Vísir - 18.09.1978, Síða 2
Mánudagur 18. scptember 1978
(
Umsjón:
Gylfi Kristjánsson — Kjartan L. Pálsson
Bretland í
vandrœðum
með ísland
Höfðu þriðja sœtið í 4ra landakeppninni I
? tugþraut með 21 stigi|
landi og Frakklandi.
Svisslendingar voru öruggir
sigurvegarar i keppninni, hlutu
alls 21.957 stig en annars varð
röðin þessi:
Sviss........ • • 21.957
Frakkland .21.256
Bretland ..21.025
tsland.....21.004
Bretar voru ekki með sinn
fræga Tomson i þessu móti, en
þeirra besti maöur fyrir utan
hann Bradley Mac Stravick,
hafnaöi i 5. sæti með 7156.
Svisslendingar áttu þrjá fyrstu
menn i keppninni, og var bestur
þeirra Bruno Schindelholz með
7488 stig. Næstu menn komu með
7239 og 7230 en Elias Sveinsson
eða Gil Sveinsson eins og segir i
fréttaskeyti frá Reuter — varð i 4.
sæti með 7218 stig.
1 niunda sæti varö svo bráinn
Hafsteinsson — eða Taramm
Hafsteinsson eins og stendur i
fréttaskeytinu — með 7024 stig,
sem er hans besti árangur í tug-
þraut til þessa og i fyrsta sinn,
sem hann fer yfir „7000 stiga
múrinn”.
Tveir aðrir tslendingar kepptu
á mótinu, þeir Pétur Pétursson og
Stefán Hallgrimsson en þeirra er
ekki getið meöal 10 fyrstu. Annar
þeirra hefur trúlega orðið að
hætta keppni.en hinn hefur hlotið
6762 stig — sem er sú tala sem
nægir til að fá heildartölu tslands
— 21.004 stig.
—klp—
íslendingar urðu að
gera sér að góðu fjórða
og siðasta sætið i 4ra-
landakeppninni i tug-
þraut, sem lauk i Frakk-
landi i gærkvöldi.
Var keppnin geysilega hörð og
jöfn á milli Frakklands, Islands
og Bretlands; i siöustu greinunum
tókst hinum að sigla i höfn með
örlitla forystu, en ekki munaöi
nema 21 stigi á Islandi og Bret-
andi og liðlega 250 stigum á Is-
Heimsmet í
lyftingum
Sovéski lyftingamaðurinn
Vladimir Kononov, sem keppir i
milliþingavigt, setti tvö heims-
met á móti i Dubna I Sovétrikj-
unum um helgina.
Hann jafnhattaði þar 225 kiló,
sem er 2 kg meira en gamla
metið, sem landi hans Sergei
Arakiov átti. Hitt metiö var I
samaniögðum árangri — jafn-
höttun og snörun — en þar fékk
Vladimir út 397,5 kg, sem er 2,5 kg
meira en David Rigert frá
Sovetrikjunum hafði náð I
samaniögöu i þessum þyngdar-
flokki....
—klp
GENERAL
ELECTRIC
• •
FC 122 |
SORPKVORN
FC 122 malar bein og aðrar
matarleifar auðveldlega. Heldur
vaskinum hreinum og kemur i
veg fyrir ólykt og óþægindi af
rotnandi matarleifum.
FC 122 passar i flestar tegundir
vaska og er smiðað úr ryðfriu
stáli. Komið og skoðið hina stór
snjöilu nýjung.
