Vísir - 28.05.1979, Qupperneq 23

Vísir - 28.05.1979, Qupperneq 23
VÍSIR Mánudagur 28. mal 1979 Umsjón: SigurOur | Sigurðarson , Sjónvarp l kvölö ki. 21.00, „Hess" Þegar naslstlnn reynfll aö nð friði við Breta Rudolf Hess, hinn frægi nasistaforingi, hefur frá því 1941 veriö af og til í fréttum baéði hér á landi sem erlendis, en hann hefur frá strf&slokum veriö fangi i Spandau fangelsinu. Mikl- ar deilur hafa orðið um þennan mann og vilja margar af þeim þjóOum, sem sigruöu I heims- styrjöldinni seinni, láta sleppa honum, en hann er kominn á niræðis aldur, Sovétmenn eru þó á móti þvi og þar viö situr. Sjónvarpiö tekur i kvöld tii sýn- inga breskt sjónvarpsleikrit, sem heitir einfaldlega „Hess” og er byggt á þeim atburðum, er Rudolf Hess, sem var einn af æöstu mönnum þriöja rikisins flaug til Skotlands einn sins liös. Þaö var 10. mai 1941. Erindi hans var aö reyna aö ná friöi viðBreta, en þeir voru ekki til viðtals um slikt. Hess var hnepptur i varö- hald og siöar dæmdur f lifstlðar- fangelsi. Leikritiö er eftir Ian Curteis og leikstjóri er Tina Wakerell. Þýöandi er Jón 0. Edwald. Rudolf Hess, eini fanginn I Spandau fangelsinu i Beriin. Þar sem Egill ortl Höfuðlausn Slðnvarp kl. 21.50. Jðrvlk á dðgum vlklnga: Seinni hluti danskrar myndar um fornieifarannsóknir I Jórvlk á Englandi veröur á dagskrá sjón- varpsins I kvöld. Fyrri hluti myndarinnar var á dagskránni fyrir viku. Aö sögn Þórs Magniíssonar, þjóöminjavaröar og þýöanda myndarinnar, verður sagt frá myntfundum þarna I Jórvik og dálitið veröur fjallaö um húsa- gerö á þessum slóðum. Greint veröur frá skordýrum sem finn- ast þarna íleifunum og geta sagt eitthvaö um lifnaö manna og þau snikjudýr, sem ásóttu menn þarna I fyrndinni, en aö ööruleyti veröur myndin uppbyggö á sama hátt og fyrri hlutinn, eftir þvi sem Þór sagöi. óhætt er aö mæla með þessari mynd. Hún er skemmtilega upp- sögunni og eitt merkasta ljóö fomaldar er taliö hafa veriö ort þarna, en þaö er Höfuölausn Egils Skallagrimssonar. Eftir þvi sem Egilssaga herm- ir, þá braut Egill skip sitt á þess- um slóðum og komst sjálfur á land, en þarna réö hinn útlægi konungur frá Noregi, Eirikur, og kona hans Gunnhildur, sem ætla má aö hafi tælt Egil meö göldrum frá íslandi. Eirikur ætlaöi aö láta drepa Egil, en Arinbjörn þegn hans, og vinur Egils, kom málum þannig fyrir aö gæti Egill ort drápu til heiöurs Eirflri konungi, þá skyldi hann höföi sínu halda og frjáls fara. Og þarna var Höfuölausn samin, en þetta var nú útidúr og óvist aö danska myndin greini nokkuö frá þessum dramatisku atburöum tslandssögunnar. útvarp 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tóideikar. 14.30 Miðdegissagan 15.00 Miödegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn: Þorgeir Astvaldsson kynnir. 17.20 Sagan: „Mikael mjögsiglandi” eftir Olle Mattson Guöni Kolbeinsson les þýöingu sina (4). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Arni Böövarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn 20.00 Lög unga fólksins 21.10 „Læknirinn I Cucugn- an” 21.30 Um áttahagaféiög 21.55 Fiðluleikur 22.10 Dómsmál 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Myndlistarþáttur: 23.10 Fimmtu Beethoven-tón- leikar Sinfóniuhljómsveitar tsiands i' Háskólabiói 23.55 Fréttir. Dagskrárlok sjónvarp 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 tþróttir. Umsjónarmaö- ur Bjarni Felixson. 21.00 Hess. Breskt sjónvarps- leikrit eftir lan Curteis, byggt á sannsögulegum at- burðum. Leikstjóri Tina Wakerell. Aöalhlutverk Wolf Kahler, John Stride og Mark Dignam. Hinn 10. mai 1941 flaug einn af æöstu mönnum Þriöja ríkisins þýska einn sins liös til Skot- lands. Þetta var Rudolf Hess, hægri hönd foringj- ans, og erindi hans var aö reyna aö ná friöi viö Breta. En þeir voru ekki til viötals um slikt. Hess var hnepptur i varöhald og nú situr hann einn eftir I Spandau-fang- efei, 85ára gamall. Þýöandi Jón O. Edwald. 