Tíminn - 21.04.1968, Qupperneq 2
TTMINN
SUNNUDAGUR 21. aprfl 1968
Hnignun á veldi The Beatles?
Louis Armstrong er um þessar mundir í toppsæti brezka vinsæidar-
listans.
117. marz kom á brezka
hljómp'lötumarkaðinn ný
tveggjia laga plata með The
Er lag The Beatles, „Lady Mad-
onna upphafið að nýju rokktíma
bili?
Tom Jones ögraði Beatles í eina
viku í efst? sætinu.
Beatles. Skömmu seinna gátu
aðidáendur þeirra hér á landi
tryggt sér plötuna í hljóm-
plötudeild Pálkans.
Það eð gott innlent efni sit-
ur ávallt í fyrirrúmi í þættin-
um, þá kom ég því ekki við
að skriifa um þessa merkis-
plötu fyrr en múna.
Titill'agið nefnist „Lady Ms-
donna“: lag og texti eftir þá
Lennon og MacCartney. Það
er auðheyrt, að hér er verið
að endurvekja það, sem nefnt
var á frummálinu 1958
„rock'n roll music“. En þar
með er ekki sagt, að The Beat
les séu upphafsmeinn þessarar
endurMtfgunár. Viku áður en
þeirra tillegg til hins 'nýja
rokktímabils var skráð á vin-
sældarlistann í Bretlandi,
mátti sjá ekki ófrægara nafn
en Elvis Presley á topp 30
listanum i Melody Maker, og
lagið var sveilandi rokklag,
„Guitar man“.
Það er bæði ámægju- og for-
vitnilegt að Elvis Presley,
einn af vinsælustu söngvurum
rock ‘n roll tímabilsins skuli
hafa verið fyrstur til að end-
urvekja þessa fjörugu músík.
„Lady Madonna“ er sung
ið af Paul MacCartney og er
ekki laust við að hann stæli
söngstíl Presley eirns og hann
var á góðu gömlu dögunum.
Hims vegar er .Pauil mun skýr-
mæltari. Lagið sjálft er prýðis-
gott, en þó er eins og herzlu-
muninn vanti til að það hitq
í mark. Ringó hefur látið haf a
eftir sér, að þegar „Lady Ma-
donna“ var samin, hafi verið
stuðzt við hið fræga jazzlag,
„Bad Penmy Blues.“
Þó textinn sé tiltölulega ein
faldur, þá er langt frá því, að
hann sé settur saman eftir
uppskrift úr kokkabókum rokk
.tímabilsins. í undirleikn-
um ber mest á saxófónum
eims og vera ber. Þar eru
engir aukvisar á ferð —
Ronmie Scott, tenórsaxófónn,
og Harry Elein, barítónsaxfi-
fónn.
í siðara laginu sér Georg
Harrison um verkstjórnina, en
hann samdt bæði lag og texta,
auk þess sem hann; syngur lag-
ið sjálfur, og tekst það reynd
ar ljómandi vel. „The inner
light“ var hljóðritað í Bom-
bay í janúar, undirleikinn ann
ast indiverskir hljóðfæraleikar-
ar. Textinm er dálítið tormelt-
ur, en það er kannski eiinmitt
þess vegna sem hann fellur
eins vel við lagið og raun ber
vitni. Lagið hljómar vægast
sagt all einkennilega, en það
venst mjög vel. Það má hik-
lau-st flo'kka það með úrvals-
lögum The Beatles.
23. marz fer „Lady Ma-
donma“ á: fyrstu viku upp í
þriðja sæti. Samkvæmt hefð-
bundinni venju hefði það átt
að vera komið í efsta sætið
í næstu viku, en þess í stað
færði það sig einungis um eitt
sæti. Beatles máttu þakka fyr-
ir að halda öðru sætinu í tvær
vikur, því Tom Jones sótti fast
á, og lag hans varð nr. 1 á
vinsældarlistanum. Em 13. apríl
s.l. gerast þau undir, að „Lady
Madonna" detbur úr öðru sæt-
inu í nr. 5, án þess að hafa
náð toppnum. Það þarf að
leita æði langt aftur í tím-
ann til að finna lag með The
Beatles, sem ekki hefur náð
efsta sætinu.
Tom Jones var ekki nema
viku á toppnum, þá kom eng-
inn annar en Louis gamii Arm
strong með lag sitt „Wonder-
ful World". Nr. 2 er „Con-
gratulations", flutt af Cliff
Riehard og hr. Jones er í
þriðja sæti.
Beatles platan hefur selzt í
yfir 250 þúsund eintökum í
Bretlandi, en eintakasalan í
Bandarí'kjunum er komin yfir
milljón. Samkvæmt lista band-
arísfca músikMaðsins Billlþourd
20. þessa mánaðar, er „Lady
Madonna" í fjórða sæti og á
uippleið. Það er aftur á móti
er. 3 í Þýzkalandi og Hlollaindi.
Á franska listanum er það í
níunda sæti.
9ú staðreynd blasir nú við,
að það er hreinlega ebki rúm
Jyrir „Lady Madonna“ í efsta
sæti vinsældarlista hinna ýmsu
landa. Er hér um að ræða
fyrsta vott að hnign.uin á veldi
The Beatles, eða aðeins tíma-
bindinn vinsældamissir?
Benedikt Viggósson.
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
Salem aleikum - í Guðs friði
„Salem aleikum", sem þýðir:
í Guðs friði, eða friður sé
með yður, eru þau orð, sem
eftirminnilegust eru þeirra
orða, sem höfð eru eftir Kristi
•> uipprisnum.
