Tíminn - 30.09.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.09.1967, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 30. september 1967 8 H i>að þykir yfirleitt ekki í frásögur færandi að fólk íátisf af elli, 0 en þó hefur ellidauði Ricky Gallants orðið mönnum um allan H heim að umtalsefni og undrun. Málið er nefnilega þannig vaxið, 0 að Ricky var aðeins 11 ára gamall þegar hann lézt. Rioky Gallant bjó i bænum Adamsville í New Brunswick í Kanada. Hann þjiáðist af mjög sjaldgæfum og ólæknandi sjúk- dómi, sem heitir progeria cg verkar þannig, að líkami sjukl- ingsins hrörnar miklu fyrr en eðililegt er. Læknar drengsins fuliyrtu, að hann hefði verið á svipuðu stigi og hundrað ára gamaill ölldungur, þegar hann lézt. En þetta er að sjáifsögðu liítil huggun fyrir foreldrana, sem reyndu allt, er í þeirra valdi stóð tíl að leita barninu lækn- ingar. Raunir þeirra eru þó ekki allar, þar sem dóttir þeirra, 8 ára gömul, þjiáist af sama sjúk- dóm, og að dómi lækna á hún ekki eftir nema 1-2 ár ólifuð. Læknar vita ekki eitt einasta dæmi þess, að tveir meðlimir einnar og sömu fjölskyldu hafi þjáðst af þessum sjúkdóm, sem til allrar hamingju er ákaflega sjaldgæfur. Þetta mun því vera einsdœmi í læknavísindunum, en trauðla er það foreldrunum mik- ið huggunarefni. Þegar Ricky lézt var hann næstum blindur, hann hafði mists heyrn á öðru eyra, og var allt að því nauðasköllóttur. Hann var skorpinn og kinnfiskasoginn og augun voru innfallin. Hann var boginn ag hrumur, skalf eins og lauf í vindi og gat ekki stigið í fæturnar. Hann vó aðeins rúm 10 kíló. Hann lifði af, að halda,, þátíð- legan 11 ára afmælisdag sinn, en svo mjög var af honum dreg- ið, að hann hafði 'enga lyist á a’fmælistertunni og enga ánægju af gjöfunum. Hann fórnaði hönd- um og sagði: — Ég á víst ekki nema fáeina daga eftir ólifaða, og þar hafði hann rétt fyrir sér, 0 Ricky gerdi sér fulla grein fyrir því, aS hann átti ekki langt eftir ólifað. Myndin hér fyrir neSan er tekin á 11 Hann fékk Iungnabólgu skömmu síðar og var sendur á sjúkrahús. Hann náði sér þó fljótt og var sendur heim, en fáeinum dögum síðar sló honum niður. Faðir hans bar hann út í bíl Sinn og ók honum með ofsahraða til spí- talans, en Ricky litii var látinn þegar þangað kom. Læknarnir kváðu dánarorsök- ina hafa verið elli, og yfirlækn- irinn á spítalanum kvað dreng- inn hafa borið svipuð ellimörk og 100 ára garnlir menn. Daginn eftir andlát Rickys var átta ára gömul sysiir hans, Niorma að nafni lögð á sjúkra- hús með inflúensu. Henni batn- aði, en dagar hennar eru þó taldir. Hún mun innan skamms deyja af elli. Allir færustu læknar Kanada hafa rannsakað börnin tvö, en ekki getað veitt þeim neina úr- lauisn. Líkamlegt ástand Normu er betra en Rickys, þegar hann var á sama aldri, enda þótt hún haíi aldrei getað gengið. Að dómi lækna er hún á svipuðu stigi og 78 ára gömul kona Foreldrarnir hafa gert allt, sem í þeirra valdi hefur staðið, til að veita gleði og birtu inn í líf þessara tveggja vesalinga, og hafa verið óþreytandi við að veita þeim hina beztu umönnun. Þau hafa að sjálfsögðu þurft ið þorga heil reiðinnar ósköp fyrir læknishjálp og hjúkrun fyrir ,þþrnintsín, og hafa tvívegis selt 'hu^sitt, til að geta rispS indir hinum mikíu byrðum. Ekki hefur það bætt úr skák, að heim- ilisfaðirinn er öryrki eftir námu- slys, sem hann lenti í fyrir fáum árum. Þaiu hjónin eiga enn einn son, Tony, sem er 14 ára að aldri. Hann er að öllu leyti heilbrigður og eðlilegiur. Ricky var einnig eðiilegt barn þegar hann fæddist. Hann vóg 7 pund og virtist heilbrigður í alla staði. Hann byrjaði að ganga rúm ára afmælisdag Rickys. Foreldrarnir lega árs gamalil, en þegar hann var tæplega tveggja ára, komu fyrstu sjúkdómseinkennin í ljós, og lýstu sér m.a. í því, að hann hætti að halda jafnvægi. Poreldrarnir leituðu þegar stað læknis, en .skjóta úrlausn fengu þaiu ekki. Þau ráðguðust um við fjölmarga sérfræð>nga, en það liðu mánuðir, þar til niðuristaðan var fengin. Það var dr. A. B. Robinson, sem kvað upp dóminn yfir barninu, að hér væri um að ræða sérkennilegon ólæknandi sjúkdóm, progeriu. Eftir þetta lá Ricky lengst' af á sjúkrahúisum, hann var fluttur frá einu sjúkrahúsinu til ann- ars, en allt kom fyrir ekki, eng- inn gat stöðvað þessa ógnar- hröðu hrörnun líkamans. Hiann komst aldrei í skóla. Þeg ar hann var heima, kenndu for eldrar hans honum að stafa, og honum fannst alltaf gaman að lesa uipphátt, en um aðra mennt un var ekki að ræða honum til handa, enda þótt íullyrt væri. að hann hefði fulla greind. Að sjálfsögðu var það gífur- legt reiðarsiag fyrir foreldrana, þegar það sýndi sig, að einka- dóttirin, Norma, sem var þrem- ur árum yngri, þjáðist af sama sjúkdómi. Sjúkdómseinkennin komu svo snemma í ljós hjá henni, að hún gat aldrei stigið í fæturna. Hvert óhappið á fætur öðru dundi yfir. Húis fjölskyldunnar brann til kaldra kola, þau keyptu annað fyrir tryggingarféð, en urðu fyrir fjárhagslegu tjóni á þessu. Það hús urðu þau bráðlega að selja til að geta staðið undir kostn aðinum við sjúkrahúsvist barn- anna og aðra læknishjálp þeim til handa. Síðan varð fjölskyidufað- irinn fyrir slysi, og útlitið var mjög ískyggiiegt. Þau reyndu að sjálfsögðu að klóra í bakkann, og með óhemju dugnaði kom Gail ant sér upp benzínsölu, og gat Framhald a bls kveikja á kertum afmælistertunnar r /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.