Vísir - 06.04.1976, Side 8

Vísir - 06.04.1976, Side 8
8 Þriöjudagur 6. april 1976. vism VÍSIR Útgefandi: Iteykjaprent hf. F'ramkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Fálsson, ábm. Ólafur Itagnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Emilia Baldursdóttir, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Sigurveig Jóns- dóttir, Valgarður Sigurösson, Þrúður G. Haraldsdóttir. iþróttir: Björn Blöndal, Kjartan L. Pálsson. Útlitsteiknun: Arnór Ragnarsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Ásgeirsson. Aglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611.7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Hvers vegna ekki öðru vísi útvarp? Á öndverðum vetri hóf Visir umræður um frjálsan útvarpsrekstur. í framhaldi af þvi hefur sú krafa verið sett fram, að einkaréttur ríkisins eða Rikisút- varpsins á útvarpssendingum verði afnuminn. Þessi fjölmiðlun á vitaskuld að vera frjáls innan þeirra marka, sem tæknilegar aðstæður leyfa. Þær hugmyndir, sem settar hafa verið fram um þetta efni hér í blaðinu, hafa fengið verulegan hljómgrunn. Það er ekki sist ungt fólk, sem tekið hefur undir þessar hugmyndir og ýtt undir þær á opinberum vettvangi. I lýðræðisþjóðfélagi stenst það ekki til lengdar, að rikiö geti einokað svo mikilvæga fjölmiðlun. Borgararnir eiga skýlausan rétt á að hún verði frjálsari en nú er. Að sönnu er það mikil blessun, að menn skuli ekki hafa haft jafn mikla trú á almætti rikisins á dögum Gutenbergs eins og nú. Þá væru sennilega öll blöð ofurseld lögmáli rikiseinokunar- innar. Rikisútvarpið er eðlilega bundið á klafa hinnar flokkspóltisku samvinnu. Stundum sætir Rikisút- varpið gagnrýni fyrir það, að þar beri ein stjórn- málastefna aðra ofurliði. Hér getur vissulega verið um vandamál að ræða einkum í hugum þeirra, sem ekki sjá út fyrir hugmyndaheim rikiseinokunarinn- ar. Hin eilifa deila um óhlutdrægnisreglu Rikisút- varpsins skiptir hins vegar ekki máli i þessu sam- bandi. Hún kemur hvergi nærri kjarna spurningar- innar um frjálst útvarp. Raunar má segja að hér sé um gagnstæða póla að ræða. Annars vegar er spurningin um frelsi borgaranna og hins vegar um samtryggingu stjórnmálaflokkanna. Meðan núverandi ástand helst geta stjórn- málaflokkarnir verið nokkuð öruggir um sig. Þeir hafa stærstu fjölmiðlana algjörlega i eigin höndum. Engin hætta er á samkeppni utan við flokkakerfið. Með þessu er ekki verið að segja, að stjórnmála- flokkarnir misnoti aðstöðu sina innan rikis- einokunarker fisins. Vitaskuld reynir hver að ota sinum tota með þvi að koma sinum mönnum að i dagskrá útvarps og sjónvarps og i föst störf hjá þessum stofnunum. En flokkarnir gæta þess að hafa nokkurt jafnvægi á i þessum efnum. Ástæðan er sú, að þeir eiga sam- eiginlegan óvin, þar sem er hið frjálsa orð, sem þeir geta með engu móti haft áhrif á i hvaða farveg fer. Það hefur heldur ekki staðið á blöðum flokksmál- gagnanna að skrifa varnarræður fyrir rikiseinokun- ina. Við öðru var ekki að búast. Hér er um svo mikið hagsmunamál fyrir stjórnmálaflokkana að ræða. Útvarpsstöðvar þurfa ekki að vera stór fyrirtæki. Tækni hefur fleygt svo fram i þessum efnum, að nú má setja upp litlar stöðvar án mikils stofnkostnað- ar. Það yrði vitaskuld öðruvisi útvarp en hjá rikis- einokuninni. En hver segir að það sé hið eina rétta? Hvers vegna mega menn með atorku og hugmyndir ekki spreyta sig á sliku verkefni i frjálsu þjóð- félagi? Að sjálfsögðu eiga menn að vera frjálsir að þvi að koma hugmyndum sinum á framfæri með þeirri tækni, sem fyrir hendi er, hvort