Vaskurinn ávallt hreinn
; x
Mm
Teitur Þórðarson til hægri á myndinni.ásamt Peter Nilsson en hann skoraði sigurmarkiö gegn Kalmar i Allsvenskan i gær-
kvöldi. Þeir gengu báðir yfir i raöir öster fyrir þetta keppnistimabil og meöal annars er þaðtaliö þeim að þakka að öster er
nú með 5 stiga forystu I deildinni,þegar 7 umferðir eru eftir...
mmm
,/ÖLLU FÓRNAÐ FYRIR
SIGUR í ALLSVENSKAN"
••
— segir Teitur Þórðarson, en félag Kans Oster hefur 5 stiga forystu
_____ i deildinni eftir sigur yfir Kalmar í gœrkvöldi
,,Við erum komnir með I
fimm stiga forystu i All-
svenskan eða 1. deildinni |
,,Þetta var bölvaður
klaufaskapur hjá okkur að
tapa þessum leik”, sagði
Jóhannes Eðvaldsson er
við slógum á þráðinn til
hans i Glasgow i gær til að
spyrja hann um leik Celtic
og Hibernian á laugardag-
inn og hvað hann hefði að
segja um hinn fyrirhugaða
landsleik við Holland á
laugardaginn.
„Við áttum aldrei að þurfa að tapa
þessum leik. Þeir skoruöu snemma i
leiknum — Willie Temperley, sem
áður lék meö Celtic sá um þáö, eftir
mikil mistök í vörninni hjá okkur.
Eftir markið fóru þeir í vörn og við
áttum allan leikinn. Við vorum aö
skjóta framhjá marki af markteig og
þaðan af nær, og hvað eftir anaö
björguöu þeir á linu. Þaö kórónaði
svo allt þegar Ronnie Glavin mis-
tókst að skora úr vitaspyrnu fyrir
okkur i siðari hálfleik.
hér i Sviþjóð”, sagði Teitur
Þórðarson. er við náðum
tali af honum á heimili
Viðerum ennefstir ideildinni — en
þetta var fyrsta tapið okkar þar.
Aberdeenog Hibernian erueinuliöin
sem enn hafa ekki tapað leik, en
Aberdeen og Rangers gerðu jafntefli
á laugardaginn 1:1. Jöfnunarmark
Aberdeen kom þegar 90 minútur
voru liönar og dómarinn ætlaöi að
fara að flauta leikinn af”.
"Hvað er annars að frétta þarna
um landsliöiö heima. Ég veit ekki
neitt — ekki einu sinni hvaða mann-
skapur er I hópnum "
„Þaöeinasemég veiteraðégá að
mæta i Hollandi, en ég hef enn ekki
fengið neinn farmiða að heiman og
veit þvi ekki hvenær ég fer þangað.
Nú, ef miöinn kemur á mánudag-
inn fer ég strax af stað. Maöur er
mikið spenntur fyrir þennan leik,
enda verðuFÖrugglegagaman aö fást
við silfurliðið frá HM-keppninni i
Argentinu. Ef okkur tekst vel upp, er
vel hægt aðfá þá til aö taka fram allt
sitt besta. — Það veit ég raunar að
þeir gera, þvi að það er ekkert sem
heitir hálfgert verk I atvinnumanna-
knattspyrnunni — og það sist af öllu
hjá Hollendingum.”
—klp—
hans i Vaxjö i gærkvöldi.en
þá var hann að koma heim
eftir að hafa leikið gegn
Kalmar.
„Þeir hjá Kalmar voru i öðru sæti i
deildinni fyrir þennan leik, en við
sendum þá heim aftur til Kalmar
með 1:0 tap, og þar m'éð náðum við
fimm stiga forystu.” sagði Teitur.
„Nei, ég skoraði ekki markið. Þaö
var félagi minn Peter Nilsson.sem sá
um það. Annars hefur mér gengið
mjög vel að skora með öster I sumar
og er nú búinn að skora ein 11 mörk i
19 leikjum. Ég var fyrir þessa um-
ferð annar markhæsti maður deild-
arinnar en sá sem var I fyrsta sæti
var Per Olof Ohlsson frá Norrköbing
meö 12 mörk.
Eitthvað hef ég færst til á listanum
eftir þessa helgi þvi að það var-I það
minnsta einn náungi, sem ég veit um
að var rétt á eftir mér, sem skoraði 4
mörk i einum leiknum i kvöld. Ann-
ars fylgist ég ekki svo glöggt með
þessu, og það er ekki keppikefli núm-
er eitt hjá mér að veröa markhæstur
i deildinni.
