Vísir - 27.11.1978, Blaðsíða 4
Hefur þú heyrt um
fyrirtækið sem
tapaði 13.000.000 kr.
árið 1977?
Stjórnendurnir vissu það reyndar ekki fyrr en í apríl
1978. Hvers vegna ekki fyrr? Ástæðan er
einfaldlega upplýsingaskortur, þar sem fyrstu
og einu tölur um rekstrarárangur komu í Ijós
í ársuppgjöri í apríl 1978. Sannast sagna
áttu þeir alls ekki von á slíkri útkomu. Þeir bjuggust við
að rekstur fyrirtækisins stæði í járnum.
I apríl 1978 var heldur seint að breyta um
stefnu.
Er fyrirtæki þitt eins á vegi statt? Veist þú fyrr
en í apríl 1979 hvernig reksturinn gengur nú?
HAGTALA H.F. býður aðgengilega og hagkvæma
lausn á þessum vanda: Tölvubókhald, sem sniðið er
að þörfum stjórnenda og endurskoðenda,
rekstrar- og efnahagsyfirlit á mánaðar eða
ársfjórðungs fresti, ásamt lykiltölum, sem gefa til kynna
hvar skórinn kreppir að í rekstrinum.
HAGTALA HF
Tölvu- og
götunarþjónusta
Grensásvegi 13,
Reykjavík, sími 8 17 06
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Niálsgö-tu 49 — Simi 15105
mciiii lenda
Dóalí
í kvöld
Mánudagur 27. návember 1978
VÍSIR
Róssar halda enga samninga
um takmarkanir á fiskveiðum
— segir norskur togaraskipstjóri
Norðmenn eiga i stöðugum
samningaviðræöum við Rússa
um veiðitakmarkanir og fisk-
vernd á þeim miðum, sem bæði
löndin nýta. Norskir sjómenn
eru margir þeirrar skoðunar, aö
ekkert þýði að semja við Rúss-
ana, þar sem þeir haldi enga
samninga i þessu efni.
Fiskur virðist nær horfinn af
miðunum norður og austur af
Finnmörk og sjómenn þar um
slóðir þykjast dcki fara i graf-
götur um ástæðuna fyrir þvi.
„Allur fiskur, bæði fullvaxinn
og smáfiskur, hefur hreinlega
verið hreinsaður upp af er-
lendum togurum sem aö megin-
hluta til eru rússneskir”, segir
Ole Jonassen, skipstjóri frá
Rypefjord við Hammerfest i
viðtali við norskt blað á dögun-
um.
Ole hefur verið á togveiðum
allt frá árinu 1946 og skipstjóri
siöustu 16 árin. Nú segist hann
ætla að kaupa sér smábát og
fiska inni á f jörðunum. Hann er
sannfærður um, aö innan fárra
ára muni sé fiskur, sem fyrir
einhverja óútskýranlega tilvilj-
un sleppi frá rányrkjunni á mið-
unum, leiti inn á firðina.
Hundruð togara
—Fiskurinn hefur enga lifs-
möguleika lengur og þetta á
sérstaklega viö um Barents-
hafið. Ef hann er djúpt i sjónum
er hann veiddur með botntrolli
og ef hann er ofarlega er hann
tekinn I flottroll, segir skipstjór-
inn og hann heldur áfram:
-Það sem ég hef orðið vitni að
siðustu árin, sérstaklega i Bar-
entshafi, hefur orðiö til þess að
ég dreg m jög I efa að Sovétrikin
hafi nokkurn áhuga á aö varö-
veita fiskimiöin fyrir framtið-
ina.
Við sjómennirnir sjáum ekki
betur en Rússar hafi beint flota
sinum frá miöum allra heims-
hafa til miðanna hér fyrir
norðan. Þarna eru án efa
hundruð rússneskra togara.
Sjálfur hef ég talið allt upp i 10
stóra verksmiöjutogara á litlu
svæði. Þaö getur verið aö norsk
yfirvöld fái landkrabba til að
trúa þvi að Rússar fiski bara
þann kvóta, sem samið hefur
veriö um. Fyrir sjómenn er það
hrein og klár della að Rússar
haldi samninga og við myndum
hlæja okkur máttlausa yfir trú-
girni embættismanna ef máliö
væri ekki svona alvarlegt.
Nota tvö troll
Ole Jonassen segir að það
versta I þessu máli sé það, að
allur rússneski flotinn hafi tvö
troll. Annað sé með löglegri
möskvastærð til að sýna norsk-
um eftirlitsmönnum og siðan sé
annað, sem notað er til að veiöa
smáfiskinn.
Norskir sjómennhafi margoft
fundið merki um svokallaða
þjófapoka auk margs annars
sem styður það álit þeirra, að
rússnesku togararnir skafi upp
allt kvikt án tillits til stærðar.
Þaðsé greinilegaekkifarið eftir
neinum reglum um lágmarks-
stærð á möskvum.
—Þessi ótrúlega og ólöglega
rányrkja hlýtur auk þess aö
fara fram með vitund og vilja
sóvéskra yfirvalda. I landi þar
sem rikið á skipin, fiskvinnslu-
fyrirtækin og þau sem fram-
leiða veiöarfærin, þar á meðal
hárnetin, getur ekki verið annað
en farið sé að vilja yfirvalda.
Það er þvi ekki undarlegt,
þótt norskir sjómenn hlæi, þeg-
ar þeir heyra um nýjar viðræö-
ur við RUssa um aflakvóta og
möskvastærð, sagði Ole Jonas-
sen.
—SG
Sovéskt „ryksuguskip” i Reykjavikurhöfn
„Tveggja ára nám
í sérkennslu veitir
ekki kmnahœkkun"
segir launa- og kjaranefnd sérkennara
„Nú er staöan sú aö tveggja
ára framhaldsnám I sérkennslu
veitir ekki launahækkun skv.
núgildandi röðun i launaflokka.
Jafnvel getur kennari að loknu
framhaldsnámi lent I lægri
launaflokki en sá sem á meöan
vann á fullum launum við
kennslustörf”, segir i tilkynn-
ingu frá launa- og kjaranefnd
félags Islenskra sérkennara,
vegna frétta um aö kennara-
deilan væri leyst.
Þar er bent á, að þeir sem
sinna kennslu barna, sem eiga
rétt á sérstakri kennslu vegna
fótlunar, hafi að baki 1-4 ára
framhaldsnám aö loknu kenn-
araprófi. „Aöeins er unnt að
vera eitt ár i sliku námi hér-
lendis, þannig að mörg okkar
hafa verið erlendis við nám.
Námsárin eru ekki metin sem
starfsár og tveggja ára tekjutap
kennara er nú á 6. millj. kr.”,
segja sérkennarar sem benda á
að námskostnaður einstaklings,
sem hefði hafið tveggja ára nám
haustið 1976 gæti verið samtals
4.5 milljónir króna.
1 niöurlagi tilkynningarinnar
segir:
„Viö teljum víst aö hér sé um
einhvern misskilning að ræða,
sem leiðréttur verði snarlega og
trúum við ekki að óreyndu að
okkar mál og nemenda okkar
hafi verið fellt Ut i þessari um-
ræddu samningsgerö Sambands
grunnskólakennara og Lands-
sambands framhaldsskóla-
kennara við f jármálaráðuneytiö
nú i nóvember. Höfum við þvi
gripið til þess ráðs að skrifa
fjármálaráðherra og mennta-
málaráðherra I von um skjótar
úrbætur”.
—BA—