Vísir - 02.09.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 02.09.1977, Blaðsíða 11
VISIR Föstudagur 2. september 1977 n Ekki frekari beinar þorskveiðar Fœreyinga í ár: „Fœrevingar hafa sýnt okkur mikinn skilning7' — segir Matthías Bjarnason, sjávarútvegs- ráðherra, um samkomulagið „Færeyingar hafa með þessu samkomulagi sýnt okkur mik- inn skilning, og sýnt, að þeir vilja lika taka þátt í þeim að- gerðum til verndar þorskstofn inum, sem gripið hefur verið til hérlendis”, sagði Matthias Bjarnason, sjávarútvegsráð- herra, i tilefni af þvi, að sam- komulag hefur verið gert um framkvæmd á veiðiheimilda- samningnum við Færeyinga. Þetta samkomulag er niður- staða viðræðna, sem fram hafa farið milli sjávarútvegsráðu- neytisins og fiskimálastjórnar Færeyja um framkvæmda á samningnum um heimildir Færeyinga til fiskveiða innan fiskveiðilandhelgi íslands. Samkomulagið felur í sér, að færeysk fiskiskip munu ekki stunda beinar þorskveiðar frá og með 10. september næstkom- andi til loka þessa árs. Hins vegar verða veiðar á öðrum tegundum heimilar færeyskum fiskimönnum samkvæmt ákvæðum samningsins en þó má þorskafli í hverri veiðiferð ekki fara yfir 10 af hundraði. Minni þorskveiði en heimilt var Matthias minnti á, að samn- ingurinn við Færeyinga hefði veitt þeim heimild til að veiða 17 þúsund tonn af botnlægum fisk- tegundum, þar af 8 þúsund tonn af þorski. Hann sagði, að færeysk skip hefðu það sem af væri árinu veitt 5.686 tonn af þorski og 6.453 tonn af öðrum fiski. „Færeyingar hafa þvi með þessu samkomulagi ákveöið að veiða allmiklu minna magn af þorski á þessu ári en þeir hafa heimild til samkvæmt samn- ingnum”, sagði Matthias. „Þetta samkomulag er gert af fúsum og frjálsum vilja af báð- um aðilum, og við metum þessa afstöðu Færeyinga mikils”. Viðræðurnar fóru fram aö frumkvæði sjávarútvegsráðu- neytisins og sem framhald þeirra aðgerða, sem undanfarið hafa verið gerðar til að draga úr þorskveiðunum i ár. Samkomu- lagið nú breytir engu um gildi samningsins við Færeyinga að öðru leyti, og honum hefur ekki verið sagt upp. —ESJ. Matthias Bjarnason, sjávarútvegsráðherra: Færeyingar hafa sýnt mikinn skilning. — Visismyndir: EGE ÓTTINN FRÁ '34 erfiðu aðstöðu að taka við for- stjórastarfi við Sölunefnd varn- arliðseigna en sitja jafnframt i borgarstjórn fyrir flokkinn. Þessir ungu menn, Tómas Karlsson og Alfreö Þorsteins- son, voru vel frambærilegir en báöir voru notaðir til þeirra verka i pólitikinni sem vekur ekki hylli almennings. Vel má vera að Tómas Karlsson eigi eftir að koma fram I Framsókn- arflokknum aö nýju eftir hæfi- lega bið fyrir vestan, en Alfreð liggur nú undir ámæli fyrir skransölu, sem á eftir að reynast honum erfitt, en þá aö- stöðu getur hann þakkað flokkn- um. Ungu mennirnir i þingflokknum Hinir ungu menn Framsókn- arftokksins á þingi eru helstir þeir Halldór Asgrimsson, Jón Helgason og Steingrfmur Hermannsson. Hinir tveir fyrst- nefndu voru valdir i framboð án þess að hafa haft nein teljandi afskipti af Framsóknarflokkn- um fyrr en á kosninga- fundunum. Steingrímur er sá eini þeirra, sem hefur komið nokkurn veginn eðliíega boðleið á þing, þótt hann eigi pólitiskan frama sinn að einhverju leyti að þakka þvi, að faðir hans var formaöur flokksins um árabil og eins kon- ar fastaforsætisráðherra flokksins frá þvi árið 1934. Jón Helgason frá Seglbúðum á sterkan stuðningsmann að i Sambandinu og Halldór, fyrir utan að vera alnafni afa sins, sem lengi var þingmaður fyrir Framsókn, var bókstafklega skotið i framboð af fööur sinum, sem hefur um langt skeið verið fyrirferðarmestur jarl á Höfn i Hornafirði. Þessir þrir