Vísir - 10.03.1978, Síða 1
VfSIR
Föstudagur ~ io. marz 1978
Tunglið og
tíeyringurinn
í sjónvarpinu
í kvöld
Það eru fáir sem ekki kannast
við söguna Tunglið og tieyringinn
eftir Somerset Maugham. Sagan
kom út i islenskri þýðingu Karls
tsfelds og varö hún vinsæl hér
sem annars staðar. 1942 gcrði Al-
bert Lewin kvikmynd eftir sögu
Maugham. Lewin bæði færöi sög-
una i handritsform og leikstýröi.
Tunglið og tieyringurinn var
hans fyrsta stórmynd, en hann
hafði þá um 10 ára skeið fengist
við framleiðslu kvikmynda. Sagt
hefurveriöað iþessarikvikmynd
hafi Lewin tekist á undraverðan
hátt að halda gildi ritverks Maug-
ham. Þaðvarheldur fátitt að slikt
tækist i Hollywood á þessum ár-
um.
Allt fyrir listina
Sgan greinir frá verðbréfasala
nokkrum Charles Strickland að
nafni. Lif hans er komiö i sinar
föstu skorður — hver dagur er
öðrum likur. Dag nokkurn yfir-
gefur hann þetta vanabundna líf.
Hann flyst frá konu sinni og til
Frakklands. Charles sest aö i
Paris og tekur að fást við mynd-
list.
Þegar Somerset Maugham
samdi Tunglið og tieyringinn,
hafði hann æfi myndlistarmanns-
ins Gaugin i huga, en hann var
uppi 1848-1903.
Aðalhlutverkin i myndinni eru i
höndum valinkunnra leikara, Ge-
orge Sanders og Herbert Mars-
hall. Báðir eru þessir leikarar nú
látnir, Marshall lést fyrir tólf ár-
um en Sanders lést árið 1972.
Sanders lék i fjölda mynda á
ferli sinum sem leikari: Fyrsta
skal nefna þá mynd er færði hon-
George Sanders i hlutverki Strickland ^Gauguiijf myndinni „Tungliö og tfeyringurinn”.
um Oskarsverðlaun, „All About
Eve” en i henni lék Sanders árið
1950. 1952 lék hann i „Ivari Hlú-
járn” ásamt m.a. Richard
Thorpe og Elizabeth Taylor.
Sanders lék eitt aöalhlutverkið i
„Skot i myrkri” ásamt Peter
Sellers.
Herbert Marshall var eins og
Sanders breskur. Hann barðist i
fyrri heimstyrjöldinni og missti
þá annan fótinn. 1 þeim mörgu
kvikmyndum sem Marshall lék i
var hann vanalega I hlutverki
hins hlédræga herramanns.
Fimm árum eftir að Marshall
lék i „Tunglið og tieyringurinn”
lék hann i annarri mynd sem
einnig var gerð eftir sögu Maug-
ham „The Razor’s Edge”. Sið-
asta myndin sem hann lék i
nefndist ,,The Third Day” og var
gerö árið 1965.
Þýðandi myndarinnar „Tunglið
og tieyringurinn” er Heba Július-
dóttir.
— JEG
Góðir gestir
í ,Glugganum'
— Hulda Valtýsdóttir kemur víða við í þœttinum og
rœðir við ýmsa þekkta listamenn
Leikhópur Þjóðleikhússins sýnir
nú á Kjarvalsstöðum. Höfundar
eru Pétur Gunnarsson, Spilverk
þjóðanna og Leikhópurinn, sem
er undir stjórn Stefáns Baldurs-
sonar.
Þetta verk var skrifað til flutn-
ingsiskólum og hefur verið sýnt i
nokkrumslikum, en nú er almenn
sýning á Kjarvalsstöðum.
— ÓT.
Gestagluggi heitir þáttur um
listir og menningarmái sem
Huida Valtýsdóttir stjórnar kl.
20.50 i kvöld. Og það sjást ýmsir
góðir gestir í glugganum.
t kvöld er Gestagluggi Huldu
Valtýsdóttur á dagskrá út-
varpsins.
„Það er spjallað við Þorstein
Hannesson, tónlistarstjóra Rikis-
útvarpsins, um Tónlistardeildina
og Sinfóniuna”, sagði Huida, aö-
spurð um efni þáttarins.
„Leikritið „Refirnir” sem Iðnó
frumsýndiá miðvikudagskvöldið,
verður kynnt og rabbað við Stein-
dór Hjörleifsson, leikstjóra. Og
svo ræðir Aðalsteinn Ingólfsson
við aðstandendur „Grænjaxla”.
„Grænjaxlar” er verk sem
Föstudagur
10. mars
Veðurfregnir kl. 7.00,8.15 og
10.10. Morgunleikfimi kl.
7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30,
8.15 (og forustugh dagbl.),
9.00 Og 10.00. Morgunbænkl.
7.55.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Reynt
að gleyma” eftir Alene
Corliss Axel Thorsteinsson
les þýðingu sína (5).
15.00 Miödegistónleikar Alan
Loveday, Amaryllis Flem-
ing og Johan Williams leika
Tersett í D-dúr fyrir fiölu,
selló og gitar eftir Niccolo
Paganini Ion Voicu og
Victoria Stefanescu leika
Fiðlusónötu nr. 2 op. 6 eftir
Georges Enesco.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popp
17.30 Otvarpssaga barnanna:
„Dóra” eftir Ragnheiði
Jónsdóttur Sigrún Guðjóns-
dóttir les (14).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins. r
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Söguþáttur Umsjónar-
menn: Broddi Broddasonog
Gisli Agúst Gunnlaugsson.
20.05 Pianókonsert nr. 3 i
d-moll op. 30 eftir Rakh-
maninoff Lazar Berman
leikur meö Sinfóniuhljóm-
sveit Lundúna, Claudio
Abbadostjórnar.
20.50 Gestagluggi Hulda
Valtýsdóttir stjórnar þætti
um listir og menningarmál.
21.40 Sönglög eftir Jórunni
ViðarElisabet Erlingsdóttir
syngur, öfundurinn leikur á
pianó.
21.55 Kvöldsagan: „i Hófa-
dynsdal" eftir lleinrich Böll
Franz Gislason islenskaði.
Hugrún Gunnarsdóttir les
(2).
22.20 Lcstur Passiusálma
Flóki Kristinsson guðfræöi-
nemi les 39. sálm.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Afangar
Umsjónarmenn: Asmundur
Jónsson og Guðni Rúnar
Agnarsson.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur
10. mars
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Prúöu leikararnir (L)
Leikbrúðurnar skemmta
ásamt Bernadette Peters.
Þýöandi Þrándur Thorodd-
sen. ’
21.00 Kastljós (Li Þáttur um
innlend málefni. Umsjónar-
maður Guöjón Einarsson.
22.00 Tunglið og tfeyringur
(The Moon and Sixpence)
Bandarisk biómynd frá ár-
inu 1942, byggö á sam-
nefndri sögu eftir Somerset
Maugham sem komið hefur
út i islenskri þýðingu Karls
Isfelds. Aöalhlutverk
George Sanders og Herbert
Marshall. Verðbréfasalinn
Charles Strickland lifir fá-
breyttu lifi þar til dag nokk-
urn að hann yfirgefur konu
sína heldur til Parfsar og
tekur aö fást við málaralist.
Þýöandi Heba Júlíusdóttir.
23.25 Dagskrárlok