21.50 Jórvlk ádögum vlkinga. Siöari hluti 22.20 Dagskrarlok. Hin opindera rödd Framsðknar Framsóknarflokkurinn geymir nokkra menn innan sinna vébanda, sem lita gjarnan á sig sem hina opinberu rödd fiokksins. Nokkuö er mismun- andi hvenær þeir eru að marki athafnasamir. i einn tima er það kannski Daniel Ágústinus- son á Akranesi en I annan tlma Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. Duglegastur við þessa stefnugæslu hefur Halldór yfirleitt verið, enda skrifaöi hann mikiö I Timann hér á árum áður, og svo aftur núna á siðari árum, þegar útséð er orðið um það aö hann veröi nokkurn tlma þingmaöur Vestfiröinga. Eins og alkunna er hefur Halldór lika tekið að sér að vera hin opin- bera rödd bindindismanna, og hefur ekkert skort á að þar hafi málin vcrið sótt af nokkurri hörku. En nú er hin gamla bindindishreyfing orðin nokkuð álút fyrir elli sakir og fótfúin, en giæpinn hafa hirt af henni þeir, sem telja heppilegra aö lækna en predika. Það búa þvi tvær opinberar raddir I brjósti Halldórs Kristjánssonar frá Kirkjubóli, hin pólitiska og hin bindindis- sama. Þriðju röddina hefur hann að visu tamið sér — I list- um —en þar hefur hann kannski átt erfiðast uppdráttar, vegna þess aö óvandaðir strákar hafa sótt aðhonum og spurt sem svo: Hvað er leiguliöi vestan úr ön- undarfirði að skipta sér af list- um: Sú forsaga er til þess máis, aö eitt sinn hringdi Hermann Jónasson I einn af ritstjórum Timans og sagði aö nú vantaöi tillögu um mann i úthlutunar- nefnd listamannalauna. Þar kom tali þeirra Hermanns og ritstjórans, aö af ýmsum ástæð- um, bæði sögulegum og sam- tlmalegum, væri heppilegt aö fá bónda tii þessa verks. Og kvað ritstjórinn að t.d. mundi fara vel á þvl að velja Ilalldór á Kirkju- bóli. Hann væri maður mikilla sannfæringa. Hermann greip þessa hugmynd á lofti. Síöan hefur Halldór farsællega ástundað að úthluta fé til lista- manna fyrir hönd Alþingis. En Ilalldór Kristjánssyni hefur ekki farnast eins vel á öðrum sviðum. Sem opinber rödd Framsóknar er hann nokkuð mistækur, enda ber stundum á þvl aö hann vilji berja frá sér I flokkshreiörinu, halda uppi aga um skoðanir, og jafnvel teija að I Framsóknar- flokkinn hafi fiækst menn, sem ekki eigi þar heima. t bindindis- málum hefur hann barið lóminn I áratugi, og hefur þó ekki runniö teljandi af þjóðinni á þeim tima. Þannig hafa hinum opinberu röddum Haildórs veriö mislagðar hendur. Hins vegar hefur bindindisstarfsemin i ön- undarfirði gengið sæmilega, enda nýlega veriö skýrt frá þvi, að þar haldi fólk þorrablót án þess sjáist vln á nokkrum manni.Þykir óreiðumönnum úr öðrum héruöum skritiö að sjá bændur mæta til mjalta I fjósi á réttum tima, tæra I gegn af kristilegu llferni eftir sviða- og hrútspungaát eingöngu. Nú um helgina brá Halldór frá Kirkjubóli fyrir sig hinni opin- beru flokksrödd, og setti niöur við hné sér rithöfundinn og málarann Jónas Guðmundsson, sem skrifar að staðaldri I Tim- ann. A sama tima var Jónas aö opna fallega og athyglisveröa málverkasýningu I Norræna húsinu. Margt fann Halldór að skrifum Jónasar en þó var helst að heyra á skrifi Halidórs, að verst þætti honum að svona maöur skrifaði I Timann. Kemur það heim viö þá dul- vituðu tilfinningu Halldórs, aö sumir menn eigi að vera I Framsóknarflokknum en sumir ekki. Auðvitaö hrin hin opinbera rödd Halldórs ekki á Jónasi Guðmundssyni. Jónas er alinn upp I Vesturbænum og hefur frá barnæsku staðiö I mikiö verri götuslagsmálum en þeim, sem Halldór býöur honum upp á I Timanum. En það má telja eftirtektarverðast við skrif Halldórs af þessu tagi, að tón- tegundin og hinn pólitiski trúar- hiti er óbreyttur eftir fjörutlu ára hnjask, og þess vegna er opinber rödd hans dálitið forn- eskjuleg. Svarthöfði

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.