Það eina, sem kemst aö, er að
halda þessu striki og sigra i deildar-
keppninni. Það er stóri draumurinn.
Viö eigum enn sjö leiki eftir i mótinu
og það getur allt gerst i þeim, þótt
svo aö við höfum nú losaö okkur við
mörg sterkustu liðin.
Það er Gautaborg, sem nú er kom-
in upp i annað sæti með 1:0 sigri yfir
Vesterás I kvöld. Við erum með 30
stig eftir. 19 leiki, en Gautaborg með
25. Þar á eftir koma svo Kalmar og
Marlmö FF, en Malmö er 6 stigum á
eftir okkur, þvi aö liðiö náði aðeins
jafntefli gegn Elfsborg I kvöld.
Við höfum þaö ágætt hérna og
kunnum vel viö allt og alla hér. Við
hjónin erum nú sest á skólabekk —
fórum i Lýðháskólann hér i Vaxjö og
teljum okkur hafa bæði mjög gott af
þvi.sagöi Teitur aö lokum... —klp—
„Kkiufaskapur að
tapa þessum leik"
— sagði Jóhannes Eðvaldsson um tap Celtic ó
laugardaginn — er bjartsýnn á leikinn við
Holland á miðvikudag
VISIR
Mánudagur 18. september 1978
D
Hollendingar með
liðið frá HM gegn
silfur-
íslandi
FRa gylfa
kristjans-
SYNI, FReTTARITARA
VlSIS I NIJMEGEN i
HOLLANDI:
— Hollendingar tefla
fram sinu sterkasta liöi
gegn íslendingum í lands-
leiknum í knattspyrnu,
sem fram fer hér á miö-
vikudagskvöldið. Leikur
þessi er liður í Evrópu-
keppni iandsliða og ætla
Hollendingar sér þar
stóran sigur og eru stað-
ráðnir í þvf að byrja ekki
keppnina á að tapa fyrir
litla Islandi.
1 liöi þeirra eru hvorki meira né
minna en tólf leikmenn, sem þátt
tóku i heimsmeistarakeppninni i
Argentinu i sumar, en þar hlutu
Hollendingar silfurverðlaunin
eins og flestir eflaust muna.
Það eru ekki nema fjórir leik-
menn i hinum 16 manna hóp, sem
hollenski landsliðseinvaldurinn
hefur valið fyrir leikinn við Is-
land, sem ekki voru með i
Argentinu. Þessir fjórir hafa
samt allir verið i landsliöinu
áður, og má þar meöal annarra
nefna J.Peters, sem skoraði bæði
mörkin, er Holland sigraði Eng-
land 2:0 á Wembley fyrir
nokkrum mánuðum.
Þá má og nefna aöalmarkvörð
Ajax, sem nú er i efsta sæti i 1.
deildinni i Hollandi, Chryvers, en
hinn markvörðurinn i hópnum er
Petrus, Douesburg. Þá hefur
Dusdaba, sem leikur meö Ander-
lecht i Belgiu, verið kallaður
heim i leikinn, en annars eru i
hópnum einir fjórir leikmenn,
sem leika með þekktum liðum i
Belgiu.
Af þeim, sem léku úrslitaleik-
inn gegn Argentinu i heims-
meistarakeppninni I sumar, eru
niu leikmenn, sem nú eru i
hópnum. Það eru þeir Rudolf
Krol, Wilhelmus Jansen, Jan
Poortvliet, Erny Brands, Rob
Rensenbrink, Arend Haan, Kirk
Nanninga, sá sem skoraði eina
mark Hollands i úrslitaleiknum,
svo og bræðurnir Reiner Van der
Kerkhof og Wilhelmus Van der
íslands-
fararnir
komnir i
skotskóna
Leikmenn austur-þýska liðsins
Magdeburg, sem urðu að láta sér
nægja jafntefli 1:1 gegn Val i
Evrópukeppni bikarhafa i siðustu
viku.hafa öruggiega verið hressi-
lega skammaðir við heimkom-
una.
