Tíminn - 15.12.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.12.1968, Blaðsíða 3
SUNNXJDAGUR 15. desember 1968, TIMINN s I SPEGLITIMANS Tékkneska kvikmyndaleikkon an Jana Novakova var ekki nema tvítug að aldri, þegar eig inmaður hennar, Eugen Grubei kaupmaður í Munchen, Vestur- Þýzkalandi, batt enda á líf henn ar með skammbyssuskoti. Hjón in höfðu verið gift í átján mán uði, þegar morðið var framið, en Gruber var fjörutíu árum eldri en leikkonan. Jana vai talin mjög fögur stúlka, og þvi vakti það furðu þegar hún gift ist hinum sextuga kaupmanni Á meðan á upptöku kvikmynd- ar, sem Jana lék í stóð, komst hún í kynni við tuttugu og þriggja ára gamlan stúdent, sem starfa^t sem barþjónn í sumarleyfi sínu, þau munu hafa hrifizt hvort af öðru þeg ar í stað, hittust mjög oft, skrifuðust á, og fóru í engu dult með tilfinningar sfnai hvort í annars garð. Svo kom að lokum, að Jana gerði manni sfnum ljóst, að hún æskti skiln aðar, en hann virtist hins vegai ekki liggja á lausu. Eftir að kaupmaðurinn hafði sent Jönu yfir móðuna miklu, batt hann einnig enda á líf sitt með kúlu úr sömu byssu. * Faðir Boulogne, Frakkinn sem lengst hefur lifað af þeim sem skipt hefur verið um hjarta í, fyrir utan Philip Blai- berg, hefur bafið baráttu fyrir því, að allir þeir sem vilji gefa heilbrigð líffæri sín, eftir að þeir eru allir, beri á sér merki sem segi, að viðkomandi per- sóna æski þess að líffæri sín verði látin koma læknavísindun um að gagni, lendi þeir í slysi og látist skyndilega. Boulogne hóf þessa baráttu nýlega, eða um það léyti sem Iæknirinn frægi dr. Christian Bárnard heimsótti París. Sex hjartaþeg ar hafa látizt í Frakklandi á undanförnum vikum, sagði fað- ir Boulogne í sjónvarpsviðtali, af skorti á líffærum. Á meðan að þessir sjúklingar voru að gefa upp öndina var nóg til af starfhæfum hjörtum í sömu sjúkrahúsum og hið deyjandi fólk var í, hjörtum í fólki sem annars var dauðans matur eftir slysfarir, en það fólk neitaði að gefa sitt hjarta. „Spurningin er“, sagði Bou- logne, „ekki hvort það sé ósið- legt að taka hjarta einhvers, sem er dauður þegar, heldur hvort það sé ósiðlegt að 'grafa hjarta, sem gæti sem bezt hald- ið áfram að slá í einhverjum ofanjarðar." ★ Danski leikarinn og leikstjór- inn, Gabriel Axel, hefur ekki verið með öllu iðjulaus eftir að hann var hér á landi við töku myndarinnar „Rauða skikkjan" með þeim Gittu Hænning og Oleg Vidov í aðalhlutverkum. Meðal annars hefur hann leikið í danskri mynd sem fjallaði um markgreifann de Sade. Nú mun Axel vera að hefja gerð kvikmycdar fyrir TVA Film í Stokkhólmi, en síðan liggur fyrir verkefni, sem hann hefur lengi haft í undirbúningi, en það er gerð kvikmyndar, sem mun nefnast „Það er í dág á morgun". Gabriel Axel hefur sjálfur skrifað handritið að þessari kvikmynd, og nú hefur hann sent það kvikmyndasjóðnum til þess að reyna að fá styrk. Síð an verður garpurinn að arka alla leið til Afríku, en þar verður eitthvað af myndinni tekið, þ.e. í Marokkó, annað verður tekíð í Danmörku. Kvik myndin mun eiga að fjalla um nútímafólk sem þjáist af streitu í sínu annars þróaða þjóðfélagi en þetta fólk hyggst Axel síð- an bera saman við frumstætt fólk í vanþróuðu þjóðfélagi. Söguþráðurinn mun annars vera eitthvað á þá leið, að par nokk- urt, danskt að þjóðerni, kemur til einhvers frumstæðs ætt- flokks í Afríku, parið skilur eðlilega lítið í erfðavenjum frumbyggja, misskilur negrana þegar þeir ætla að vera vin- gjarnlegir við þau. Þetta endar allt saman með því, að parið danska heldur heim á leið aft- ur án þess að hafa botnað nokk- um hlut í þessum frumstæða þjóðflokki, og enda gætt þess að læra ekkert af Afríkubúum, því þau sjálf voru „þróuð“. ★ Paulin Fournier var óhepp- inn um daginn. Þessi Parísar- búi hafði um langa hríð getað svindlað á yfirvöldunum, en nú komst upp um hann. Fournier hafði keypt sér tvo bíla — einn handa