa, hve mikill greiðsluafgangurinn var, en játaði að hann væri nokkur, en þó væri hann aðeins til á pappírnum, því að það væri óverjandi að greiða ekki upp yfirdráttar- skuldir í veltiárum. Var svo að skilja á ráðherranum, að ráðherrar myndu fá á sig slæmt orð 1 Seðlabankanum, ef greiðsluafgangurinn væri ekki greiddur inn á reikning Seðlabankans þar í stað þess að láta hann renna til að- stoðar útvegi og fiskiðnaði. Ráðherrunum er orðið það tamt, að tala um Seðlabankann eins og einhverja yfir- ríkisstofnun, sem þeir verði að hlýða og bugta sig fyrir! í framhaldi af þessu sagði svo ráðherrann, og kom þar líklega að kjarna þess máls, að það mundi verða verð- bólguaukandi í efnahagslífinu, ef framlög á nýsamþykkt- um fjárlögum ársins 1967 yrðu látin standa eins og Alþingi gekk frá þeim, en útgjöld vegna aðstoðar við útveginn greidd af tekjuafgangi 1966. Þama játaði ríkisstjórnin trú sína. Niðurskurður fram- kvæmdanna og 20 milljónirnar, sem teknar eru af sveit- arfélgunum, stafar af því að ríkisstjómin er haldinn þeirri trú, að nú sé nauðsynlegt að draga úr framkvæmdum og velur þá lífsnauðsynlegustu framkvæmdir þjóðarinnar, eins og skóla og gatnagerðir, hafnir og sjúkrahús, í stað þess að hafa stjórn á annarri fjárfestingu. Þetta stafar liklega af því að nýlega sagði í skýrslu frá OECD í París, að nauðsynlegt væri að rýmka til á framkvæmdamark- aði á íslandi vegna álverksmiðjunnar. Það er svo talandi tákn um þá lítilsvirðingu, sem ráð- herrum er orðið tamt að sýna Alþíngi, að fjármálaráð- herrann talar þar á fundum eins og hann sé búinn að ráðstafa hundruð milljóna króna tekjuafgangi eða raun- ar þó eins og Seðlabankinn tiafi skipað honum að gera það, þótt enginn nema Alþingi sjálft geti ráðstafað þessu fé. Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Republikanar geta unnið sigur í næstu forsetakosningum e En þá verða þeir að tefla fram andstæðingi Johnsons í Vietnammálinu. Romney þykir sigurvœnlegastur af forsetaefnum Republikana. FORSETI Bandaríkjanna hefir sagt forystumönnum Demókrata að flokkurinn ætli að bjóða þá Johnson og Humphrey fram árið 1968. Romney ríkisstjóri berst nú opinberlega fyrir útnefningu af hálfu Republikana og hefir að undanförnu verið á ferða lagi um vesturfvlkin til þess að bera i bætifláka fyrir sig, einkum að þvi er varðar fram komu mormóna-kirkjunnar gagnvart negrunum. Baráttan um forsetakjörið er sem sagt hafin og þvi er ekki úr vegi að ætlast á um þau stjórn málaöfl, sem einkum eru að verki, en allt slikt er að sjálf sögðu mest megnis ágizkun. Fyrst verður á vegi manns — og er hvað mest áberandi — sú staðreynd, að hinn virki kjarni í andstöðunni gegn Johnson forseta er í hans eigin flokki. í málum þeim, sem mestu skipta, — þá fyrst og fremst að því er varðar stríð ið í Vietnam, — er forsetinn miklu fremur sammála þeim Goldwater, Nixon og Dirksen heldur en Mansfield og Ful bright. Vinsældum forsetans hefir hrakað stórlega og sýna skoðanakannanir, að hann á nú aðeins litlu meira fylgi að fagna en Goldwater átti árið 1964. Þetta stafar af frá hvarfi bæði Demokrata sjálfra og þeirra republikana, sem fylgdu Johnson að málum. FLOKKUR DEMOKRATA er enn miklu fjölmennari en flokkur Republikana. Strang ir kenningafylgjendur gætu því spurt, hvers vegna flokk urinn snúi ekki bakinu við Johnson og Humphrey og út- nefni Robert Kennedy til forsetaframboðs, er. hann svarar nú mildu betur kröfum sem fulltrúi meginfylgis Demo- krata. Svarið við þessari spurningu kemur beint að meginkjama málsins. Barátta Johnsons og Kennedys um útnefningu til forsetakjörs hlyti að kljúfa flokkinn og tryggja Reblublik önum sigur. En þar með væri sagan hvergi nærri öll sögð. Þetta stuðlaði tv._ .