sem um er að ræða þjóðfélagsmálefni, listir eða venjulega dægrastytt- ingu. Þetta er það grundvallaratriði, sem hafa Verður i huga i þessu sambandi. rUmsjón: ^ ^ iGuömundur Pétursson I Það fór eins og flestir spáðu um sæluna hjá Norodom Sihanouk prins i sambúðinni með kommúnistum. — Hún stóð stutt. Útlegðarárin i Peking var hann leiðtogi útlegðarstjórnar uppreisnarmanna, Khmer Rouge, beiskur i garð stjórnar- hersins, sem undir forystu Lon Nols marskálks velti honum úr stoli i mars 1970. Khmer Rouge-kommúnistar kynokuðu sér ekki við að hafa furstann i forsæti, meðan hann gat verið þeim tákn einingar á ófriðartimanum, þau fimm ár, sem þeir áttu i strfðinu við Lon Nol-stjórnina. En einu ári eftir sigurinn er sælan búin. Nú hafa þeir töglin og hagldirnar og þurfa ekki lengur með lempni að laða að sér sundraða hópa þjóðarinnar. Þetta ár hefur Sihanouk prins verið að visu að nafninu til þjóðarleiðtogi, en án nokkurra valda eða áhrifa og hefur enda engu fengið ráðið. — Engar fréttir fara þó af þvi, að hann hafi viljað ráða öðruvisi en stjóm Khmer Rouge hefur gert. Hann hefur mestan hluta þessa valdaárs verið á þönum erlendis talandi máli stjórnar sinnar. Kambodia missti tengsl- in við umheiminn, þegar stjórn- Komniúnistum var akkur að Norodom Sihanouk prins i stjórn þeirra vegna lýðhylli hans, sem laðaði að þeim fylgi. Nú þurfa þeir hans ekki lengur með. málasambandið rofnaði við frá- fall stjórnar Lon Nols. 1 heimsókn til Parisar i fyrra lýsti hann hlutverki sinu þannig: „Ráðherrarnir koma til að hitta mig að máli i konungs- Veitum þingmönnum fjórhagsstuðning Það er mikil lenzka um þessar mundir að hnjóða i stjórnmála- menn og finna þeim flest til for- áttu. Sömu sögu er að segja um samkundu þeirra Alþingi. Margir eiga ekki nógu sterk orð til þess að lýsa þvi, hversu mjög sú stofnun hafi sett niður og hafa þá á taktcinum lista yfir látna þingskörunga, sem með skörungsskap sinum og leiftr- andi gáfum hafi lyft Alþingi í æðra veldi. Gagnrýni á alþingis- og stjórnmálamenn á fyllsta rétt á sér. Stjórnmálaumræða á~ tslandi er á ákaflega lágu plani. Öskhyggja og yfirboð setja um of svip sinn á allt stjóm- málalif. En jafnframt þvi sem þetta er viðurkennt, verður að hafa hugfast, að svona hefur þetta lengst af verið. Fjarlægðin gerir fjöllin blá, og þingskör- ungarnir gömlu sættu sama að- kasti sinnar samtiðar fyrir úr- ræða- og stefnuleysi og stjórn- málamenn okkar gera i dag. Fæstir eru þeir þing- menn allrar þjóðarinn- ar Ef kastljósum er beint að lög- gjafarsamkundunni sérstak- lega, kemur fljótt í ljós, að við ýmiss konar vanda er að etja. Það er ekki aðeins að byggða-, hreppa- og sérhags- munasjónarmið geri það að verkum, að þingmenn séu fæstir hverjir þingmenn allrar þjóðar- innar, heldur miklu fremur þingmenn ákveðins héraðs, stéttar eða starfshóps. Hitt er ekki siður umhugsunarefni, hver breyting orðið hefur á stöðu Alþingis i valdakerfinu sem og þeim starfsháttum sem tiðkast við afgreiðslu mikilvæg- ustu mála. Alþingi fer með löggjaíar- valdið. Áður fyrr merkti þetta i raun, að öll meiri háttar stefnu- mörkun i landsmálum átti sér stað á Alþingi. Hinir þjóðkjörnu íulltrúar voru raunverulegir húsbændur á sinu heimili. Nú eru þeir það meira að nafninu til. Aðrir valdaaðilar hafa jafnt og þétt rýrt valdsvið Alþingis. Þar má t.d. nefna banka- og ( Páll Heiðar ^ l Jónssonjskrifar; j í seinasta pistli var iitillega vik- ið að fyrirbæri, sem mjög hefur gripið um sig i vetur — og meira að segja það heiftarlega, að ekki kæmimér á óvart að vetur þessi ætli eftir aö