irngu menn eiga það sameiginlegt að vera taldir hættulausir af flokksforustunni, þótt þvi heyrist stundum fleygt, aö Steingrfmur sé frambæriiegt ráðherraefni. En á þaö hefur ekki reynt, , enda eins og fyrr segir, hafa tækifærin frá 1934 ekki endurtekið sig. Enn nógu ungur til að eygja möguleika á framboði Þá er vert að nefna einn ungan mann til viðbótar. Hann hefur þá sérstöðu að vera bæði i áliti hjá Ólafi Jóhannessyni og formaður SUF. Hefur ekki i annan tima horft vænlegar fyrir þessum ungra manna samtökum flokksins, þar sem ljóst er að formaður þeirra nýtur ptíli- tiskrar viðurkenningar flokks- forustunnar, en er ekki einskon- ar utangarðsmaður, einungis tilkominn vegna nauðsynlegs skipulags innan flokksins. Þessi ungi maður er Magnús ólafsson frá Sveinsstöðum. Hann hefur um sinn skrifað i Tlmann undir handarjaðri Ólafs og Þórarins ritstjóra, og sækir nú fast á framboð i Noröur- landskjördæmi vestra. Þar er fyrir i sæti Páll Pétursson á " Höllustöðum, af Guðlaugs- staðaætt. Þótt Páll sé ættstór á austur- húnvetnskan mælikvarða, hefur það ekki dugað honum til að standa af sér aðför I kosningum til Stéttarsambandsþings, þar sem hann féll, og heldur ekki til fylgis I Framsóknarfélagi Austur-Húnvetninga, þar sem menn hans féllu við stjórnar- kjör. Engum getum skal að þvi leitt hvort formaður SUF er á bak viö þessa ósigra Páls, en vist er um þaö, að Magnús er haröur af sér, og enn nógu ungur til að eygja möguleika á framboöi, einkum ef stuðningur flokksfor- ustunnar helst. Rey k j av ikur dei ldin hefur álit á Alfreð A þessari rakningu sést að einungis tveir ungir menn eru nú i Framsóknarflokknum utan þings.sem nokkursmá vænta af I þeim kosningaundirbúningi, sem nú fer I hönd. Þeir eru — Jón rielgason frá Seglbúðum á sterkan stuðningsmann að f Sambandinu, og Haildór Asgrimsson, fyrir utan að vera alnafni afa sins, sem var lengi þingmaður fyrir Framsókn, var bókstaf- ^lega skotið í framboð af föður sinum.___________________^ Neðanmáls Ílndriði G. Þorsteins- son skrifar um stöðu ungra manna í Fram- sóknarflokknum og segir, nð helst séu það tveir menn í flokknum utan þings, sem nokkurs megi vœnta af í þeim kosningaundirbún- ingi, er í hönd fer. Alfreð Þorsteinsson og Magnús Ólafsson. Komi einhverjir fleiri til þá er ekki vitað um þá á þessari stundu. Alfreð hefur oröið fyrir hörö- um árásum andstæðinga, og einnig innan flokksins, og geldur hann þar stuðnings Kristins Finnbogasonar, sem stór hluti fram sóknarmanna utan Reykjavikur flokkar undir fellivetur. Hins vegar nýtur Al- freð þess að Reykjavikurdeild flokksins hefur álit á honum, og þess vegna eru likur til að hann geti jafnvel þokað Kristjáni Benediktssyni úrsæti I prófkjöri fyrir borgarstjórnarkosning- arnar. Hinn ungi maður, Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum, má sin að visu litils fyrir næstu þingkosningar nema til komi prófkjör i Norðurlandskjör- dæmi vestra. Þá er alveg eins vist að Magnús vinni annað sætið á listanum. Ólafur Jóhannesson heldur til þings i kjördæminu mjög bráö- lega. Þar mun prófkjör bera á góma. Hins vegar er taiiö að Ólafur flokksformaður muni leggjastgegn prófkjöri og fresta þvi um sinn að til frekari átaka komi milli Páls og Magnúsar. Sú frestun gæti oröið til þess að flokkurinn ætti ekki nema einn ungan mann i baráttustööu i næstu kosningum: Alfreð Þor- steinsson. IGÞ iiiuaun unair — rnagnus oiatsson netur um skeiö skrtfað handarjaðri Ólafs formanns og Þórarins ritstjóra.... Hins vegar nýtur Alfreð Þorsteinsson þess, að Reykjavikurdeildin I flokkn- um hefur álit á honum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.