Tíminn - 30.07.1967, Page 9

Tíminn - 30.07.1967, Page 9
SUNNUDAGUR 30. júlí 1967. TÍMINN Utgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benedjktsson. Ritstjórar: Þórarinn P'órarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndriBi G Þorsteinsson FuUtrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur I Eddu- húsinu. simar 18300—18305 Skrifstofur- Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323 Augiýsingasimi 19523 AðraT skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — t tausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. t. 99 Erfitt ar U Það getur varla verið tilviljun, að bæði aðalmálgögn ríkisstjórnarinnar birta í gær forystugrein með ofan- rituðu nafni og mjög í sama anda. Ríkisstjórnin er að leggja línur um ákveðna túlkun, sem á að undirbúa þann jarðveg að menn sætti sig við þær kreppuráðstafanir, sem hún kemst ekki hjá. Nú er tónninn sá að mikla mjög hið illa árferði, og kenna því um allt, en jafnframt að syngja ríkisstjórninni þann dýrðarsöng, að nú væri allt komið í kaldakol af árferðinu. ef ekki nytí blessunar „viðreisnar“-stjórnarinnar. Áður þakkaði stjórnin sér af- rakstur einstaks góðæris, nú kennir hún illu ári um allt. Rétt er, að lélegt grasár er nú, minni veiði en áður og nokkurt verðfall frá liðnum hávirðisárum. En ekkert af þessu er þó sem betur fer svo illt enn, að þjóðin hafi ekki margoft siglt krappari sjó, ef sæmilega hefur verið stjórnað. Sannleikurinn er sá, að „erfiða árið“ stafar fyrst og fremst af óstjórninni. Hún er það versta, sem við er að fást. Þegar þannig er stjórnað, að ekki hefur einu sinni verið unnt að halda í horfi í uppgripaárum, hallar fljótt undan, þegar aflafengur minnkar. Það „erfiða ár“ sem stjórnarblöðin tala nú um. var fyrirsjáanlegt í vor, hvernig sem aflazt hefði. Er þetta samvinna? Við höfum öll mikinn ahuga a norrænni samvinnu, og okkur finnst hún þoka mörgu til betri vegar í sambúð norrænu þjóðanna .Samskiptin verða meiri og tíðari og margvísleg samræming á sér stað i lífi og lögum. Enginn vafi er á því, að þetta samstarf hefui fært þjóðirnar mjög nær hver annarri. Þó er það svo, að einstaka hömlur eru furðulega lífseigar. Miðað við allt þetta samstarf og góð samskipti Norður- landaþjóðanna hlýtur það að teljast undarleg saga til næsta bæjar, að enn skuli flugvélum mjög stórs íslenzks flugfélags, sem fljúga daglega milli hejmsálfanna, bannað að lenda á flugvöllum hinna norrænu frændlanda og flytja fólk þaðan milli landa. Það er ekki vitað til þess, að íslendingar hafi nokkurn tíma sett slíkar hömlur á farar- tæki frændþjóða sinna eða hyggist gera það. Þvert á móti leita þeir mjög til Norðurlandanna um margvísleg kaup, og hafa til dæmis keypt frá hinum Norðurlöndunum vörur og vinnu fyrir 2,8 milliarða íslenzkra króna um- fram kaup þeiira af okkur síðustu sjö árin. Það er ekki verið að sakast um þetta, en það sýnir, að viðskipti okkar við Norðurlöndin hafa ekki verið þeim óhagstæð. og við, höfum með þessu stutt atvinnuvegi þeirra. Þvi hatrammlegra er að haldið skui? við lendingarbanni á íslenzku flugfélagi. sem hefur mikinn flugrekstur á leið- um milli heimsálfanna Við þessu væri lítið að segja. el á borðið hefðu verið lögð eðlileg rök fvrir slíku oanni. en það er síður en svo. Ráðherrar hinna Norðurlandanna hafa þvert á móti viður- kennt réttmæti þess að afnema það með því að heita því að vinna að framgangi máisins eins og orð þeirra hér á utanríkisráðherrafundi vitna um. íslenzka ríkis- stjórnin hefur og marglýst vfir vilja sínum tii þess að leysa málið. En samt situr allt við sama. misseri eftir misseri. Sannleikurinn er sá. að þetta er ekki hægl í samskiptum landa með nána samvinnu eins og Norður- Hnda. og íslendingar hljóta að gera vinum sínum á Norð- uriondum það ljóst, að þeir geta ekki látið þá leika sig þannig langtímum saman. Þetta er ekki sæmandi nor- rænni samvinnu. 9 JAMES RESTON: Stefnan er ekki sniðin eftir vandanum, sem við er að etja AiLTÆIK óreiöa þessarar ald ar hefir aldrei komiB betur í sjós en undangengnar vikur. Alger upplaiusn hefir rikt á götum Newark og fleiri borg- um, komið hefir til verfcfalls eða verfcffílshótana hjá járn- brautunum, gúmmíiðnaðin- um, kopariðnaðinum og í bíla- iðnaðinum. Borgarstyirjölld geisar í Nígeriu, uppreisnar- stjórn situr að völdum í Rlhod esíu, ættibálkastríð í Kongó g almenn styrjöld í hinum ná- lægari Austurlöndum og suð- austur Asáu'. Fróðlegt er að virða fyrir sér til hverra ráða hefir verið gripið hér í Wasthington and- spænis kynþáttabyltingunni í borgum landsins og örþrifaráð anna meðal hinna soltnu og illa stöddu þjóða í Afriku, ná- lægum Austuirlöndum ög suð- austur Asíu. Síðasta hálfa mánuðinn hef- ir ríkisstjórnin