Vísir - 11.04.1978, Page 14
14
Þriðjudagur 11. april 1978 vism
OKEYPIS MYNDAÞJÓNUSTA
opið tii kl. 7
Opið í hádeginu og á laugardögum kl. 9-6
Við kappkostum
að hafa hollvörur
á boðstólum.
Einnig hreinlœtisvörur "
þar sem heilsuverndarsjónarmið
er haft að leiðarljósi.
i
AN FLUOR!
ÁN SLÍPIEFNA!
NLF. BUÐIRNAR
Oðinsgötu 5
Laugavegi 20 B
UAZ árg. 74, ekinn 40 þús. km. Orange
og hvítur. Gott lakk. Útvarp og segul-
band. Skoðaður 78. Mjög góður bíll.
Verð kr. 1.800 þús.
BILASALAN SPYRNAN
VITATORGI
milli Hverfisgötu og Lindargötu
Símar: 29330 og 29331
Plymouth árg. 71, 6 cyl.,sjálfskiptur.
Nýlegt drif, steingrár. Gott lakk. Verð
kr. 500 þús. Skipti á svipuðum.
Ford Mercury Montego árg. '68. 8 cyl.
302 cub. Sjálfskiptur, rauður. Útvarp.
Verð kr. 850 þús. Samkomulag. Skipti.
Pontiac Firebird árg. 70, 8 cyl 350 cub.
sjálfskiptur. Blár, gott lakk. Power-
stýri og bremsur. Verð kr. 1.800 þús. 1
millj. út. Góð kjör. Skipti á ódýrari.
Fóstrumenntun
á að vera
sérnám
Fósturmenntun hefur veriö miður ekki stundað nám við
veitt á Islandi siðan 1946, er
Barnavinafélagið Sumargjöf
stofnaði Uppeldisskóla Sumar-
gjafar, sem siðar fékk nafnið
Fóstruskóli Sumargjafar. Arið
1973 var skólinn gerður að rikis-
skóla undir nafninu Fósturskóli
Islands.
Fyrstu fóstrurnar braut-
skráðust árið 1948, aðeins 9 að
tölu. Þrjátiu árum siðar s.l. vor
brautskráðust 56 fóstrur. I
skólanum eru i vetur 172 nem-
endur. I allt hafa brautskráðst
550 fóstrur. Fósturskóli Islands
er til húsa i Skipholti 37.
Hlutverk Fósturskóla
islands:
I lögum um Fósturskóla Is-
lands frá 1973 segir að hlutverk
hans eigi að vera ,,að mennta
fólk til uppeldisstarfa á hvers
konar njpeldisstofnunum fyrir
börn frá fæðingu til 7 ára aldurs,
svo sem vöggustofum, dag-
heimilum, vistheimilum, leik-
skólum, forskólabekk jum
barnaskóla og leikvöllum.”
Starfsvettvangur fóstrunnar
er þvi mjög fjölbreytilegur og
viðtækur, enda eru fóstrur eftir-
sóttir uppalendur á öllum
barnaheimilum, bæði fyrir heil-
brigð börn og þroskaheft. At-
vinnuhorfur fyrir fóstrumennt-
að fólk eru þvi framúrskarandi
góðar, þvi að mikill fóstruskort-
ur er enn i landinu.
Núgildandi inntöku-
skilyrði:
Inntökuskilyrði i Fósturskóla
tslands samkvæmt lögum skól-
ans frá 1973 eru stúdentspróf
eða gagnfræðapróf að viðbættu
tveggja ára námi i framhalds-
deild gagnfræðaskóla, eða öðr-
um sambærilegum skólum.
Heimiid er tilþess að vikja frá
þessum menntunarkröfum.
Þessiheimild hefur verið notuð I
nokkrum tilfellum til þess að
veita inntöku fullorðnu og
þroskuöu fólki (25 ára og eldri),
sem unnið hefur um árabil við
uppeldisstörf og hefur að mati
skólanefndar næga undirstöðu-
þekkingu og reynslu til þess að
geta tileinkað sér námsefni
skólans.
Skólinn er aö sjálfsögöu opinn
jafnt körlum sem konum, en
hingað til hafa karlmenn þvi
skólann eins og tiðkast í vaxandi
mæli á hinum Norðurlöndunum.
Nám, námstimi og
námstilhögun:
Námstimi i skólanum er 3 ár.
Námið er bæði bóklegt og verk-
legt. Verklega námið er um 1/3
af öllu námstimabUinu.
Róklega námið skiptist i
uppeldis- og sálfræðigreinar,
félagsgreinar, list- og verk-
greinar, móðurmálsgreinar og
náttúru- og heilsufræðigreinar.
