Tíminn - 09.11.1968, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.11.1968, Blaðsíða 4
£etið ðii Ájóníatp Það er oft svo, að þegar hlut- irnir eru nýir, fer lítið fyrir göll- . um þeirra í augum fólks. En þeg- ar frá líður gerist fólkið gagn- rýnna, og sér betur gallana en áð- ur. 1 Þannig er þetta með íslenzka sjónvarpið. Það er ekki lengur nýtt, og þess vegna nægir það ekki sjónvarpsáhorfendum lengur að hafa „eitthvað" í sjónvarpinu — það vill fá gott efni, sér til skemmtunar og fræðslu, og þó einkum efni, sem það getur haft álhuga á. Því miður fer ósköp lítið fyrir Á myndinni sjáum vi8 Helen Booth og George A. Cooper, en þau fara me8 hlutverk Winterhjónanna í bre;ka sjónvarpsleikritinu í DJUPI HISJGANS, sem sýnt verður miSviku daginn 13. ncv. kl. 21,30. slíku efni í sjónvarpinu þessar vik urnar. Það er sennilegast bezta dæmið um sjónvarpsefnið, að að- eins einn þáttur hefur virkilega vakið althygli og áhuga sjón- varpsáhorfenda, og umræður þeirra á milli, framhaldsleikritið Melissa eftir Francis Dunbridge, hinn brezka. En sá þáttur er nú að enda kom inn. Síðasti þátturinn um Mel- issu eða réttara sagt um eigin- mann hennar, verður fluttur á þriðjudagskvöldið kl 22.15, og þá fæst langþráð svar við spurn- ingunni, sem í rúmar fimm vik ur hefur leitað á marga, hver er morðinginn? Mér er ekki kunnugt um, hvaða efni á að taka við af Melissu-þátt unum á þriðjudagskvöldum, en það verður vissulega að vera gott, ef það á að vekja áhuga áhorf- enda. Annars hefur Melissa sýnt það og sannað, að mikill áhugi er á framhaldsleikritum í sjónvarpinu. Þar sem mikið mun framleitt af slíku efni, bæði í enskumælandi löndum og hjá nágrannaþjóðum okkar í Skandinavíu, aðallega þó hjá Svíum, ætti ekki að vera erf iðleikum bundið að hafa fleiri slík ar framhaldssögur í vetur. Fjöl- margir tækju slíku efni með þökk um. En, eins og áður segir, þá er fremur lítið um áhugavert efni í sjóinviarpsdagskránni, bæði t. d. í síðustu viku og í þeirri næstu. Ef nefna á einhverja þætti, sem nokkuð athyglisverða má teljast, kemur í hugann kvikmyndin um leiðangur Shaekletons til Súður ííkautislandsins, eða í áttina til þess, árið 1914, sem sýnd var á föstudagskvöld í síðustu viku, og þátturinn um Charlotte Bronte á laugardagskvöldið. i'-: 1I11Í1|ÍÍ;Í|:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.