Tíminn - 21.04.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.04.1968, Blaðsíða 3
SUNNTJDAGfUR 21. aprfl 1968 TIMINN 15 Sýna furðulega f jöl- hæfni í myndlist Svo sem kunnugt er aí frétt- um var í janúar s.l. haldin merk íslenzk myndlistarsýning í Vestur-Berlím. Sýning þessi vakti mikla athygli og var að- sókn að henni einmuna góð. Hiún var opnuð 1S. janúar s.l. í Riáðhúsinu í Wilmerdorf með viðhöfn. Viðstaddir voru Borgarstjóri og borgarfulltrú- ar Vestur-Berlínar, prófessor- ar og fleira stórmenni. Einn- ig var til opnunarinnar boðið íslenzkum stúdentum og öðru íslenzku námsfólki þar í borg. Margar ræður voru haldnar, en aðaloipnunarræðuna hélt htr. Scihimdgen Sdhmieden, en hann er ei,nn af listfræðiingum borgarinnar og hefur yfirum- sjón með erlendum sýningum, sem þar eru haldnar. Hann annaðist uppsetningu sýningarinnar í sölunum, sá um sýnimgarskrá og auglýsing- ar, og gerði það með mestum ágætum að alira dómi. Hr. Sohmieden er vel þekkt- ur listfræðingur, ekki einuimgis í heimalamdi sínu, Þýzkalandi heidur einnig víðar í Evrópu, svo sem París og Amsterdam. Hann er hámenntaður í sín- um fræðum, skarpskyggn og mikiis metinn með listfræðing- ur. í ræðu sinni talaði hann m.a. um íslenzku listamennina og verk þeirra og var ræðu hans mjög vel tekið. Hiún fer hér á eftir. „Það er alltaf áhætla að setja saman sýningu málverka eftir marga listameinn, sem auk þess hafa gerólik sjónarmið. Þrátt fyrir það verður að stofna til slíkra sýninga, því að ekki er á annan hátt unnt að öðlast yfirsýn yfir hina fjöl breytilegu listsköpun bverrar þjóðar. Þannig verðum við að skilja þessa sýningu, enda miðl ar hún okkur ekki aðeins á- hrifum og afstöðu listamanna, sem við höfum ekki þekkt hing að tilfc heldur ber sýningin auk þess einkunnarorðin: ís- lenzk málaralist. Sénhverjum áhorfanda reym ist afar örðugt að ganga á miili myndanna og vera þess jiafmfrámt aibúinn að njóta hverrar og eirnnar fyllilega. En geti hann það og gefi sér nœgam tíma, munu þessi sýn- ingarmálverk verða honum hugstæð fyrir hin margbreyti- legu sjónarmið listamannanna. 'í; hv- KiFisíaná VViVix'iKto: i ■ftoto bctow-r F í!böt;• toSierk \o,r i s, Auglýsingamynd sýningarinnar, Geimurinn eftir Finn Jónsson, Bnn eitt atriði: Gangi mað- ur að mynd til þess að skoða hana betur, verður hann að ■vita nokkur deili á forsendum hennar. Við getum og megum aldrei reyna að öðlast neitt með því að beita skynfærum okkar aðeins að einhverju leyti: heilsteyptir verðum við að ganga til móts við mynd- iina, skilningur og tilfinningar verða að vinna saman. Hvað getum við þvi sagt um myndir hinna íslenzku málara og að hve miklu leyti eru þær frábrugðnar myndum annarra þjóða? Báist menn við myndir, er ekki þar með sagt, að þeir þræði alltaf aðeins stíg fram- úrstefinunnar. Framúrstefnan kemur mati á málverkum ekk- ert við. Það væri dapurlegt, að sá einn vekti athygii, sem skil- yrðisiaust treður nýja stigu og vanrækir alla hefð. Ég held, að því sé ætíð þannig farið, að sénhver listamaður sameini hvort tveggj'a í verkum símum. nokkra innlenda hefð og nokk- ur persónu'ieg einkenni. Upp af þessum andhverfu skautum vex iistaverkið. íslendingar senda okkur myndir eftir tíu íslenzka lista- memn, og ég held, að valið hafi verið af mikilli glöggskyggni. íslenzkir listamenn sýna furðu ^lega fjölhæfmi ekki síður en listamenn annarra þjóða. Meðal þessara tíu ísienzku listmálara eru þrír langelztir, og hafa myndir þeirra þegar öðlazt safngildi. Mig lamgar til að segja nokk- ur orð um þessa listamenn og nefni þá í stafrófsröð. Ég get auðvitað aðeins dæmt út frá eigitn sjónarmiði, en get sarnt ef til vill vakið athygli ykk- ar á einu og öðru, sem skipt- ir máli. Elzta mynd Ásgrímis Jóns- sonar á sýningu þessari sanm- ar, að hann hefur