Vísir - 18.09.1977, Blaðsíða 6
£ Sunnudagur 18. september 1977. VISIR
Lögreglan þarf oft aö hafa afskipti af „Utangarös-
mönnnunum". Þaö er þó í langflestum tilfellum fyrir
litlar sakir — ölvun á almannafæri.
nokkurn tima og koma svo aft-
ur.”
Hann sat á bekk i
Austurstrætinu og slakaði
ærlega á. Þetta var um
miðjan dag i september,
sólin skein og gatan var
full af fólki. Bekkirnir
við Útvegsbankann voru
þétt setnir, nema sá sem
hann sat á . Kannski var
það ekkert skrítið. Hann
var ekki beint geðslegur
útlits, órakaður og
óhreinn. Vafalaust fýla
af honum.
Bráðlega fjölgaði þó
um einn á bekknum. Það
var kunningi hans og koll-
egi, sem þarna heilsaði
uppá hann. Sá var síst
glæsilegri, í gömlum
jakkafötum og támjóum
skóm, en sokkalaus. Auk
þess hafði hann vinnu-
vetlinga á höndunum, en
tók þá fljótlega af sér.
Þeir ræddust við í stutta
stund, en þá stóð sá upp
sem var nýkominn og fór.
Hinn lét sem ekkert væri.
Eftir uþb. tuttugu minút-
ur kom hann aftur með
bréfpoka. Honum var vel
fagnað af þeim sem sat á
bekknum. Þeir tóku nú til
matar síns, og kláruðu
það sem i pokanum var —
eina appelsínu og banana.
Sá sem kom með bréf-
pokann fékk bananann og
þegar hann var búinn að
borða hann fékk hann
líka að borða börkinn af
appelsínunni. Þeir voru
lengi að þessu, en þegar
það var búið settu þeir
hýðið af banananum í
bréfpokann og annar fór
með það í ruslafötu sem
var skammt frá. Síðan
sátu þeir i langan tíma og
gerðu ekki neitt. Tóku svo
á sig rögg og gengu af
stað upp Laugaveginn,
hægt og rólega.
Ekki framtíðar-
möguleiki fyrir
neinn
Það er Félagsmálastofnun
Reykjavikur sem annast mál-
efni utangarðsmannanna af
hálfu borgaryfirvalda. Jón Guð-
bergsson er sá maður á þeirri
stofnun sem hefur hvað nánast
samband við þessa menn.
Helgarblaðiö hitti hann að máli
og spurði hann fyrst i hverju
starf hans væri fólgið.
„Ég hef umsjón með gisti-
skýlinu i Þingholtsstrætinu og
vistheimili fyrir konur sem er
við Amtmannsstig. Svo sinni ég
lika þessum mönnum hverjum
fyrir sig, þ.e. að ég reyni að
finna i'yrir þá vinnu, koma þeim
inn á stofnanir og aðstoða við
húsnæðisleit og þessháttar.
„Ég er nokkuð ánægður með
hvernig þetta gistiskýli hefur
þróast. Enginn getur sest þarna
að, farið að búa þarna og gert
ekki neitt. Þetta er ekki fram-
tiöarheimili fyrir neinn.
Sömuleiðis er ekki hægt að
ganga þarna inn og út eftir þvi
sem mönnum hentar. Ef þarna
kemur nýr maður þá lætur
hann vita af sér og siðan er hægt
að kanna við hvaða aðstæður
hann hefur lifaö o.s.frv.”
Hverfa
eignist þeir
peninga
— Það er vitað til þess að
menn hafi búið þarna og unnið
fulla vinnuT
„Já, það er ekki mjög óal-
gengt. Við reynum að hjálpa
þessum mönnum um vinnu og
rekum þá ekki af gistiheimilinu
þó þeir fái hana. Hitt er svo ann-
að mál að það er mjög algengt
að eftir að hafa unnið i svo sem
hálfan mánuð þá hverfa þeir.
Þá eiga þeir peninga og hitta þá
kanski einhvern sem á húsnæði
en aftur á móti ekki peninga”.
— Það kom fram i viðtalinu
við Július að fjöldi mannanna
sem dvelja i gistiskýlinu er
mjög mismunandi. Kannt þú
einhverja skýringu á þvi?
„Það er að sjálfsögðu ekki til
nein algild skýring á þvi. Það
var svoleiðis i sumar að stund-
um urðum við að visa mönnum
frá vegna þess að ekki var pláss
fyrir þá. Nú hinsvegar eru ekki
nema svona 10 menn þarna.”
Fer eftir ástandi
á stofnunum
„Ég er á þvi að þetta sé aðal-
lega spurning um hvernig ástatt
er á þeim stofnunum sem taka
við áfengissjúklingum. 1 sumar
var til að mynda slæmt ástand á
deild 10 á Kleppsspitala. Hún
var jafnvel lokuð um tima. Ef
hún og Viöines, Gunnarsholt,
Akurhóllog allar þessar stofnan
ir eru yfirfullar þá er fjölmenn-
ast i gistikýlinu”.
— Þú sagðir að visa yrði
mönnum frá. Hvað verður um
þá?
„Þeir fá inni hjá lögreglunni.
Það sefur enginn úti af þvi að
hann er neyddur til þess. Ég
úr einu herbergjanna í gistiskýlinu viö Þingholtsstræti. Þar eru samtals 18 rúm.
Klukkan hálf-átta að morgni er farið á kreik að ná sér i
Portúgala. Aðeins örfáar búðir í Reykjavik selja hár-
vatnið með þvi nafni. Þessi er á horninu á Njálsgötu og
Snorrabraut.
Komið að gistiskýlinu að kvöldi.
I kjallara hússins að Þingholti 25 er aðstaða til að þvo
skyrtur og sokka og fleira í þeim dúr. Einhver hefur
skilið þessar flíkur eftir. Mönnunum er reglulega
úthlutað fötum.