Hafa þeir Hklega verið reknir I
aukatima i þvi hvernig eigi að
skora mörk og kom það I ljós I
fyrsta leik liðsins eftir leikinn á
tslandi en hann fór fram i gær.
Þá fengu leikmenn Magdeburg
i heimsókn Zwickau, sem lengi
hefur veriö eitt af betri knatt-
spyrnuliðum Austur-Þýskalands.
En það var sent heim aftur með
5:0 tapi gegn ísiandsförunum.
Magdeburg er nú I 4. sæti I 1.
deildinni I Austur-Þýskalandi að
loknum fimm umferðum. Er liöiö
með 7 stig og hefur skorað 14
mörk en fengiö á sig 4. Efst er
Dynamo Berlin meö 10 stig, þá
Dynamo Dresden með 9
Kerkhof.
Þetta verður fyrsti landsleikur
Hollendinga siðan þeir misstu af
heimsmeistaratitlinum i
Argentinu i sumar, og vekur hann
þvi geysilega athygli hér i Hol-
landi og viða.
Er fastlega búist viö að
Hollendingarnir fari með sigur af
hólmi, en þeir vita að róöurinn
getur oröið erfiður — minnugir
þess að þeir sluppu með aðeins
1:0 sigur frá Islandi i september
1976, og fólk hér i Nijmegen og
viða i Hollandi man vel eftir
skemmtilegri og drengilegri
baráttu islenska liðsins á sama
velli og leikið verður á nú, er Hol-
land sigraði Island 4:1 fyrir rétt
liðlega ári, eða þann 31. ágúst.
Var það 100. landsleikur tslands i
knattspyrnu.
tslenska liðið er mætt hér i
Nijmegen — allir nema „útlend-
ingarnir” i hópnum, þeir Arni
Stefánsson og Jón Pétursson sem
koma frá Sviþjóð, Asgeir Sig-
urvinsson sem kemur frá Belgiu
og Jóhannes Eðvaldsson frá Skot-
landi. Eru þeir allir væntanlegir
hingað i dag....
gk/-klp-
Vísir boðar áskrifendum sinum enn
mikinn fögnuð sem er Útsýnarferð,
fyrir tvo, til Florida, í ferðagetrauninni góðu.
Hún verður dregin út 25. september.
Skotsilfur verður nóg þvi Vísir er
öðlingur og borgar gjaldeyrinn lika.
Ströndin á MIAMIBEACH á enga
sina lika i heiminum, sólin
ómæld og sjórinn raunverulega
volgur. En Florida er meira en sól
og strönd þvi segja má að Florida-
skaginn sé samnefnari alls
þess makalausasta sem
ferðamaöur getur vænst
aó sjá á lífsleiðinni og
tækifæri til skoðunarferða-M,% %
eru ótæmandi. *!2r
Það er að finna, til
að mynda, viðfrægasta
sædýrasafn veraldar,
MIAMI SÆD ÝRASAFNIÐ
-KS
fÆ
■X •» <
t ■« .
LJÓNA SAFARI SVÆÐIÐ en þar eru
Ijón og önnur frumskógardýr i sínu
náttúrulega umhverfi.
Að ógleymdum mesta skemmtigarði
heims, DISNEY WORLD.
Skammt þaðan er
KENNED YHÖFÐI,
stökkpallur mannsins
inn i geimöldina. Hótel,
matur og viðurgerningur
allur er eins og hann þekkist
bestur.
Með áskrift að Visi átt þú möguleika á
stórkostlegri ævintýraferð i ábót á sjálfan
aðalávinninginn, Visi. SÍMINN er 86611.
VISIS
Nýir áskrifendur geta líka verið með!
Dregið 25. september.