Vísir - 23.06.1979, Blaðsíða 21
VISIR Laugardagur 23. júnl 1979
21
sandkassinn
Sæmundur
Guðvinsson
skrifar
„FULLIR FRYSTIKLEFAR
STÖÐVA FISKVINNSLUNA”
segir i fyrirsögn I Dagblaðinu.
Það er ekki ofsögum sagt af
áfengisvandamálinu þegar
meira aö segja frystiklefar eru
orðnir svo fullir að ekki er hægt
að vinna fiskinn.
000
Helgarpósturinn hefur lagt á
það mikla áherslu aö blaöið
væri sjálfstætt og óháö Alþýöu-
blaðinu. Hins vegar kröfðust
Helgarpóstsmenn að fá að njóta
prentunarkjara Alþýöublaösins
I Blaðaprenti og fór máliö I
gerðardóm. (Jrslit málsins eru
nú kunn og Þjóðviljinn skýröi
frá niðurstöðum dómsins:
„HELGARPÓSTURINN
HLUTI AF ALÞÝÐUBLAÐ-
INU” 000
Mönnum hefur oröið tiðrætt
um fjárhagsvandræöi Timans
en nú er unnið að söfnun 100
milljón króna til að koma
rekstri blaðsins á íéttan kjöl.
En Tlminn vill sýna fram á aö
viðar sé þungur róöur hjá fyrir-
tækjum sem sjá má iþessari
fyrirsögn blaðsins:
„Dómkirkjan rekin með
styrkjum og vlxlasnapi”.
Kanski að þeir dómkirkjumenn
fari að dæmi Timans og efni til
aimennrar fjársöfnunar.
000
„VERKAMAÐUR ER ATTA
TÍMA AÐ VINNA SÉR FYRIR
VODKAFLÖSKU” segir
Morgunblaðið. Ailtaf ber nú
Mogginn hag verkamanna fyrir
brjósti, það má hann eiga. Hins
vegar vantar alveg I þennan út-
reikning hvað verkamaðurinn
er lengi að vinna sér fyrir blandi
út i vodkann. Varla er ætlast til
að verkamenn "drekki mjöðinn
i vatni frekar en aðrar stéttir.
000
Það hefur verið vinsæl iðja
blaðanna að birta myndir af
helstu ráðamönnum þjóðarinn-
ar þar sem þeir flatmaga I heitu
pottunum I sundlaugunum. Vis-
ir hefur nú kannað áhrif þess að
sulla þarna I pottunum og kemst
að þessari niðurstööu:
„MENN VERÐA SLJÓIR I
HEITU POTTUNUM”
Það er ekki furöa þótt margt
fari aflaga i stjórn landsins þeg-
ar ráðherrar og bankastjórar,
svo einhverjir séu nefndir, lull-
ast áfram sijóir og vankaðir eft-
ir að hafa legið i pottunum.
000
"ALGJÖR SAMSTAÐA UM
LÖGIN 1 RÍKISSTJÓRNINNI”
æpir Timinn, yfir þvera forsiö-
una með heimstyrjaldarletri.
Það er von að þeim þyki það
frétt að samstaða tókst I rlkis-
stjórninni um eitthvað mál og
skal viðurkennt að þaö er algjör
nvlijnda.
000
„BÆJARSTJÓRN AKUR-
EYRAR HLEYPUR UM
TORGIД segiö blaðið Islend-
ingur á Akureyri. Hins vegar
var þess ekki getið aö á eftir
bæjarstjórninni hlupu bálreiðir
kjósendur og vað það til þess að
bæjarfulltrúar settu nýtt
islandsmet.
000
Þeir þarna á Suðurnesjum eru
alltaf að vandræöast með óþef
mikinn og flytja þeir fnykinn
milli staða. Nýjustu fréttir af
þessum málum voru i Þjóövilj-
anum undir fyrirsögninni:
„KEFLVÍSK FÝLA FLUTT
TIL SANDGERÐIS?”
Ekki var þess getiö hve mikið
magn stæöi til að flytja af Kefla-
víkurfýlunni að sinni, en aldrei
skulu þeir flytja hana til borgar-
innar. Astandið er nógu slæmt
fyrir þar sem Suöurnesjamenn
eru alltaf a ferðinni hingað.
000
„VIÐSKIPTARAÐHERRA
FARI TAFARLAUST TIL
ROSSLANDS” leggur Sighvat-
ur Björgvinsson til I samtali við
Morgunblaðið. Ég hef heyrt aö
kratar séu nú að safna fyrir far-
seöli handa Svavari — aöra leiö-
ina.
000
Gull og grænir skógar eru nú i
boði fyrir þá sem vilja fara til
sólarlanda á vegum ferðaskrif-
stofa. Það er algjört aukaatriði
aö eiga fyrir farinu ferðaskrif-
stofur lána bara og veita stóra
afslætti. A sama tima auglýsa
Kúbuvinir „VINNUFERÐ TIL
KÚBU”.
Þar kemur fram aö þeir sem
vilja fara til Kúbu og vinna þar
á ökrunum eða I byggingar-
vinnu geti látiö verða af þvl
gegn þvi að greiöa iitlar 400 þús-
und krónur. Þaö þýöir vlst lltið
að heimta samningana I gildi
þarna i sæluriki sósialismans.
000
„MARGIR VILJA HELST
TJALDA” var fyrirsögn I ferða-
blaði Visis. Ég er ekki hissa á
þvi eins og verðlag er oröið á
gistihúsunum. Það hefði veriö
nær aö segja margir VERÐA aö
tjalda.
— SG
AÐ FARA EÐA EKKI FARA
FH.M S063
Eitthvoð sem enginn lifir án
Ljósin í bænum, Mognús og
Jóhann og Helgi Pétursson, ósomt
sérstökum gesti, Gunnori
Þórðarsyni, skemmta á stór-
donsleiknum í Arnesi lougordogs-
kvöld og Klúbbnum sunnudogskvöld
iUinor hf