þá þegar máð fullu valdi yfir íslenzku landslagi. Horfi menn á þessa myind, geta þeir virt fyrir sér andstæður, sem eru síend- urteknar á öðrum sý’ming- armiyndum hans, en það eru andstæðurnar milii fannhvítra fjaliatinda og bjartra og skærra lita landslagsins. Seninilega verða þessir björtu litir ekki ríkjandi í verkum Ásgríms, fyrr en Mða tekur á ævi hans, því að eldri myndir hans, sem allar ■fjalla um sérkenni landslags- ins, eru með dekkri blæ. Finnur Jónsson, sem er 76 ára að aldri, skapar myndir sínar af öðrum þáttum. Þess skal getið, að Fimnur Jónsson var einn þeirra, sem sýndu myndir sínar hjá mynd- Myndin Mosi efttr Helgu Weishappel. Hún er nú á málverkasýningu frúarinnar a8 Laufásvegi 57. rsta’rfélaginu „Sturm“ á árun- um mil'li 1020 og 1930. Hann hefur vítt sjónmál, og verk hans stefna að tákini og ein- földun. Mig lamgar að segja, að á myndum Finns Jónssonar birt- ist greinilega nokkuð af hug- myndum hinna norrænu goð- sagna, sem voru svo einkenn- andi fyrir hugarheim viking- anna fornu. Mlálverk hans „Geimurinm“ völdum við sem auglýsingar- mynd þessarar sýningar, af því að málverkið tjáir okkur sam- tímis, hver var afstaða manns- in-s yfirleitt og hins nonræna manns til sköpunarverksims. Bftir slíkum brautum, t.d. brautum næturkyrrðar, hrær- ast myndir svo sem: „Nótt“ og „Við heilagan eld“. Lítum á myndina „Káetu- gluggi“. Við sjláum, hvernig skapandi málara tekst ætíð að gegnsýra hið hlutstæða með því, sem er handan við skiln- ingarvit okkar. Því er næst- uim þann veg farið, sem Finn- ur Jónsson hafi með þessu verki skapað frummynd allra káe'tuglugga. Tökum málverkið „Sýn“. Með ljósgulum loga og gílum (hliðarsólum) sýnir þessi mynd auk furðulegs hug- myndaflugs þann litaauð, sem virðist vera auðkenmi íslenzkr ar náttúru. Enn annar hinna eldri mál- ara er Gunlaugur B'löndal. Hann hefur skapað mjög jarðneska uppstiilingarmynd, fuil.a af litagleði. Hin tákm- ræna goðsaga er honum fram- andi' hinsvegar skapar hann fádæma lifandi landslag í fjöl- breytilegum litum. Þetta er ó- svikið málverk, sem lætur smá atriðið lönd og leið, en fram úr þvd stígur landslagið af dirfsku og fjöri. Frú Helga Weisshappel er líklega sá málari í þessum hóp, sem hættir sér lengst í óhlut- stæðri listsköpun. En ekki gengur hún svo langt, að verk hennar búi ekki yfir snjallri skírskotun til hlutanna. Öll list er einh'vers konar al- hæifing, meira eða minna gmeinileg. En hver listamað- ur á sinm hugarheim og lagar alhæifimgu sína eftir honum. Frú Weissihap'pel telst til þeirra listamanna sem framar öllu leggur sig eftir og nær þeim hughrifum, sem streymir frá íslenzku landslagi. Hiún lætur sig litlu skipta nákvæmar línur viðfangsefn- anna, en miklu skiptir hana lis'threinleiki línanna, sem eru í fullu samræmi við landsiagið. Gildir þá einu, hvort um er að ræða glóandi rauðan garð, eyjarsýn, hraun í sólskini eða eldinn, sem myndin er af í sýningarskránini. Frú Jutta D. Guðbergsdóttir er önnur þeirra kvenna, sem eiga myndir á sýningunini, og líta má á landslagsmynidr hennar sem andstæðu hinna meira eð’a minna óhlutstæðu málverka. Hún sækir otku í aðra up-p- sprettu. íslenzkt landslag mál- ar hún með þykkum 1-itum, og segja má, að landslagsmyndir hennar séu mjög raunveruleg- ar. Hún hefur gefið sig á vald daghughrifum og töfrum árs- tíðanna, og ef til vill getum við gleggst séð á heonar mynd um, hversu litauðugt hið ís- lenzka landslag er. Jóhannes Kjarval er elztur og þrautreyndastur allra núlif- andi íslenzkra málara, en það er aðdáunarvert, hversu sterk ítök nútímalist á í honum. Hinar fjórar myndir hans má líta á sem lífsspeki him>s síunga öldungs. Með mj-ög björtum litum byggir hann kvika mynd, þar Framhald á bls. 23.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.