verða kenndur við það og verða héreftir kunnur sem „B R ÉF AVETÚRINN MIKLI”. Ekki er aö sjá neitt lát á bréfaæðinu, sem gripið hefur um sig mcðal þjóðarinnar: ekki hafði Matthias Jóhannessen fyrr lagt frá sér pennastöngina og undirritað bréf sitt til Gils Guðmundssonar en Vilmundur Gylfason tók sér enn einu sinni penna i hönd og fann hjá sér sára og nistandi þörf til þess að taka þátt i bréfakapphlaupinu mikla með þvi að rita umgetn- um Matthiasi fáeinar linur. Það var s.l. föstudag en fyrr i vik- unni hafði ýmislegt gengið á — ótalin lesendabréf — sum til Vil- mundar þessa — önnur til Ólafs Jóhannessonar dómsmálaráð- lierra og það meira að segja vestan af Patreksfirði, að ó- gleymdu bréfi vikunnar, þar sem Þorsteinn nokkur ilákonar- son úr Njarðvikum sendi Kristjáni Péturssyni deildar- BRÉFA- 0G stjóra og glæpaupplýsanda heillar siðu bréf i Timanum. Hér hefur vissulega verið stiklað á stóru og aðeins stærstu framlög manna i brefaölduna fram verið talin, en þvi miður er engan endi á þessum ósköpum enn að sjá: slik og þvilik ritgleði hefur gripið um sig meðal landsbúa að einna lfkast er meiri háttar bólusótt ellegar in- flúensu — og ekkert bóluefni þekkt, sem stöðvað getur þenn- an faraldur. Aðalmálið: En þrátt fyrir að allar þessar bréfaskriftir manna á milli i blöðunurh hafi vakið verulega athygli, hefur sviðsljósið samt beinst annað — jafnvel land- helgismálið hefur heldur fallið i skuggann um stundarsakir, enda þótt árekstrar á miðunum veki alltaf nokkra athygli. Orkumálin hafa ýtt fiskileysinu, verðbólgunni og gott ef ekki við- skiptajöfnuðinum (kannski væri réttara að tala um viðskiptaó- jöfnuð) út úr umræðum blað- anna um sinn. Og allt er það miðsvetrarfundi Sambands is- lenzkra rafveitna- að kenna eða þakka. t seinasta pistii lét höfundur þessara lina að þvi liggja, að merkilegt mætti það heita, að hvorki „blaðaUra landsmanna” ne heldur „málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóð- frelsis” heföi af einhverjum or- sökum ekki talið það skyldu sina að fjalla um þessi máí. t sein- ustu viku varð þar nokkur breyting á, og bar þar hæst framlag Morgunblaðsins, sem birti miðsvetrarræðu dr. Jó- hannesar Nordals, og meira en það — lagði siðan út af ræðunni i leiðaras.l. föstudag. Niðurstaða blaðsins var þessi: ^ ^ i Ástæoa sýnist til, aö virt stöldrum ofurlítiö við Of: athuKum okkar KanK i 1 þessum efnunt. Bersýni- , lega verður að miða verð- lagninfíu raforkunnar vió það. art umtalsvert eiftið fé 1 myndist til þess aó standa j undir þessari miklu upp- 1 bytíKinnu op cinnip er val'a- I mál, að nú í dap eöa í fyrir- > sjáanlegri framtið sé nægi- ) legur markaður fyrir alla 1 þá raforku, sem í undir- ’ búningi er að framleiða. < > Virðist því ekki vanþörf á I að láta hendur standa fram' úr ermum til þess að aukai orkumarkaðinn, eða gera^ > aðrar ráðstafanir til þess^ > að samræma væntanlegt’ . framleiðslumagn raforku* og hugsanlega stærð orku-^ ' markaðar. t þessum dálkum hefur stund- um verið minnt á þann „vé- fréttastil”, sem gjarnan er að finna i leiðurum blaðanna, og hér er ekki hægt að kvarta yfir skorti á honum. Þýðir setningin — „ástæða sýnist til að við stöldrum ofurlitið við og athug- um okkar gang i þessum efnum — ” t.d. það, að blaðið sé þvi méðmælt að fresta —ja Kröflu- virkjun — eða t.d. Byggðalin- unni? eða þessi setning: „Virð- ist þvi ekki vanþörf á að láta hendur standa fram úr ermum til þess að auka orkumarkaðinn —” þýðir hún t-d. það, að nú skuli Stóriðjunefndin setjast

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.