Kennslan byggist á þvi, að
nemendur hafi raunhæfan
áhuga á uppeldisstörfum, geti
lesið norðurlandamálin (aðal-
lega dönsku og norsku), helst
einnig ensku, og hafi þroska til
að vinna sjálfstætt.
Kennarar reifa kennsluefnið,
aðallega i fyrirlestrum eða i
samræðum við nemendur.
Nemendur fá siðan margvisleg
verkefni 01 umfjöllunar og úr-
lausnar, ýmist einstaklings-
verkefni eða hópverkefni.
Verklegt nám fer fram aðal-
lega á dagvistarheimilum i
Reykjavik og i stærri kaupstöð-
um úti á landi.
Nemendur taka virkan þátt i
starísemi heimilanna undir
handleiðslu fóstru og undir eft-
irliti og leiðsögn verknáms-
kennara frá Fósturskólanum.
Fá nemendur einnig ýmiss kon-
ar raunhæf verkefni til athugun-
ar og úrlausnar i sambandi við
starfið á dagvistarheimilunum
til þess m.a. að tengja verklegu
kennsluna sem best bóknáminu
eða hinu fræðilegu námi.
Menntun og staða
fóstrunnar i framtið-
inni.
Brýn þörf er á að endurskoða
inntökuskilyrði i Fósturskóla Is-
lands og reyndar lögin frá 1973 i
heild, þar eð skólakerfið, sem
þau byggðust á, hefur tekið
gagngjörum stakkaskiptum eft-
ir gildistöku grunnskólalag-
anna. Þessi endurskoðun getur
þó ekki farið fram fyrr en frum-
varp til laga um samræmdan
framhaldsskóla hefur verið af-
greitt.
Kennararog skólastjóri Fóst-
urskóla Islands telja það eðli-
lega þróun, að 4 ára framhalds-
Pontiac Tranc-Am. árg. 76, ekinn 15
þús. mílur. 8 cyl. 400 cub. Beinskiptur,
svartur, gott lakk. Sumar- og vetrar-
dekk. Útvarpog segulband. Power-stýri
og bremsur. Verð kr. 4,5 millj. Skipti,
skuldabréf.
M. Benz 250 S. E. árg. '68, ekinn 25 þús. á
vél,6 cyl. beinskiptur. Brúnn. Gott lakk.
Útvarp og segulband. Bein innspýting.
Nótur til fyrir vélaruppsetningu. Verð
kr. 1.400 þús. Skipti á Saab 99 árg. 71-
72.
Datsun 120A árg. 73 Grænn gott lakk.
Vetrardekk. Útvarp. Skipti á svipuðu
verði. Verð kr. 1.250 þús. Höfum einnig
árg. 71 af sams konar bíl á haqstæðu
verði.
skólamenntun verði inntöku-
skilyrði i Fósturskólann strax
og slikir skólar verða starfrækt-
ir. Við teljum fráleitt.að fóstur- ■
menntun fari fram hingað og
þangað i skólum fyrir óþrosk-
aða og óráðna unglinga á aldr-
inum 16-19 ára eins og lagt er til
i greinargerð þeirri, er fylgir
frumvarpinu um samræmdan
framhaldsskóla, sem lagt var
fyrir Alþingi i fyrra. Við álitum,
að fósturmenntun eigi að vera
sérnám sem farifram i sérskóla
eins og Fósturskóla Islands
eða/og i sérdeild við Kennara-
háskóla Islands svo að farið sé
að dæmi Norðmanna.
Að lokum vil ég leggja áherslu
á þá stefnu.sem mörkuð hefur
verið á ráðstefnum á vegum
Evrópuráðs varðandi menntun
og stöðu fóstrunnar (i Feneyj-
um 1971, Leyden 1973, Versailles
1975 og Bournemouth 1977).
A þessum ráðstefnum hefur
þeirri áskorun verið beint til
aðildarrikjanna, að þau stuðli
að þvi.
1) að vandaö verði sérstaklega
til inntöku nenienda i fóstur-
skóla, bæði livað snertir
undirbúningsmenntun og al-
mennan andlegan þroska.
2) að gerðar verði sambærileg-
ar menntunarkröfur tii fóstru
og kennara á grunnskóla-
stigi.
3) að fóstrur njóti sömu starfs-
kjara og þjóðfélagsstöðu og
kennarar
Með þessa stefnumörkun að
leiðarljósi vonast ég til að fóst-
urmenntun á Islandi verði
byggð upp i framtiðinni.
Valborg Sigurðardóttir
skólastjóri
Valborg Sigurðar-
dóttir, skólastjóri
Fósturskólans, skrifar
um skólann og fram-
tíðarhorfur fóstru-
menntunar á íslandi.
s_______________>