Vísir - 10.02.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 10.02.1978, Blaðsíða 3
Fnstudagur 10. fehrúar 1978 VtSIH VISIR Föstudagur 10. febrúar 1978 15 Framleiðum allskonar bólstruð húsgögn og klœðum gömul Laugardagskvikmynd sjónvarpsina: ’* Hv.'íli '.CJUUI /,6 t'.-Sinn 16102 ★ Athugið ★ \||p Tiskupermanent-klippingar og blástur (Litanir og hárskol) Nýkomnir hinir vinsœlu mánaðasteinar, með sérstökum lit fyrir hvern mánuð Ath. Fást aðeins hjá V/ skjótum okkur \ i eyru\ á sársaukalausan hátt í MUNIÐ SNYRTIHORNIÐ H árgreiðslus tofan LOKKUR Strandgötu 1-3 (Skiphól) Hafnarfirði, sími 51388. Að giftost blaðamanni Á laugardagskvöldiö sýnir sjönvarpið bandarisku kvik- myndina „Gleðin Ijúf og sorgin sár’’ frá árinu 1941. Aðalhlutverk- in eru f höndum Cary Grant og Ir- ene Dunne. Þegar þessi mynd var gerð höfðu þau lcikið i kvik- myndum i um 10 ár. Irene Dunne lék I sinni fyrstu mynd 1930 og hét hún Leathernecking”. A eftir fylgdu svo margar myndir, má þar til nefna myndir eins og „Show Boat” 1936, 1950 lék hún Viktoriu drottningu i „The Mud- lark” og næsta ár á eftir lék hún i sinni síðustu mynd „It Grows on trees. Sá sem fer með aöalkarlhlut- verkið er sennilega þekktari hér á landi. „This is the night” var fyrsta kvikmynd sem Cary Grant lék i, það var árið 1932. Eft- ir þessa fyrstu mynd lék hann i samtals um 70 kvikmyndum. Án efa er „North by Northwest” þeirra þekktust, þö af nógu sé aö taka. „Gleðin ljiif og sorgin áár” fær þrjár og hálfa stjörnu i kvik- myndahandbókinni okkar, svo enginn ætti að vera svikin af að sjá hana. Myndin fjallar um stúlku kind eina sem veröur yfir- sig ástfangin af blaðamanni. Þau skötuhjú gifta sig en vart eru hveitibrauðsdagarnir byrjaöir þegar hann verður að fara til Jap- an vegna atvinnu sinnar. Þýðinguna geröi Ragna Ragn- ars. —JEG Sjónvarpið ó lougordagskvöld: Drottning ölympíu- leikanna Á ólympiuleikunum i Montreal átti hún hug og hjörtu allra áhorf- enda. Hún var kölluð drottning þeirrar keppni sem margir telja að sé mesta iþróttakeppni sem haldin hafi verið i heiminum. ANECHI Stúlkan sem þarna er um að ræða er Nadia Comanechi frá Rúmeniu sem varð ólympíu- meistari í fimleikum kvenna. Bandariskir sjónvarpsmenn heimsóttu hana á dögunum og með þeim var gamanleikarinn Flip Wilson. Heimsöknin var aö sjálfsögöu fest á filmu og hana fáum við að sjá i sjónvarpinu á laugardagskvöldið. -klp- Sjónvarp i nœstu viku: 3 nýir þœttir Þrir nýjir þættir fara af stað i sjónvarpinu i næstu viku. Eru það framhaldsmyndaflokk- ar i 6 og 16 þáttum og nýr þáttur i stað Gesta- leiks. Sá þáttur verður á laugardag- inn — 18. febrúar — og ber hann nafnið „Menntaskólarnir mæt- ast”. Er það spurningakepDni á milli skðlanna, og skipa liðin tveir nemendur og tveir kennar- ar. 1 fyrsta þættinum mætast Verslunarskólinn og Menntaskól- inn á Isafirði. 