Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.08.1968, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 30. ágúst 1968. TÍMINN HÖFUM ENGA TRYGGINGU FYRIR BROTTFLUTNINGIHERNÁMSLIDS NTB - Prag, Moskvu og Hamborg, fimmtudag. Tékknesku leiðtogarnir reyndu í dag a3 koma til framkvæmda 'einhverjum aðgerðum sem mið- uðu að því að koma á eðlilegu ástandi í landinu og væru í anda Moskvusamkomulagsins. Hisns veg ar virðist það ætla að ganga erfið- 'lega og getur Cernik forsætisráð- herra búizt við því að honum taki að berast kvartanir frá sovézku stjórninni um að tékknesku ríkis- stjórninni hafi ekki tekizt að koma á eðlilegu ástandi í landinu. 1 Ritstjóri kommúnistísks frétta- blaðs komst svo að orði í dag: Rússarnir vilja koma á vemdar- ríki. Ríkisstjóm okkar er í slæmri aðstöðu. Hún hefur aðeins nokkra tíma til þess að sannfæra Rússana um að þeir séu færir um að koma ástandinu í eðlilegt horf. -ír Forseti tékkneska þjóðþings ins, Josef Smrkovsky, viðurkenndi í útvarpsræðu í dag, að ekki væri nein raunveruleg trygging fyrir því að Varsjárbandalagsríkin drægju heriið sitt út úr Tékkó- slóvakíu. Smrkovsky sagði að Tékkar hefðu orðið að ^jalda aðfaranótt 21. þ.m. dýru verði, en þá réðist Rauði her Sovétríkjanna inn 1 Tékkóslóvakíu. — Þetta er harm saga lítillar þjóðar sem lifir og hrærist á hættulegu svæði, lítillar þjóðar með háleitar hugsjónir, sagði hann. ■fr Tékkóslóvakia hefur valið milli langvarandi hernáms og sam komulags sem gefur möguleika á að fá að þróast í friði, sagðl Smrkovsky. Samningarnir í Moskvu voru mjög erfiðir. Þið þekkið árangur þeirra. Sömu stefnu og var ákveð in í janúar mun verða fylgt, og hin löglega ríkisstjórn mun sitja að völdum. Stefna Téfckóslóvakíu í utanríkismáílum mun verða hin sama, og hinir erlendu herir munu hverfa úr Tékkósióvakíu. Hvaða tryggingu höfum við fyrir því að þeir hverfi, enga raunhæfa trygg ingu, aðeins hyggni vora og sam- stöðu. Hersveitirnar munu verða á meðail okkar um tíma. Án þess að nefna orðið ritskoð- un sagði Smrkovsky að ráðstaf- anir yrðu gerðar í sambandi við blöð, útvarp og sjónvarp. Lögun- um um stofnun samtaka mun verða breytt og bannað verður að stofna pólitíska klúbba. Einnig verður bannað að mynda nýja stjórnmálafloikka. Allar þess ar aðgerðir krefjast nýrrar laga- setningar, en að því er Smrkov- sky hélt fram í ræðu sinni eru þær nauðsymlegar til þess að unnt megi reynast að koma hinum er- lendu hersveitum úr landi. ■fc Eftir innrásina í fyrri viku eru nú tvær miðstjórnir innan tékkneska kommúnistaflokksins. Önnur var valin á aukaflokksþingi sem haldið var með leynd meðan flestir æðstu valdhafar voru í Moskvu til viðræðna við Sovét- menn. Dubcek gerði tilraunir til þess að leysa þessa flækju á lög- legan hátt og átti hann viðtöl við fjöldann allan af miðstjórnarmönn um. Dubcek hefur það erfiða hlut skipti að reyna að mynda flokks- O forystu sem Moskvustjórnin geti' fallizt á og landsmenn séu ekki of óánægðir með. Slóvakar komu Dubcek til hjálpar í dag, er þeir samþykktu Moskvusamkomulagið í dag á þingi. kommúnistaflokksins í Bratislava. Um leið krafðist forsætisnefndin í tékkneska bjóðarráðinu, að ákveð ið yrði hvaONangan tíma erlendu hersveitirnar dveldust á tékknesku yfirráðasvæði. ■& Tékkóslóvakar sáu í dag á bak ritfrelsi og fullu skoðanafrelsi blaða, útvarps og sjónvarps. Á rit- og fréttastjórnarskrifstofum Prag- útvarpsins, sjónvarpsins og flokks málgagnsins Rude Pravo, fréttastof unnar Ceteka og á öllum blöðum eru opinberir fulltrúar sem hafa ströng fyrirmæli um að sj'á til þess að nýju ritskoðunar-ákvæðin séu dyggilega haldin. Aðeins eru tveir mánuðir síðan ritskoðun var af- létt í Tékkóslóvakiu og nú tveim mánuðum seinna: „Öll gagnrýni á Sovétríkin er stranglega bönnuð". Kommúnistaflokkurinn í Slóva- kíu hefur- samhljóða valið Gustav Husak aðstoðarforsætisráðherra til aðalritara flokksins í stað Bilaks, sem