Vísir - 23.01.1977, Side 6

Vísir - 23.01.1977, Side 6
6 Velkomin til garösins. Maöur veröur vissulega fyrir nokkrum vonbrigðum, þegar komiö er i Skirisskóg, þar sem útlaginn frægi Hrói höttur, á aö hafa boöiö yfirvaldinu byrginn, rænt frá hinum ríku og gefiö hinum snauöu, unnaö hinni fögru Marion og gert fógetanum i Nottingham allt til bölvunar. Skógurinn er ekki jafn viðáttu- mikill, þéttur og erfiöur yfir- feröar og ætla mætti. Þvert á móti er hann lltill og gisinn. Skáldiö Daniel Defoe, sem var uppi á átjándu öld, segir svo um Skirisskóg: „Hann er i mestu niöurniðslu, og Hrói hött- ur gæti varla dulist þar lengur en viku”. Daniel Defoe vissi ekki, aö skógurinn hefur aldrei veriö blómlegri en einmitt um daga hans. Skógurinn hefur drabbast niöur af vanhiröu, fé hefur veriö beitt á skóginn og mengun kom- ið i veg fyrir, aö skógurinn end- urnýist á eölilegan hátt, og mi er mikiö af gömlum, dauðum trjám i skóginum. En nú er aö veröa breyting á, og hana getum viö þakkaö Hróa hetti og herskara af bjöllum. Skógurinn á vitaskuld Hróa vinsældir sinar aö þakka. A hverju ári heimsækja hann aö jafnaöi um 330 þúsund manns, reika um vel hirta stiga og skoöa eikina stóru, sem sögö er vera hin sama og kemur viö sögu i ævintýrum Hróa, en vafa- samt er, aö svo sé. Engin hætta er á, aö skógurinn verði brotinn tiLakuryrkju.vegna þess hve lé- legur jarövegurinn er. En hvaö um bjöllurnar? Þær eru i hópi 1500 skordýrategunda, Sunnudagur 23. janúar 1977 vism A SLOÐUM HRÓA HATTAR Kirkjan i Edwinstowe, rétt hjá garöinum. Fyrrverandi skógarbúi. sem hafast við I skóginum og þrifast vel i feysknum trjánum. Þær laöa til sin skordýrafræö- inga og enn fremur spæturnar, sem lifa á þeim. Og spæturnar laöa til sin fuglafræöinga. Aö öllu samanlögðu hefur Skirisskógur — eða leifarnar af honum — upp á margt aö bjóöa, og nú hefur héraðsstjórnin látið gera sérstakan gestagarö rétt hjá bænum Edwinstowe. Garöurinn var opnaður fyrr á þessu ári, og með opnun hans er lokiö viötækri áætlun, sem mið- ar aö því aö endurnýja skóginn og afla honum nýrrar frægðar. Fyrirhugaö er að stækka skóg- lendiö um helming á næstu tveimur árum meö þvi aö hefja skógrækt i aöliggjandi landi, sem nú er i eigu hersins. Og nú eru i skóginum fleiri ung tré en nokkru sinni áöur undanfarin 500 ár. 1 garöinum eru allmargir hringlaga kofar, og þar fer fram viötæk sýning um skóginn og sögu hans. Þar eru einnig bóka- verslun og aðsetur starfsfólks. Fólk kemur i skóginn vegna sagnanna af Hróa hetti, en hann býöur upp á sitthvað fleira en gamlar sögur. Þarna eru dádýr og spætur. Dýrin og fuglarnir ecu stygg, og svo getur fariö aö menn sjái hvorugt, sé þolin- ínæöin ekki fyrir hendi. A sýningunni er fremur litið gert úr þætti Hróa i sögu skóg- arins, en samt er þetta sá hluti sýningarinnar, sem vekur hvað mesta athygli. Skirisskógur og gestagarður- inn nýi örva imyndunaraflið. Það hefur alltaf veriö erfitt aö sannfæra fólk um, aö andar Litta-Jóns, Tóka munks og Vil- hjálms skarlats séu ekki á sveimi i skóginum. En hættir Hróa eru enn viö lýöi þvi aö gestagaröurinn gefur af sér tekjur, og vegna þeirra veröur unnt aö gera skóginn aö al- menningseign. Þetta heföi Hróa fundist snjallræöi. Frá gestagaröinum. Stóra eikin.Húner hol, oglnni I henni eiga tólf menn aö geta komiat fyrir. Hún er talin yngri en frá dögum Hróa, en setur samt sinn svlp á staöinn. Þessi telkning er á sýningunni i gestagarölnum, þar sem iýst er af- skiptum mannsins af skóginum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.