sjálfum sér og annan handa frúnni —. í sjálfu sér var ekkert athuga- vert við það, en Fournier var svo séður, að hann gætti þess að hafa bílana alveg nákvæm- lega eins, hann setti sama skrán ingarnúmer á þá báða, málaði númerin sjálfur. Þannig komst hann hjá því að greiða iðgjöld af öðrum bílnum — á pappím unum átti herra Fournier því aðeins einn bíl. Fournier gætti þess vendilega að aldrei væri nema annar bilinn í akstri I einu, hinn beið alltaf heima I bllskúr. f fyrstu veittist það frúnni fremur erfitt að mega aldrei hreyfa nema annan bíl- inn, og aldrei nota þann sem heima beið á meðan maður hennar var í vinnunni, en hún vandist þessu og allt gekk eins og í sögu. Svo bar það eitt sinn við, að herra Fournier þurfti að skjót ast í bæinn, og tók bíl nr. eitt. Skömmu síðar fannst frúnni að hún ætti brýnt erindi í bæinn, gleymdi boðorði manns síns, og tók bfl. nr. tvö Hún ók inn í miðborgina og lagði bflnum á stæði við stöðumæli. Einmitt á sama tlma stóð bfll húsbóndans nokkrum bíllengdum neðar í sömu götu. Bæði hjónin voru of lengi I burtu, og fengu stöðu mælasekt. Það kom lögreglunni fremur spánskt fyrir sjónir að sami bfllinn hafði staðið á tveim stöðum í sömu götu, ná- kvæmlega á sömu mínútunni, og hið sanna I málinu komst upp. Aumingja Fournier situr nú með sárt enniö, og háar sektir frá ríkinu. (Ú JL Borgarstjórinn í Mantes-La- Jolie í Frakklandi, hefur fyrir- skipað, að settir skuli nýir lás- ar I allar opinberar byggingar borgarinnar. Hann fékk þá hug mynd einhvert sinn, er hann ætlaði að sýna geslum skóla nokkurn, en þá hittist svo leið- inlega á, að húsvörðurinn var ekki við, og borgarstjórinn varð að hverfa frá við svo búið, án þess að geta sýnt gestunum bygginguna. Nýju lásarnir verða þannig gerðir, að hægt verður að opna hvern einasta þeirra með ein- um og sama lyldinum, og þann lykil ætlar borgarstjórinn alltaf að hafa I vasanum, reyndar fær slökkviliðsstjórinn annan, en heldur engir aðrir. Hver ein- asti skóli, sjúkrahús, og reynd- ar hver einasta bygging, og hver einasta hurð í hverri byggingu verður með sams konar lás. Húsvörðurinn I einum skóla fær lykil sem gengur að öllum lás- um I sínum skóla, en heldur ekki öðrum skólum, hver skóla kennari fær lykil sem gengur að hans kennslustofu, en ekki öðrum kennslustofum. Þetta virðist greinilega vera lausniu á þessu vandamáli lásasmiða, að verða að smíða I slfellu nýja gerð af lásum, frábrugðnum þeim eldri. Nú er bara eitt sem borgar- stjórinn óttast I sambandi við þetta lásamál, en það er hvað ske muni, ef hann einhvern tíma týndi sínum dýrmæta lykli, eða hvernig hann á að geyma hann, sennilega væri bezt fyrir hann að læsa hann ein- - hvers staðar inni. ★ Þau eru misjöfn kjörin, sem hundar búa við í heiminum. Sums staðar fá hundar ekki annað hlutskipti en að eltast við kvikfénað út um víðan völl en annars staðar er þeim gefinn kostur á að búa við öll hugsan leg lífsþægindi, eða lifa þvi lífi sem kallað er mannsæm- andi, og það sem er talið mann sæmandi er að sjálfsögðu ekki síður hundsæmandi llfemi. Þrátt fyrir það að hundahald sé bannað með lögum hér £ Reykjavík, má oft sjá tjóður- hundum bregða fyrir hér á göt unum, en til undantekninga telst, ef þeir eru sæmilega upp- áfærðir eins og þessi á með- fylgjandi myndum, enda senni lega ekki á færi allra kjöltu- rakka að komast yfir þvílíkar flíkur. Það hlýtur að vera nokkuð kostnaðarsamt að skóa upp hund á hverju ári, sbr. eindálkamyndina, því fjögur pör þarf I hvert sinn, en eig- andi þessa hvolps er hagsýn húsmóðir, og auk þess lagin I höndunum, hana munar því ekki um að sauma þetta upp úr afgöngum sem annars hrúg- ast upp hjá hennL Tíkin á tveggjadálka myndinni er alin upp hjá milljónerum, og því þykir það ekkert tiltökumál fyrir húsmóðurina að kaupa tvo náttkjóla, þegar hún á ann að borð skreppur íbúðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.