ælalaust að útnefningu hægrisinnaðs repu- blikana, — ef til vill Nixons eða Reagans, — jafnvel þó að það tryggði ekki útnefningu slíks forsetaefnis eða kosn- ingasigur. Séu Republikanar öruggir um sigur teldu hinir hægri-sinnuðu leiðtogar, sem ráða yfir flokksvélinni. að þeir hefðu ekkert að óttast þó að þeir útnefndu mann, sem þeir sjálfir helzt vildu. ÞRÁTT fyrir allt er tnjög ósennilegt, að Ke.medy öld ungadeildarþingmaður berj ist fyrir útnefningu árið 1968. Hann er hygginn stjómmála- maður og býr yfir mikilli bekk ingu. Þar á ofan er hann ung ur að árum og ósennllegt að hann leggi stjórnmáiaframa sinn að veði í baráttu, sem telja má öruggt, að ekki gæti leitt til þess að hann yrði kjörinn forseti. Jafnvel þó að Kennedy bæri sigurorð af forsetanum í baráttunni um útnefningu, þá þykir marg- sönnuð sú regla í stjórnmál- um Bandaríkjanna, að séu kjésendur óánægðir með stjóm flokksins, sem að völd um situr, halla þeir sér ekki að öðrum armi þess sama flokks heldur hinum flokkn- um. Þetta er auðvitað ein faldasta og Ijósasta leiðín til að valda breytingu með kosn ingunni. Sigurhorfur Republikana eru því mjög bjartar árið 1968 en voru að heita mátti engar eftir hrakfarir Goldwaters. Republikanar eru nú í mjög svipaðri aðstöðu 6g þær voru árið 1952. Þá höfðu Demokrat ar setið að völdum í tuttugu ár, heimsstyrjöldin og Kóreu- styrjöldin höfðu valdio mikl- um þrengingum, stjórnmála töfra Roosevelts naut ekki framar við og Republikanar hefðu því getað kosið sérhvem þann virðingarverðan fram- bjóðanda, sem lofaði að binda endi á stríðið og vreyta um hugarfar og aðferðir. Árið 1952 útnefndu Republikanar heillandi hermann, sem enn jók á öryggi um sigur. En heita má fullvist, að Taft öld ungadeildarþingmaður hefði einnig borið sigur úr býtum. GILDAR ástæður eru til> að ætla, að þjóðin hyggi á ný á breytingar, vegna stefnu breytingar Johnsons síða*. að hann tók við völdum, aðildar hans að stórstyrjöld í Asiu og rénandi viðleitni til lausn ar innanlandsmálunum. Ríkis- stjórnin er évinsæl vegna þess, að út í við gerir hún einmitt það, sem hún lofað; árið 1964 að gera ekki, og er þess ekki umkomin framar að fram- kvæma innan lands þær um bætur, sem hún lofaði þá. Enn kemur til, að forsetinn er ekki ánægður sjálfur og hefir af þeim sökum ekki getað gert sjálfan sig vinsælan. AUt veltur á svarinu við þeirri spurningu, hvort Repu- blikanaflokkurinn útnefni frambjóðanda, sem þyki boða breytingar og geti sannfært þjóðina um, að honum takizt að rífa sig upp úr vilpunni í Vietnam, bæta þjóðinni það, sem styrjöldin hefir kostað hana, — ekki fyrst og fremst fjársóunina eða ir.anntjónið, heldur getuna og viljann til að takast á við þau viðfangs efni, sem brýnast er að leysa heima fyrir. VILJI Republikanar bera sig ur úr býtum í kosnin0anum 1968 verða þeir að útnefna frambjóðanda, sem virðist i hafa upp á annað að bjóða i en Johnson forseti. Standi , styrjöldin enn verður Jolhnson auðveldur andstæðingur fyrir 1 þann republiikana, sem segist vilja binda endi á styrjöldina á heiðvirðan hátt. Verði hins vegar búið að koma á vopna hléi, sem vel getur verið, þá verður kosningabaráttan harð- ari og tvísýnni. En með því móti yrði bar- áttan óneitanlega hugþekkari. Þá verður meginmálið, hvort það séu hagsmunir bandarísku þjóðarinnar og skylda að ann ast lögreglustjóm í heiminum og flækja sig þannig í hverju Vietnam-inu af öðru, eða hvort henni sé hagfellt og skylt að halla sér á ný að hinni fomu, bandaríski. skoð un, að Bandaríki Norður- Ameríku sóu yfirleitt óhlut- deilið stórveldi, nema brýnir hagsmunir þeirra sjálfra séu ótvírætt í veði. Ég get ekki gizkað á, hvað þorra þjóðarinnar kæmi sam- an um þegar -úið væri að rökræða þetta mikilvæga mál, hlutverk okkar ) heiminum. En þetta er mál málanna eins og sakir standa, og naumast er unnt að vinna Bandaríkj- unum meira framtíðargagn með öðru en þvi að bera þetta mál upp, skýra það og rökræða í kosningunur. árið 1968.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.