Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.03.2001, Blaðsíða 4
VALSMENN hafa styrkt leik- mannahóp sinn að undanförnu og eiga von á enn frekari styrk á næstu dögum. Fikret Alomerovic, sem lék með liðinu síðari hluta síðasta tímabils, er á leið til lands- ins og verður tilbúinn á mánudag- inn kemur. Hann er frá Makedón- íu og lék í fyrra níu leiki í 1. deildinni og gerði í þeim tvö mörk. Þá hafa Valsmenn endurnýjað samninginn við Kristinn Lár- usson, fyrirliða liðsins, til þriggja ára en nokkur félög höfðu falast eftir Kristni. Stefán Þórðarson, sem lék með Víkingum í fyrra, er genginn til liðs við Hlíðarendaliðið og gerði tveggja ára samning við það. Stef- án er frá Akranesi og hefur leikið með KA og eins og áður segir Víkingi í fyrra. Hann lék á sínum tíma tvo landsleiki með 18 ára landsliðinu. Valur fær liðs- styrk  PETRÚN Bj. Jónsdóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari kvenna í blaki. Fyrsta verkefni hennar sem þjálfara verður að stjóna landsliðinu á Smáþjóðaleikunum í San Marínó.  ANNA Pavliouk, leikmaður með Þrótti Nes., var útnefndur besti leikmaður 1. deildar í blaki kvenna. Elsa Sæný Valgeirsdóttir, Víkingi, var útnefnd efnilegasti leikmaður- inn.  HULDA Elma Eysteinsdóttir, leikmaður með Þrótti Nes., fékk tvær viðurkenningar – fyrir flest stig skoruð og fyrir flest stig skoruð með smössum.  GUNNAR Andrésson skoraði 12 mörk, þar af þrjú úr vítakasti, þeg- ar lið hans, ZMC Amicitia Zürich, vann HC GS Stäfa, 26:25, á útivelli í svissneska handknattleiknum á sunnudag. Amicitia er nú í þriðja sæti í keppni neðstu fjögurra lið- anna í úrvalsdeildinni og fjögurra þeirra efstu í 1. deildinni um sæti í úrvalsdeildinni næsta haust. Fjögur efstu liðin í þessari keppni tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni næsta haust. Gunnar hefur skorað 48 mörk í sex leikjum þessarar sér- stöku keppni sem hófst í byrjun febrúar.  RÚSSNESKI landsliðsmaðurinn Dmitri Torgavanov mun ganga til liðs við Essen, lið Patreks Jóhann- essonar, í þýsku úrvalsdeildinni í sumar en þessi snjalli línumaður leikur með Solingen. Torgavanov samdi við Essen til ársins 2005.  JÖRN Uwe Lommel hefur verið ráðinn þjálfari þýska handknatt- leiksliðsins Nettelstedt, liðinu sem Róbert Julian Duranona leikur með. Lommel var áður þjálfari Pat- reks Jóhannessonar hjá Essen en hann tekur við þjálfarastarfinu hjá Nettelstedt í stað Milomir Mijatovic sem sagt var upp störfum á dög- unum. Nettelstedt hefur gengið illa á leiktíðinni og er í 17. sæti af 20 lið- um í úrvalsdeildinni.  HELGI Jónas Guðfinnsson skor- aði 5 stig með Ieper gegn Antwerp- en er lið hans tapaði 88:73 í belg- ísku úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudaginn. Ieper situr nú í 6. sæti deildarinnar og stefnir á að komast í úrslitakeppnina en 8 efstu liðin komast í hana. FÓLK Jens Nowotny, varnarleikmaðurhjá Bayer Leverkusen, er orð- inn góður eftir meiðsli á ökkla – er kominn aftur í landsliðshóp Þýska- lands í knattspyrnu. Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir tvo leiki í undankeppni HM – leik gegn Albaníu í Leverkusen 24. mars og leik gegn Grikkjum í Aþenu fjórum dögum seinna. Nowotny var ekki með í vináttu- leik gegn Frökkum í París á dög- unum, sem Frakkar unnu 1:0. Miðjumaðurinn Sebastian Deisler og varnarmaðurinn Marko Reh- mer, sem leika með Eyjólfi Sverr- issyni hjá Herthu Berlín, eru einn- ig komnir á ný í 23 manna landsliðshóp Völlers, ásamt Alex- ander Zickler, miðherja Bayern München. Miroslav Klose, miðherji hjá Kaiserslautren, er eini nýliðinn í þýska hópnum sem er þannig skipaður: Markverðir: Oliver Kahn (Bay- ern München), Jens Lehmann (Borussia Dortmund). Varnarmenn: Frank Baumann (Werder Bremen), Joerg Heinrich, Christian Woerns (báðir Borussia Dortmund), Thomas Linke (Bay- ern München), Jens Nowotny (Bayer Leverkusen), Marko Rehm- er (Hertha Berlín). Miðjumenn: Michael Ballack, Carsten Ramelow (báðir Bayer Leverkusen), Sebastian Deisler, Dariusz Wosz (báðir Hertha Berl- in), Torsten Frings (Werder Brem- en), Dietmar Hamann, Christian Ziege (báðir Liverpool), Jens Jeremies, Mehmet Scholl (báðir Bayern München). Sóknarmenn: Oliver Bierhoff (AC Milan), Marco Bode (Werder Bremen), Carsten Jancker, Alex- ander Zickler (báðir Bayern München), Miroslav Klose (Kais- erslautern), Oliver Neuville (Bayer Leverkusen). Rudi Völler kallar á Jens Nowotny Ástæðan fyrir banninu og sekt-inni er að Raúl notaði aðra hönd sína til þess að skora mark gegn Leeds í meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Dómari leiksins varð ekki brotsins var og dæmdi markið gott og gilt. Upp komst um pilt þeg- ar upptaka af leiknum var skoðuð. Þá þótti UEFA rétt að grípa í taum- ana. Í frétt frá UEFA segir að Raúl hafi á ferli sínum verið þekktur fyrir prúða framkomu og m.a. aðeins fengið tvisvar sinnum gult spjald í um 100 leikjum á alþjóðlegum vett- vangi. Það breyti þó ekki þeirri stað- reynd að Raúl hafi í leiknum gegn Leeds í síðustu viku sýnt óíþrótta- mannslega framkomu sem verði ekki liðin. Því hafi verið ákveðið að dæma hann í eins leiks keppnisbann í leikj- um á vegum UEFA og til greiðslu sektar upp á 20.000 svissneska franka, rúmlega eina milljón króna. Eftir að hafa farið grannt yfir mál samherja Raúls, Luis Figos, var ákveðið að aðhafast ekkert í því en grunur lék á að Figo hafi viljandi krækt sér í gult spjald undir lok leiksins gegn Leeds. Þar af leiðandi verður hann í leikbanni gegn And- erlecht í kvöld, í leik sem skiptir Real Madrid litlu máli, en hefur síðan keppni í átta liða úrslitum meistara- deildarinnar með hreint borð. Raúl fékk bann KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur úrskurðað Raúl í eins leiks keppnisbann og til greiðslu sektar upp á um eina milljón króna. Þess vegna verður Raúl ekki í liði Real Madrid sem sækir Anderlecht heim í meistaradeild Evrópu í kvöld. ÓLAFUR Stefánsson, landsliðs- maður í handknattleik, sem leikur með þýska úrvalsdeildarliðinu Magdeburg hefur átt við veikindi að stríða upp á síðkastið. Af þeim sökum lék hann ekki með Magde- burg á móti Nordhorn um síðustu helgi en hann er að vonast til að geta verið með um næstu helgi þegar Magdeburg sækir Nettel- stedt heim. „Ég nældi mér í mjög slæmt kvef og hef þurft að liggja nánast í bælinu í meira en vikutíma. Ég fékk í lungun og læknar sögðu mér að taka því rólega. Það er enn nokkur slappleiki til staðar hjá mér en ég gat verið aðeins með á æfingunni í morgun og vonandi get ég tekið einhvern þátt í leiknum á móti Nettelstedt á laugardaginn,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Ólafur sagðist reikna með að þurfa að láta fjarlægja hálskirtl- ana í sumar en talið er að þeir eigi sinn þátt í veikindunum. Barátta á þremur vígstöðvum Magdeburg, undir stjórn Al- freðs Gíslasonar, er í titilbaráttu á þremur vígstöðvum og má því illa við að vera án Ólafs en hann er einn lykilmanna liðsins. Ólafur er í sjöunda sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 141 mark og þá eru ófá mörkin sem hann hefur skapað fyrir félaga sína. Eins og áður segir á Magdeb- urg möguleika á að vinna þrjá stóra titla á leiktíðinni. Liðið er í þriðja sæti deildarkeppninnar, fjórum stigum á eftir Flensburg en á leik til góða. Um aðra helgi tekur Magdeburg á móti Bidasoa í undanúrslitum EHF-keppninnar og þann 11. apríl sækir Magde- burg Guðmund Hrafnkelsson og félaga hans í Nordhorn heim í 8- liða úrslitum þýsku bikarkeppn- innar. Ólafur Stefánsson í Evrópuleik með Magdeburg. Veikindi hjá Ólafi Norsk lið vilja ekki vera með NORSK knattspyrnulið hafa ekki áhuga á að taka þátt í Intertoto-keppni Evrópu, sem er haldin yfir sumartímann. Tromsö, Stabæk og Lilleström hafa hafnað því að vera með í keppninni, þannig að bolt- inn er kominn til Molde. Ef forráðamenn Molde segja einnig nei, takk, mun Moss fá boð um að taka þátt í keppninni. Ástæðan fyrir því að norsku liðin eru ekki spennt fyrir keppn- inni, er að hún rekst á deildarkeppnina í Noregi.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið C (14.03.2001)
https://timarit.is/issue/249072

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið C (14.03.2001)

Aðgerðir: