Vísir - 28.05.1979, Blaðsíða 4
NORWAY
SWEDEN
HOLLAND
'denWrk/
WGERMANY
SWITZ. ('AUSTRIA
PORTUGAL
ITALY
SPAIN
TURKEY
IRELANDr *
t
Jafnaðarmenn og
hægri sveiflan
■ Sósialdemókratar einir.
c Sósialistar i samstarfi með hægri flokkum.
| | Stiórnarflokkarnir eru til hægri við sósialista.
Stlðrnarflokkar vestur-Evröpu
Á kortinu hér má sjá i hvaða löndum V-Evrópu
sósialdemókratar eiga sæti i rikisstjórnum, en þó
vantar á það ísland og Finnland, þar sem jafnaðar-
menn eru i samstarfi með vinstri flokkum.
STÚDEHTAGJAFIR
09 oðror tækifærisgjofir
Nýftomin KRISTALSENDING
HÁNDSKORINN OG LITADUK
Dæheimskristall
Onyx vörur, bókostoðir,
pennostondor og morgt fleiro
^ STYTTUR í óvenju miklu úrvoli
Spónskor postulfnsstyttur, follegor
og ódýror
Hvítor Tékkneskor postulínstyttur
Afsteypur frægro listoverko fró
listosöfnum í Dondorfkjunum
Íf HANDMÁLADAR
leirvörur fró Þýskolondi
TEKE"
Kitisru.i
Laugaveg 15 sími 14320
Þrem dögum eftir sigur
(haldsf iokksins í bresku
þingkosningunum, veittu
kjósendur í Austurríki
jafnaðarmönnum (sósíal-
istaf lokknum) hreinan
meirihluta á þingi þriðja
kjörtímabilið í röð, og það
þrátt fyrir hlutfallskosn-
ingar.
Bruno Kreisky kanslari,
sem nýtur mikils persónu-
fylgis meðal landsmanna,
sinna, gatglaðst yfir því að
horfa á fylgi flokks síns
vaxa upp fyrir 51%. Þó
hefur flokkur hans farið
með ríkisstjórn síðustu tvö
kjörtímabil.
Hefur hægri bylgjan í
Evrópu sneitt hjá Austur-
ríki? Eða er þessi svo-
nefnda hægrisveif la aðeins
í nösunum á fréttaskýr-
endum?
Fyrir þrem árum sátu jafn-
aöarmenn, eöa sosialdemókrat-
ar einir i rikisstjórnum fimm
Evrópulanda. Sú sænska féll seint
á árinu 1976. Danskir sósialistar
uröu aö sækja sér liöstyrk hjá
frjálslyndum I fyrra, og nú á dög-
unum féll stjórn Verkamanna-
flokksins i Bretlandi. Eftir standa
þvi tvær sósialistastjórnir-önnur
er I Austurrlki meö hreinan
meirihluta, og hin i Noregi, en
hún er minnihlutastjórn. — A
meöan hefur hægrimönnum vaxiö
I fiskur um hrygg. Miö- og hægri-
flokkar komust I stjórn I Sviþjóö.
Ihaldsflokkurinn I stjórn I Bret-
landi. Hægrimenn juku fylgi sitt I
finnsku kosningunum siöustu.
Skoöanakannanir I Noregi þykja
benda til þess aö Höyrepartiet
njóti oröiö svipaös. fylgis og
sósialdemókratar, sem var
stærsti flokkur landsins. Kristi-
legir demókratar á ítaliu eru
sömuleiöis sagöir á uppleiö.
En máliö er ekki alveg svona
einfalt. A þessum siöustu þrem
árum hefur jafnaöarmannastjórn
komiö og fariö i Portúgal, og
utanflokkastjórnin, sem þar er
viö völd núna, á setu sina mjög
undir velvilja sósialista, sem enn-
þá eru stærsti flokkur Portúgals.
I Hollandi er verka-
mannaflokkurinn einnig
stærsti flokkurinn, og þótt hann
hafi lent I stjórnarandstööu 1977,
var þaö ekki vegna fylgistaps.