verið að leita fyrir sér um 15% lækkun út- gjalda heima fydr til annars en hernaðarþarfa. Þingið hef- ir skorið ótæpt af framlögun- um til aðstoðar við vanþróuðu þjóðirnar í fjarlægð. Republik anar hafa barizt gegn skatta- hækkun til þess að standa straum af styrjöldinni í Viet- nam, sem þeir vilja þó láta heyja af aukinni ákefð. Og forsetinn hefir sent aukið her lið til Vietnam og heldur fram að hann, Westmoreland hers höfðingi og NcNamara varnar málaráðherra séu á eitt sáttir um liðsaflann, sem með þurfi, en það er ósatt. UPFÞOTIN í borgum lands ins kcmu hvergi nænri á óvart. Misrétti negranna kynslóð eft ir kynslóð hlaut til þess að leiða. Sjálfstæði og samgöngur nútímans hafa fært þjóðunum í nýju ríkjunum heim sann- inn um, að suttur, sjúkdómar og fátækt séu ekki óumflýjan leg örlög, heldur óþolandi á stand. Af þessum sökum kem- ur til uppþota og uppreisnir eru gerðar. Þetta er hvofki sök einnar rikisstjórnar né einnar kyn slóðar einvörðungu. En i þess- um umbrotum í borgunum og nýju ríkjumim felst eflaust mesta ógnun:, sem nú vofir yfir friði og reglu i heiminum. En ekkert þeirra nútima iðn- aðarrikja, sem mest hætta staf ar af ástandinu, láta lausn þess sitja i fyrirrúmi fyrir öðrum verkefnum. Mjög mikillar og djúptækrar skekkju gætir í heildarstefnu hinna norrænu iðnaðarríkja. Stjórnir þeirra viðurkenna vanda mannfjölgunar og þjóð- legrar metnaðargirni. Þær þe'kkja ágallana og skilja þá rétt, en sníða stefnu sína ekki með þeim hætti, að hún sé vandanum vaxin. AUÐVELT er að skilja að- stöðu Johnsons forseta og hafa samúð með honum. Hann stendur andspænis þeim ægi- lega vanda að ákveða. tivort lýðveldinu stafi meiri ognun af styrjöldinni í Vietnam en uppþotunum í bors landsins .r Lögreglan tekur blökkumann fastan í New Jersey uppreisn í nýju ríkjunum. En við þessum vanda bregzt hann með þeim hætti, að neita að hann sé til. Johnson forseti beitir fyrir sig þeim fkum, að hann hafi ekki skorið niður framlög L] endurbóta í bandarískum borg um til þess að standast út- gjöldin, sem styrjöldin í Viet- nam hefir í för með sér. Og þetta er satt, svo langt sem það nær. Vandinn er í því fólginn, að áætlun hans um fjárframlög til borganna gat aldrei til þess hrokkið, að yfirlýstum markmiðum hans yrði náð þar. Hann beitti orð- unum af ofgnótt, en skar fjár- framlögin við nögl. Forsetinn lýsti yfir „styrj- öld“ á hendur fátæktinni, en lagði aðeins fram fé til lítii- fjöriegs uppþots. Hann jafn- aði milli styrjaldarinnar í Vietnam og styrjaldarinnar f borgunum með þeim hætti, að báðir biðu tjón. Hann kvað aldrei upp úr un, hivað hann ætlaði að meta mest, heldur dró úr öllu saman. Árangur- inn verður óhjákvæmilega sá, að hann hefur hvorki bolmagni til að sigra í styrj- öldinni gegn fátæktinni, né í styrjöldinni í Vietnam. HIÐ sárgrætilegasta við þetta allt saman er, að John- son forseti vill í raun og veru meta vandræði borgaranna og vanþróuðu ríkjanna meira en allt annað Sennilega gengur hann í þessu efni feti fram en nokkur maður í Washington. Á þetta lagði hann mesta áherzlu í viðræðum sínum við Kosygin forsætisráðherra Sovétríkjanna þegar þeir hitt- ust í Glassboro. Hann hélt því fram. að vandi bjóðanna i hinum náiægari Austuriönd- um, Vietnam, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum yrði því að eins leystur, að samvinna ríkti milli valdlhafanna í Washing- ton og Moskvu. Sá árangur næðist aldrei með samkeppni. En Kosygin forsætisráð- herra var þarna á öðru máli. Hann staðhæfði, aö um frið og samvinnu gæti því aðeins orðið að ræða, að Bandaríkja- menn drægju sig í hlé í Viet- nam og ísraelsmenn inn fyrir fyrri landamæri í hinum ná- lægari Austuriöndum. Vand- inn er því jafn óleystur og áð- ur, og enn verður spurt, hvað meta skuli mest. ÞAÐ er þetta, sem menn greinir í raun og veni á um í Washington. Hér stendur deilan ekki fyrst og fremst milli „hauka“ og „dúfna“ L.m afstöðuna til styrjaldarinnar í Vietnam. Satt að segja gætir sárrar óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar bæði hjá „haukum“ óg „dútfum“. Megindeilan stendur mffli þeirra, sem telja vandann í Vietnam mikilvægastan og hann verði að leysa og sé leysanlegur, og hinna, sem halda, að vandinn í Vietnam verði aldrei leystur, en glíman ýið hann komi aðeins I veg fyrir að við einbeiitum kröft um okkar og fjármunum að lausn vandans í okkar eigin borgum, en hann sé mikilvæg ari og sennilega vinnandi veg- ur að leysa hann. En samhliða bíður ötminr spurning svars, og hún er engu síður mikilvæg. Enginn hér er með öllu sannfærður um að hann viti fyrir vfst með hverjum hœtti ucnt sé að ráða bót á upplausn þessarar aldar, Framihald & bls. 15.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.