álitinn var hliðhollur Sovét- ríkjunum. Fldkkurinn heldur því fram að emibætti þau, sem kosið var í á aukaþingi flokksins í Prag í sl. viku, séu ólöglega skipuð, þar eð svo fáir fulltrúar frá Slóvakiu hafi haft tækifæri til þess að sækja þingið. Frá þessu var sagt Dónárút- varpinu og stöðin lagði áherzlu á að gagnrýnina á embættaskipun 14. flokksþingsins megi ekki skoða sem árás á einingu flokksins eða merki_ um aðskilnaðarstefnu Slóv- aka. Utvarpið segir einnig að Slóv akar fylki sér einhuga um ríkis stjórn Tékkóslóvakíu með Dubcek í fararbroddi. Isvestjia, málgagn sovézku ríkis- stjórnarinnar, fullyrti í dag, að fréttastofa Reuters ynni að þvi að • breiða lygakenndan orðróm út um Framnald e Dls 14 Hafsteinn Austmann sýnir í Unuhúsi SJ-Reykjavík, fimmtudag. Á morgun, föstudag, kl. 5, opnar Hafsteinn Austmann málverkasýningu í Unuhúsi við Veghúsastig. Hann sýnir að þessu sinni 36 málverk, sum máluð með olíulitum, en önn- ur með gryla-litum. Ilafsteinn 'er senn á förum til Árósa á- samt fjölskyldu sinni, þar sem hann mun starfa og vera við nám næsta ár. Hafsteinn hefur oft tekið þátt í samsýningum erlendis og einnig haldið einkasýningu utan landsteinanna. Hann sýndi fyrst í París 1955, er hann tók þátt í samsýningu Réalités Nouvelles. Einnig hef ur hann tekið þátt í sýning- um Nordisk kunstforbund og Biennalnum í París 1961 og 1965. Þá hefur hann sýnt í Hasselby-höll í Svíþjóð. Nokkr- ar myndir á sýningu Hafsteins nú hafa verið á sýningum er- lendis, en aldrei áður hér á landi. Þetta er sjötta málverkasýn ing Ilafsteins hér á landi. Hann sýndi fyrst 1956 í Reykja vík, en síðast 1966 og síðan nú. Sýningin verður opin dag- lega frá 2—10 og lýkur sunnu- daginn 8. september. Vcrður sýningin ekki framlengd. Mál- verkin eru til sölu. Sveinn Björnsson sýnir í HliSskjálf SJ-Reykjavík, fimmtudag. Á laugardag kl. 2 verður opnuð fyrsta málverkasýning- in í nýjum sýningarsal, „Hlið- skjálf“, að Laugavegi 31. Sýn- ingarsalur þessi er á fjórðu hæð hússins og er rekinn í tengslum við bókaútgáfuna Þjóðsögu, sem hefur þar sölu- skrifstofu. Framkvæmdastjóri er Kristján B. Sigurðsson. Að þessu sinni sýnir Sveinn Björnsson 24 fantasíur í saln- um, en 7 listamenn hafa þeg- ar falað salinn til sýninga. Ætl unin er, að þarna verði nýjar sýningar hálfsmánaðarlega. Sveinn Björnsson hefur áð- ur haldið sýningar víða um land og erlendis. Síðustu sýn- ingar hans voru í Bogasalnum í vetur og í Galleri M í Kaúp- mannahöfn nú í sumar. Olíu- málverkin, sem hann sýnir að þessu sinni, hafa aldrei verið á sýningu hér áður og eru mál uð á undanförnum 2—3 árum. Mörg þeirra voru á sýning- unni í Kaupmannahöfn og eitt var á sýningu íslenzkra lista- manna í Lubeck og Hamborg. Málverk Sveins bera nú sem fyrr þjóðsagnablæ og í þeim bregður einnig fyrir geimför- um og öðrum nútímafyrirbær- um. Málarinn lét svo um mælt við Ijlaðamenn, að hann hefði áður málað nokkur málverk, sem hann nefndi „Látið tungl- ið vera“, en væri nú hættur því það væri víst tilgangslaust að berjast móti tunglkapp- hlaupinu. Sýning Sveins verður opin í 15 daga, lýkur 12. september, frá kl. 2—10 daglega. Málverk- in eru til sölu. Nýr skyldunámsskóli í Hafnarfirði áfanga nýs skyldumánsskóla í Hafnarfirði. Tilboðin v«ru opnuð á skrif stofu bæjarverkfræðings að við stöddu fræðsluráði og fulltrú- um þeirra bjóðenda, sem þess óskuðu. Tilboð bárust frá fimm að- ilum. Lægsta tilboð var frá Sigur- birni Ágústssyni, bygginga- meistara í Hafnarfirði, kr. 20. 500.000,00. Hæsta tilboð var kr. 26.370.000,00. Tilboðin voru lögð fram á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar hinn 22. þ.m., og er fyrirhug að að hefja framkvæmdir ein.» Þriðjudaginn 20. ágúst voru fljótt og tök eru á. oonuð tilboð í bveeineu fvrsta Framhaio á bls 14 Sveinn Björnsson við mynd sína, Galdraprcstinn. (Tímam. Gunnar) t t %

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.