Hann hefur bætt viö sig atkvæö-
um I öllum þingkosningum þessa
áratugs.
Þaö skipti sköpum, aö hinir
flokkarnir náöu samkomulagi um
samstarf I rikisstjórn.
Samsteypustjórnir er algengar
iflestum Evrópurikjunum, vegna
hlutfallskosninganna. Fyrir þrem
árum deildu jafnaöarmenn völd-
um I sex samsteypustjórnum i
Evrópu. í dag eiga þeir sæti i átta
samstypustjórnum.ef Finnland
er taliö meö, þar sem enn hefur
ekki veriö mynduö ný rlkisstjórn
upp úr kosningunum siöustu, en
sósialdemókratar eru taldir
öryggir um stjórnarsetu, þegar
aö henni kemur.
Bæöi hér á landi og I Finnlandi
eru jafnaöarmenn i samstarfi
meö vinstri flokkum. Annarstaö-
ar deilda þeir völdum meö hægri
flokkum. 1 Danmörku, Vestur-
Þýskalandi, Luxemburg og Tyrk-
landi eru þeir stóri bróöirinn I
stjðrninni.
Ef skoöaöar eru hreyfingar I
stjórnmálasviöinu á þessum siö-
ustu þrem árum frá þvi 1976, hafa
sósialdemókratar i þrem löndum
risiö af stjórnarandstööubekkjun-
um og fært sig i ráöherrastólana.
Hér heima, I Belglu og I Tyrk-
landi (Lýöveldisalþýöuflokkur
Ecevits). Hollensku og irsku
verkamannaflokkarnir hafa báö-
ir falliö úr stjórn. Finnskir, þýsk-
ir, svissneskir og Lúxemborgar-
ar hafa setiö um kyrrt i sam-
steypustjórnum sinum, og sósial-
demókratar i Danmörku fengu
frjálslynda I liö meö sér, eftir aö
hafa spreytt sig á minnihluta-
stjórn.
Kosningarnar I Bretlandi og i
Finnlandi á dögunum sýndu
fylgisaukningu á hægri væng, og
miö- og hægriflokkar Svia skák-
uöu jafnaöarmönnum 1976, en aö
ööru leyti hafa þingkosningar
siöan 1976 ekki leitt fram mjög
skýrtmarkaöa hægrisveiflu. Þó
hefur þess gætt hjá jafnaöar-
mönnum og samstarfsflokkum
þeirra I rikisstjórnum, aö þeir
hafa tekiö upp ýmsa punkta úr
stefnum hægrimanna til þess aö
halda fylgi sinu meöal kjósenda.
1 kosningunum 1977 juku
danskir, hollenskir og norskir
jafnaöarmenn allir fylgi sitt.
Spænskir jafnaöarmenn hlutu at-
hyglisveröan meöbyr I fyrstu
frjálsu kosningum Spánar I rúm
40 ár. 1 Irlandi var þaö ekki
verkamannaflokkurinn, heldur
bandamenn hans I Fine Gael, sem
biöu afhroö. I fyrra juku sósialist-
ar I Frakklandi fylgi sitt úr 22%
atkvæöa I 28% og mestmegnis á
kostnaö kommúnista, en samtals
hafa vinstriflokkarnir þar 49,3%
atkvæöa á bak viö sig.
Fyrir þrem árum áttu sósialist-
ar sæti I rikisstjórnum ellefu
Evrópulanda meö samtals um 160
milljónir Ibúa. I dag eiga þeir sæti
i tiu rikisstjórnum landa meö um
140 milljónir Ibúa.
Þrír núverandi og fyrrverandi framámenn úr rööum jafnaöarmanna i Vestur-Evrópu sjást hér á þess-
ari mynd, sem tekin var á Evrópuþingi sósialdemókrata: T.v. James Callaghan, formaöur breska
verkamannaflokksins, Bruno Kreisky, kanslari Austurrikis og Trygve Bratteli, fyrrum forsætis-
ráöherra Noregs.