Tíminn - 03.12.1968, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 3. desember 1968.
TÍMINN
SAMBAND ISLENZKRA
SAMVINNUFÉIAGA
árnar SAMVINNUSKÖLANUM allra heilla
á hálfrar aldar afmæli hans
Vér þökkum mikilsvert framlag hans til íslenzkra
mennta og sérstaklega fræðslu hans um grundvöll
samvinnuhugsjónarinnar.
□
Vér óskum nemendum hans á liðnum fimmtíu árum
til hamingju með hlutskipti sitt.
Þeirra sem eru fallnir frá minnumst vér með bakk-
læti og virðingu. Hinum flytjum vér óskir um
velfarnað í störfum.
Á sama hátt minnumst vér kennara skólans og
starfsliðs á liðnum árum.
Vér minnumst hins látna leiðtoga hans um áratugi
af mikilli virðingu og þakklæti, og flytjum jafnframt
öllum starfsmönnum hans, lífs sem liðnum,
þakkir fyrir unnin störf.
Vér óskum þjóðinni allri trI hamingju með að hafa
eignazt skóla sem hún má vera stolt af fyrir menn-
ingarbrag og raunhæft gildi og þakkar öllum sam-
vinnumönnum í landinu, eldri sem yngri, er lagt
hafa SAMVINNUSKÖLANUM lið á liðnum árum
og stuðlað að því að gera hann að stofnun sem
nýtur trausts og virðingar allra sem til hans þekkja.