Vísir - 14.01.1978, Blaðsíða 14

Vísir - 14.01.1978, Blaðsíða 14
Laugardagur 14. janúar 1978 vism — 9. apríl 1940 var ég sendur í sveitina. Ég haföi heyrt aö það væri svo gaman aö hoppa af loftinu fyrir ofan hlööuna og lenda í heyinu. Þaö var þvi sjálfsagt að prufa. Ég fór upp ásamt vini mínum og við hoppuðum. En þaö var bara ekkert hey undir og báöir berum við merki þessarar fyrstu flugferðar. Einkaviðtal \ lel Igarb Jaðs Vísis við Rol If „Fleksnes" Wesenlund Árið 1978 var fimm daga gamalt þegar ég barði uppá hjá Rolf Wesenlund. Ekki þurfti ég að bíða lengi. Dyrnar opnuðust og þarna stóð Fleksnes í öllu sinu veldi... á náttfötunum og í morgunsloppnum! Það hafði reynst auðsótt mál að fá viðtal við garpinn, enda þekktur fyrir liðlegheit við blaða- menn. Þegar upp var staðið var hinsvegar vafa- mál hver tók viðtal viö hvern! Wesenlund hafði margs að spyrja um Island og íslendinga, en þó sérstaklega um menningarmálaumræður á Islandi nú: — Finna íslendingar til skyldleika með öðrum norrænum þjóðum? — Reyniðþiðaðhalda i þaðsem er, þaðgamla, eða leitið þið að einhverjum nýjum straumum? — Hafið þið revíuleikhús? — Þið haf ið eitthvert f ínt orð yf ir klósett, hvað er það nú aftur? Já þær voru margar spurningarnar sem Wesenlund vildi fá svar við. Auðvelt var að leysa úr þeirri síðustu. Salerni, var orðið sem hann sóttist eftir. Ekki var Wesenlund með öllu ókunnugur íslenskum málefnum, enda góðvinur Ivars Eskelands fyrrum forstjóra Norræna hússins. — Ég fylgist með á islenskum frímerkjum — Þið skrifið alltaf eitthvað á þau! Ætlaði að verða blaða- maður Við höföum komið okkur þægilega fyrir á skrifstofu Wes- enlunds, sem liktist meira káetu skipstjóra en skrifstofu. Á veggjum héngu kort og myndir af gömlum skipum. í upphafi bað ég Wesenlund að rekja feril sinn fram til þessa. — A hinum glöðu ungdómsár- um lék ég jass og geröi jassþætti fyrir útvarpið. Jafnhliöa lagði ég stund á stjórnmálafræði með blaðamennsku fyrir augum. Reyndar var ég blaðamaður um tima. 1 lok sjötta áratugsins hóf sjónvarpiö tilraunasend- ingar sínar hér i Noregi. Þessi nýi fjölmiðill hafði mikil áhrif á mina kynslóð og mina_-vini, sem flestir voru annað hvort blaöamenn eöa leikarar. Sjón- varpiðfékk til sin mjög mikið af hæfileikamiklu fólki á þessum árum. Nú situr þetta fólk sem fastast og ég öfunda ekki þann unga mann sem ætlar sér t.d. inn I skemmtideildina. Hvaö um það. Ég var einn þeirra sem hreifst af þessum nýja fjölmiðli og hóf að starfa þar sem handritahöfundur. 1 fyrstu hafði ég einnig aðra vinnu, á auglýsingastofu, þar sem ég samdi auglýsingatexta. Siðar vann ég hjá plötufyrir- tæki. En það varð minna og minna um plötur en meir og meir af sjónvarpi. — Þá var bara að taka ákvarðanir i samræmi við það. Ég fastréð mig til sjónvarpsins. Þar með hófst samstarf okkar Haralds Hersteins jr. Samstarf, sem stóð alt til ársins 1970. Hann var dagskrárgerðarmaður og hafði ákveðiö að verða aldrei leikari. Og ég ætlaði að verða handritahöfundur — skilurðu. En það endaði alltaf með þvi að við lukum aldrei við handrit- in svo við urðum sjálfir að fara inn á senu og leika. Þar byrjaði minn eiginlegi leikaraferill. 1965 gerðum við tilraun með okkar eigið leikhús til að leika reviu svona eins og við vildum hafa hana. Þessi tilraun tókst vel. Að staðna ekki á einum stað A þessum árum reyndum viö — og þá á ég við okkur Harald — að skipta á milli hinna ýmsu miðla. Við vildum ekki staðna i útvarpi eða sjónvarpi. Samtim- is lékum við reviu og gerðum allt sem tilheyrir reviuleikhúsi, feröuðumst og lékum gestaleiki. Við skrifuðum sjálfir og lékum. Nokkrar bækur uröu og til út úr þessu, hljómplötur og milli 10 og 20 kvikmyndir. Fyrsta kvikmyndin „Húrra fyrir herra Andersen” var gerð 1967. i leikhús Þegar samstarfi okkar Haralds lauk,1970,hóf ég að leika við Norska leikhúsið, sem er ný- norskt leikhús. Þar hóf ég að leika Bör Börson sem er al- norskur söngleikur. Þetta verk var sýnt i þrjú ár, sem er mikið fyrir litið land eins og Noreg. Þegar ég hafði lokið við „Bör Börson” hóf ég að leika i söng- leik sem geröur var eftir sög- unni um Jeppa á Fjalli. Þetta var stórt hlutverk og erfitt. Ég var stanslaust á senunni i tvo tima og fjörutiu og fimm minút- ur. Þaö voru.að þvi mig minnir, tuttugu söngvar i „Jeppa á Fjalli”. Það gleymist oft;að leikrit er likamlegt erfiði. Margir halda að maður bara standi þarna og segi sinar setningar. t „Jeppa” svitnaði ég um 1 litra á hverri sýningu. Maður verður að muna textann og hreyfingarnar en umfram allt að gleyma þvi aö maður man þetta! Annars getur maður ekki leikið. Ég er nú hættur aö leika „Jeppa”' mér fannst það hreinlega of mikið. Núna er ég ásamt tveim öðrum að skrifa gamanþátt, sem senda á til „Montreaux-hátið- arinnar” i sumar. (Prúðuleik- ararnir hlutu gullverölaunin á þessari hátið i fyrra). t sumar mun ég leika i „Sumar i Týról” sem er vor- óperettan i leikhúsinu i Álaborg i Danmörku. Um aö vera alvarlegur Þegar gamanleikari reynir að vera alvarlegur, fara þá ekki áhorfendur að hlæja? — Eg held að ég hafi enga á- stæðu til þess að leika alvarleg hlutverk. Við höfum það marga góða leikara sem geta tekið að sér þess konar hlutverk. En þrátt fyrir allt þá get ég gert alvarlega hluti án þess að áhorf- endur fari að hlæja. Fólk hér i Noregi er orðið það vant þvi að ég geri hluti bæði i gamni og al- vöru. — Þú hélst fyrir nokkrum ár- um þjóðhátiðarræðu i fæðingar- bæ þinum Dröbak, og komst mjög á óvart? — í tilfelli sem þvi verður maður að vega og meta aðstæð- ur. Ég sem einstaklingur var beðinn um að segja nokkur orð um 17. maí. Slika hluti tek ég Rolf Wesenlund lék aðalhlutverkið í Bör Börson í þrjú ár samfleytt. Það var einnig gerð kvikmynd eftir þessari vinsælu sögu, hún var sýnd i Há- skólabíói fyrir nokkrum árum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.