Raunar munu þau vera
hversdagsleg kveðja í Araba-
l'öndum enn í dag, og ern
samofin nafni borgarinnar
helgu, Jerúsalem, sem þýðir
friðarsjón Drottins og komin
inn í íslenzku í kvenmanns-
nafninu Salome — friður.
En í dularfullum frásögnum
um upprisuna og eftirlifð
Krists eignast þau nýjan
hljóm, nýtt innihaid sem
kveðja frá æðri veröld.
Og þennan sama dularfulla
hljóm fá þau einnig, sé þess
gætt, að þau eru óskin sjólf,
ósk óskanna frá hjartaslætti
alls mannkyns, þar sem tindr-
andi augun mæna og biðja um
frið, og verða þannig bergmál
fná samvitund allra þjóða óm-
andi í himininn.
En sá friður verður að byggj
ast á réttlœti og mannréttind-
um. Og á það er einmitt sér-
stök ástæða til að minnast nú
á þéssu ári, sem helgað er
mannréttindum ailra ein-
staklinga, þjóða og kyn-
þátta jarðarinnar. Og á þessu
ári hefur nú þegar verið færð
hin stærsta fórn, sem fin'nast
kunni á altari mannréttinda
af höndu manmlegrar heimsku
og grimmdar. En það varð,
þegar hinn mikli mannvinur
og friðflytjandi dr. Martin
Luther King fóll fyrir kúlu
launmorðmgjans fyriir nokkr-
um dögum.
Vonandi á eftir að vaxa
blómskrúð friðar og mannréu-
inda af blóði hans, sem verð-
ur útsæði kristins dóms eins
og blóð píslarvotta hefur jafn-
an verið.
Hugsjónin, hugsjón friðar-
ins lifir, þótt einstaklingur-
inm falli, og því bjartara og
hreinna verður merkið, sem
hæst er borið. sem meira var
fórnað.
Martin L. King gekk sann-
arlega í fótspor meistarans
mikla frá Nazaret ig hlaut því
að falla fyrir sama hugsunar-
hætti þröngsýni og mann-
vonzku sem oegldi Krist á
krossinn.
Og emn er því mikil þörf
fyrir boðskap friðar, umiburð-
arlyndis, bræðralags og mann-
róttimda.
Aldrei má þar slaka á, og í
spor hetjunnar og fómarlamb-
anna verða vottar Krists að
ganga fram „Salem aleikum"
til samferðafólksims iíkt og þar
væri sjálfur Kristur á ferð, og
þar nægja ekki orðin ein, held
ur miklu fremur eftirdæm-
ið og þau heilindi og sá skiln-
ingur, sem hver einasta manms
sál þráir, líka hinir vondu og
grimmu sem Kristur sagði
um:
„Elskið óvini yðar, biðjið
fyrir þeim, sem ofsækja yður“.
Friður vinnst aldrei með hefnd
og hatri, refsimgum og dóm-
um. Heldur með bví að gjöra
vopn hinna vondu óvirk eð3
breyta þeim til sigurs hinu
g'óða.
Þannig vinna hinir sönnu
friðflytjiendur. Og þeir flytja
frið og samræmi til þeirra,
sem eru særðir sinni eigiri
skömm og synd, en finna þó,
að tárin eru friðarlind.
Og fekki síður flytja friðar-
boðarnir kraft og traust til
þeirra, sem sorg og harmar
þjá.
Aldrei gildir fremur kraftur
orðanna Salem aleiikum - frið
ur sé með uður, en til beirra,
sem þungir harmar þjaka.
Og þar hafa orðin takmark-
að gildi. Stuindum er það sam-
úðarrík þögn, sem betur hæfir
eða svipbrigði, handtak og hug
hrif, en umfram allt sú mildi,
sem orð Krists áttu, er hann
sagði: „Grát þú eigi“. og það
traust, sem felst í boðskap lífs-
ins og fögnuð hins eilífa. Og
í áhyggjum, ysí og amstri
hversdagsleikans er sannarlega
oft börf fyrir óskina fögru —
Salem aleikum — friður sé
með yður.
Hvað gæti verið nauðsyn-
legra á heimilum, sem eru að
hrynja í stormum ósamlyindis
og smámunasemi eða sökbva
í djúp sundrungar og sjálfs-
elsku.
Og þegar vináttan lendir á
skeri ótryggðar og gleymsku
eða eigin hagsmuna og öfund-
ar, hvers þarf þá fremur en
hlýja rödd friðarboðans:
Salem aleikum — friður sé
með yður, með krafti alltum-
faðmandi elsku.
Og þá hverfa skuggar og
stormar. fjötrarnir rakna og
vorsól ástúðarinnar breytir
hjarni haturs, tómlætis og mis-
skilnings í hrynjandi lindir
samúðar og fagnaðar, og hjörtu
manna fagna og fyllast æðri
þrá.
Vorið er komið. En hið
sama vor frelsis og bræðralags
veitist ekki í veröld okkar
nema fyrir starf, boðskap og
fórnir friðarboðanma, sem líkt
og Lúther King eru reiðubún-
ir að fórna heiðri. lífsþægind
um og lífi til eflingar mann-
helgi og mannréttindum og
vita, að enginn skyldi dæma
eftir lit og iögum hins ytra.
Innstu þrár mannshjartans
bergmála alltaf óskina um frið
— Salem aleikum, sem boð frá
æðri heimum.
Árelíus Nielsson.