1 hléi leggja skól- arnir til skémmtiatriði. Hinir nýju framhaldsþættirnir verða báðir á þriðjudagskvöldiö — 14. febrúar. Annar þeirra er franskur og heitir „Bflar og menn”. Og er í honum f jallaö um sögu og þróun bílaiðnaðarins allt frá því að fyrsti Benz-biflinn leit dagsins ljós árið 1886. Mynda- flokkur þessi er i 6 þáttum. Siðar um kvöldið hefst svo bandariski sakamálamynda- flokkurinn „Serpico” semmargir hafa beðiö spenntir eftir. Er hann i 16 þáttum og fjallar um Frank Serpico lögreglumann, sem varö frægur fyrir baj-áttu sina gegn spillingu innan lögreglunnar i Sakamálaþátturinn „SERPICO” með David Birney I aðalhlutverki er meðal þeirra nýju þátta sem New York á sinum tima. —klp byrja I sjónvarpinu i næstu viku. Útvarp kl. 13,20 á sunnudaginn Hver eiga að vera þjóðfél- agsleg mark- mið okkar? Gylfi Þ. Gislason mun flytja há- degiserindið á sunnudaginn. Erindiö nefnir hann „Þjóðfélags- leg markmið íslendinga”. Erindi þetta flutti Gylfi á ráðstefnu Stjórnunarfélagsins sem haldin var í Munaðarnesi um miðjan janúar s.l. „Ég skipti efninu niður I þrjá megin þætti, sagði Gylfi i samtali við Visi. „1 fyrsta lagi vek ég at- hygli á þvi að við íslendingar er- um ekki einangraö fyrirbæri frá Evrópu eöa öörum hlutum heims- ins. Samfélag okkar er mótað af sömu hugmyndum og mótaö hafa Gylfi Þ. Gislason nálæg riki. Til að geta myndað sér skynsamlegar skoðanir á þvi hver skuli vera þjóðfélagsleg markmiðokkarer nauðsynlegt aö gera sér grein fyrir þeim hug- myndum sem mótað hafa þennan heimshluta sem við búum i. I öðru lagi mun ég rekja þróun þjóðmála á þessari öld. An túlkunar á þvi sem hérna hefur verið að gerast er ekki hægt aö hafa rökstudda skoðun á þvi hver veraskuli þjóðfélagsleg markmið okkar. Þessir tveir liöir eru einskonar uppbygging undir þriðja liðin en þar kem ég að þeim þjóðfélags- legu markmiðum sem ég tel að við eigum að stefna að”, sagði Gylfi að lokum. —JEG Odipus, sinfónían og Sólon íslandus Gestagluggi Huldu Valtýsdótt- ur er á dagskrá útvarpsins i kvöld. Að þessu sinni mun Kristján Arnason sjá um kynn- ingu á leikritinu ödipus kon- ungur. Þetta leikrit Sofoklesar verður frumsýnt i Þjóðleikhúsinu eftir rétta viku. Kristján mun ræða við leikstjórann Ilelga Skúlason. Að þessu leiklistarspjalli loknu mun Þorkell Sigurbjörnsson ræöa við Gunnar Egilsson um hiö nýja frumvarp um Sinfóníuhljómsveit íslands. Þriðja og siðasta lið Gesta- glugga mun Aöalsteinn Ingólfs- son annast. Ræðir hann við að- standendur Galleri Sólon Is- landus. Gestagluggi er á dagskrá út- varpsins kl. 20.30. Sérþáttur í útvarpinu i kvöld: Gospel ,.Þetta er tónlistaþáttur og i honum fjöllum við eingöngu um Gospel-tónlist” sagöi Sam Daniel Glad, sem er annar stjórnandi þáttarins „Gleðistund” sem er á dagskrá útvarpsins I kvöld — föstudag. Hinn stjórnandinn heit- ir Guðni Einarsson. „Gospel-tónlist getur verið blues, þjóðlög, rokk eða hvað sem er. Munurinn liggur i textanum, sem er trúarlegs eölis” sagöi Sam. „I þessum fyrsta þætti tökum við meöal annars fyrir Jesús- vakninguna sem varð i Banda- rikjunum upp úr miöjum siðasta áratug. Annars komum við viða við — meðal annars verður vitnað i grein sem kom i Helgarblaði Vísis fyrir skömmu, þar sem fjallað var um trúarvakninguna i Vestmannaeyjum”. Þáttur þeirra félaga verður á dagskrá kl. 22.50 og er áreiðan- lega þess virði að hafa opiö fyrir útvarpið þá... —klp Útvarp kl. 19,30 á laugardag: Frœðsluþœttir um Vatnajökul ,,Ég get ekki sagt að ég sé neinn sérfræöingur um Vatna- jökul. Ég hef rétt komið að hon- um oggeti mestalagisagtaðég hafi stigið öðrurn fætinum á hann.” Þetta sagði Tómas Einarsson kenuari i Hliðaskólanum I Reykjavik er viö spurðum hann um þátt sem hann fer af stað með í útvarpinu á laugardags- kvöldiö og fjallar um Vatnajök- ul. Það er margt gott fólk sem kemur fram i þessum þáttum og segir frá þvi sem það veit og hefur upplifað á og við jökulinn. Það er á þeim sem þættirnir byggjast. í fyrsta þættinum. fæ ég sem dæmi aðstoð hjá þeim Helga Björnssyni jaröfræðingi og Sig- urjóni Iíist vatna mælinga- manni. Þá verður fjallað um eld- virkni svæðisins, siðan veröur fjallað um hrakninga og slys á jöklinum, en i fjórða og siðasta þættinum ræðum við um rann- sóknir og ferðalög á Vatnajökli" sagði Tómas Einarsson að lok- um. _klp Sjónvarp í kvöld kl. 21,15: Kastljósi beint ó gengisfellinguna Það veröur gengisfellingin og aðgeröir ril.isstjórnarinnar I efnahagsmálum scm rætt verður um I Kastljósi i sjónvarpinu i kvöld. Guðjón Einarsson fréttamaður sér um þáttinn, —klp— Missið ekki af Helg- arblaðinu á morgun! Meðal efnis i Helgarblaði Visis á morgun er: Meir en ein fóstureyðing á dag framkvœmd hérlendis — Sigurveig Jónsdóttir/ blaöamaður gerir afar at- hyglisverða úttekt á stöðu fóstureyðingamála á Is- landi, og ræðir m.a. við Gunnlaug Snædal, yfirækni, Svövu Stefánsdóttur, félagsráðgjafa, Huldu Jensdótt- ur, forstöðukonu ogtvær konur sem gengist hafa undir fóstureyðingu. AFBROT ERU ÞÆGILEGT LÍF — Kjartan Stefánsson, blaðamaður ræðir við tvo guð- fræðinema úr Háskóla Islands, Þórstein Ragnarsson og Valdimar Hreiðarsson um merkilega könnun sem þeir hafa gert á lifsviðhorfum fanga í þremur fang- elsum á Islandi. Póker tímamótum — Pall Pálsson ræðir við hljómsveitina Poker um breytingar á hljómsveitinni og stöðuna i poppbransan- um. Mann- þekkjarinn Jón Kaldal á — Pjetur Maack skrifar um Jón Kaldal og Ijósmyndir hans í tilefni af því að hann er heiðursgestur sýning- arinnar „ LJÓS" sem hefst að Kjarvalsstöðum í næstu viku. — Þá skrifar Steinunn Sigurðardóttur nýjan dálk sem hún nefnir Eitt í einu, Finnbogi Hermannsson skrifar Djúphugsanir um ,,Améríska vininn", óli Tynes skrifar Sandkassann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.